Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KJÖRDAGUR er
runninn upp. Nú ríður
á að stuðningsmenn
D-lista fjölmenni á
kjörstað og leggi okk-
ur lið. Hvert atkvæði
skiptir máli í barátt-
unni um framtíð Sel-
tjarnarness. Sigurinn
er engan veginn í
höfn og úrslitin geta
ráðist á einu atkvæði,
ef til vill þínu!
Áhugi á
skoðunum fólks
Kosningabarátta
sjálfstæðismanna hef-
ur einkennst af já-
kvæðu hugarfari, framfarasókn og
vilja til að hlusta á sjónarmið allra
íbúa. Ólíkt keppinautum okkar
höfum við haft dirfsku, áhuga og
burði til leita út fyrir okkar eigin
raðir og eiga orðastað við kjós-
endur milliliðalaust. Barátta okk-
ar, framtíðarsýn og stefnumið eru
því hvorki soðin saman í skyndi í
bakherbergjum né takmarkast
inntak þeirra við málflutning, þar
sem meira virðist lagt upp úr að
þyrla upp ryki og valda geðshrær-
ingu en skapa forsendur til fram-
fara fyrir hönd okkar Seltirninga.
Umboð nýtt til góðra verka
Eftir kraftmikla baráttu og með
jákvæð viðbrögð bæjarbúa í far-
teskinu göngum við upplitsdjörf til
kosninga. Sem fyrr treystum við
dómgreind kjósenda til að marka
framtíð bæjarins. Sjálfstæðisflokk-
urinn teflir fram ferskum lista sem
á sterkar rætur í vilja íbúanna. Fái
D-listinn endurnýjað umboð til
forystu er það höfuðmarkmið okk-
ar er að rísa undir trausti bæj-
arbúa og nýta það sem viðspyrnu
til góðra verka.
Stöðugleiki og traust
fjármálastjórn
Á morgun verður kosið um
framtíðarsýn og stefnumið fram-
boðanna tveggja á Seltjarnarnesi.
Þar standa sjálfstæðismenn vel að
vígi. Það er ljóst að
efst í huga flestra
kjósenda er áfram-
haldandi stöðugleiki í
fjármálum bæjarins,
styrk fjármálastjórn
og góð þjónusta.
Þetta er skynsamleg
forgangsröðun. Sel-
tjarnarnes er vel rek-
ið bæjarfélag og við
höfum mikinn hag af
því að svo verði
áfram. Lágmarksálög-
ur, ráðdeild í rekstri
og lækkun skulda eru
meðal markmiða
Sjálfstæðisflokks fyrir
næsta kjörtímabil.
Í fararbroddi
Stefnuskrá flokksins í skólamál-
um hefur vakið athygli og ber vitni
um mikinn metnað. Seltjarnarnes
er í fararbroddi á þessu sviði og
stenst samjöfnuð við það sem best
gerist hérlendis og þótt víðar væri
leitað. Markvisst hefur verið hlúð
að skólastarfinu og svo verður
áfram. Sjálfstæðismenn hafa sett
fram á þriðja tug markmiða sem
öllum er ætlað að efla skólana og
stuðla að auknum árangri. Sel-
tjarnarnes er eftirsóknarverður
bústaður fyrir fjölskyldufólk. Öfl-
ugt félagslíf, þróttmiklir skólar,
góð aðstaða til íþrótta og heilsu-
ræktar og einstök náttúrugæði
skapa ákjósanlega umgjörð fyrir
unga sem aldna.
Eftirvænting
eftir íbúaþingi
Skipulagsmál hafa verið í
brennidepli. Mikill tími og orka
hafa farið í það hjá keppninautum
okkar að gera Sjálfstæðisflokkinn
tortryggilegan í þeim efnum, svo
mikill að minna hefur borið á öðr-
um og uppbyggilegri málflutningi.
Ég fullyrði að ótti og geðhræring
vegna fyrirætlana okkar í skipu-
lagsmálum er óþörf. Við höfum
rætt við hundruð Seltirninga á
undanförnum vikum og ljóst er að
stefnumið okkar um opið íbúaþing
um skipulagsmál, sem haldið verð-
ur í haust, hefur feikilegan hljóm-
grunn í bæjarfélaginu. Ég hlakka
til íbúaþings.
Bjartsýni,
ábyrgð, festa
Af málflutningi keppinauta okk-
ar mætti ætla að á Seltjarnarnesi
sé allt á hverfanda hveli, að sam-
félag okkar sé að hruni komið,
óskilgreindar hættur steðji að úr
öllum áttum og við, frambjóðendur
Sjálfstæðisflokks, sætum færis um
að ganga á bak orða okkar í öllum
málum. Þetta er ekki uppbyggileg-
ur og trúverðugur málflutningur. Í
dag er ekki aðeins kosið um flokka
og stefnumið, heldur ekki síður um
þá einstaklinga, sem bæjarbúar
telja traustsins verða til að verja
hagsmuni okkar allra og leiða okk-
ur inn í nýtt kjörtímabil, nýja
tíma, af bjartsýni, ábyrgð og festu.
Veldu þér í vil!
Traust
forysta til
framtíðar
Jónmundur
Guðmarsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
og leiðir lista Sjálfstæðisflokksins
á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórn-
arkosningar.
Seltjarnarnes
Hvert atkvæði skiptir
máli, segir Jónmundur
Guðmarsson, í barátt-
unni um framtíð Sel-
tjarnarness.
KOSNINGARNAR
í Garðabæ snúast um
lýðræðið í bænum.
Eftir 36 ára valda-
tíma eru sjálfstæðis-
menn löngu hættir að
kunna að taka gagn-
rýni. Þeir hlusta ekki
eftir röddum bæjar-
búa nema rétt fyrir
kosningar. Þess á
milli þarf undir-
skriftasafnanir og
fjölmiðlaumfjöllun til
að ná eyrum þeirra.
Þeir kalla það nei-
kvæða kosningabar-
áttu ef einhver gagn-
rýnir stjórnarhætti Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir kjósa að búa til
glansmynd, sem flestir bæjarbúar
þekkja af eigin raun, að er ekki í
samræmi við veru-
leikann.
Varla er til sú ósk
bæjarbúa sem sjálf-
stæðismenn segjast
ekki ætla að uppfylla
á næsta kjörtímabili.
Nú á loks að reisa
íþróttamannvirki og
skólabyggingar og
bæta þjónustu á öll-
um sviðum. Skýr
framtíðarsýn er ekki
til, forgangsröðun
vantar.
B-listinn hefur sett
fram skýra og raun-
hæfa stefnu í málum
bæjarfélagsins til
næstu ára. Hann býður upp á
lausnir, en hafnar vinnubrögðum
fums og fálms. Vandræðagangur-
inn með nýjan grunnskóla í Ása-
hverfi er skýrt dæmi um van-
hæfni Sjálfstæðisflokksins til að
taka ákvarðanir áður en í óefni er
komið.
Í þessum kosningum skiptir
hvert atkvæði máli. Sjálfstæðis-
flokkurinn álítur kosningarnar
nánast vera formsatriði. Þær eru
mikilvægar vegna þess að í kjör-
klefanum getur hver og einn sagt
skoðun sína. Í kjörklefanum er
kjósandinn einn. Leynilegar
kosningar eru hornsteinn lýðræð-
isins. Ágæti kjósandi!
Hugsaðu málið vandlega. Þú
einn getur breytt. Kjóstu X-B.
Hvert atkvæði
skiptir máli
Einar
Sveinbjörnsson
Garðabær
Sjálfstæðismenn hlusta
ekki eftir röddum bæj-
arbúa nema rétt fyrir
kosningar, segir Einar
Sveinbjörnsson. Þess á
milli þarf undirskrifta-
safnanir og fjölmiðla-
umfjöllun til að ná
eyrum þeirra.
Höfundur skipar 1. sæti á B-lista,
óháðra og framsóknarmanna.
ÞAÐ hefur örugg-
lega ekki farið fram
hjá neinum, hvað upp-
bygging í Kópavogi
hefur verið hröð nú
síðustu ár.
Meirihlutasamstarf-
ið hefur gengið vel og
þar hefur oddviti
Framsóknarflokksins
í Kópavogi, Sigurður
Geirdal bæjarstjóri,
sýnt með framsýni og
festu hvernig byggt er
upp bæjarfélag sem
fleiri og fleiri vilja búa
í. Framsóknarflokkur-
inn hefur sett fram
mjög metnaðarfulla
stefnuskrá, en þar gerum við fram-
kvæmdaáætlun upp á 6 milljarða
króna og það sem meira er við
þurfum ekki að taka krónu að láni
til þess að hægt verði að uppfylla
hana.
Stjórnun íþrótta- og æskulýðs-
mála hefur verið í höndum Fram-
sóknarflokksins og uppbyggingin
er ævintýraleg. Stórstígum fram-
kvæmdum er lokið á undraverðum
tíma og aðrar eru hafnar, alls fyrir
um 1,5 milljarð króna. Ný og
glæsileg 10.000 m² íþrótta- og sýn-
ingarhöll, sem fengið hefur nafnið
Fífan var nýlega tekin í notkun:
Knattspyrnuvöllurinn er 105x68 m,
þá eru fjórar 100
metra hlaupabrautir
og sex 60 metra
brautir, langstökks-
og stangarstökksað-
staða og 1.600 m²
göngu- og skokkað-
staða á gerviefni.
Íþróttasvæði Breiða-
bliks og HK hafa ver-
ið í mikilli upp-
byggingu og Fram-
sóknarflokkurinn
hefur fullan hug á að
ljúka þeirri vinnu.
Gervigras er komið í
Kópavogsdal og við
ætlum líka að setja
gervigrasvöll í Foss-
vogsdalinn.
Gerpla er að fá nýja og glæsi-
lega aðstöðu í Sölunum. Þar verður
byggt 2200 m² fjölnota íþróttahús,
íþróttavellir og einnig tvær sund-
laugar 25x15 m laug úti og 16 2⁄3x10
m laug inni. Þá hafa miklar fjár-
hæðir farið í uppbyggingu á golf-
vellinum og áfram mætti upp telja.
Í heildina hafa á kjörtímabilinu
verið lagðir 3,5–3,6 milljarðar í
rekstur og stofnframkvæmdir
vegna íþrótta í Kópavogi.
Framlög til íþróttamála hafa
aukist verulega frá árinu 1999 til
ársins 2001.
Beinir styrkir til íþróttafélag-
anna hafa hækkað á tímabilinu
um 66%, úr 10 milljónum í 17,3
milljónir.
Styrkir vegna afnotaréttinda
hafa hækkað um 29%, úr 77
milljónum í 101 milljónir króna.
Iðkendastyrkir voru 5,7 milljónir
en eru nú 9,9 milljónir og iðk-
endastyrkir í svokölluðum brott-
fallshópi hafa verið tvöfaldaðir.
Árið 1990 veitti Kópavogsbær
101 milljón til rekstrar íþrótta-
og æskulýðsmála, en árið 2002
verða það 310 milljónir!
Árið 1990 voru íþróttmannvirki
Kópavogsbæjar alls 38.900 m² en
eru nú árið 2002 376.900 m².
Hverjum dettur síðan í hug að
halda því fram að framlög til
íþrótta- og tómstundamála séu lág?
Það eru andstæðingarnir sem hafa
haldið því fram að framlög á íbúa
til málaflokksins séu lægri í Kópa-
vogi, en hjá nágrannasveitarfélög-
unum. Það er ekki rétt. Það sem
rétt er að bókhaldslegar færslur
sveitarfélaganna eru ekki gerðar
með sama móti, en eftirsóknarvert
væri að samræma þær. Afnot skóla
af íþróttamannvirkum, sem og
rekstur og viðhald húsnæðis fé-
lagsmiðstöðva ÍTK í skólunum, alls
um 55 milljónir króna eru hjá
Kópavogi t.d. ekki færðar sem
framlög til íþrótta- og æskulýðs-
mála. Sama má segja um þá fjár-
muni sem lagðir hafa verið til
skemmtanahalds 17. júní, sumar-
daginn fyrsta og jólatrésskemmt-
unarinnar. Þá færa sum sveitar-
félög stofnkostnað vegna bygg-
ingar íþróttamannvirkja sem styrk
til íþróttafélaga, en það er ekki
gert í Kópavogi. Væru þessir liðir
færðir sem framlög til íþrótta- og
æskulýðsmála eins og hin sveit-
arfélögin gera, stenst Kópavogs-
bær fyllilega samanburð við hin
sveitarfélögin og gott betur.
Við framsóknarmenn í Kópavogi
höldum ótrauðir áfram og höfum
sett byggingu sundlaugar í Foss-
vogsdal sem eitt af þrem helstu
verkefnum sem við viljum vinna að
á næsta kjörtímabili.
Framsóknarmenn vilja að öll
börn í Kópavogi geti þegar hefð-
bundnum skólatíma lýkur sótt fjöl-
breytt íþrótta- og tómstundastarf.
Ég hef lengi átt mér þann draum
að við fengjum íþrótta- og tóm-
stundafélögin til samstafs við ÍTK
og þau kæmu að dægradvöl skól-
anna. Þar gæti því farið fram
heimanám, íþróttir og tómstundir
sem allir hefðu gagn og gaman af.
Við teljum einnig mikilvægt að
Kópavogsbær greiði íþróttaþjálfun
barna að 10 ára aldri. Samið verði
við íþróttafélögin um að veita
þessa þjónustu og að menntað fag-
fólk annist þjálfunina. Þetta er
mjög mikilvægt skref í átt að
auknu jafnrétti þar sem með þessu
móti geta öll börn stundað íþróttir
óháð efnahag foreldranna.
Félagsmiðstöðvarnar voru færð-
ar frá skólanefnd til ÍTK í upphafi
kjörtímabilsins og samhliða fjölgun
þeirra úr tveim í 7 á fjórum árum
höfum við líka undirbúið að koma á
fót félagsmiðstöð fyrir 16 ára og
eldri. Í stefnuskrá okkar Fram-
sóknarmanna setjum við fram vilja
til að koma á fót félagsmiðstöð 16+
sem yrði mistöð samveru og fjöl-
breyttrar afþreyingar og áhersla
væri lögð á að unglingarnir sjálfir
fengju að taka þátt í mótun starfs-
ins.
Jafnrétti í íþróttum hefur aukist
á liðnu kjörtímabili. Strax í upphafi
lagði undirrituð til að kjöri íþrótta-
manns Kópavogs yrði breytt og
1999 var kjörin íþróttakona Kópa-
vogs og íþróttakarl Kópavogs.
Þetta fyrirkomulag skiptir miklu
3,6 milljarðar til íþrótta-
og æskulýðsmála
Una María
Óskarsdóttir
Kópavogur
Við teljum mikilvægt,
segir Una María Ósk-
arsdóttir, að Kópavogs-
bær greiði íþróttaþjálf-
un barna að 10 ára aldri.
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is