Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DULDAR áfengisauglýsingar eru töluvert áberandi í fjölmiðlum og þá sérstaklega þeim sem ætlaðir eru ungu fólki, en þetta kemur fram í rannsókn sex framhaldsskólanema á áhrifum fjölmiðla á lífsstíl ungs fólks sem Morgunblaðið greindi frá á föstudag. Fjölmiðlarnir komu mis- vel út úr úttektinni, en miðlar á borð við PoppTíví, Skjá einn, Sýn, Séð & heyrt og Fókus, auk nokk- urra útvarpsstöðva Norðurljósa komu fremur illa út úr þessari at- hugun. Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri tímaritsins Séð & heyrt, telur að þetta helgist af því að Séð & heyrt taki mikið af ljósmyndum á manna- mótum og skemmtistöðum, þar sem fólk sjáist oft með áfengi, en hann kannast ekki við það að tímaritið birti óbeinar auglýsingar um áfengi. „Við höfum ekki haft óbeina um- fjöllun um áfengi, þar sem fólki er stillt upp með ákveðnar áfengisteg- undir og framleiðendur látnir borga fyrir. En það er ómögulegt að koma í veg fyrir að áfengi sjáist á manna- mótum,“ segir hann. Bjarni bendir hins vegar á að það geti verið að úttektin hafi átt sér stað á þeim tíma þegar kampavíns- flaska var inni á ákveðnum síðum í tímaritinu, sem nokkurs konar skraut. „Það var nú bara til þess að lyfta upp andanum frekar en hitt, ekki minnist ég að það hafi verið einhver ákveðin tegund.“ Að hans sögn hefur Séð & heyrt stundum fjallað um barþjónakeppn- ir, sem ganga undir nafni ýmissa áfengistegunda. Honum finnst ekk- ert óeðlilegt við það, það sé eins og hvert annað efni. „Það verður auð- vitað að líta á það að fyrst að áfeng- isauglýsingar eru bannaðar hér á landi þá reyna þessi umboð að eyða kynningarpeningum sínum á ein- hvern annan hátt, meðal annars með því að halda svona kvöld. Við erum að fjalla um ungt fólk og það sem það er að gera og það er mikið úti á lífinu. Þannig flækjumst við inn í þetta óhjákvæmilega,“ segir Bjarni. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að fáranlegt sé að banna áfengisauglýsingar, meðal annars vegna þess að það skekki samkeppnisstöðu innlendra fjöl- miðla við erlenda fjölmiðla. Fólk geti gengið inn í hvaða bókabúð sem er og keypt sér um það bil þús- und tímaritatitla og í þeim öllum eru leyfðar áfengis- og tóbaksaug- lýsingar. „Ef það er verið að banna áfengisauglýsingar, þá á að banna innflutning erlendra tímarita og skrúfa fyrir útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva sem birta áfengis- auglýsingar.“ Áfengi löglegur og eðlilegur hluti af samfélaginu „Vitaskuld reynum við að gæta hófs í þessum málum sem öðrum viðkvæmum málum. Engu að síður getum við ekki horft framhjá því að áfengi er löglegur og eðlilegur hluti af samfélaginu og það er hverjum manni leyfilegt að neyta þess eftir tuttugu ára aldur,“ segir Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV. Hann bendir á að markhópur Fók- us sé fyrst og fremst frá 15 til 35 ára, þannig að það segi sig sjálft að stærsti hluti hans sé á þessum svo- kallaða áfengisaldri. Sigmundur segir það eðlilegt að dagblað fjalli um allt sem viðkomi menningu ungs fólks á þeim síðum sem miðillinn ætli að ná til þess hóps og áfengi sé þar á meðal. „Ég kannast hins veg- ar ekki við það að við séum að halda víni að fólki með óeðlilegum hætti.“ Áfengi birtist aðallega á myndum sem teknar eru af fólki inni á skemmtistöðum, en hann segir að Fókus sé ekki í neinum samskiptum við áfengisumboð eða aðra slíka að- ila og að enginn hagnaður felist í þessu fyrir DV. „Við förum að landslögum og verjum þau í hví- vetna en við viljum hins vegar klár- lega fjalla um þjóðfélagið eins og það er, þar á meðal er áfengis- neysla og skemmtanalíf,“ bendir hann á. Sigmundur segir, aðspurður hvort hann telji bann við áfeng- isauglýsingum vera tímaskekkju, að það sé hans persónulega álit. Hon- um finnist það vera tvískinningur af hálfu stjórnvalda að leyfa sölu á vöru en banna auglýsingar á sama tíma. Í þættinum Djúpa laugin á Skjá einum sjást hinar ýmsu bjórtegund- ir á borðum og segir Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, að það sé hluti af andrúmsloft- inu í þættinum. Þátturinn er sýndur á föstudagskvöldum og er bjórinn hluti af heildarmyndinni. Að hans sögn greiða áfengisumboðin Skjá einum ekki sérstaklega fyrir aug- lýsingu en hins vegar útvegi þau bjórinn frítt í þáttinn. „Það er verið að stóla inn á 20 ára og eldri með Djúpu lauginni, en við getum aftur á móti ekki stýrt því hvort yngra fólk sé á meðal áhorfenda,“ segir Kristinn, en bendir á að reynt sé að passa upp á að fólkið í þættinum sé komið á þann aldur að það hafi leyfi til að neyta áfengis. Hann segir að Djúpu lauginni sé ekki ætlað að virka sem auglýsingamiðill en hins vegar geti margt sem er á skjánum fengið kynningu, þótt það hafi ekki verið tilgangurinn. „Við erum bara með miðil sem er í því að skapa vin- sældir til þess að geta selt auglýs- ingar. Við erum ekki í neinum slag um það hvort það megi auglýsa ein- hverja ákveðna vöru eða ekki,“ seg- ir hann. Ekki náðist í talsmann Norður- ljósa í gær. Duldar áfengisauglýsingar hafa verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu Telja bann skekkja sam- keppnisstöðu fjölmiðla UMBOÐSMENN R-listans og D- listans hafa fengið afhenta lista með nöfnum þeirra sem hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Þórir Hall- grímsson, kjörstjóri utankjörstaða- atkvæðagreiðslunnar í Reykjavík, segir það styðjast við venju að af- henda umboðsmönnum framboða lista með nöfnum þeirra sem hafa kosið utan kjörfundar. Hann segir að umboðsmenn D- og R-lista hafi fengið slíka lista oftar en einu sinni í þessum kosningum en R-listinn hafi hins vegar skilað til baka slík- um lista í gær. Auk R- og D-lista hafi umboðsmaður Framsóknar- flokksins einnig fengið slíkan lista afhentan. Ingvar Sverrisson, kosningastjóri R-listans, segir að umræddur listi hafi verið sóttur fyrir mistök og honum verið skilað aftur. Ingvari er ekki kunnugt um hvort slíkur listi hefur verið sóttur oftar en einu sinni en segir að ef sú sé raunin hafi það einnig verið fyrir mistök. Ingvar segir það gamalgróna venju að framboð sinni þeirri þjón- ustu við kjósendur að kanna að þeirra ósk hvort atkvæði þeirra sem greidd eru utan kjörfundar hafa komist til skila. Þeir sem búi t.d. er- lendis eða komist ekki á kjörstað af öðrum ástæðum þurfi að póstsenda atkvæði sín til kjörstjórnar. Margir þeirra hafi samband við framboðin og biðji þau að kanna hvort atkvæð- ið hafi örugglega komist til skila. Hann segir að R-listinn hafi tekið þá afstöðu að sækja ekki lista yfir þá sem kjósa utan kjörfundar og taka þá með sér, heldur fari fulltrúi framboðsins á kjörstað þar sem ut- ankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram og beri nöfnin saman þar. ,,Mistökin felast í því að ég kom þessum skilaboðum ekki nógu skýrt til minna manna og þess vegna var listinn sóttur en við erum búin að skila honum aftur.“ Ekki sambærilegt við að hafa fulltrúa inni í kjördeildum Fulltrúar R-listans hafa gagnrýnt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi full- trúa í kjördeildum á kjördag og hafa óskað eftir úrskurði Persónu- verndar um lögmæti þess. Ingvar segir reginmun á hvort aflað er upplýsinga um hverjir hafa kosið utan kjörfundar og því að vera með fulltrúa í kjördeildum á kjördag. ,,Sá sem situr í kjördeild getur fylgst með því hvaða einstaklingar kjósa ekki. Þeir einstaklingar sem ekki kjósa hafa sjálfir af einhverj- um ástæðum tekið þá afstöðu að sitja heima og þar af leiðandi eru það persónunjósnir að fylgjast með inni á kjörfundum. Hitt að sjá lista yfir þá sem hafa kosið utan kjör- fundar hefur ekkert með persónu- njósnir að gera því það er klárt mál að þetta fólk er búið að kjósa en við höfum auðvitað ekki hugmynd um hvað það kaus,“ segir hann. R- og D-listi fengu lista yfir utankjörfundarkjósendur Kosningastjóri R-lista segir lista sóttan fyrir mistök ÚTLIT Skólavörðustígs mun breytast mikið í sumar en fang- elsismúrarnir á Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 hafa verið brotnir niður þannig að framhlið hússins nýtur sín nú betur. Skóla- vörðustígurinn breikkar um tæpa tvo metra, við framkvæmdina að sögn Haralds B. Alfreðssonar, verkfræðings hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur. Hann segir að stéttin fyrir framan húsið verði hellulögð, tré gróðursett og bekkjum komið þar fyrir. Harald segir að framkvæmd- irnar séu hluti af endurnýjun Skólavörðustígs frá Bankastræti að Týsgötu og að framkvæmdum við Hegningarhúsið ætti að vera lokið í lok ágúst, en fyrsta áfanga, frá Bankastræti að Berg- staðastræti ljúki um miðjan næsta mánuð. Guðbjartur Kjartansson, að- stoðarvarðstjóri í Hegningarhús- inu, segir að einnig standi til að fegra ásýnd Hegningarhússins, sem var tekið í notkun fyrir 128 árum, árið 1874. Aðspurður seg- ist hann ekki óttast að auðveld- ara verði fyrir fanga að brjótast út úr fangelsinu við breyting- arnar þar sem aðstaða fanganna sé hinum megin í húsinu. Áfram munu fangarnir geta spókað sig úti í garði norðan megin við hús- ið sem verður lokaður. Guðbjartur segir að í gegnum tíðina hafi ýmsir aðilar sýnt hús- inu áhuga en hann segist ekki sjá fyrir sér að starfsemin verði flutt úr Hegningarhúsinu nema nýtt fangelsi verði tekið í notkun. Að jafnaði dvelja um 14 fangar á Skólavörðustíg þar sem skamm- tímavistun fyrir fanga er starf- rækt. Fangelsis- múrar við Hegningar- húsið falla BJÖRGUNARFÉLAG Árborg- ar var kallað út seint í fyrrakvöld til að aðstoða veiðimann sem hafði vaðið út í Þingvallavatn en treysti sér ekki til baka. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi hafði maðurinn vaðið eftir mjóum klettahrygg í vatninu út frá svonefndum Öfugssnáða. Hryggurinn er vel sýnilegur þegar lygnd er og vatnið þar ekki ýkja djúpt. Þegar fór að hvessa sá veiðimaðurinn hins vegar ekki leiðina til baka og hringdi því úr gsm-síma sínum í lögreglu. Náði lögregla sam- bandi við bátseiganda við vatnið, en hann kvaðst ekki geta siglt bát sínum um svo miklar grynn- ingar. Bátaflokkur björgunar- félagsins var því kallaður út og var maðurinn kominn um borð í bátinn um klukkustund síðar. Að sögn björgunarmanna var veiðimaðurinn vel á sig kominn. 25 ÁRA karlmaður, sem ákærð- ur hafði verið fyrir blygðunar- semisbrot gegn tveimur konum, féllst á að greiða 70.000 krónur í sekt fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Brotin áttu sér stað í febrúar og mars sl. Í báðum til- fellum lagði maðurinn bíl sínum við götu og beraði kynfæri sín og viðhafði kynferðislega tilburði þegar konurnar áttu þar leið um. Skaðabótakröfu kvennanna var vísað frá dómi. KOSNINGAHANDBÓKIN, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag, er einnig birt á kosningavef blaðsins, mbl.is/ kosningar. Hægt er að nálgast handbók- ina í hægri dálki kosningavefj- arins, undir yfirskriftinni upp- lýsingar. Lesendur geta sótt handbókina, sem er með pdf- sniði og prentað hana út. Kosninga- handbók á vefnum Veiðimað- ur komst ekki í land Sektaður fyr- ir blygðunar- semisbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.