Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 67 DAGBÓK Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 5. flokkur, 24. maí 2002 Einfaldur kr. 4.462.000.- Tromp kr. 22.310.000.- 16495B kr. 22.310.000,- 16495E kr. 4.462.000,- 16495F kr. 4.462.000,- 16495G kr. 4.462.000,- 16495H kr. 4.462.000,- Barnabolir Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. með myndum kr. 590 Mikið úrval FRÉTTIR Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur hugsjónir og nýtur velgengni vegna styrks þíns og raunsæis. Þú berst fyrir því sem þú trúir á, þar á meðal frelsi í þjóðfélaginu. Á árinu munt þú kynnast þín- um innri manni betur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er líklegt að þú rífist við systkini þín eða nágranna í dag því allir vilja halda fast við sínar skoðanir. Reyndu að finna einhvern flöt á sam- komulagi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur áhyggjur af vinnunni og fjármálum þínum í dag. Þú vilt ná betri tökum á lífi þínu en þá þurfa að eiga sér stað miklar breytingar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í dag kemstu að raun um að stefnuna sem þú tókst í lífinu má rekja til einhvers sem gerðist fyrir 14 árum. Þú veist í hvaða átt skal stefna í fram- tíðinni og hvað þú átt að forð- ast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Valdamikið fólk í vinnunni er ekki sammála þér í dag. Gerðu því ljóst að það græði ekkert á að þú tapir og hafi allt að vinna ef þú sigrar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vonir þínar og draumar um framtíðina virðast ekki ætla að rætast um þessar mundir. Þú verður að horfast í augu við staðreyndir og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur byggt upp ákveðið kerfi til að hafa stjórn á lífi þínu. Í dag sérðu glöggt hvað virkar í því sambandi og hvað ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Taktu ákvörðun um að draga úr ósiðum og reyndu að hlúa betur að jákvæðu þáttun- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að taka fjármál þín til rækilegrar endurskoðunar, m.a. hvernig þú lítur á skuldir og hvernig þú ferð með fjár- muni. Jafnvel þótt þú eigir ekki við fjárhagserfiðleika að etja er breytinga þörf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ljóst að sumir vinir og sambönd eru ekki lengur eins dýrmæt og þau voru. Þú hefur vaxið upp úr þeim. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er rétti tíminn til að hugsa betur um heilsuna. Reyndu að draga úr því sem veldur þér streitu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki hægt að vinna valdabaráttu við börn og ungt fólk með offorsi. Reyndu að finna sameiginleg mál sem all- ir geta orðið sammála um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Eitthvað sem gerist í dag kann að leiða til þess að þú skiptir um verustað síðar. Ekki berj- ast á móti þessari breytingu heldur sættu þig við hana. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVAR á grandi við opnunar- dobli hefur sömu merkingu og grandsvar við litaropnun í Standard – sýnir 6-10 punkta. Í því ljósi virðist hækkun norðurs í tvö grönd á 14 punkta óþarflega hörð. Hvað finnst lesandanum um það? Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 5 ♥ K54 ♦ ÁD42 ♣KD764 Suður ♠ D10843 ♥ Á76 ♦ K73 ♣52 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Dobl Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vissulega gerir norður sér grein fyrir því að hann er á leiðinni í þunnt geim, en það er margt jákvætt við spilin hans sem ekki er talið til punkta. Fimmliturinn í laufi er góður, ekki síst vegna þess að ásinn er örugglega réttur (ef suður á hann ekki). Þá er einspilið í spaða jákvætt, en það bend- ir á langlit hjá makker og hugsanlega tvær fyrirstöð- ur. Loks er það lærdómur reynslunnar að þrjú grönd vinnast oft á 22-23 punkta þegar varnarstyrkurinn er allur á annarri hendinni. Spilamat norðurs er því gott. En er úrspilstækni félaga hans jafn góð? Taktu að þér það hlutverk. Út kemur smár spaði, austur lætur gosann og þú tekur með drottningu. Þú spilar strax laufi að blindum og vestur kemur með gosann. Hver er áætlunin? Þrír slagir á lauf er nóg til vinnings, svo það er óþarfi að treysta á ásinn þriðja í vestur. Hins vegar má aust- ur aldrei komast inn til að spila spaða og því er sjálf- sagt að dúkka laufgosann! Norður ♠ 5 ♥ K54 ♦ ÁD42 ♣KD764 Vestur Austur ♠ ÁK976 ♠ G2 ♥ D1083 ♥ G92 ♦ 96 ♦ G1085 ♣ÁG ♣10983 Suður ♠ D10843 ♥ Á76 ♦ K73 ♣52 Í þessari legu er þetta nauðsynleg varúrðarráð- stöfun, því annars kemst austur inn á lauftíu síðar og sendir spaða í gegnum D8xx og vestur fær þar þrjá slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. maí, er áttræður Magnús Ágústsson, fyrrverandi út- gerðarmaður, Hafnargötu 9, Vogum, Vatnsleysu- strönd. Kona hans er Hall- veig Árnadóttir. Magnús er að heiman í dag. 95 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. maí, er 95 ára María Jó- hannsdóttir, fv. stöðvar- stjóri Pósts og síma, Flat- eyri. Hún tekur á móti gestum í dag á heimili sonar síns, Einars Odds, Sól- bakka, Flateyri. 1.c4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 d5 5. O-O Bd6 6. Rc3 O-O 7. d3 c6 8. cxd5 exd5 9. e4 d4 10. Rxd4 Bxg3 11. Rxf5 Bc7 12. Rg3 Rg4 13. Be3 Dh4 14. h3 Rf6 15. Kh2 15... Bxh3 16. Bxh3 g5 17. Db3+ Kh8 18. Bxg5 Rg4+ 19. Kg2 Staðan kom upp á Reykjavíkur- skákmótinu sem lauk í mars sl. Kjartan Guðmundsson (2.034) hafði svart gegn Sig- urði Ingasyni (2.059). 19...Hxf2+! 20. Hxf2 Dxg3+ og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT DRAUMUR Fannhvítu seglin flytja fleyið að óþekktri strönd, innanborðs erum við bæði og ætlum að nema þar lönd, sem vitið og víðsýnið ráða og voldug mannúðin býr, þar friður og farsældin ríkir og finnast ei mannleg villidýr. Nú hillir þau óskalönd uppi, en efinn mig tekur við hönd: ef til vill brjótum við bátinn og berumst sem lík upp að strönd. Albert G. Sölvason 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 25. maí, er fimmtugur Rafn Benediktsson, bóndi á Stað- arbakka 1, Húnaþingi vestra. Af þessu tilefni mun hann, og fjölskylda hans, taka á móti gestum í félags- heimilinu Ásbyrgi, Laugar- bakka, frá kl. 20 sunnudag- inn 16. júní nk. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu Konan mín skilur mig ekki og ekki þjónninn heldur. VIÐ skólaslitaathöfn í Vélskóla Íslands þann 18. maí síðastliðinn voru brautskráðir 35 vélstjórar og vélfræðingar. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Sjómannaskól- ans að viðstöddum fjölmörgum gestum. Þrír voru brautskráðir með 1. stig, nítján með 2. stig og þrettán með 4. stig sem er grunnurinn undir hæstu starfsréttindi og er það 208 eininga nám. Að lokinni útskriftarathöfn fengu eftirtaldir 4. stigs útskrift- arnemar verðlaun fyrir góðan námsárangur: Hallgrímur Steins- son, fyrir vélfræðigreinar, verð- laun sem veitt eru af Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna. Jóhann Rúnar Guðbergsson, fyrir véltækniáfanga og einnig fyrir rafeindatækni og iðntölvur, verð- laun sem veitt eru af skólanum. Jón Ölver Kristjánsson, fyrir raf- magnsfræðigreinar, verðlaun sem veitt eru af Olíufélaginu ESSO hf. Einnig fékk hann verðlaun fyrir raungreinar sem veitt eru af skól- anum. Snæþór Vernharðsson, fyr- ir skipahönnun og stöðugleika, verðlaun sem veitt eru af VER skiparáðgjöf ehf. Vélstjórafélag Íslands veitti Elís Pétri Elíssyni sérstaka viðurkenn- ingu fyrir störf að félagsmálum. Eftirtaldir útskriftarnemar 2. stigs fengu verðlaun fyrir al- mennt góðan námsárangur: Vig- fús Þormar, Hermann Guðberg Gíslason, Júlíus Víðir Guðnason og Ingimar Kristinsson. Margir afmælisárgangar eða fulltrúar þeirra mættu við skóla- slitin og má þar nefna 25, 30, 40 og 50 ára útskriftarnema. Í ræðu sinni minntist skóla- meistari Björgvin Þór Jóhannsson á að úttekt hefði verið gerð á námi skólans og uppfyllti hann námskröfur Alþjóða siglingastofn- unar sem er grunnur að alþjóð- legum atvinnuréttindum. Jafn- framt gat hann þess að há- skólastigið hefði opnast gagnvart skólanum og væri 4. stigs vél- stjórapróf því ígildi góðs stúd- entsprófs þegar um væri að ræða raunvísindafög á háskólastigi svo sem tæknifræði og verkfræði svo dæmi séu tekin, segir í frétta- tilkynningu. Í upphafi skólaslitaathafn- arinnar lék Ástríður Alda Sigurð- ardóttir lag á píanó. Að athöfn lokinni var öllum viðstöddum boð- ið til kaffidrykkju í matsal skól- ans en Kvenfélagið Keðjan sá um veitingar, segir ennfremur í frétt. Útskriftarnemendur 4. stigs vor 2002. Brautskráning frá Vélskóla Íslands HEIMSÞORP – samtök gegn kyn- þáttafordómum á Íslandi – halda upp á eins árs afmælið sunnudaginn 26. maí kl. 15 í Hinu húsinu við Póst- hússtræti. Boðið verður upp á kaffi og með því, að loknum skemmtiatrið- um og ræðuhöldum. Þau grundvall- arréttindi að fólk sé metið af sínum eigin verðleikum en ekki húðlit eða fyrirfram mótuðum staðalmyndum verða grunnstefið í starfi Heims- þorps, segir í fréttatilkynningu. Eins árs afmælishátíð Heimsþorps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.