Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKT fyrirtæki hlaut Cool Stuff-verðlaun fréttablaðsins Radio World á ráðstefnu bandarískra ljós- vakamiðla í Las Vegas. Það var hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk sem hlaut hin eftirsóttu verðlaun, sem fréttablaðið Radio World veitir árlega á ráðstefnu og sýningu NAB (National Association of Broadcasters), sem var haldin í Las Vegas. Um 12–15 fyrirtæki fá viðurkenningu fyrir flotta hönnun, hugbúnaðarþróun og almennt nýjar hugmyndir í greininni. Um 150 þús- und manns sækja sýninguna árlega, og fyrirtækin sem sýna eru tugir þúsunda. Radio World er stærsta frétta- blað sinnar tegundar. Það er ætlað stjórnendum og starfsmönnum ljós- vakamiðla. Blaðið er gefið út á átta tungumálum í rúmlega 100 þjóð- löndum. Einróma lof gagn- rýnenda og dómara „Aðeins örfá þeirra fyrirtækja sem sýna nýjar vörur á NAB eru tilnefnd til þessara verðlauna okkar og enn færri eru verðlaunuð,“ segir Paul McLane, ritstjóri Radio World. „Mayo-útvarpskerfið fékk einróma lof gagnrýnenda og dóm- nefndarinnar. Það fór aldrei á milli mála að Gangverk fengi verðlaunin í ár.“ Mayo-útvarpskerfið gerir venju- lega útvarpsstöð að nútímalegum gagnvirkum miðli, þar sem hlust- endur geta valið lög til spilunar, fengið upplýsingar um lagið sem er í spilun á hverjum tíma, skráð sig fyrir SMS-tilkynningum þegar uppáhaldslag þeirra er að fara í spilun, tekið þátt í leikjum í auglýs- inga- og kynningarskyni, ásamt fjölmörgu öðru með aðstoð GSM- símans eða vefsíðu útvarpsstöðvar- innar. „Dómnefndin var sérstaklega hrifin af hvernig MAYO-útvarps- kerfið gefur hlustendum vald til að velja tónlist og annað dagskrárefni sem á að útvarpa, og þá ekki síst hvernig kerfið eykur tekjumögu- leika útvarpsstöðvanna með SMS- samskiptum við hlustendur sína,“ segir Paul McLane, ritstjóri Radio World, ennfremur. „Cool Stuff-verðlaunin eru mikill heiður fyrir fyrirtæki okkar og gæðastimpill á Mayo-kerfið,“ segir Óli Björn Stephensen, fram- kvæmdastjóri Gangverks. „Verð- launin segja okkur einnig að við er- um á réttri braut í þróun hugbúnaðar fyrir útvarp, en að okk- ar áliti hefur útvarpsrekstur lengi staðið í stað hvað varðar gagnvirkni og aðgang hlustenda að dagskrá uppáhalds útvarpsstöðva sinna.“ Fyrsta útvarpsstöðin sem notar Mayo kerfið er Muzik 88,5 (www.muzik.is), en á aðeins átta mánuðum hefur Muzik 88,5 náð rúmlega 10% hlustun áheyrenda á aldrinum 12–24 ára, en rúmlega níu þúsund manns eru skráðir notend- ur. Mayo-kerfið sendir frá sér SMS-skilaboð til hlustenda sinna svo hundruðum skiptir, hvern dag, en skilaboðin tryggja stöðinni mik- ilvægar tekjur. Gangverk á nú í samningavið- ræðum við útvarpsstöðvar víða um heim. Fyrsta uppsetning kerfisins erlendis stendur yfir þessa dagana. Kerfið hefur verið kynnt fyrir bæði sjálfstæðum og ríkisreknum út- varpsstöðvum í Evrópu. „Erum á réttri braut“ Morgunblaðið/Jim Smart Gangverksmenn horfa björtum augum til framtíðar. Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki verðlaunað í Las Vegas Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík PÁLMI Gestsson er einn af ástsæl- ustu leikurum þjóðarinnar og þarf hann vart að kynna. Hann hefur á leikferlinum túlkað fjöldan allan af fjölbreyttum persónum, hvort sem er á leiksviði eða á hvíta tjaldinu. Pálmi var einnig einn fimmenning- anna sem kitluðu hláturtaugar landsmanna árum saman á laug- ardagskvöldum undir formerkj- um Spaugstofunnar. Um þessar mundir fagnar Pálmi tuttugu ára leikafmæli sínu og samþykkti af því tilefni að svara áleitnum spurningum. Hvernig hefurðu það í dag? Ljómandi gott. Hvað ertu með í vösunum? Í augnablikinu: lítinn penna, klink og saxófónblað. Er mjólkurglasið hálf- tómt eða hálffullt? Það er ekkert mjólkurglas!! Ef þú værir ekki leikari hvað vildirðu þá helst vera? Hrossabóndi. Hefurðu tárast í bíói? Já, örugglega, man ekki hvenær það var síðast. Hverjir voru fyrstu tón- leikarnir sem þú fórst á? Vortónleikar Tónlistar- skóla Bolungarvíkur fyrir um 35 árum. Ég spilaði þar sjálfur á saxófón. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Það fer enginn leikari í taugarnar á mér. Hver er þinn helsti veikleiki? Lystugur með afbrigðum! Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur... Bítlarnir eða Rolling Stones? Bítlarnir. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun. Hvaða lag kveikir blossann? „Do you love me“ með Meat Loaf. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Óperuna Tannhäuser eftir Wagner. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Það er of ljótt til að segja frá því! Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Enginn sérstakur. Hef borðað ótrú- legustu hluti og finnst ekkert furðulegt við það. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki haldið áfram í saxó- fónnámi. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Ekkert mjólkurglas! SOS SPURT & SVARAÐ Pálmi Gestsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.