Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMHERJI hf. var rekinn með 1.056 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 sem er um 928 milljónum króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er 1.238 milljónir króna, eða 32% af rekstrartekjum samanborið við 26% á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 1.116 milljónum króna á tímabilinu en var 713 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins 2001. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins námu 3.877 milljónum króna, rekstrargjöld voru 2.639 milljónir og hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam því tæpum 1.238 milljónum króna. Afskriftir á þessu tíma- bili námu 255 milljónum og fjármagnsliðir voru jákvæðir um 338 milljónir króna en þar munar mest um gengishagnað upp á 421 milljón króna vegna styrkingar íslensku krónunnar á tíma- bilinu. Hagnaður fyrir skatta nam um 1.321 milljón króna og hagnaður af reglulegri starf- semi eftir skatta var tæpar 1.056 milljónir króna. Veltufé frá rekstri fyrstu þrjá mánuði ársins varð 1.116 milljónir króna og jókst um 403 millj- ónir króna frá sama tíma árið áður. Eiginfjár- hlutfall er tæp 40%. Heildareignir Samherja hf. í marslok voru bókfærðar á samtals 19,4 millj- arða króna. Þar af eru fastafjármunir tæplega 12,5 milljarðar og veltufjármunir tæpir 7 millj- arðar. Skuldir félagsins námu rúmlega 11,7 milljörðum króna og eigið fé var 7.673 milljónir. Í marslok var eiginfjárhlutfall 39,5% og veltu- fjárhlutfall 1,5. Eins og fram kom á aðalfundi félagsins 11. apríl sl. hefur félagið hætt að verðleiðrétta reikningsskilin. Ef beitt hefði verið sömu reikn- ingsskilaaðferðum og árið áður hefði hagnaður félagsins verið tæpum 29 milljónum króna hærri auk þess sem eigið fé félagsins væri 81 milljón króna hærra en fram kemur í árshlutareikn- ingnum. „Þessar niðurstöður í þriggja mánaða upp- gjöri félagsins eru ánægjulegar,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Afkoman fyrstu þrjá mánuði ársins er í sam- ræmi við áætlanir en í gengismálum var stuðst við meðalgengi ársins 2001 en ekki gengi í árs- byrjun. Frá marslokum hefur krónan styrkst enn frekar sem kemur til með að hafa áhrif á árið í heild. Við hjá Samherja horfum björtum augum á framtíðina en allmiklar breytingar standa yfir á skipastól félagsins, sem er liður í því að vera enn betur í stakk búnir til að mæta framtíðinni,“ segir Þorsteinn Már ennfremur. Hagnaður Samherja 1.056 milljarðar króna ● ATLANTSSKIP hafa bætt Esbjerg í Danmörku við sem viðkomuhöfn í áætlunarsiglingum sínum til og frá Evrópu. Í samvinnu við samstarfs- aðila Atlantsskipa í Danmörku mun móttaka stykkjavöru verða í Aarhus og varan lestuð þar í gáma. Einnig munu Atlantsskip bjóða upp á hag- stæða flutninga frá Bretlandi í gegn- um Rotterdam til Kópavogs. Atlantsskip sigla á 10 daga fresti frá Kópavogi til Esbjerg í Danmörku og Rotterdam í Hollandi. Nú hafa áætlunarsiglingar Atl- antsskipa til Evrópu verið starf- ræktar í rúman mánuð og hefur reksturinn gengið mjög vel. Skipið hefur haldið áætlun, öll samskipti og þjónusta frá hendi samstarfs- aðila erlendis hefur svo og staðið undir væntingum. Í ljósi þessa hefur stjórn Atlantsskipa ákveðið að bæta við nýrri áætlunarhöfn til að auka markaðssvæði félagsins enn frekar. Frá upphafi hefur það verið að- alsmerki félagsins að bjóða við- skiptavinum sínum hagstæðustu flutningsgjöldin og mun því verða haldið áfram, ásamt því að bæta við áfangastöðum í áætlunarsiglingum félagsins til og frá Evrópu. Flutningsgjald frá Esbjerg í Dan- mörku og Rotterdam í Hollandi til Kópavogs fyrir 20 feta þurrgám er 950 evrur og fyrir 40 feta þurrgám 1250 evrur. Þetta er mun lægra verð en áður hefur verið í boði á markaðnum og er ætlun Atlantsskipa að bjóða við- skiptavinum sínum alltaf besta verð og þjónustu,“ segir í frétt frá Atl- antsskipum. Atlantsskip hefja áætlunarsiglingar til Esbjerg ● GREIÐSLUAFKOMA ríkissjóðs var jákvæð um 4,3 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002, samanborið við rúman 1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Handbært fé frá rekstri var nei- kvætt á tímabilinu um 2,9 milljarða króna samanborið við 0,2 milljarða á sama tíma í fyrra sem skýrist af því að greidd gjöld jukust heldur meira frá fyrra ári en innheimtar tekjur. Heildar- tekjur ríkissjóðs námu rúmlega 77 milljörðum króna og hækkuðu um 5 milljarða frá fyrra ári, eða um 6,8%. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að ljóst sé að áfram gæti nokk- urs samdráttar í efnahagslífinu. Hins vegar bendi tekjutölur ríkissjóðs á tímabilinu til þess að samdrátturinn sé í rénun, t.d. hafi tekjur af virð- isaukaskatti hækkað um tæplega 7,5%. Það svari til um ½% samdráttar að raungildi, samanborið við 9% sam- drátt fyrstu þrjá mánuði ársins. Greidd gjöld námu 80,1 milljarði króna og hækkuðu um 7,5 milljarða frá fyrra ári, eða 10,5%. Mestu munar um 3,1 milljarðs króna hækkun á greiðslum til heilbrigðismála, að því er segir í tilkynningu. Þá hækki fræðslumál um 1,1 milljarð og al- menn stjórnsýsla um 0,8 milljarða króna. Hreinn lánsfjárjöfnuður var nei- kvæður um 2,4 milljarða, samanborið við 1,9 milljarða króna á sama tíma í fyrra og nemur aukningin rúmum 22%. Lántökur á tímabilinu námu 26,3 milljörðum miðað við 29,4 millj- arða í fyrra. Ætlunin mun vera að auka vægi langtímalána og gert er ráð fyrir að erlend skammtímalán fari lækkandi á næstu mánuðum. Á móti lántökum vega afborganir lána að fjár- hæð 16,7 milljarðar og 3 milljarða króna greiðsla til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar frá fyrra ári ÁHRIF hlutdeildarfélaga á afkomu samstæðu Baugs hf. fyrir skatta voru 2.352 milljónir króna í 14 mánaða uppgjöri félagsins sem sagt var frá í gær. Hagnaður fyrir skatta var 1.465 milljónir króna, sem þýðir að reksturinn var neikvæður án áhrifa hlutdeildarfélaganna. Rekstrartekjur sam- stæðunnar námu 48.292 milljónum króna og þar af nam vörusala 47.820 milljónum króna. Kostnaðar- verð seldra vara nam 35.566 milljónum króna og álagning í vörusölu var því 12.254 milljónir króna. Að frádregnum launakostnaði og öðrum rekstrar- kostnaði nam hagnaður fyrir afskriftir 1.247 millj- ónum króna. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði Afskriftir námu samtals 1.300 milljónum króna og rekstrartap fyrir fjármagnsliði nam því 53 millj- ónum króna. Hrein fjármagnsgjöld samstæðunnar námu 834 milljónum króna en áhrif hlutdeildar- félaga voru jákvæð um 2.352 milljónir króna og hagnaður fyrir skatta því 1.465 milljónir króna, eins og áður sagði. Þau hlutdeildarfélög sem hér um ræðir eru Arcadia Group á Bretlandi, Árnes apótek ehf., Ávaxtahúsið Nýtt og ferskt ehf., Fast- eignafélagið Stoðir hf., GK Reykjavík ehf., Húsa- víkur apótek ehf., P/f SMS í Færeyjum og Örygg- isnet ehf. Hlutdeild Baugs í Arcadia er minnst, 20%, en verðmæti þess hlutar þó langmest. Bók- fært verð Arcadia-hlutabréfanna er 11,8 milljarðar króna, en markaðsverð í lok uppgjörstímans var um 4,5 milljörðum króna hærra. Nú eru dulin verð- mæti hlutarins um átta milljörðum yfir bókfærðu verði. Samstæðu Baugs hefur verið skipt upp í þrjár rekstrareiningar, Baug-Ísland, sem sér um versl- unarrekstur hér á landi og í Svíþjóð, Bonus Stores Inc, sem rekur 394 verslanir í Bandaríkjunum, og Baug-fjárfestingu, en til þeirrar einingar teljast meðal annars Arcadia, SMS og Stoðir. Ekki er gef- ið upp í þessu uppgjöri hvernig skipting afkom- unnar er milli eininga, en í þriggja mánaða uppgjöri yfirstandandi reikningsárs er ætlunin að hefja sundurgreiningu afkomunnar þannig að sjá megi hverju hver eining skilar. Af þeim upplýsingum sem liggja fyrir úr uppgjörinu nú og úr 12 mánaða uppgjörinu sem birt var fyrir tveimur mánuðum má þó sjá að hagnaðurinn kemur að mestu leyti frá erlendri starfsemi, því í tólf mánaða uppgjörinu var staðan þegar þannig að mestur hagnaður kom að utan og síðan hefur hallað á innlenda starfsemi. Til að sundurgreina þetta nánar má skoða þróun eftir skatta á milli 12 og 14 mánaða uppgjöra. Hagnaður eftir skatta nú var 385 milljónum króna lægri en eftir 12 mánuði, eða 924 milljónir króna á móti 1.309 milljónum króna. Þetta 385 milljóna króna tap sem varð í janúar og febrúar á þessu ári skiptist þannig að sérvöruverslun Baugs hér á landi tapaði 200 milljónum króna og kostnaður við að halda aftur af verðhækkunum til að verja rauða strikið kostaði 80 milljónir króna í lægri vörufram- legð. Alls nam tapið innanlands því 280 milljónum króna af þessum 385 milljónum króna, en það sem út af stendur er aðallega tap vegna Bonus Stores. Meirihluti hagnaðar Baugs kemur að utan MAREL er nú um það bil að senda frá sér kjötvinnslukerfi sem búið er að vera í smíðum sl. mánuði. Fer það í nýja kjötvinnslu í Texas í Bandaríkjunum og verður þetta fullkomnasta vinnslukerfi sinnar tegundar. Verðmæti þessa kerfis er hátt í 400 milljónir króna. Fyrir um tveimur vikum fékk Marel svo ann- an samning af sambærilegri stærð til annars kjötfyrirtækis í Banda- ríkjunum. Kerfið byggist á flæðilínum með einstaklingseftirliti til snyrtingar á kjötvöðvum, nýrri tegund tölvu- sjónar, skurðarvélar fyrir steikur svo og snyrti- og pökkunarlínum fyrir steikur sem einnig eru með einstaklings eftirliti. Er til dæmis skjár við hvert vinnslustæði þar sem starfsmaðurinn getur séð ár- angur sinn og borið saman við með- altal annarra starfsmanna lín- unnar. Steikurnar eru settar í bakka sem eru auðkenndir með radíómerki og er þannig hægt að halda utanum upplýsingar um vör- una og stýra henni inn á viðkom- andi lagera og pökkunarvélar. Hluti af kerfinu er smíðaður hjá Carnitech sem er hið danska dótt- urfélag Marel. Morgunblaðið/Kristinn Starfsmenn Marel leggja síðustu hönd á kjötvinnslukerfið, en búnaðurinn er nú að fara í gáma og verður sendur til Bandaríkjanna. Kjötvinnslukerfi fyrir 400 milljónir SÍF hf. skilaði 1,7 milljónum evra hagnaði eftir skatta (153 millj. kr.) á fyrstu þremur mánuðum ársins, en hagnaður á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var 1,3 milljónir evra (107 millj. kr.), sem er breyting upp á 383 þúsundir evra. Hagnaður SÍF hf. fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 7,1 milljónir evra (632 millj. kr) á fyrsta ársfjórðungi, en var 7,0 m. evra á sama tímabili árið 2001. Þá skilaði rekstur samstæðunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins jákvæðu veltufé frá rekstri að upphæð 4,2 milljónir evra (373 millj. kr). saman- borið við 4,9 milljónir evra fyrir sama tímabil árið á undan. Rekstrarliðir hafa hér verið umreiknaðir í íslenskar krónur á meðalgengi viðkomandi tímabils. „Í samræmi við áherslur SÍF hf. lækkar almennur rekstrar- kostnaður samstæðunnar nú um rúm- ar 2,1 m. evra eða rúm 13% frá sama tímabili árið 2001, en eins og áður hef- ur verið greint frá lækkaði almennur rekstrarkostnaður SÍF samstæðunn- ar verulega á milli áranna 2000 og 2001,“ segir í frétt SÍF um uppgjörið. Í fréttinni segir ennfrremur að rekstur SÍF samstæðunnar hafi að mörgu leyti gengið vel á fyrsta árs- fjórðungi ársins, þó svo að tíma- bundnir erfiðleikar á saltfiskmörkuð- um og upptaka evrunnar hafi haft meiri áhrif á sölu og framlegð afurða á fyrstu mánuðum ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur SIF France hafi gengið mun verr en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi, á meðan rekstur annarra dóttur- félaga SÍF hf. er almennt í samræmi við áætlanir. Árshlutauppgjör SÍF hf. er birt í evrum sem er sá gjaldmiðill sem skil- greindur hefur verið sem heimamynt félagsins og þyngst vegur í rekstri þess. Í uppgjörinu er ekki tekið tillit til áhrifa verðlagsbreytinga þannig að svokölluð verðbreytingafærsla og endurmat fellur út. „Horfur fyrir rekstur SÍF hf. á komandi mánuðum eru í samræmi við fyrri væntingar. Reiknað er með að aukinn kraftur í sölu saltfiskafurða á síðari hluta árs- ins vegi upp sölutregðu fyrsta árs- fjórðungs. Samkvæmt áætlunum SÍF hf. er gert ráð fyrir taprekstri á öðr- um og þriðja ársfjórðungi, en auknum hagnaði á fjórða ársfjórðungi. Eins og áður hefur komið fram gera rekstr- aráætlanir SÍF hf. ráð fyrir að hagn- aður ársins verði heldur meiri en á árinu 2001 og er á þessu stigi ekki tal- in ástæða til að endurskoða áætlun samstæðunnar fyrir árið 2002,“ segir í fréttinni. Hagnaður af rekstri SÍF hf. 153 m. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.