Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SNÖGGUR samdráttur í fram- kvæmdum í kjölfar fjárfestingar- toppa vegna stækkunar ISAL auk byggingar álvers á Reyðarfirði gæti valdið tímabundinni stöðnun hér á landi. Þetta er mat Þjóð- hagsstofnunar og kemur fram í viðauka með matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers ISAL í Straumsvík um allt að 260 þúsund tonn sem birt var fyrr í vikunni. Er þá gert ráð fyrir 390 þúsund tonna álveri Reyðaráls. Í greinargerð Þjóðhagsstofnun- ar er lagt mat á þjóðhagsleg áhrif stækkunar ISAL. Þrjú dæmi eru skoðuð. Í fyrsta lagi eru athuguð þjóðhagsleg áhrif stækkunar ISAL eingöngu. Í öðru lagi er gert ráð fyrir stækkun álvers Norður- áls á Grundartanga úr 90 þúsund tonnum í 240 þúsund tonn auk stækkunar ISAL. Að síðustu er reiknað með 390 þúsund tonna ál- veri Reyðaráls á Reyðarfirði auk stækkunar ISAL. Þjóðarframleiðsla eykst Þjóðhagsstofnun segir að til lengdar sé líklegt að stækkun ISAL auk byggingu Reyðaráls leiði til þess að þjóðarframleiðsla aukist um 1½% og að landsfram- leiðsla aukist um 2½%. Áhrifin af stækkun ISAL auk stækkunar Norðuráls á landsframleiðsluna eru talin verða 1½% aukning auk þess sem gert er ráð fyrir að þjóð- arframleiðslan verði 1% meiri. Langtímahrifin af stækkun ISAL eingöngu á þjóðar- og landsfram- leiðsluna metur Þjóðhagsstofnun vera 1% aukningu. Í greinargerð Þjóðhagsstofnun- ar kemur fram að viðskiptajöfn- uður á framkvæmdatíma verði óhagstæðari en ella sem nemur um 3% af landsframleiðslu verði ráðist í stækkun ISAL auk bygg- ingar Reyðaráls. Segir í greinar- gerðinni að þegar framkvæmdir standi sem hæst geti áhrifin numið 10–12% af landsframleiðslu. Um stækkun ISAL auk stækk- unar Norðuráls segir stofnunin að viðskiptajöfnuður verði að líkind- um um 3½% af landsframleiðslu óhagstæðari en ella á fram- kvæmdatíma. Af þessum sökum sé líklegt að erlend staða þjóðarbús- ins verði tæpum 20% lakari sem hlufall af landsframleiðslu við lok framkvæmda. Um stækkun ISAL eingöngu spáir Þjóðhagsstofnun að að lokn- um framkvæmdum megi reikna með að viðskiptajöfnuður verði hagstæðari um skeið en ella. Þá segir í greinargerð Þjóð- hagsstofnunar að aukinn álútflutn- ingur skapi forsendur til u á viðskiptajöfnuði og hær gengis en ella. Aukið atvinnuleys loknum framkvæm Fram kemur í gre Þjóðhagsstofnunar að atv gæti orðið um 1% minna kvæmdatíma án mótvægi ef ráðist yrði í stækkun I byggingu Reyðaráls. Atvi ið myndi hins vegar au 1,6% á fyrstu árunum framkvæmda en verða u minna en ella þegar til len er litið. Áhrifin af stækkun IS stækkunar Norðuráls á ástandið myndi að mati Þ stofnunar leiða til um 0,9 atvinnuleysis á framkvæ en um 1,1% aukningar leysis á fyrstu árunum framkvæmdum lýkur. Stækkun ISAL ein og s in leiða til um 0,3% minna leysis á framkvæmdatíma Þegar mest lætur tel hagsstofnun að verðbólga Mat Þjóðhagsstofnunar á þjóðhagslegu Tímabundi un talin hug AÐ sögn Friðriks Sophus-sonar, forstjóra Lands-virkjunar, er ljóst aðNorðlingaölduveita er hagkvæmasti virkjunarkosturinn á Þjórsársvæðinu. „Það er ekki hægt að sleppa Norðlingaölduveitu ef Landsvirkjun er ætlað að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem munu út- vega orku til stækkunar álvera Norðuráls eða ISAL á næstu ár- um,“ segir Friðrik. Fram hefur komið að Lands- virkjun getur ekki annað orkuþörf bæði Norðuráls og ISAL vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvera fyrirtækjanna á Grundartanga og í Straumsvík. Orkan getur einnig komið frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Engar eiginlegar samninga- viðræður við ISAL Landsvirkjun hefur hafið undir- búningsframkvæmdir við virkjun við Búðarháls og áformaðar eru framkvæmdir við Norðlingaöldu- veitu þegar leyfi hefur fengist og samningar náðst. Þessar virkjanir gætu komist í gagnið árið 2005 en virkjanir við Núp og Urriðafoss yrðu seinna á ferðinni, eða í árs- byrjun 2007. Orka frá öllum þess- um stöðum annar orkuþörf annað- hvort fullstækkaðs álvers ISAL í Straumsvík eða fullstækkaðs ál- vers Norðuráls á Grundartanga. Engar eiginlegar samningavið- ræður standa yfir við ISAL, að sögn Friðriks, en Norðurál og Landsvirkjun hafa verið í samn- ingaviðræðum vegna fyrirhugaðr- ar stækkunar á Grundartanga í um tvö ár. Friðrik er spurður að því hvort líklegra sé að Norðurál fái orku frá Landsvirkjun en að ISAL fái hana? „Þetta fer eftir því hvernig samningaviðræður þróast. Ef það kemur í ljós að það næst samkomu- lag um verð og afhendingartíma á næstunni við Norðurál, þá gerum við auðvitað samninga við þá. Það þrengir augljóslega kosti okkar til að afhenda öðrum,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik Norð- lingaölduveitu nauðsynlega fram- kvæmd vegna stækkunar Norður- áls. „Auk þess sem Norðlinga- ölduveita er langsamlega hag- kvæmust, tekur hún stystan tíma í framkvæmd. Þar er einungis um að ræða stíflu og göng en ekki þarf að byggja virkjun. Það liggur fyrir að þessi 150 þúsund tonna viðbót hjá Norðuráli þarf að vinnast í tveimur áföngum. Orka frá Norð- lingaölduveitu og Búðarhálsi full- nægir þörf fyrir 90 þúsund tonna aukningu á framleiðslu hjá Norð- uráli. Við getum ekki framleitt orku úr neðri hluta Þjórsár fyrr en seinna og Norðlingaölduveita og Búðarháls eru einu kostirnir sem til greina koma ef það á að afhenda orku á þeim tíma sem Norðurál hefur óskað eftir.“ Viðræðum Norðuráls og Landsvirkjunar lýkur fyrir haustið Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir í sam- tali við Morgunblaðið að við Landsvirkjun hafi sta þrjú ár, þar af formlegar „Við sjáum fyrir endann viðræðum í sumar eða h það liggur ekki endanle hvaða orkuöflunarkostir boði, þar sem það liggja fyrir heimildir fyrir N ölduveitu. Fyrr en slíkt lig ir, er erfitt að segja hva kvæmdir er hægt að ráðas Ragnar segir að en tímasetningar verði ákveð Landsvirkjun þar sem taki að jafnaði lengri stækkanir álvera. Norðurál áformar stæk 150 þúsund tonn, ef allar f eru fyrir hendi, s.s. varðan framboð og orkuverð. Ek verið ákveðið hvort ráðist stækkunina í einu eða þrepum. Afkastagetan ve alls 240 þúsund tonn og ge fyrir að hægt verði smám s auka strauminn og auka framleiðsluna upp í allt að und tonn alls. Orkan til framleiðslu gæti komið fr hálsi og Norðlingaölduve 90 þúsund tonn af þessum und. „En 60 þúsund tonni bótar gætu jafnvel komið iðafossi og Núpi seinna. Orkuveita Reykjavíkur m virkjunarmöguleika, t.d. Álver Norðu Norðlingaöldu synleg fyrir Landsvirkjun getur ekki annað orkuþörf vegna stækkunaráforma bæði Norðuráls og ISAL að sögn forstjóra Landsvirkj- unar. Að mati Þjóðhagsstofnunar gæti snöggur samdráttur í framkvæmdum í kjölfar fjárfestingartoppa vegna álvera valdið tímabundinni stöðnun hér á landi. KOSNINGADAGUR Baráttan fyrir sveitarstjórnarkosn-ingarnar er nú á enda og í dag ergengið að kjörborðinu. Úrslit kosninganna, sem koma í ljós í kvöld, ráða því auðvitað hverjir verða við völd í einstökum sveitarfélögum næstu fjögur árin. En kosningarnar eru að sjálfsögðu líka ákveðin styrkleikamæling flokk- anna á landsvísu fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Þannig er mikilvægt fyrir t.d. vinstri græna að fá góða útkomu þar sem þeir bjóða fram eigin lista, til að staðfesta að það fylgi, sem flokkurinn hefur mælzt með í skoðanakönnunum á landsvísu, sé til í raunveruleikanum. Samfylkingin er í svipaðri stöðu; þetta eru fyrstu sveitar- stjórnarkosningarnar frá því flokkurinn varð til og útkoma Samfylkingarfram- boða og annarra sameiginlegra fram- boða á vinstri vængnum, þ.m.t. Reykja- víkurlistans, mun ráða miklu um þann byr, sem Samfylkingin fær fyrir þing- kosningarnar. Þá verður fróðlegt að sjá hvort Frjálslynda flokknum og banda- mönnum hans tekst að halda áfram at- lögu sinni að fjögurra flokka kerfinu og ná fótfestu í einhverjum þeim sveitar- félögum, þar sem boðinn er fram F-listi, eða hvort hreyfingin rennur út í sandinn eins og öll önnur framboð, sem hafa reynt að verða fimmti flokkurinn und- anfarna áratugi. Framsóknarflokkurinn, sem hefur fengið lítinn stuðning í könnunum á landsvísu allt kjörtímabilið, á mikið und- ir því að útkoma hans nú verði bærileg, en auðvitað háir það flokknum að geta ekki fengið neina glögga styrkleikamæl- ingu í Reykjavík. Í raun er Sjálfstæð- isflokkurinn eini flokkurinn, sem getur fengið skýra vísbendingu um stöðu sína út frá heildaratkvæðamagni í sveitar- stjórnarkosningunum. Það verður æ algengara að fólk kvarti undan því að kosningabaráttan sé leið- inleg og daufleg og fátt nýtt komi fram. Það er vissulega rétt að þau hörðu hug- myndafræðilegu átök, sem áður ein- kenndu oft kosningabaráttuna, eru að mestu úr sögunni. En kosningabaráttan þjónar m.a. því hlutverki að draga ýmis mál fram í dagsljósið, sem betur mættu fara. Þetta hefur komið skýrt fram í kosningabaráttunni í Reykjavík. Í að- draganda kosninganna hefur t.d. komið fram hversu slæm staðan er í húsnæðis- málum tekjulægsta fólksins og aukið þrýsting á stjórnmálamenn að greiða úr þeim vanda. Kastljósið hefur jafnframt beinzt að skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, sem brennur mjög á viðkomandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að leysa úr þessum vanda og viðbrögð Reykjavíkur- listans voru þau að undirrita hina um- deildu viljayfirlýsingu með heilbrigðis- ráðherra og skuldbinda sig um leið til að leggja mun meiri fjármuni til málsins en gert hefur verið á kjörtímabilinu sem nú er á enda. Hver sem niðurstaða kosning- anna verður geta stjórnmálamenn ekki komizt undan því að leysa úr þessum vanda margra aldraðra Reykvíkinga og fjölskyldna þeirra. Í kosningabaráttunni hafa líka komið fram í dagsljósið mál, sem varða stjórn- sýslu borgarinnar, sem full þörf var á að kæmust í almenna umræðu. Dæmi um slíkt er málsmeðferð borgaryfirvalda varðandi byggingu líkamsræktarstöðvar við Laugardalslaug. Annað dæmi var rakið í Morgunblaðinu í gær, af foreldr- um barns á einkareknum leikskóla sem fóru fram á að fá sama stuðning frá borg- inni og hún veitir foreldrum barna á leik- skólum borgarinnar sem eru í sömu stöðu. Þetta fólk fékk ekki leiðréttingu sinna mála fyrr en meira en tveimur ár- um eftir að það sendi leikskólum Reykja- víkur fyrsta bréf sitt. Raunar fékk það engin svör um að komið yrði til móts við það fyrr en umboðsmaður Alþingis var farinn að senda borgaryfirvöldum ítrek- aðar fyrirspurnir vegna málsins, en þá hafði það velkzt í borgarkerfinu í 22 mánuði. Það er eðlilegt að þeir, sem fá svona afgreiðslu hjá sveitarfélagi sínu, reyni að vekja athygli á málinu í aðdrag- anda kosninga og það verður vonandi til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Til þessa hafa kjósendur vanizt því að hafa bein áhrif á gang mála á fjögurra ára fresti með því að velja fulltrúa til setu í sveitarstjórn. Í dag ættu kjósend- ur ekki að líta svo á að þetta sé þeirra eina tækifæri til áhrifa næstu fjögur ár- in. Mörg framboð og margir stjórnmála- menn hafa heitið því í kosningabarátt- unni að færa ákvarðanatöku nær borgurunum, hafa meira samráð við al- menning og leyfa kjósendum að hafa áhrif á mikilvæg mál milli kosninga. Það er full ástæða til að kjósendur minni stjórnmálamennina á þau loforð eftir kosningar. ALCOA OG ÁLVERIÐ Hröð atburðarás í viðræðum viðbandaríska fyrirtækið Alcoa um álver í Reyðarfirði eftir að forráðamenn Norsk Hydro ákváðu að beina kröftum sínum fyrst og fremst annað á næstunni hefur komið á óvart. Á fimmtudag var skrifað undir samkomulag milli Fjár- festingarstofnunar – orkusviðs og Johns Pizzeys, aðstoðarforstjóra Alcoa, um að halda áfram viðræðum vegna hugsanlegrar þátttöku bandaríska ál- fyrirtækisins í byggingu álvers í Reyð- arfirði. Hyggst fyrirtækið reisa 320 þúsund tonna álver í einum áfanga ef af verður. Samkomulagið, sem var undir- ritað á fimmtudag, kveður á um að ráð- ist verði í viðræður, sem standi yfir sjö vikur og þá liggi niðurstaða fyrir, en minna má á að lokaákvörðun af hálfu Norsk Hydro átti að liggja fyrir 1. sept- ember. John Pizzey kvað fast að orði á blaðamannafundi á miðvikudag: „Við getum fullvissað ykkur um að eftir sjö vikur munum við ekki fresta ákvörð- unum um aðrar sjö vikur. Auðvitað get- ur brugðið til beggja vona en við teljum að miðað við okkar þarfir og forsendur þá muni verða af þessu verkefni.“ Það er greinilegt á þessum orðum að fyrirtækið er ekki lengur í þreifingum við Íslendinga um að reisa álver í Reyð- arfirði, heldur býr full alvara að baki. Þá er góðs viti að fyrirtækið hyggist fjármagna framkæmdina sjálft þannig að ekki verði leitað til íslenskra fjár- festa á borð við lífeyrissjóði í því skyni. Ef til þess kemur að Alcoa ráðist í að reisa álver hér á landi gæti skapast mjög sérkennileg staða á íslenskum orkumarkaði. Norðurál áformar stækk- un álvers og hugmyndir um stækkun hafa einnig komið fram hjá Ísal. Verði af þessu öllu saman myndi Landsvirkj- un þurfa að ráðast í verulegar virkj- unarframkvæmdir og yrði erfitt að full- nægja allri þeirri orkuþörf, sem myndi skapast fyrir utan þær hörðu deilur, sem áform um svo stórtækar virkjanir myndu hrinda af stað um umhverfis- mál. Áður en lengra er haldið er hins veg- ar rétt að hafa hugfast að áður hafa kviknað vonir um stóriðju hér á landi án þess að af yrði. Álver í Reyðarfirði er sýnd veiði en ekki gefin enn sem komið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.