Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 11 KAUP Á RÁÐGJÖF RÁÐSTEFNA FRAMKVÆMDASÝSLU RÍKISINS DAGSKRÁ: 8.30-9.00 Skráning og afhending ráðstefnugagna. 9.00 Setning ráðstefnunnar - Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde. 9.20-9.50 Skipulag opinberra framkvæmda - Hafsteinn Hafsteinsson, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu. 9.50-10.20 „Kaup á ráðgjöf“ - Guðmundur Ólason, stjórnsýslufræðingur í fjármálaráðuneytinu. 10.20-10.40 Kaffihlé. 10.40-11.00 Starfsemi og þjónusta FSR - Óskar Valdimarsson, forstjóri FSR. 11.00-11.20 Ábyrgð ráðgjafa - Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur FSR. 11.20-11.40 Áhrif gæðastefnu FSR á störf ráðgjafa - Jóhanna Hansen, gæðastjóri FSR. 11.40-12.00 Fyrirspurnir og umræður. 12.00-12.40 Matur. 12.40-13.00 Hönnunarsamkeppni - Ásdís Ingþórsdóttir, arkitekt hjá FSR. 13.00-13.20 Rafræn útboðsgögn - Sigurjón Sigurjónsson, verkfræðingur hjá FSR. 13.20-13.40 Líftímakostnaður mannvirkja - Már Erlingsson, verkfræðingur hjá FSR. 13.40-14.10 Fyrirspurnir og umræður. 14.10 Ráðstefnu slitið. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli Reykjavík, fundarsalnum Gullteigi, 29. maí nk. Ráðstefnustjóri verður Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ráðstefnugjald er kr. 7.500 með hádegisverði, kaffi og ítarlegum ráðstefnugögnum. Skráning fer fram á fsr@fsr.is og stendur til hádegis þriðjudaginn 28. maí. Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um: Nafn þátttakanda. Nafn greiðanda. Kennitölu greiðanda. Heimilisfang greiðanda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu FSR á slóðinni: www.fsr.is/radstefna. SAMKVÆMT vitnalista ríkissak- sóknara munu rúmlega 30 vitni koma fyrir dóm í máli ákæruvalds- ins gegn Árna Johnsen og fjórum öðrum. Bragi Steinarsson vararík- issaksóknari sagði þó að vitnunum gæti fækkað þegar skýrsla ákærða fyrir dómi lægi fyrir. Aðalmeðferð í málinu hefst 5. júní nk. og er gert ráð fyrir að hún taki tvo daga. Sökum umfangs málsins er þó ekki ólíklegt að hún dragist lengur og er þá miðað við að henni ljúki 10. júní en mun að öðrum kosti dragast fram yfir 18. þess mánaðar. Skv. lögum um meðferð opin- berra mála skal að jafnaði kveða upp dóm eigi síðar en þremur vik- um eftir að aðalmeðferð lýkur og málið er tekið til dóms. Ákæruvaldið gegn Árna Johnsen Rúmlega 30 manns á vitnalista HLJÓMSVEITIN Á móti sól er ósátt við að ekki fékkst gefið út skemmtanaleyfi fyrir dansleik sem halda átti í Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöld og segir algjört skilnings- og virðingarleysi hjá lögregluyfir- völdum í Skagafirði gagnvart skemmtanahaldi unglinga á svæð- inu. Yfirlögregluþjónninn í Skaga- firði segir hins vegar öryggissjónar- mið hafa ráðið því að ekki var veitt leyfi fyrir ballinu þar sem fram- kvæmdir standa yfir umhverfis fé- lagsheimilið og allt að rúmlega tveggja metra opnir skurðir við hús- ið. Að sögn Heimis Eyvindarsonar, hljómborðsleikara í Á móti sól, eru fjórir mánuðir síðan hljómsveitin pantaði Miðgarð til dansleiksins. Fyrir nokkru hafi framkvæmdir haf- ist við húsið en framkvæmdaaðilar hafi fullvissað sig um að búið yrði þannig um hnútana að hægt yrði að halda ball á þessum tíma. Síðastlið- inn fimmtudag, eða degi fyrir fyr- irhugaðan dansleik, hafi lögreglan svo lýst því yfir að hún myndi ekki gefa út skemmtanaleyfi fyrir ballið. Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem komið sé í veg fyrir ball hljóm- sveitarinnar í Skagafirði því í maí í fyrra, þegar halda átti sambærilegan dansleik, hafi sýslumaðurinn verið nýbúinn að setja bann við dansleikj- um þar sem sextán ára unglingar fengju inngöngu. „Síðar varð hann að draga það til baka því þessar regl- ur héldu ekki. En þetta bann var í gildi um þetta leyti í fyrra og þá vor- um við líka búnir að bóka húsið með töluverðum fyrirvara og urðum að færa okkur yfir í næstu sýslu.“ Heimir segist ekki draga í efa að skurðir, sem eru við húsið geti verið hættulegir enda hafi hann ekki litið á aðstæður. „En ég held að ef það hefði staðið til að hafa eitthvað annað í þessu húsi þennan dag, eins og söngskemmtun sem þetta fólk hefur meiri áhuga fyrir þá held ég að það hefði ekki verið neitt vandamál að moka ofan í þessa skurði. Við höfum svo oft rekið okkur á það á þessu svæði að það ríkir algjört skilnings- og virðingarleysi gagnvart þessum samkomum.“ Ekki sótt um leyfi fyrr en á miðvikudag Að sögn Björns Mikaelssonar yf- irlögregluþjóns kom ekki til greina að leyfa dansleikinn vegna þeirra að- stæðna sem eru við húsið. Djúpir skurðir, allt að rúmum tveimur metrum, séu umhverfis húsið og niðri í þeim sé verið að leggja hita- veitu- og raflagnir. „Menn gætu hreinlega drepið sig ef þeir dyttu þarna ofaní og rækju höfuðið í,“ seg- ir hann. Verktakinn hafi ekki treyst sér til að lagfæra planið fyrir tilskil- inn tíma heldur hafi hann boðist til að „milda ástandið“. „Þegar það var ljóst að þeir gætu ekki gert meira þá sagði ég að það kæmi ekki til greina að leyfa dansleik þarna. Við erum kannski með tvö til fimmhundruð misdrukkna unglinga á þessum dansleik.“ Aðspurður um hvort ekki hafi ver- ið stuttur fyrirvari gefinn með því að koma í veg fyrir dansleikinn aðeins degi áður en hann átti að fara fram segir Björn að ekki hafi verið sótt um skemmtanaleyfi fyrr en á miðviku- dagskvöld þannig að málið var ekki á hans borði fyrr en á fimmtudags- morgun. Klukkan tvö sama dag hafi hann farið að skoða aðstæður. En hefði komið til greina að halda annars konar skemmtun í húsinu við þessar aðstæður? Björn segir ferm- ingarveislu hafa verið haldna í hús- inu um síðustu helgi en þá hafi skurðirnir ekki verið jafn djúpir. „Það er lengra síðan það var haldinn dansleikur hérna en hann var lok- aður, þ.e. ekki opinber dansleikur. Það er ekki sama hvernig starfsemi og það er heldur ekki sama hvernig skurðirnir eru.“ Hann segir því ör- yggissjónarmið hafa ráðið ferðinni. „Þetta er ekki stríð vegna þess sem gerðist hérna í fyrra og var blásið upp að við værum eitthvað á móti sveitaballamenningunni. Alls ekki, það spilar ekkert inn í þetta.“ Dansleikur í Miðgarði blásinn af Gert vegna öryggissjónarmiða Á þessari mynd, sem tekin var um þrjúleytið á föstudag, sést einn skurð- anna en að sögn lögreglu er hann um 40 metrum norðan við húsið. leikahöll, Saku Suurhall, skammt frá miðborg Tallinn. Þess má geta að miði á keppnina kostar 25 þús- und krónur og er löngu uppselt. Að sögn Loga er öll umgjörð keppninnar vel úr garði gerð og sviðið eitt það flóknasta sem sett hefur verið upp fyrir keppni af þessu tagi. Flestir spá Svíum og Þjóðverjum sigri í keppninni, að hans sögn. „Eistlendingar eru líka með mjög skemmtilegt lag og Danir eru nokkuð góðir. Svo hefur mikið farið fyrir Miðjarðahafsbandalaginu, FLESTIR spá Svíum eða Þjóð- verjum sigri í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Tallinn í Eistlandi í kvöld, að sögn Loga Bergmanns Eiðssonar fréttamanns, sem staddur er ytra vegna keppninnar. Bein útsending Sjónvarpsins og Rásar 2 frá söngvakeppninni hefst kl. 19. Ís- lendingar verða ekki með í ár og greiða því ekki atkvæði í keppninni að þessu sinni. Um 600 blaðamenn eru í borginni í tengslum við söngvakeppnina sem haldin er í sex þúsund manna tón- Spáni Grikklandi og Kýpur.“ Logi segir keppendur þeirra 24 þjóða sem taka þátt í keppninni hafa notað undanfarna daga til að æfa og kynna lög sín. Í gær voru tvö lokarennsli fyrir fullu húsi og var selt inn á báðar æfingar. Þriðja og síðasta lokarennsli verður í dag. Að sögn Loga mun útsendingin standa í tæpa þrjá tíma en henni verður hætt rétt fyrir tíu um leið og úrslit liggja fyrir. Sigurlagið verð- ur svo sýnt aftur síðar um kvöldið þegar fyrstu tölur úr sveitarstjórn- arkosningum liggja fyrir. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Svíar og Þjóðverjar sigurstranglegastir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að skjóta átta skotum á bifreið sem í voru fjórir menn. Skotárásin var gerð á bílastæði við íþróttahús ÍR í Breiðholti 29. apríl á sl. ári eftir átök milli tveggja hópa manna. Í dómnum segir að með því að beita skotvopni við þessar aðstæð- ur, og einkum með því að skjóta í afturhurð bílsins, þar sem tveir farþegar sátu fyrir innan, hafi hann stofnað lífi og heilsu þeirra og annarra nærstaddra í augljós- an háska. Gat hann á engan hátt verið þess fullviss að kúlurnar færu ekki í gegnum hurðar bílsins eins og hann hélt fram en vopnið var ekki sérlega öflugt. Alls voru fimm ákærðir vegna átakanna á bílastæðinu ýmist fyrir líkamsárásir eða umferðarlaga- brot. Einn þeirra var sýknaður en hinir þurfa að greiða sektir. Framburður vitna skiptist í tvö horn, eftir því hvorum hópnum þeir tilheyrðu, og reyndist dómn- um erfitt að átta sig á raunveru- legri atburðarás. Einn þeirra var sakaður um að hafa vísvitandi ek- ið bifreið sinni á mann og var hann ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dómurinn taldi hinsvegar ekki útilokað að maðurinn hafi stokkið fyrir bif- reiðina á ferð og sýknaði öku- manninn af ákærunni. Hins vegar þótti hann hafa brotið gegn al- mennri varúðarreglu umferðar- laga. Valtýr Sigurðsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Ragnheiður Harðardóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara. Brynj- ar Níelsson hrl., Jón Egilsson hrl. og Jóhann Albert Sævarsson hrl. voru til varnar. Sex mánaða fangelsi fyrir skotárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.