Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BEINLAUSAR svínakótilettur á grillið Tilboð 10 29 / T A K T ÍK 2 5. 5´ 02 BEINLAUSAR 1398 pr. kg. Ali kótilettur BBQ Ali kótilettur léttreyktar TÆPLEGA 3.700 nemendur í 10. bekk grunnskólans þreyttu sam- ræmd próf og voru niðurstöður birt- ar í gær en einkunnirnar eru svip- aðar og í fyrra. Stærðfræðiprófið var harðlega gagnrýnt og fór svo að allir fengu rétt fyrir þau þrjú dæmi, sem mesta umræðan var um. Einnig var gefið rétt fyrir tvo svarmögu- leika í tveimur tilvikum í íslensku. Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að mik- ilvægustu niðurstöðurnar séu þær einkunnir sem hver nemandi fái. Svonefndar raðeinkunnir séu einna merkingarbærastar en þær sýna stöðu nemandans í samanburði við aðra sem tóku prófið. Raðeinkunnin 50 segir nemanda til dæmis að 50% nemenda landsins standi sig svipað eða lakar í viðkomandi fagi. Sig- urgrímur bendir á að prófin séu ekki búin til í þeim tilgangi að bera saman einkunnir milli landshluta eða bera saman gæði kennslu í skól- unum. Niðurstaðan sýni að fáeinir fái hæstu einkunnirnar og fáeinir þær lægstu en um 20% fái einkunnir á bilinu 4,5 til 5,5. Síðan verði hver og einn að meta hvað sé viðunandi einkunn fyrir viðkomandi. Almennt sé miðað við að 4,5 sé óviðunandi einkunn, þó það sé ekki opinber túlkun, og oft sé það t.d. þannig að nemendur með 6,0 eða lægri ein- kunn í stærðfræði í 10. bekk lendi í vandræðum í faginu á fyrsta ári í framhaldsskóla. Þremur dæmum sleppt 36,5% nemenda fengu 4,5 eða lægri einkunn í stærðfræði, en 3.647 nemendur tóku prófið eða 93,0% nemenda. 85,5% fengu 7,5 eða lægri einkunn. Sigurgrímur segir að nið- urstaðan sé ekki eins slök og um- ræðan hafi bent til en mikið var kvartað vegna prófsins og m.a. voru þrjú dæmi tekin út og fengu allir rétt fyrir þau. Í einu tilvikanna voru milli 60 og 70% með rétt svar en færri í hinum. Sigurgrímur segir að niðurstaðan sé svipuð og fyrir tveimur árum, en þá hafi prófið ver- ið í þyngri kantinum. Meðaltalseinkunn allra í stærð- fræði á landinu var 5,5 en var 5,8 í fyrra og 5,1 árið 2000. Meðaltalið var hæst í skólum í nágrenni Reykjavíkur eða 5,8, í Reykjavík var það 5,7 en lægst á Suðurnesjum eða 4,9. 12 nemendur fengu 10,0 í einkunn, 70 nemendur 9,5 og 112 9,0. Í íslensku fengu 12,8% nemenda 4,5 eða lægri einkunn og 82,8% 7,5 eða lægri einkunn en 3.671 nemandi tók prófið eða 93,6%. Meðaltal landsins var 6,4 eins og í fyrra, en það var 6,6 árið 2000. Meðaltalið var hæst í Reykjavík eða 6,6, í nágrenni Reykjavíkur var það 6,5 og lægst á Suðurnesjum eða 5,9. Einn nemandi fékk 10,0, 13 nemendur 9,5 og 66 9,0. Gefið var rétt fyrir tvo svarmögu- leika við spurningu í málfræði og sami háttur var viðhafður vegna spurningar í bókmenntum. Meðaleinkunnir marklausar 3.668 tóku enskuprófið eða 93,5% 6,5% fengu 4,5 eða lægri einkunn en 45,9% 7,5 eða lægri einkunn. 24 nemendur fengu 10,0, 245 9,5 og 564 9,0. Meðaltalseinkunn landsins var 7,5, en hún var 6,5 í fyrra og 6,6 árið 2000. Meðaltalið var 7,8 í Reykjavík, 7,7 í nágrenni Reykjavíkur og lægst á Suðurlandi og Norðurlandi vestra eða 7,0. Náttúrufræði var hluti sam- ræmdra prófa í fyrsta sinn og tóku 2.682 nemendur prófið eða 68,4%. 3,7% fengu 4,5 eða lægri einkunn og 42,8% 7,5 eða lægri einkunn, en meðaltal landsins var 7,8. Það var hæst í Reykjavík eða 8,2, í nágrenni Reykjavíkur var það 7,9 en lægst á Suðurnesjum eða 7,2. 83 nemendur fengu 10,0, 351 9,5 og 373 9,0. Dönskuprófið tóku 3.235 nemend- ur eða 82,5%. 25,7% fengu 4,5 eða lægri einkunn en 66,2% 7,5 eða lægri einkunn. Enginn nemandi fékk 10,0, 102 fengu 9,5 og 280 9,0. Meðaltal landsins var 6,4 en var 5,6 í fyrra og 6,5 árið 2000. Meðaltalið í nágrenni Reykjavíkur var 6,7, í Reykjavík 6,6 og lægst á Suðurlandi eða 5,7. Sigurgrímur segir að meðalein- kunnir skóla í náttúrufræði og dönsku séu í raun marklausar við samanburð á skólum vegna þess hvað margir tóku ekki prófin. Niðurstöður birtar úr samræmdu prófunum í 10. bekk Allir fengu rétt fyrir þrjú dæmi                       ! " #   ! " #   ! " #   ! " #   ! " # $ $ % &!! % & % & % &"!% &" KOSNINGAVÖKUR ljósvakamiðl- anna verða með hefðbundnu sniði í kvöld. Á Ríkissjónvarpinu hefst útsending strax að lokinni Söngvakeppni evrópska sjón- varpsstöðva eða laust fyrir kl. 22. Á Stöð 2 hefst formleg kosn- ingavaka kl. 20.30 og á Rík- isútvarpinu kl. 21.30. Búist er við fyrstu tölum frá kjörstöðum skömmu upp úr kl. 22. Klukkan 22.05 verður bein út- sending frá Ráðhúsinu þar sem oddvitar framboðslistanna tjá sig um fyrstu tölur. Sökum tæknilegra annmarka verða sjónvarpsstöðvarnar tvær með sameiginlega útsendingu frá Reykjanesbæ, Ísafirði og Árborg. Kosningavökum verður fram haldið þar til öll úrslit liggja fyr- ir. Stöð 2 verður með fréttaefni frá níu talningarstöðvum, Borg- arbyggð, Ísafirði, Akureyri, Aust- ur-Héraði, Árborg, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Ráðhús- inu í Reykjavík. Fylgst verður með úrslitum í 34 stærstu sveit- arfélögunum. Að auki verða beinar útsend- ingar frá kosningavökum og öðr- um uppákomum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Umræður og viðtöl verða í myndveri Stöðvar 2 þar sem for- ystumenn stjórnmálaflokkana og fréttaskýrendur tjá skoðanir sín- ar. Kosningavökunni verður út- varpað á Útvarpi Sögu og á Net- inu á slóðunum www.stod2.is, vis- ir.is og islandia.is. Að sögn Þórs Jónssonar frétta- manns verður skemmtidagskrá með fjölbreyttu sniði. Hljómsveitirnar Í svörtum föt- um, Írafár, Land og synir og Á móti sól koma fram. Þá munu Jó- hanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir flytja söng- leikjadagskrá og sýndar verða glefsur úr Falinni myndavél og nýjustu Fóstbræðrasyrpunni. Útvarpa úrslitum frá öllum sveitarfélögum Á Rás 1 verða lesnar tölur og úrslit frá öllum sveitarfélögunum á landinu og sker útvarpið sig frá hinum kosningavökunum að þessu leyti. Þá verður útvarpað viðtölum við frambjóðendur víðs- vegar að af landinu. Rás 1 og Sjónvarpið verða í samstarfi með beinar útsendingar þegar fyrstu tölur verða kunngerðar. Að auki verða beinar útsend- ingar frá kosningavökum. Að sögn Óðins Jónssonar, frétta- manns og útsendingarstjóra, er hátt í 40 manna hópur tækni- og fréttamanna að störfum þessa nótt. Engin hefðbundin skemmti- dagskrá verður á milli dag- skrárliða. Í Sjónvarpinu verður fylgst með úrslitum frá 36 sveit- arfélögum. Sjónvarpað verður frá Ráðhúsinu í Reykjavík, Hafn- arfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri, Fjarðabyggð og Árborg þar sem forystumenn listanna verða í viðtali. Þá verður sent út frá kosn- ingavökum á höfuðborgarsvæð- inu. Að sögn G. Péturs Matthías- sonar, fréttamanns og útsend- ingarstjóra kosningavökunnar, er áætlað að sjónvarpa ræðum odd- vita D- og R-lista á kosninga- vökum í Reykjavík. Laust fyrir miðnætti verða viðtöl við for- menn stjórnmálaflokkanna í myndveri þar sem farið verður yfir gang kosninga. Þá munu sérfræðingar túlka niðurstöður í einstökum kjör- dæmum. Á milli þess sem tölur eru birt- ast verða leikin gömul og ný lög úr Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Öll úrslit verða birt jafnóðum á textavarpi RÚV og www.ruv.is. Morgunblaðið/Kristinn Þór Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2, og umsjónarmenn kosningasjón- varpsins voru önnum kafnir í gær við undirbúning útsendingar. Elín Hirst fréttamaður og Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, í myndveri kosningasjónvarpsins í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. Kári Jónasson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, og fréttamennirnir Óðinn Jónsson og Hermann Sveinbjörnsson undirbúa kosningavaktina. Kosningavökur ljósvakamiðla með hefðbundnu sniði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.