Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 63 FREMUR lítið hefur sést til stóru Þingvallaurriðanna það sem af er vori, en fyrir skemmstu veiddust þó tveir í landi Kárastaða. Þeir voru 6 og 7 punda og veiddust báðir á maðk. Mikill lengdar- munur var á fisk- unum, sá léttari var feitur og fallegur 56 sentimetra fiskur, en sá þyngri horuð 71 senti- meters löng hrygna. Af myndunum að marka hefur sá fiskur hrygnt í fyrra og á eftir að ná góðum holdum á ný. Miðað við lengd er ekki ólíklegt að sá fiskur ætti að vera 10-11 pund í sínu besta ásigkomulagi. Það voru feðgarnir Snæbjörn Stefánsson og Helgi Þór Snæ- björnsson sem veiddu fiskana. Þetta var um hvítasunnuhelg- ina. Veður var fremur kalt og vindsperringur. Þeir feðgar höfðu lengi dorgað án árangurs, en skyndi- lega tóku báðir fiskarnir svo að segja á sama augnablikinu. Þetta voru einu fiskarnir sem feðgarnir veiddu yfir helgina. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Kristófer litli Helgason sýnir hér stórfiskana tvo úr Þingvallavatni. Vænir urriðar úr Þingvallavatni 133 NEMAR frá Menntaskólanum í Kópavogi voru brautskráðir við há- tíðlega athöfn í Digraneskirkju 17. maí síðastliðinn. Alls 78 stúdentar, 31 iðnnemi, 5 matartæknar, 11 nemendur af skrifstofubraut og í fyrsta skipti var útskrifað af heim- ilisbraut skólans, alls 4 nemar. Þá brautskráðust 4 nemar úr meistaraskóla matvælagreina. Einnig útskrifuðust frá skól- anum á þessu vori 33 ferða- fræðinemar, 8 matsveinar, 4 nemar úr framhaldsnámi á skrif- stofubraut og 39 leiðsögumenn þannig að alls voru brautskráðir 219 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu vori. Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara við athöfnina 17. maí kom m.a. fram að á skólaárinu hef- ur staðið yfir undirbúningur sem miðast að því að norðurálma skól- ans verði rifin og ný tveggja hæða viðbygging komi í hennar stað. Með byggingunni má tryggja við- unandi stöðu framhaldsskólamála í Kópavogi næstu árin en mikilvægt er að huga að undirbúningi að nýj- um framhaldsskóla í bænum, segir í frétt frá MK. Ný skólanámskrá Margrét sagði að við upphaf haustannar hefði komið út ný skólanámskrá fyrir Menntaskólann í Kópavogi í anda nýrrar aðal- námskrár framhaldsskóla. Inn- tökuskilyrði á einstakar náms- brautir væru ólík því sem verið hefði og stúdentsprófsbrautir væru nú þrjár, málabraut, nátt- úrufræðabraut og félagsfræða- braut. Í MK væri mikil áhersla lögð á sjálfstæði nemenda og um leið ábyrgð þeirra, lífsleikni væri nú orðin skyldugrein og væri tilgang- urinn að stuðla að alhliða þroska nemenda og auka færni þeirra til að takast á við síbreytilegt og flók- ið samfélag. Einnig vakti Margrét athygli á því að tekin yrðu upp samræmd próf í framhaldsskólum árið 2003– 2004. Starfsmenntaverðlaunin árið 2001 og Evrópumerkið 2001 Skólameistari sagði að Mennta- skólinn í Kópavogi hefði, á und- anförnum árum, lagt metnað sinn í að bjóða fram fjölbreytilegar náms- leiðir jafnt í bóknámi sem starfs- námi á ferðamálasviði og hótel- og matvælasviði. Skólinn hefði nú uppskorið í samræmi við það metn- aðarfulla starf sem unnið hefði ver- ið af kennurum, nemendum og stjórnendum á þessum sviðum en skólanum voru veitt Starfs- menntaverðlaunin árið 2001. Mark- mið verðlaunanna er að styðja við nýsköpun og framþróun starfs- menntunar á Íslandi ásamt því að vekja athygli á því sem vel er gert á þessu sviði. Í lok ræðu sinnar talaði skóla- meistari um þá spennandi tíma sem framundan væru í skólamálum og hve áhugavert væri fyrir skólann að vera þátttakandi í þeirri þróun sem upplýsingatæknin byði upp á og geta opnað áður óþekktar leiðir til náms og kennslu, eflt tengsl skóla við umheiminn og veitt ný tækifæri í samskiptum. Eitt stærsta verkefni skólaársins hefði verið að hefja kennslu með nýrri far- tölvutækni. Skólinn hefði gert samning við tölvufyrirtæki um uppsetningu á þráðlausu netkerfi sem veldur byltingu í notkun á tölv- um hvar sem er í skólahúsnæðinu. Öllum nýnemum á bóknáms- brautum var gert að hafa yfir að ráða ferðatölvu og kennarar hefðu á undangengnum árum setið fjöl- mörg tölvunámskeið til að allur undirbúningur væri sem bestur. Kennarar MK hefðu því staðið í fararbroddi í að undirbúa nem- endur til starfa í alþjóðlegu þekk- ingar- og tæknisamfélagi 21. aldar og í nóvember síðastliðnum hlaut skólinn viðurkenninguna Evr- ópumerkið 2001 sem er veitt af framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og menntamála- yfirvöldum á Íslandi fyrir ný- breytni í tölvustuddri tungumálakennslu.“ Forseti bæjarstjórnar, Bragi Michaelsson, afhendi útskrift- arnemum viðurkenningar úr Við- urkenningarsjóði MK sem stofn- aður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. Fjórir nemendur hlutu við- urkenningu að þessu sinni: Stúd- entarnir Matthías Birgir Nardeau, Einar Benediktsson, Heiðrún P. Maack og matartæknaneminn Bryndís Erla Pálsdóttir. Rótarýklúbbur Kópavogs veitti Heiðrúnu Maack styrk fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdents- prófi, Rótarýklúbburinn Borgir veitti Ara Arnarsyni styrk fyrir góðan námsárangur í sérgreinum verknáms á lokaprófi og Sparisjóð- ur Kópavogs veitti Frosta Ólafssyni styrk fyrir góðan námsárangur í viðskiptagreinum á stúdentsprófi. 219 nemar útskrif- aðir frá MK í vor Skólameistari ásamt nýstúdentunum Einari Hjörvari Benediktssyni, Guðmundi Karli Einarssyni, Heiðrúnu P. Maack og Matthíasi Birgi Nardeau sem var veitt sérstök viðurkenning fyrir afburðaárangur í stærðfræði en samtals hafa þau fengið 26x10 í stærðfræði á lokaprófum. LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir bifreiðinni XR 048 sem var stolið af bílastæði við Breiðumörk 29 í Hveragerði á tímabilinu frá mið- nætti til kl. 17 sunnudaginn 19. maí síðastliðinn. Ekki er útilokað að bifreiðinni hafi verið ekið frá Hveragerði til höfuðborgarsvæðisins. XR 048 er rauður Suzuki Swift GL árgerð 1994. Þeir sem veitt geta upplýs- ingar um ferðir XR 048 eftir 19. maí sl., eða vita hvar hana er að finna, eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í á Selfossi í síma 480 1010. Lýst eftir bifreið FÉLAG stjórnmálafræðinga og fastanefnd framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB) fyrir Ísland og Noreg, í samstarfi við Háskóla Íslands, boða til fundar um framtíð Evrópusambandsins þar sem sjónum verður einkum beint að framtíðarráðstefnunni sem nú stendur yfir og ætlað er að vinna að nýjum grunnsátt- mála, eða stjórnarskrá, fyrir ESB. Markus Ferber, sem á sæti á Evrópuþinginu og situr með- al annars í sameiginlegu EES þingmannanefndinni, mun halda fyrirlestur um „stjórn- arskrárbundna framtíð Evr- ópusambandsins“ og fjalla um hugmyndir um „nálægðarvald, lýðræði og gagnsæja stjórn- sýslu“. Eduardo Garrigues López-Chicheri, sendiherra Spánar, flytur ávarp. Rósa Er- lingsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, stjórnar fundi, segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn fer fram mánu- daginn 27. maí kl. 12.15 -13 í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Odda. Fundur um fram- tíð Evr- ópusam- bandsins ÁGÚST Björgvinsson, unglinga- landsliðsþjálfari, og Pétur Guð- mundsson verða með körfubolta- skóla dagana 25. og 26. maí. Á Ísafirði verður kennslan í dag, laugardaginn 25 maí, kl. 10.30-12 fyrir 8-11 ára og kl. 13-16 fyrir 12-16 ára. Skráning hjá Gauja. Í Stykkishólmi verður kennsla á morgun, sunnudaginn 26 maí, kl. 14- 16 fyrir 10-15 ára. Skráning í íþróttahúsinu. Lögð verður áhersla á helstu undirstöðuatriði körfubolt- ans, s.s. sendingar, skot og knattrak. Farið verður yfir helstu atriði samspils og mikilvægi þess bæði í vörn og sókn. Verðlaun verða veitt fyrir ýmsar aldursskiptar þrautir og allir fá boli merkta skólanum, segir í fréttatil- kynningu. Körfuboltaskóli á Ísa- firði og í Stykkishólmi GENGIÐ verður fyrir konur í Afg- anistan sunnudaginn 26. maí kl. 14. Hist verður á bílastæði við Víf- ilsstaðahlíð og farið í stutta göngu- ferð um svæðið. UNIFEM á Ís- landi vinnur nú að fjáröflun fyrir starf UNIFEM í Afganistan. Dagarnir 22.-29. maí eru tileink- aðir baráttu afganskra kvenna með þeim hætti að Íslendingar gangi, skokki eða hlaupi þeim til stuðnings. Hugmyndin er að fólk gangi eða hlaupi visst marga kílómetra þessa daga og láti ákveðna upphæð fyrir hvern km af hendi rakna til UNI- FEM. Einnig er hægt að vera með í gönguferð UNIFEM sunnudag- inn 26. maí í Heiðmörk. Farið verður í stutta göngu með félögum í UNIFEM þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um starf UNIFEM í Afganistan, segir í fréttatilkynningu. Gengið fyrir konur í Afganistan KOSNINGASKRIFSTOFA Sam- fylkingarinnar í Alþýðuhúsinu á Strandgötu 32 í Hafnarfirði verður opin frá kl. 8-22 á kosningadag. Boðið er uppá akstur á kjörstað og kosningakaffi. Upplýsingar verða veittar um kjördeildir og kjörskrá. Allir eru velkomnir. Kosningakaffi verður í Firði á 2. hæð, þar verða veisluhöld og skemmtidagskrá frá kl. 10-18. Kosn- ingavaka, sem standa mun fram eftir nóttu, hefst kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu og í Firði, segir í frétt frá Samfylk- ingunni. Samfylkingin í Hafnarfirði Kosningakaffi og akstur SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN býður Kópavogsbúum í kaffi og meðlæti á kosningaskrifstofum flokksins á kjördag. Kosningaskrif- stofurnar eru til húsa í Bæjarlind 12 og Hamraborg 1, 3. hæð. Sjálf- stæðisflokkurinn býður þeim sem þurfa að láta sækja sig upp á akst- ur til og frá kjörstað, segir í frétta- tilkynningu. Kosningakaffi sjálfstæðis- manna í Kópavogi Höfundarnafn misritaðist Nafn Gunnars Guðmundssonar frá Heiðarbrún misritaðist í upphafi greinar hans, „Til frændfólks og vina í Reykjavík“, sem birtist í blaðinu í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT AÐALFUNDUR SAMFOK verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 20 í Álftamýrarskóla; gengið inn frá Safamýri. Óskar Ísfeld Sigurðsson, formað- ur SAMFOK, setur fundinn. Erindi- halda: Sigurgrímur Skúlason, deild- arstjóri hjá Námsmatsstofnun, og Jón Pétur Ziemsen, formaður Fé- lags náttúrufræðikennara í grunn- skólum. Fyrirspurnir og umræður. Kosning nýs formanns SAMFOK og áheyrnarfulltrúa foreldra í fræðslu- ráði, meðstjórnanda, tveggja vara- manna og varaáheyrnarfulltrúa for- eldra í fræðsluráði. Fjallað verður m.a. um sam- ræmdu prófin og hvort ósamræmi sé á milli kennslu og prófa, segir í frétt frá SAMFOK. Aðalfundur SAMFOK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.