Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÓMAS H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu, segir málflutning Bos Fernholms, for- manns Alþjóðahvalveiðiráðsins, þar sem hann réttlæti þá meðferð sem aðild Íslands að ráðinu fékk, vera fráleitan og í raun aumkunarverðan. Tómas segir lykilatriði málsins vera tvö. Hið fyrra sé það að ríki verða ekki aðilar að Alþjóðahval- veiðiráðinu með umsókn sem sé háð samþykki annarra aðildarríkja, heldur verði þau samkvæmt 10. grein hvalveiðisamningsins sjálf- krafa aðilar jafnskjótt og þau af- hendi vörsluaðila samningsins, Bandaríkjunum, aðildarskjöl sín. „Ísland afhenti nýtt aðildarskjal 14. maí sl. en vörsluaðilinn misnotaði aðstöðu sína og tilkynnti Ísland ekki til ráðsins sem aðildarríki. Formað- ur ráðsins braut einnig gegn hval- veiðisamningnum með því að fara ekki með Ísland sem aðildarríki í upphafi fundarins í Shimonoseki og neita því um atkvæðisrétt.“ Tómas segir að formaðurinn reyni að slá ryki í augu fólks með því að halda því fram að nýtt aðild- arskjal Íslands hafi haft að geyma sama fyrirvara og áður og því hafi ákvörðun ráðsins frá því í fyrra um aðild Íslands gilt um nýja aðildar- skjalið. „Þetta er beinlínis rangt, enda inniheldur nýja aðildarskjalið þá viðbót við eldri fyrirvarann að Ís- land skuldbindur sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni á meðan framgangur er í samninga- viðræðum um svonefnt endurskoðað stjórnunarkerfi (Revised Manage- ment Scheme). Og jafnvel þótt nýja aðildarskjalið hefði verið alveg óbreytt hefði átt að fara með Ísland sem aðildarríki í upphafi ársfund- arins á grundvelli þess.“ Margir andstæðingar hvalveiða virtu reglur þjóðarréttar Tómas segir að hitt lykilatriðið sé það að samkvæmt þjóðarétti hafi Alþjóðahvalveiðiráðið ekki vald til að hafna fyrirvara Íslands og þar með aðild þess í atkvæðagreiðslu, heldur sé það einungis á færi ein- stakra aðildarríkja ráðsins að mót- mæla fyrirvaranum, hvert fyrir sig. „Á ársfundi ráðsins í fyrra tók ráðið þó ákvörðun með 19 atkvæðum gegn 18 um að það hefði þetta vald og hafnaði fyrirvara Íslands í kjöl- farið. Við upphaf ársfundarins í Shimonoseki var okkur ljóst af við- tölum við einstök aðildarríki, þ.á m. þau sem bæst höfðu í hópinn fyrir fundinn, að meirihlutinn hafði snúist okkur í vil. Fyrir lá að 24 aðildarríki höfðu þá afstöðu að Alþjóðahval- veiðiráðið hefði ekki vald til að hafna aðild Íslands, en aðeins 22 að- ildarríki töldu ráðið hafa það vald. Athyglisvert er að í meirihlutanum er m.a. að finna löndin Finnland, Frakkland og Sviss sem öll eru andsnúin hvalveiðum en vilja virða reglur þjóðaréttar. Í ljósi þessarar stöðu ákváðu Bandaríkin að koma þyrfti í veg fyr- ir atkvæðagreiðslu um valdbærni ráðsins með öllum tiltækum ráðum. Formaður ráðsins tók þátt í þeim leik og gegndi þar lykilhlutverki. Hann úrskurðaði að Ísland hefði stöðu áheyrnaraðila að ráðinu og bar úrskurð sinn undir atkvæði. Hann neitaði hins vegar kröfu Nor- egs um að úrskurða fyrst um vald ráðsins í þessu efni, vitandi að at- kvæðagreiðsla um þann úrskurð væri töpuð fyrir hans menn. Þar með braut formaðurinn fundarsköp ráðsins með grófum hætti.“ Svíar létu pólítísk sjónarmið ráða ferðinni Haft hefur verið eftir Bo Fern- holm í fjölmiðlum að hann hafi feng- ið fyrirmæli frá Stokkhólmi um af- stöðu Svía á fundinum í Japan. „Afstaða Svía hefur vissulega valdið okkur miklum vonbrigðum. Ég vil taka það skýrt fram að við höfum ekki gert kröfu um að Svíþjóð breyti afstöðu sinni til hvalveiða en hins vegar ætlumst við til þess að Svíar virði reglur þjóðarréttar. Sænska utanríkisráðuneytið hafði staðfest við okkur að þeir væru sammála okkar lagalegu afstöðu í málinu en umhverfisráðuneytið og forsætisráðuneytið ákváðu hinsveg- ar að láta pólítísk sjónarmið ráða ferðinni. Við höfum litið svo á að mikilvægt sé að virða þjóðarétt í al- þjóðasamskiptum, og það hefur al- mennt verið talið í þágu hagsmuna minni ríkja að gera það. Í ljósi þess er þessi niðurstaða mikil vonbrigði. Ef leikreglurnar hefðu verið virtar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Shimonoseki hefðum við farið með sigur af hólmi. Andstæðingar okkar, með Bandaríkin og Svíþjóð í far- arbroddi, þurftu að grípa til óynd- isúrræða til að koma í veg fyrir það,“ segir Tómas. Fráleitur og aumkunar- verður málflutningur ● VEGNA ágreinings Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, og Bo Fernholm, formanns Al- þjóðahvalveiðiráðsins, birtir Morg- unblaðið aðildarskjöl Íslands að ráðinu frá því á síðasta ári og á þessu ári. Í aðildarskjali Íslands árið 2001 segir orðrétt: „Vér höfum séð og athugað al- þjóðasamning um stjórnun hvalveiða sem gerður var í Washington 2. desember 1946 og bókun við samninginn sem gerð var í Wash- ington 19. nóv- ember 1956 og lýsum hér með yf- ir því að Ísland gerist með skjali þessu aðili að samningum og bók- uninni með fyrirvara um e-lið 10. mgr. fylgiskjalsins með samn- ingnum. Fyrirvarinn er óaðskilj- anlegur hluti aðildarskjalsins.“ Undir aðildarskjalið rita hand- hafar forsetavalds. Skjalið í ár Í aðildarskjali Íslands að Al- þjóðahvalveiðiráðinu árið 2002 segir orðrétt. „Ég hef séð og athugað alþjóða- samning um stjórnun hvalveiða sem gerður var í Washington 2. desember 1946 og bókun við samninginn sem gerð var í Wash- ington 19. nóvember 1956 og lýsi hér með yfir því að Ísland gerist með skjali þessu aðili að samn- ingnum og bókuninni með fyrir- vara um e-lið 10. mgr. fylgiskjals- ins með samningnum. Fyrirvarinn er óaðskiljanlegur hluti aðildar- skjalsins. Þrátt fyrir fyrrgreindan fyrirvara munu íslensk stjórnvöld ekki heimila íslenskum skipum að stunda hvalveiðar í at- vinnuskyni á með- an framgangur er í samninga- viðræðum innan Alþjóðahval- veiðiráðsins um endurskoðað stjórnkerfi. Þetta gildir þó ekki ef svonefndur núllkvóti fyrir hval- veiðar í atvinnuskyni, sem kveðið er á um í e-lið 10. mgr. fylgiskjals- ins, er ekki felldur úr gildi innan hæfilegs tíma eftir að lokið hefur verið við hið endurskoðaða stjórn- kerfi. Undir engum kringumstæðum verða hvalveiðar í atvinnuskyni heimilaðar á Íslandi nema á traustum vísindalegum grundvelli og undir virkri stjórn og eftirliti.“ Undir aðildarskjalið ritar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Aðildarskjöl Íslands að hval- veiðiráðinu  Tillögu/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.