Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 49 ÁGÆTU Akureyringar! Á kjördag er um 5 lista að velja hér á Akureyri. Ljóst er að fylgi þessara lista er mismunandi og hef- ur sveiflast mikið að undanförnu, ef marka má skoðanakannanir. Velta má fyrir sér hvernig á þessum sveiflum standi. Ein tilhneiging virðist mér augljós, kjósendur vilja breytingar og umfram allt breyt- ingar til vinstri. Fylgið sveiflast frá vinstri grænum yfir til lista fyrr- verandi framsóknarfólks, þ.e. L- listans, og framsóknarmanna. Sjálfstæðismenn tapa aftur á móti hlutfallslega og Samfylkingin stendur í stað. Hvers vegna? Tveir nýir listar í boði á Akureyri Að þessu sinni bjóða fram tveir nýir listar við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri. Vinstri græn- ir eru að bjóða fram í fyrsta skipti. Samfylkingin er einnig að bjóða fram í fyrsta skipti. Fulltrúar þess- ara framboða störfuðu áður með meirihlutanum í bæjarstjórn Akur- eyrar undir merkjum Akureyrar- listans. Samfylkingarfólk vann vik- um saman að málefnalegum undirbúningi fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar og kjósendum hefur verið kynnt stefna listans í ræðu og riti. Auk þess hefur málefnaskráin verið birt á netinu. Hefur árangur málefnavinnunnar ekki birst kjós- endum? Akureyringar vilja vinstri breytingu Skoðanakannanir undanfarinna mánaða sýna að Akureyringar vilja breytingu. Þeir eru orðnir þreyttir á stjórnsýslu núverandi meirihluta, einkum augljósum meirihluta sjálf- stæðismanna. Kjósendur vilja nýtt blóð, nýtt afl til forystu í bæjar- félaginu. Þetta má skýrt greina af skoðanakönnunum. Gallinn er bara sá að grundvöll þessa nýja afls er ekki að finna í stefnuskrá vinstri grænna né framsóknarmanna af ýmsu tagi heldur í stefnu Samfylk- ingarinnar á Akureyri. Vita kjós- endur ekki um þetta? Ráða fordómar stjórnmála- skoðunum Akureyringa? Tilfinning mín er að kjósendur viti um vandaða málaskrá Samfylk- ingarinnar á Akureyri en sniðgangi listann vegna fordóma í garð ein- stakra frambjóðenda á listanum. Vilja Akureyringar láta persónu- fordóma ráða pólitískri afstöðu sinni í stað málefna og stefnu? Þessu vil ég ekki trúa að óreyndu og hvet því alla réttsýna Akureyr- inga, sem hafa jöfnuð og fé- lagshyggju að leiðarljósi, að láta ekki illkvittinn áróður formælenda annarra lista villa sér sýn. Kjósum Samfylkinguna á kjördag. Leggj- um þannig grunn að fjögurra ára tímabili samfylkingar um málefni jöfnuðar, kvenfrelsis og fé- lagshyggju á Akureyri í stað sér- hyggju, eiginhagsmunagæslu og einkavinavæðingar. Tveir listar bjóða fram í fyrsta skipti Hermann Óskarsson Akureyri Ráða fordómar, spyr Hermann Óskarsson, stjórnmálaskoðunum Akureyringa? Höfundur er 13. maður á lista Sam- fylkingarinnar á Akureyri. Forðafjör Líf og fjör Nýtt fjölvítamín sem gefur þér góðan forða af öllum vítamínum og steinefnum í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum alltaf á föstudögum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.