Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 43 Bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði er kapps- mál að í Hafnarfirði þrífist öflugt og fjöl- breytt menningarlíf. Það var að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins að komið var á fót menningarmálanefnd og menningarfulltrúi ráðinn. Um skrifstofu menningarfulltrúa fara fjölmörg erindi daglega og menning- armálanefnd leggur línurnar í stefnumót- un fyrir málaflokkinn. Í tengslum við nefnd- ina starfa ýmsar menningarstofn- anir í bænum og hér eru dæmi um nokkrar þeirra: Það var í tíð núverandi bæjar- stjórnar að ákveðið var að bæta úr húsnæðismálum Bókasafns Hafn- arfjarðar og það svo um munar. Það er staðsett í miðbænum ásamt Kvikmyndasafni Íslands, sem starfrækt er af ríkinu. Með stuðn- ingi bæjarins hefur það fengið að- stöðu til afnota fyrir sýningarhald í Bæjarbíói. Byggðasafnið hefur eflst á und- anförnum árum, glæsilegar sérsýn- ingar og gestafjöldi eykst ár frá ári. Ánægjulegt er að geta þess að Byggðasafnið er handhafi hvatn- ingarverðlauna ferðamálanefndar Hafnarfjarðar fyrir árið 2001. Vestnorræna menningarsetrið stuðlar að auknum samskipta þjóða og Fjörukráin og það hafa sann- arlega komið Hafnarfirði á kort sem bæ handverks og víkinga. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð- ur og Háðvör hefur skipað sér traustan sess í menningar- og leik- húslífi landsins meðal annars vegna frumsýninga nýrra íslenskra verka. Í listamiðstöðinni Straumi, sem staðsett er í fallegu umhverfi, fá listamenn inni fyrir starfsemi í tak- markaðan tíma hverju sinni, er- lendir og innlendir. Listsýningar, tónleikar og aðrir viðburðir eru haldnir í Hafnarborg, en starfsemi þar hefur ótvírætt fest sig í sessi í listalífi landsins. Allmörg athyglis- verð verk er að sjá í alþjóðlega högg- myndagarðinum á Víðistaðatúni. Markmið með ár- legri úthlutun styrkja menningarmálanefnd- ar er að veita aðilum sem stunda menning- ar- og listastarfsemi í Hafnarfirði stuðning við einstök verkefni. Þessir styrkir eru þó yfirleitt ekki nema lít- ill hluti af því sem til þarf, en í þeim felst ekki síður viðurkenn- ing og hvatning en fjárhagslegur stuðningur. Æskilegt er að sem flestir komi að menningarstarfi í Hafnarfirði, gefendur jafnt sem þiggjendur. Eru bæjarbúar jafnt og aðrir hvattir til að taka þátt í því sem í boði er. Bæjaryfirvöld stuðli að rekstri menningarstarfsemi í samræmi við áhuga og þarfir íbúa Hafnarfjarð- ar. Koma mætti betur til móts við óskir og samræmingu hvað varðar opnunartíma, kynna starfsemina enn frekar í hópum barna og ung- linga til eflingar listmenntun þeirra. Gildi menningar fyrir Hafn- arfjörð eru auk annars að auka tækifæri einstaklinga og skapa betra og ánægjulegra mannlíf. Mannlíf og menning Helga Ragnheiður Stefánsdóttir Hafnarfjörður Æskilegt er, segir Helga Ragnheiður Stef- ánsdóttir, að sem flestir komi að menningar- starfi í Hafnarfirði, gefendur jafnt sem þiggjendur. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins og á sæti í menning- armálanefnd Hafnarfjarðar. ÚRSLIT kosninganna í dag skipta miklu máli. Framrás harðrar hægri stefnu Sjálfstæðisflokks- ins verður því aðeins stöðvuð að sjónarmið jafnaðarstefnunnar fái öflugan stuðning um allt land. Undirtökin í lands- málunum hafa alltof lengi verið í höndum Sjálfstæð- isflokksins. Fámennis- vald hans er farið að bitna á félagslegri þjón- ustu og uppbyggingu fyr- ir þá Íslendinga sem þurfa á hjálparhönd sam- félagsins að halda. Þeir, sem vilja auka jöfnuð og samhjálp, geta því ekki greitt sjálf- stæðismönnum atkvæði sitt í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkis- stjórn. Hann hefur gríðarleg áhrif á skoðanamyndun gegnum tök sín á fjölmiðlum. Allir helstu stjórnartaum- ar í viðskipta- og atvinnulífi landsins liggja um hendur hans. Yrði það hollt lýðræðinu ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi líka meirihluta í sveitarfélögum einsog Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Reykjanesbæ og Akureyri? Nei. Það myndi ekki efla lýðræðið heldur ýta undir fá- mennisvald eins flokks. Gullni þríhyrningurinn Öfgalaust mótvægi klassískrar jafnaðar- stefnu við hvassri hægri stefnu Sjálf- stæðisflokksins er í dag aðeins að finna í Samfylkingunni. Þjóð- inni hefur alltaf reynst farsælt, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er í ríkisstjórn, að efla flokk einsog Samfylk- inguna, sem stendur vörð um jöfnuð, samhjálp og fé- lagslega þjónustu við þá sem þurfa á hjálparhönd samfélagsins að halda. Markmið okkar er að skapa góða velferðarþjónustu, sem hvílir á öflugu atvinnulífi, sem styðst við öflugt menntakerfi. Þetta er hinn gullni þrí- hyrningur Samfylkingarinnar. Mað- urinn og velferð hans er sett í önd- vegi. Málflutningur Samfylkingar- innar er öfgalaus, en byggist á ástríðu fyrir auknum jöfnuði, bættum hlut kvenna og umhyggju fyrir æsku landsins. Hann hefur fallið lands- mönnum vel í geð í þessum kosning- um. Byrinn er víða í segl Samfylking- arinnar. Lýðræðið þarf á því að halda, að í sveitarfélögum landsins verði til sterkt mótvægi við Sjálfstæðisflokk- inn. Besta vörnin gegn ofurtökum Sjálfstæðisflokksins er að styðja Samfylkinguna, og þau framboð sem hún á aðild að víðs vegar um landið. Tilraunastöðin Kosningarnar í dag snúast um grundvallaratriði. Nái Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta í einhverju stóru sveitarfélaganna er hætta á að hann misnoti stöðu sína til að gera grundvallarbreytingar á félagslegri þjónustu við íbúana. Hann mun inn- leiða einkavæðingu í stórum stíl, þar sem hún á alls ekki við, telji hann sig fá nógu sterkt umboð kjósenda. Þetta speglast hvergi betur en í Hafnarfirði. Þar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn sett upp tilraunastöð til að prufukeyra þær hugmyndir sem flokkurinn hyggst ryðja til rúms í þeim sveitarfélögum, sem hann stefn- ir á meirihluta í. Þar láta sjálf- stæðismenn sér ekki nægja að beita umdeildum aðferðum einkafram- kvæmdar til að reisa skóla, með þeim afleiðingum að íbúar Hafnarfjarðar eru klyfjaðir skuldum langt inn í framtíðina. Þeir ganga miklu lengra. Í krafti þeirrar hugmyndafræði sem lesa má úr ræðum og ritum Hannesar Hólmsteins og Björns Bjarnasonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, hafa þeir gengið svo langt að einkavæða rekstur skóla, þar með talda kennsluna sjálfa. Einka- væðing skólakerfisins er gamall draumur nýfrjálshyggjusinna í Sjálf- stæðisflokknum. Björn Bjarnason setti háar upphæðir í einkarekinn til- raunaskóla á framhaldsstigi í Reykja- vík, og fékk Magnús bæjarstjóra í Hafnarfirði til að gera hina alræmdu tilraun með einkavæðingu grunn- skóla í Hafnarfirði. Hafnfirðingar virðast einfærir um að endurgjalda Sjálfstæðisflokknum viðurgjörninginn. Hinu þurfa menn ekki að ganga að gruflandi, að jafnt í Hafnarfirði, Reykjavík, og annars staðar munu Sjálfstæðismenn ekki hika við að halda áfram einkavæðingu grunnskólans, nái þeir hreinum meirihluta. Háttsemi þeirra í Hafn- arfirði sannar það. Pólitísk átök um grundvallarstefnu birtast líka í aðför sjálfstæðismanna að þeirri félagslegu uppbyggingu sem sameinað afl jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks hefur staðið fyrir í Reykjavík. Það kom rækilega fram í dólgslegri atlögu flokksins að fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða í höfuð- borginni. Öll eigum við vonandi eftir að verða gömul. Það er ekki ólíklegt að mörg okkar þurfi á lokaspöl ævinnar á ríku- legri umönnun að halda á hjúkrunar- heimilum. Þessvegna er það baráttu- mál margra, ekki síst þeirra sem eru á besta aldri en eiga aldraða og las- burða foreldra, að auka við hjúkrun- arrými fyrir aldraða. En hvað gerðist, þegar borgarstjóri og Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra birtu lang- þráða tímamótayfirlýsingu um fjölg- un hjúkrunarrýmanna? Forysta Sjálfstæðisflokksins, að Birni Bjarnasyni meðtöldum, gekk berserksgang! Viðbrögð þeirra voru óskiljanleg. Geir, Davíð og Björn fundu málinu allt til foráttu. Svona haga menn sér ekki, jafnvel þótt þeir séu á bólakafi i kosningabaráttu sem gengur ekki nógu vel. Vinnubrögð af þessu tagi eru andstæð öllu sem Sam- fylkingin berst fyrir. Í þessum kosningum mun koma fram, hvert er bakland nýju flokk- anna á vinstri vængnum. Niðurstaðan mun sýna, hvaða flokk kjósendur vilja efla til mótvægis við Sjálfstæðisflokk- inn. Kosningarnar í dag eru því upp- taktur fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Þessvegna er nauðsynlegt fyrir öflugt og framsækið samfélag, að flokkur einsog Samfylkingin fái kraftmikinn stuðning um allt land. Samfélagið þarf á sterkum, öfgalaus- um jafnaðarmannaflokki einsog Sam- fylkingunni að halda. Ég hvet alla þá, sem leggja vilja áherslu á jöfnuð, velferð og umhyggju til að styðja Samfylkinguna, og öll þau framboð sem hún á aðild að. Samfylkingin og gullni þríhyrningurinn Össur Skarphéðinsson Kosningar Í þessum kosningum mun koma fram, segir Össur Skarphéðinsson, hvert er bakland nýju flokkanna á vinstri vængnum. Höfundur er formaður Samfylking- arinnar. Í borgarstjórnar- kosningunum í dag er tekist á um grundvall- aratriði eins og ábyrga fjármálastjórn, varð- veislu dýrmætra auð- linda í eigu almennings, réttláta fjölskyldu- stefnu, öflugt velferð- ar- og öryggisnet og betra umhverfi fólksins í borginni. Sum framboðanna vilja helst lofa öllum öllu án sýnilegrar for- gangsröðunar. F-list- inn hafnar slíkum vinnubrögðum og legg- ur áherslu á breytta forgangsröðun, þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu við fólkið í borg- inni og hlúð að þeim sem þurfa á að- stoð að halda. Velferð borgarbúa hef- ur því miður ekki aukist í takt við margumrætt góðæri í landinu og auknar tekjur borgarinnar. Auðvelt er að benda á fjölmörg dæmi um óvandaða meðferð al- mannafjár, bæði hjá borgaryfirvöld- um og ríkisvaldinu, og því miður hafa mörg spillingarmál litið dagsins ljós á þessu vori. Þegar stjórnmálamenn hafa verið lengi við völd er hætta á því að þeir gleymi hvaðan þeir hafa umboð sitt og telji völdin sjálfsögð. Þetta leiðir stundum til hroka, vald- þreytu og jafnvel spillingar. Stjórn- málamenn og stjórnvöld þurfa að- hald og nýir vindar þurfa að blása í kringum þá. Slíks er greinilega þörf í borgarstjórn Reykjavíkur. Til að veita núverandi borgaryfirvöldum það aðhald sem þau og lýðræðið í borginni þurfa á að halda eru tveir valkostir sem telja má raunhæfa. Annar kosturinn er að styrkja svo mjög Sjálfstæðisflokkinn í kosning- unum á laugardaginn að hann nái meirihluta í borginni. Ég held að það væri ekki góður kostur. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið mjög valda- mikill á flestum sviðum þjóðlífsins og löng valdaseta í ríkisstjórn og skortur á lýðræðis- legu aðhaldi hefur leitt til þess að spillingarmál tengd flokknum hafa hrannast upp á undan- förnum mánuðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka í samstarfi sínu við Framsóknar- flokkinn sýnt það í verki að hann kann að fara illa með almannafé og að forgangsraða nýtingu almannafjár óskynsamlega. Sterk öfl innan flokksins ganga hart fram við að koma dýr- mætum sameignum almennings í hendur einkaaðila oft fyrir hlægilega lítið verð. Öllu verra er þó þegar sölsa á undir sig auðlindir á borð við jarðhita og drykkjarvatn. Sú hætta er því miður raunveruleg, að dýr- mætasta mjólkurkýr okkar Reykvík- inga, sjálf Orkuveitan, verði seld úr höndum okkar ef Sálfstæðisflokkur- inn nær völdum í borginni. Auk þess yrði loforðalisti Sjálfstæðisflokksins svo dýr í framkvæmd að hann myndi setja borgina á höfuðið. Hinn kosturinn er að efla nýtt og óspillt afl í borginni til áhrifa, sem gæti veitt þeirri fylkingu sem fer með völdin nauðsynlegt aðhald. Nýtt afl gæti haft enn meiri áhrif með því að komast í oddaaðstöðu. Eini raun- hæfi kosturinn til hleypa ferskum vindum aukins lýðræðis og valddreif- ingar inn í borgarstjórn Reykjavíkur er að kjósa F-listann til áhrifa í kosn- ingunum í dag. Það hefði í för með sér meira að- hald í fjármálastjórn borgarinnar en þó umfram allt breytta forgangsröð- un, þar sem brýnar úrbætur í þjón- ustu við fólkið í borginni yrðu settar ofar pólitískum gæluverkefnum. Sóun fjármuna Okuveitu Reykjavík- ur yrði hætt og tryggt að fjármunir fyrirtækisins yrðu fyrst og fremst nýttir til að veita borgarbúum ódýra orku og drykkjarvatn en einnig kæmi til greina að endurbætta stöðu fyrirtækisins til að styrkja brýn verkefni í þágu borgarbúa og þá einkum tengd velferðar- og öryggis- málum. Mun meira aðhald þarf við ýmsar framkvæmdir á vegum borg- arinnar til að nýta fjármuni betur. Draga þarf úr yfirbyggingu stjórn- kerfis borgarinnar, stytta boðleiðir og færa völdin nær fólkinu. Ekki er unnt að telja upp allar þær áherslubreytingar sem borgarbúar yrðu varir við ef F-listinn kæmist til áhrifa eftir kosningarnar. Í stuttu máli koma þær best fram í áherslum listans á velferðar-, öryggis- og um- hverfismál og þeim verkum sem frambjóðendur listans hafa staðið fyrir. Vegna þessa er stefnuskrá F- listans mun trúverðugri en stefnu- skrár R- og D-lista. Okkur er alvara með því að rétta hlut þeirra sem minna mega sín í borginni og tryggja íbúunum öruggt umhverfi í réttlátu borgarsamfélagi þar sem þátttaka allra er markmiðið. Við teljum að það yrði til farsældar fyrir borgarbúa að veita F-listanum brautargengi í kosningunum í dag. F-listinn til farsældar fyrir Reykjavík Ólafur F. Magnússon Reykjavík Það yrði til farsældar fyrir borgarbúa, segir Ólafur F. Magnússon, að veita F-listanum brautargengi í kosning- unum í dag. Höfundur er læknir og borgar- fulltrúi og skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.