Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 61
Ferming í Óháða söfnuðinum sunnud. 26.
maí, kl. 14. Prestur sr. Pétur Þorsteins-
son. Fermd verða:
Alexandra Guðjónsdóttir,
Vogagerði 25, Vogum.
Brynhildur Guðjónsdóttir,
Vogagerði 25, Vogum.
Diljá Guðjónsdóttir,
Vogagerði 25, Vogum.
Ferming í Laugardælakirkju í Flóa sunnu-
dag kl. 14. Prestur sr. Kristinn Á. Frið-
finnsson. Fermdar verða:
Dóra Haraldsdóttir,
Laugardælum, Hraungerðishreppi.
Halla Ósk Heiðmarsdóttir,
Engjavegi 67, Selfossi.
Morgunblaðið/Golli
Fermingar á morgun
STÓRMEISTARARNIR Hannes
Hlífar Stefánsson og Nigel Short,
sem tefldu minnisstætt einvígi í ráð-
húsinu í Reykjavík í byrjun ársins,
verða báðir meðal þátttakenda á
hinu firnasterka Sigeman & Co
skákmóti í Svíþjóð. Mótið, sem er
einn af hápunktunum í skáklífi Svía,
hefst 12. júní. Mótið er lokað og þátt-
takendur eru 10:
1. Nigel Short, 2673
2. Peter Heine-Nielsen, 2636
3. Jan Timman, 2616
4. Vladimir Epishin, 2606
5. Hannes Hlífar, 2598
6. Thomas Luther, 2566
7. Tom Wedberg, 2540
8. Emanuel Berg, 2514
9. Jonny Hector, 2513
10.Leif E. Johannessen, 2452
Það bíða margir íslenskir skák-
áhugamenn spenntir eftir að sjá
hvor Hannes nái fram hefndum eftir
tapið í einvíginu. Hannes lauk nýlega
þátttöku á móti í Kúbu ásamt þeim
Helga Ás Grétarssyni og Jóni Vikt-
ori Gunnarssyni. Jón Viktor Gunn-
arsson dvelst reyndar enn á Kúbu og
teflir nú á minningarmóti um Guill-
ermo Garcia sem fram fer í Santa
Clara.
Jón Viktor hefur 1 vinning að
loknum þremur umferðum og er í 8.-
12. sæti.
Stefán Kristjánsson
skákmeistari Reykjavíkur
Stefán Kristjánsson varð skák-
meistari Reykjavíkur eftir að hafa
sigrað Pál Þórarinsson 2-0 í úrslita-
einvígi um titilinn, en þeir höfnuðu í
1.-2. sæti á Skákþingi Reykjavíkur
sem fram fór í janúar sl. Þetta er í
fyrsta sinn sem Stefán verður skák-
meistari Reykjavíkur.
Guðmundur Kjartansson
Íslandsmeistari í skólaskák
Guðmundur Kjartansson úr Ár-
bæjarskóla í Reykjavík varð Íslands-
meistari í skólaskák 2002 eftir
hörkuspennandi úrslitakeppni við
Íslandsmeistarann frá því í fyrra,
Dag Arngrímsson úr Hagaskóla.
Þeir urðu efstir í eldri flokki á lands-
mótinu og tefldu tvær einvígisskákir
á Ísafirði strax að mótinu loknu. Þær
enduðu báðar með jafntefli og var
einvíginu því fram haldið í Reykja-
vík. Þar voru tefldar tvær skákir og
vann Guðmundur þá fyrri, en Dagur
jafnaði metin í þeirri seinni. Enn
varð því að tefla áfram og var gripið
til bráðabana með styttri umhugs-
unartíma. Hvor keppandi hafði 30
mínútur í fyrstu skákinni og Dagur
stýrði hvítu mönnunum. Skákin end-
aði með jafntefli eftir spennandi
skák. Í annarri skákinni hafði hvor
keppandi 15 mínútur og var Guð-
mundur með hvítt og sigraði í 26
leikjum er Dagur lék sig í mát í erf-
iðri stöðu. Guðmundur sigraði því
3½-2½.
Þessir tveir ungu skákmenn hafa
því báðir unnið Íslandsmeistaratitil-
inn í skólaskák á fyrsta ári í eldri
flokki.
Sumarskákmót fyrir
börn og unglinga
Laugardaginn 25. maí heldur Tafl-
félag Reykjavíkur skákmót fyrir
börn og unglinga 14 ára og yngri í fé-
lagsheimili sínu í Faxafeni 12. Mótið
hefst kl. 14 og stendur til 18. Boðið
verður upp á ókeypis pizzur og gos
fyrir alla og teflt verður sjö skáka
mót eftir Monrad-kerfi. Veitt verða
vegleg verðlaun á mótinu.
Þrír efstu drengirnir, þrjár efstu
stúlkurnar og þrír efstu 10 ára og
yngri (f. 1992 og síðar) fá öll eigulega
verðlaunagripi og skákbækur, töfl
eða skákklukkur í verðlaun.
Auk þess fá 10 heppnir krakkar
sumargjafir frá Taflfélagi Reykja-
víkur.
Í lok mótsins verður verðlaunaaf-
hending fyrir þá þrjá drengi, þrjár
stúlkur og þrjá 10 ára og yngri sem
hafa náð bestum árangri á æfingum
taflfélagsins í vetur.
Þátttaka er ókeypis og eru allir
velkomnir.
ICC-mót á sunnudagskvöld
Taflfélagið Hellir og ICC standa
sameiginlega af 10 móta röð á skák-
þjóninum, ICC, sem kallast Bikar-
syrpa Hellis á ICC. Annað mótið
verður haldið 26. maí og hefst kl. 20,
en það tíunda og síðasta verður hald-
ið 24. nóvember en það verður jafn-
framt Íslandsmótið í netskák. Góð
verðlaun verða í boði Hellis og ICC.
Tefldar eru níu umferðir. Um-
hugsunartími er fjórar mínútur á
skák auk þess sem tvær sekúndur
bætast við á leik. Skráning fer fram
á www.hellir.is. Þeir sem tefldu í
fyrsta mótinu þurfa þó ekki að skrá
sig heldur er nægilegt fyrir þá að
mæta á ICC fyrir 20.
Hannes og Short mætast
á Sigeman-mótinu
Daði Örn Jónsson
SKÁK
Svíþjóð
12.–20. júní 2002
SIGEMAN & CO-SKÁKMÓTIÐ
Morgunblaðið/Ómar
Upphaf skákar Shorts og Hann-
esar Hlífars.
TILKYNNINGAR
Svæðisskipulag höfuðborgar-
svæðisins 2001-2024
Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu samþykkti þann
13. febrúar Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins var auglýst þann 3. desember
2001 og lá frammi til kynningar til 11. janúar sl. Frestur til að skila athugasemd-
um rann út þann 14. janúar sl. og bárust 34 athugasemdir við tillöguna, en auk
þess bárust 117 undirskriftarlistar með nöfnum 1.369 höfuðborgarbúa, þar sem
mótmælt var fyrirhugaðri breytingu á nýtingu flugvallarsvæðisins í Vatnsmýr-
inni. Samvinnunefndin hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem þær
gerðu umsögn sína. Vegna framkominna athugasemda voru gerðar nokkrar
óverulegar breytingar á uppdrætti og greinargerð svæðisskipulagsins.
Tillagan var send sveitarstjórnum sveitarfélaganna átta, sem standa að svæðis-
skipulaginu, til samþykktar 17. febrúar sl. Sveitarfélögin hafa öll samþykkt tillögu
samvinnunefndar um Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001—2024. Sam-
vinnunefnd sendi samþykkt svæðisskipulag til Skipulagsstofnunar 23. apríl sl.
með ósk um afgreiðslu til umhverfisráðherra til staðfestingar. Þeir, sem óska
nánari upplýsinga um svæðisskipulagið og niðurstöðu samvinnunefndar, geta
snúið sér til skrifstofu borgarverkfræðings og einnig á vefslóðina:
http://svaedisskipulag.ssh.is/wpp/svaedisskipulag/wpp.nsf/pages/samvinnunefnd
og http://www.rvk.is/borgarverkfraedingur.nsf/pages/auglysingar.html
Samvinnunefnd um svæðisskipulag
á höfuðborgarsvæðinu.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NÝ útgáfa af 5 stjörnu Renault
Laguna II verður frumsýnd hjá
B&L, Grjóthálsi 1, um helgina.
Samhliða Laguna-frumsýningunni
verður jafnframt 4X4-sýning hjá
B&L, í tilefni af því að Terracan-
jeppinn frá Hyundai er kominn til
landsins með nýja og öflugri vél.
„Auk þess sem þessi nýja Laguna
II útgáfan er búin öryggisbúnaði
sem hlotið hefur hæstu einkunn
sem veitt hefur verið af evrópsku
eftirlitsstofnuninni NCAP, eða 5
stjörnur, státar hún af kraftmikilli
1,8 ltr 18 ventla vél og sjálfskipt-
ingu en þessi gerð hefur einungis
fengist beinskipt til þessa. Jafn-
framt er eftirsóknarverður öryggis-
og stjórnunarbúnaður á borð við
ABS, EBD og ESP og lykilkort
sem kemur í stað hefðbundins bíl-
lykils og lagt getur ýmsar upplýs-
ingar „á minnið“, segir í fréttatil-
kynningu.
„Á 4X4-sýningunni verður nýi
Terracan-jeppinn frá Hyundai í for-
grunni, 38“ upphækkaður með nýja
2900 intercooler díselvél, ásamt
Hyundai Santa Fe, einum vinsæl-
asta sportjeppa landsins um þessar
mundir. Lögreglan keypti nýlega
10 bíla af Santa Fe gerð og verður
einn slíkur í lögreglubúningi til sýn-
is um helgina. Af öðrum áhugaverð-
um 4X4-farartækjum sem verða til
sýnis má nefna hinn fjölskylduvæna
Freelander og fjallatröllið Defend-
er, sem báðir eru frá Land Rover,“
segir í fréttinni.
Sjálfskipt
Laguna sýnd
hjá B&L
GENGINN verður Ólafsskarðsveg-
ur á vegum Ferðafélags Íslands
sunnudaginn 26. maí, en sú leið er
forn alfaraleið frá syðstu bæjum í
Ölfusi til Reykjavíkur.
Leiðin liggur úr Jósefsdal um
Ólafsskarð og síðan að sunnan und-
ir Bláfjöllum, milli hrauns og hlíðar,
að Fjallinu einu. Þaðan er farið
austan við Geitafell um Þúfnavelli
og vestan við Búrfell í Ölfusi. Þátt-
takendur fá kvæði Gríms Thomsens
um Jósef á blaði til að hafa með sér
heim.
Gönguleiðin er talin allt að 20 km
löng og áætlaður göngutími er 5-6
klst. Fararstjóri er Jónas Haralds-
son. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30.
Ólafsskarðsvegur er kenndur við
Ólaf bryta í Skálholti, sjá nánar á
www.fi.is.
Verð 1.700 til 2.000.
Ganga um
Ólafsskarðsveg
MINNINGARGUÐSÞJÓNUSTA
verður í Fríkirkjunni Reykjavík
sunnudaginn 26. maí klukkan 14.
Minningarguðsþjónustan er
vegna allra þeirra sem látist hafa af
völdum alnæmis hér á landi. Minn-
ingarathöfn þessi er alþjóðleg
„Candlelight Memorial Day“.
Kveikt verður á kertum fyrir hvern
einstakling sem látist hefur úr al-
næmi. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son þjónar fyrir altari. Kór Frí-
kirkjunnar mun sjá um tónlistar-
flutning undir stjórn tónlistarstjóra
kirkjunnar þeirra Önnu Sigríðar
Helgadóttur og Carls Möller. Ein-
söngvarar verða Rósalind Gísla-
dóttir og Jón Þorsteinsson. Ljóða-
lestur er í höndum Arnars Jóns-
sonar.
Boðið verður upp á kaffi í safn-
aðarheimili Fríkirkjunnar að lok-
inni messu. Allir hjartanlega vel-
komnir, segir í frétt frá Alnæmis-
samtökunum á Íslandi.
Alnæmissamtökin
á Íslandi
Minningar-
guðsþjónusta