Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldusöfnun AFS Leið til að stuðla að friði AFS á Íslandi er númeð átak í gangitil að safna saman fjölskyldum til samvinnu í verkefnum þeim sem framundan eru. Starfsemi AFS er borin uppi af hug- sjónafólki sem gefur vinnu sína og einn sjálfboðaliða AFS á Íslandi er Aðal- björg Þorvarðardóttir. Hún vasast þessa dagana í „fjölskylduöflun“ eins og það er kallað innan vé- vanda AFS. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins á dögun- um. Hvað er AFS og hverjir standa á bak við það? „AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök, óháð stjórnmálaflokkum, trú- félögum, hagsmunasamtökum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samtökin standa fyrir nemenda- og kennaraskiptum um allan heim. Aðildarlöndin 54 hafa hvert sitt landsfélag sem er fjárhagslega og rekstrarlega sjálfstætt. Aðal- stjórn og alþjóðaskrifstofa AFS marka stefnu samtakanna í sam- vinnu við landsfélögin. Annarri starfsemi er haldið uppi af sjálf- boðaliðum, en samtökin eru upp- haflega stofnuð af sjálfboðalið- um.“ Hver er tilgangurinn með AFS og hvað er helst lögð áhersla á í starfinu? „Tilgangur samtakanna er í grundvallaratriðum sá sami í dag og hann var 1947, þegar banda- rískir sjálfboðaliðar, sem óku sjúkrabifreiðum á vígvöllum Evr- ópu í fyrri og síðari heimsstyrjöld- inni á vegum American Field Service, lögðu grunninn að starf- semi AFS. Þeir trúðu því að nem- endaskipti milli landa væru leið til að stuðla að friði í heiminum.“ Er starfsemi AFS-samtakanna öflug á Íslandi? „Fastir starfsmenn samtak- anna eru þrír og er skrifstofan í eigin húsnæði að Ingólfsstræti 3. Íslenska nafnið á samtökunum, er Alþjóðleg fræðsla og samskipti. Eins og áður sagði byggist starfsemin mikið á sjálfboðaliðum og er stjórnin þar með talin en hún mótar stefnu og áherslur í starfi félagsins. Starfsemin er alltaf að eflast og er deildum inn- an samtakanna að fjölga. Nýlega var t.d. stofnuð Suðurlandsdeild og fyrir voru Reykjavíkurdeild og Norðurlandsdeild. Það eru ýmsir hópar í gangi og starfar hver og einn eftir því hvaða árstími er, hvort verið sé að senda eða taka á móti skiptinemum. Mikið er um námskeið í kringum það og eru nemar búnir undir dvöl á erlendri grund eins vel og kostur er og þá miðla gjarnan fyrrverandi skipti- nemar reynslu sinni. Eins eru námskeið og ýmsar uppákomur fyrir erlendu nemana sem dvelja hér, og er heilmikil vinna í kring- um það. Núna eru er- lendu nemarnir okkar í sveitadvöl víðs vegar í kringum landið og kynnast íslenskri sveitamenningu í allri sinni dýrð. Námskeið eru einnig fyrir fjöl- skyldurnar hvort sem þær eru að senda nema eða taka á móti, og ekki má gleyma námskeiðum og uppákomum fyrir sjálfboðaliðana sjálfa.“ Hvað er í gangi núna…fjöl- skyldusöfnun, eða fjölskylduöfl- un…hvað er þar á ferðinni? „Það sem stendur mér næst í dag sem sjálfboðaliði er fjöl- skylduöflun. Það hafa 37 ung- menni heiðrað okkur með ósk um að fá að dvelja hér næsta skólaár og kynnast landi og þjóð. Löndin sem þau koma frá eru Argentína, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Frakkland, Ítalía, Kína, Noregur, Sviss, Taíland, Venes- úela og Þýskaland. Með því að opna heimili okkar erum við ekki bara að veita innsýn heldur öðlumst við innsýn í þann heim sem „nýja barnið okkar“ kemur frá, og myndum gjarnan órjúfanleg tengsl yfir hafið. Ekki er ætlast til þess að fólk sé að skipuleggja sérstaka dagskrá til að hafa ofan af fyrir viðkomandi heldur leyfa honum að taka þátt í því fjölskyldulífi sem viðhefst í fjölskyldunni og gangast undir boð og bönn jafnt á við aðra. Þetta eru jú venjulegir unglingar með sína kosti og galla eins og okkar eigin. Viðkvæði okkar AFS-ara er oft, það er ekki húsrýmið sem skiptir máli, heldur hjartarýmið. Það er ekkert skilyrði að það séu börn eða unglingar á heimilinu. Trúnaðarmenn og skólatenglar, sem hver og einn fær úthlutað, eiga að vera erlendum nemum til halds og trausts. Þeirra þáttur er hvað stærstur í byrjun þegar neminn er að fóta sig í daglegu lífi á íslenskri grund. Einnig getur verið gott fyrir fjölskylduna að mynda góð tengsl við trúnaðarmanninn.“ Hve mörg ungmenni taka þátt í þessu starfi hér á landi? „Árlega fara um 10.000 manns um heim allan til dvalar á vegum samtakanna í lengri eða skemmri tíma. Samtök- in hafa starfað hér á landi síðan 1957, síðan hafa farið um 2.400 nemar héðan og rúmlega 800 er- lendir nemar dvalið hér. Í dag er- um við að senda um 110 ungmenni til lengri eða skemmri dvalar, og tökum á móti 35–40 erlendum ungmennum.“ Aðalbjörg Þorvarðardóttir  Aðalbjörg Þorvarðardóttir er fædd í Reykjavík 1953. Próf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1976, framhaldsnám í handlæknis- og lyflæknishjúkrun 1979–80. Starf- aði sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi og víðar með hléum. Skiptinemi í Bandaríkjunum 1970–71, en starfar í dag í Laug- arnesapóteki. Hefur starfað mik- ið að félagsmálum, m.a. í Reykja- víkurdeild RKÍ 1981–2001. Nokkur ár í stjórn RRKÍ og for- eldrastarf bæði innan skóla og utan. Maki er Tryggvi Aðal- steinsson og eru börnin þrjú, Anna Rún, Sigríður og Aðal- steinn. Starfsemin er alltaf að eflast Ég veit að þetta er gúmmítékki, Geir minn, en þetta er nú líka bara beita fyrir gamla fólkið. HEIMSFERÐIR auglýstu á dögun- um ferðir til Karíbahafsins og hefur aðsóknin verið gífurleg. Mikill sam- dráttur hefur verið í ferðaþjónustu undanfarna mánuði og eru auglýs- ingar um ferðir til framandi staða því mun sjaldgæfari sjón nú en verið hef- ur. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir að auðvitað fylgi því áhætta að bjóða upp á þessar ferðir. „Við vorum búin að kanna nokkuð vel hug okkar við- skiptavina og töldum að það væri markaður fyrir þessar ferðir í haust.“ Að hans sögn voru viðbrögðin framar öllum vonum, en aðeins ellefu sæti eru eftir í heilli vél til Dóminíska lýðveldisins, auk þess sem Kúba er að seljast upp. Hann segir að í athug- un sé hvort annarri vél verði bætt við til Dóminíska lýðveldisins, sú ferð yrði þá viku síðar. „Við vildum fara af stað með hóflegt framboð og lögðum mikið upp úr því að ná kjörum á þess- um ferðum sem í raun hafa ekki sést áður. Það er ánægjuleg staðfesting að sjá að þetta virðist hafa gengið eft- ir. Við áttum ekki von á því að selja upp báðar þessar vélar nú á einni viku,“ segir Andri Már, en bendir á að óvíst sé hvort framhald verði á þessum ferðum. Hann telur að það þurfi að gæta þess verulega að vera einungis með hóflegt framboð á ferð- um, sem hæfi okkar markaði. Ís- lenski markaðurinn sé það lítill. Það er að lifna yfir markaðnum á ný Sölu á ferðum til öllu dæmigerðari áfangastaða segir Andri Már hafa gengið afskaplega vel og eru þess jafnvel dæmi að fólk hafi þurft frá að hverfa. „Það er eiginlega allt uppselt þangað til í júlí og þykir okkur verst að þurfa að neita mörgum núna. Við erum með fimmtíu prósent aukningu frá því í fyrra.“ Andri Már telur að samdráttur sé á ferðalögum Íslend- inga til útlanda á heildina litið, en hins vegar sé að lifna yfir markaðn- um á ný. „Við höfum fundið greini- legan mun, þá aðallega síðan í vor.“ Hann skýrir þessa miklu aukningu hjá Heimsferðum nú með því að fyr- irtækið sé að uppskera vinnu margra ára. Íslendingar flykkjast til Karíbahafsins Begga fína SMÁRALIND S. 569 1550 KRINGLUNNI S. 569 1590 AKRANESI S. 430 2500 Þú kau pir nún a en bo rgar ek ki fyrst u afborg un fyrr en eft ir 4 mánu ði, vax talaust . Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! 0VEXTIR% 49.995,- - 20.000 kr. Ver› á›ur 69.995 kr. FÁÐU ÞÉR SNÚNING! 1400 snúningar Elto flvottavél EM 145 B Þeytivinda – allt að 1400 snúningar. Hraðþvottakerfi u.þ.b. 40 mín. Tekur 4,5 kg af þurrum þvotti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.