Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Dýrtíð
í fjölskyldugarði
ÉG fór með nokkrum kon-
um af mömmumorgnum í
Grafarvogi í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn s.l. mið-
vikudag, þ.e. 15. maí, dag-
inn sem hann opnaði aftur
eftir veturinn og höfðum
við það notalegt þarna í
góðu veðri.
Þegar við komum niður-
eftir var að sjálfsögðu
rukkað við innganginn, en
þegar inn var komið feng-
um við áfall þegar við rák-
um augun í það að það ætti
að taka gjald fyrir einstök
tæki!
Ég er ekki sátt við þetta.
Hvað er í gangi? Er þetta
að verða garður fyrir þá
sem eru með helst engin
börn og rosatekjur? Fjöl-
skyldu-hvað?
Ég settist niður og
reiknaði það út að ef við
hjónin færum með börnin
okkar þrjú og leyfðum
hverju að fara í tvö þessara
tækja á mann, af 5 mögu-
legum, þá kostar þetta
svona:
Inn í garðinn 1.950 kr., 2
tæki á mann 780 kr., alls
2.730 kr. Bara þetta.
Svo er eftir að grilla
pylsur og fá sér að drekka
með. Það fer að verða al-
gjör lúxus að geta leyft sér
þetta kannski einu sinni á
sumri.
Er nauðsynlegt að hafa
öll þessi gjöld í garðinum,
eða hvað?
Við búum í Grafarvogi,
nánar tiltekið í Rimahverfi,
þannig að við höfum um fá
græn svæði að velja, þar
sem Landssímalóðin á að
fara undir hvert stórhýsið
á fætur öðru. Og börnin
okkar eiga að leika sér – já
hvar – inni hjá sér kannski?
Nú nálgast kosningar og
allir flokkar segjast vera
fjölskylduvænir. Ég finn
lítið fyrir svoleiðis löguðu
héðan úr Grafarvogi þessa
dagana. Mitt atkvæði fer
kannski bara ekkert í kosn-
ingakassa þessar kosning-
ar!
Eva Rós Vilhjálmsd.
Ábyrgð borgarinnar
ÉG ER 75% öryrki og bý í
íbúð hjá Félagsbústöðum.
Ég hef 80 þús. í bætur á
mánuði, leigan er 57.256 kr.
á mánuði fyrir utan raf-
magn. Eftir eru rúmar 20
þús. kr. til þess að lifa af.
Þess vegna ræð ég ekki við
þessa miklu leigu og bíð
þess nú að verða borin út
vegna vanskila. Ég leitaði
til Félagsþjónustunnar þar
sem mér var boðið lán uppá
210 þús. til þess að fara út á
almennan leigumarkað, en
ég ræð nú ekkert frekar við
það. Ég fór til lögmanns
sem hefur mál mitt til með-
ferðar til þess að fá að vita
hvenær aðgerðir gegn mér
hefjast. Hann var dónaleg-
ur við mig og talaði niður til
mín, svo ég var algjörlega
miður mín þegar ég kom
þaðan. Ég veit að margt
fólk á í miklum erfiðleikum
eins og ég. Ég heyrði í út-
varpinu fólk vera að
hringja inn og tjá sig um að
það hefði of lág laun til þess
að kaupa íbúðir og of há
laun til þess að fá félagsleg-
ar leiguíbúðir. Fólk lendir
algjörlega milli stafs og
hurðar í kerfinu.
Hvað er eiginlega að ske
í samfélaginu? Hvers vegna
er farið svona illa með fólk í
góðærinu?
Eitt sinn átti ég íbúð en
bæði heilsubrestur og erf-
iðleikar komu mér í þessa
hræðilegu fátæktargildru.
Ég á ungling sem er í
námi og mig langar til þess
að hafa hana hjá mér, en
það verður ekki hægt við
þessar aðstæður. Ég þoli
illa þessa meðferð og heilsu
minni hefur hrakað mjög.
Ég er meðal annars hjarta-
sjúklingur og þess vegna
má ég ekki lifa við svona
kvíða og óöryggi.
Annaðhvort verður það
nú R-listinn eða D-listinn
sem sigrar í komandi kosn-
ingum og vonandi gerir sig-
urvegarinn eitthvað í mál-
unum. Félagsþjónustan er
á ábyrgð borgarinnar og
efla þyrfti starfsemi hennar
til muna.
Sigrún Jónsdóttir.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
ÞAÐ er einhver fiðringur lengstoní mallanum á Víkverja. Ein-
hver eftirvænting sem kraumar í
hverju beini í skrokknum. Einhver
hríslandi tilfinning um að eitthvað
sé í vændum.
Víkverji hefur svolítið verið að
velta því fyrir sér hvað veldur. Ekki
eru það kosningarnar, þótt kosn-
ingar séu oft bæði skemmtilegar og
spennandi. En núna eru þær hvor-
ugt og satt best að segja hefur
kosningabaráttan verið hálf
krampakennd á báða bóga. Bæði
keppast stóruframboðin fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar við að „leið-
rétta“ málflutning hins aðilans
þannig að kjósendur standa eftir í
sannkallaðri ringlulreið og fjáraust-
urinn í auglýsingar er með eindæm-
um.
Víkverji saknar gamla góða tím-
ans þegar sjónvarpsauglýsingar fyr-
ir kosningar þóttu fjarstæðukennd-
ar og í besta falli hallærislegar.
Þegar menn þóttu grand ef þeir
splæstu á svolítinn miða með mynd
af frambjóðendum sem borinn var í
hvert hús. Þegar kappræður í sjón-
varpi og útvarpi voru leið frambjóð-
enda til að koma málum sínum á
framfæri.
Víkverji veit ósköp vel að þetta
heyrir sögunni til en getur ekki var-
ist þeirri hugsun að á þeim tíma hafi
kosningabaráttan verið ögn mál-
efnalegri. En kannski er það bara
fortíðarglýjan í augum Víkverja
sem fegrar í minningunni kosninga-
baráttu fyrri tíma.
x x x
VÍKVERJI verður líka var við aðáhugi fólks á kosningunum er
lítill og hefur jafnvel heyrt að sumir
ætli ekki einu sinni að kjósa. Vík-
verji er alinn upp við að kosninga-
rétturinn sé ein mikilvægustu rétt-
indi manns og að nota hann ekki sé
nánast glæpur. Íslendingar hafa
reyndar alltaf verið duglegir að nota
kosningarétt sinn miðað við aðrar
þjóðir og vonandi verður svo áfram.
Menn geta alltaf skilað auðu, ef þeir
hafa ekki þóknun á neinu framboði.
x x x
EN ÞAÐ voru gormarnir í mag-anum á Víkverja. Evróvisjón-
keppnin er í kvöld en Víkverji finn-
ur ekki fyrir minnsta spenningi
vegna hennar og hefur reyndar ekki
gert í mörg herrans ár.
Í kvöld er keppnin reyndar með
eindæmum óspennandi þar sem Ís-
lendingar taka ekki einu sinni þátt.
Nema Logi Bergmann Eiðsson, sem
ætlar að lýsa keppninni fyrir Íslend-
ingum, sem líklega verða flestir að
horfa á kosningavökuna á Stöð tvö.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum,
eins og þar stendur.
x x x
NEI, líklega er það bara voriðsem er að kitla Víkverja þessa
dagana. Gróðurinn, sem verður
grænni með hverjum deginum og
gefur fyrirheit um betri tíð með
blóm í haga. Gróðuranganin, sem
umlykur þá sem reka nefið út undir
bert loft og endurnærir og hressir.
Hlýindin, sem hafa verið svo mikil
að menn keppast við að dusta rykið
af tjaldbúnaðinum og skipuleggja
útilegur eins og vitlausir væru. Og
loks birtan, sem fyllir menn og mýs
bjartsýni og áræðni til að takast á
við hvaða verkefni sem er.
Sumarið er komið!
LÁRÉTT:
1 skraut, 4 hnöttum, 7
ánægja, 8 lagvopn, 9 voð,
11 heimili, 13 hlífa, 14
gróði, 15 dæld, 17 klúr-
yrði, 20 bókstafur, 22 út-
deilir, 23 ávani, 24 stal,
25 hás.
LÓÐRÉTT:
1 mergð, 2 greinin, 3 mjó
gata, 4 köggul, 5 nam, 6
skadda, 10 uxans, 12 mis-
kunn, 13 tré, 15 vökvi, 16
rolan, 18 læsum, 19 lofar,
20 stríði, 21 bjartur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 geðprúðar, 8 lútur, 9 Ingvi, 10 kol, 11 tinna, 13
linna, 15 flagg, 18 snæða, 21 ætt, 22 skarf, 23 aular, 24
hlunnfara.
Lóðrétt: 2 ertin, 3 purka, 4 úrill, 5 aggan, 6 hlýt, 7 fita,
12 nag, 14 inn, 15 fisk, 16 aðall, 17 gæfan, 18 starf, 19
ætlar, 20 aurs.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
HVAR eiga fatlaðir að
kjósa var fyrirsögn grein-
ar Þórðar Jónssonar í
Morgunblaðinu. Tek ég
undir að vert væri að fá
svar við þessari spurn-
ingu. Því sem talsmaður
og aðstandandi öryrkja
spyr ég um ástæðu þess
að kjördeild fyrir fatlaða
í Hátúni var lögð niður.
Ég á bæði son og móður
sem bundin eru hjólastól-
um og móðir mín býr í
Hátúni 10. Við síðustu
kosningar varð hún einn-
ig heima að sitja vegna
örðugleika við að komast
á kjörstað. En í kosning-
unum þar á undan var
okkur kleift að komast úr
Hátúni 10 í Hátún 12 með
hjólastólinn. Nú eru
margir fatlaðir sem eiga
ekki heimangengt nema
með mikilli aðstoð um
skamman veg. Gott að-
gengi fyrir alla að öllum
kjörstöðum er lágmarks-
krafa sem bæði á við í
borg og bæjum.
Elín Birna Árnadóttir.
Gott aðgengi fyrir alla
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ottó
N. Þorláksson fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Trinket kom til
Straumsvíkur í gær.
Obsha og Ostankino
fóru í gær. Michig-
anborg kemur í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðju- og
fimmtudaga kl. 14-17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laug-
ardaga kl. 13.30-17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Í dag
laugardaginn 25. maí:
Vor í Vesturbæ, húsið
opnað kl.13, kl. 14 tón-
list Jónas Þ.Dagbjarts-
son og Jónas Þórir leika
Vínartónlist í bland við
íslenska tónlist. Signý
Sæmundsdóttir syngur,
undirleikari er Jónas
Þórir. Harmonikuball:
Léttsveit Harmoniku-
félags Reykjavíkur leik-
ur. Veislukaffi allan dag-
inn. Allir aldurshópar
velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43. Dag-
ana 25. 26. og 27 maí kl
13-17 verður sýning á
munum sem unnir hafa
verið í félagsstarfinu í
vetur, harmonikkuleikur
sunnudag og mánudag,
kaffi og meðlæti. Allir
velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13-16.30, spil og fönd-
ur. Lesklúbbur kl. 15.30
á fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl 11. Kór-
æfingar fimmtudaga kl.
17-19. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586 8014, kl. 13-
16. Uppl. um fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
s. 566 8060 kl. 8-16.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Sameig-
inleg sýning á handverki
eldri borgara í Hafn-
arfirði verður í dag,
laugardag, og á sunnu-
dag og mánudag í
Hraunseli Flatahraunu
3. Opið frá kl. 13-17,
kaffisala. Morg-
ungangan í dag kl. 10
frá Hraunseli.
Vestmannaeyjaferð 2. til
4. júlí, rúta, Herjólfur og
gisting í 2 nætur. Upp-
lýsingar og skrásetning
í Hraunseli sími
555 0142.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Farið verður
til Vestmannaeyja
mánudag 24. júní með
Herjólfi og komið til
baka miðvikudag 26.
júní. 1. dagur. Farið frá
Þorlákshöfn kl. 12 og
farin skoðunarferð um
eyjar, kvöldverður. 2.
dagur, skoðunarferðir á
landi og sjó, kvöldverð-
ur. 3. dagur. Brottför
frá Eyjum kl. 15.30.
Innifalið er: Herjólfs-
ferðir, gisting 2 nætur
m/morgunmat, 2 kvöld-
verðir, skoðunarferðir á
landi og sjó og nauðsyn-
legur akstur á Heima-
ey. Væntanlegir þátt-
takendur skrái sig sem
fyrst á þátttökulistann.
Rútuferð frá Gjábakka
kl. 10.15 og Gullsmára
kl.10.30.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Mánudagur
27. maí kl. 9 gler-
skurður, kl. 11.15 og
12.05 leikfimi, Miðviku-
dagur 29. maí kl. 11.15
og 12. 05 leikfimi.
Fimmtudagur 30 maí
kl. 13 gönguhópur.
Vinnustofur fyrir gler-
skurð og leirmótun eru
opnar áfram á umsömd-
um tíma.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Fræðslunefnd
FEB stendur fyrir ferð
í Skrúðgarða Reykja-
víkur 29. maí. Brottför
frá Ásgarði kl. 13. 30,
skráning á skrifstofu
FEB. Á morgun spiluð
félagsvist kl. 13. 30. Síð-
asta félagsvistin á þess-
ari önn. Mánudagur:
Brids kl. 13. Þriðjudag-
ur: Skák kl. 13. síðasta
sinn á þessari önn.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Hlemmi, línudans-
kennsla kl. 19.15. Aðal-
fundur leikfélags Snúðs
og Snældu verður mið-
vikudaginn 29. maí kl.
14 í Ásgarði. Silfurlínan
er opin á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10-12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Gjábakki, Fannborg 8.
Miðvikudaginn 29. maí
verður kynnt dagskrá
sumarsins í Gjábakka
og Gullsmára kl. 15,
þeir em hafa áhuga á
hópastarfi í sumar vin-
samlega komið boðum
til starfsmanna fyrir 29.
maí. Að lokinni kynn-
ingu verða kynntir
ferðamöguleikar á veg-
um Vestfjarðaleiða á
sumri komanda, síminn
í Gjábakka er 554 3400.
Gerðuberg, félagsstarf,
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug á veg-
um ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 9.30.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og á föstudögum
kl. 9.30. Veitingar í
Kaffi Berg. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í s.
575 7720.
Norðurbrún 1. Hand-
og listmunasýning verð-
ur 26. og 27. maí í borð-
sal félagsstarfsins kl.
13.30 til 17 báða dag-
ana, kaffiveitingar, allir
velkomnir.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Sýning á handverki
eldri borgara dagana
26.-31. maí, að báðum
dögum meðtöldum.
Kaffihúsastemning og
lifandi tónlist. Tekið á
móti munum á sýn-
inguna þriðjud. 21. maí í
Selinu.
Vitatorg. Vor- og sum-
arfagnaður verður hald-
inn fimmtudaginn 30.
maí kl. 17. Matur, gleði,
söngur, gaman. Allir
velkomnir. Upplýsingar
í síma 561 0300.
Vesturgata7, Mánudag
27. maí kl. 13 verður far-
ið á handverkssýningar í
Bólstaðarhlíð 43 og fé-
lagsmiðstöð aldraðra,
Hraunseli Hafnarfirði ,
kaffiveitingar. Skoð-
unarferð um Kópavog.
Skráning í síma
562 7077, takmarkaður
sætafjöldi. Miðvikudag
29. maí kl.13:15 verður
spilað bingó, rjómaterta
með kaffinu, allir vel-
komnir
Gönguklúbburinn
Hana-nú. Morgunganga
kl. 10 frá Gjábakka í
Kópavogi laugardags-
morgna. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjudag kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3-5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12. Stuðst
er við 12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Félag breiðfirskra
kvenna. Sumarferð fé-
lagsins á Snæfellsnes
verður laugardaginn 1.
júní, farið frá Umferð-
armistöðinni kl. 9. Upp-
lýsingar og skráning
fyrir miðvikudaginn 29.
maí, sími 553 0491 Mar-
grét eða 564 5365 Gunn-
hildur.
Bandalag kvenna í
Reykjavík. Gróðursetn-
ingaferð verður þriðju-
daginn 28. maí kl. 17 frá
Hallveigarstöðum, látið
vita um þátttöku fyrir
sunnudagskvöld í síma
552 5926, Karitas,
553 3454 Ágústa eða
553 3439 Björg.
Gerðuberg félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug á
vegum ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 9.30.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og á föstudögum
kl. 9.30,
Í dag og morgun kl.
13-16 myndlistarsýning
Huga Jóhannessonar
opin.
Í dag er laugardagur 25. maí, 145.
dagur ársins 2002. Urbanusmessa.
Orð dagsins: En til eru síðastir, er
verða munu fyrstir, og til eru fyrstir
er verða munu síðastir.
(Lúk. 13, 30.)