Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 35 SLAGHLJÓÐFÆRI er nýjasta viðbótin í safni klassískra hljóðfæra og mun Franz Liszt vera meðal hinna fyrstu til að nota fleiri slag- hljóðfæri en pákuna í sínum hljóm- sveitarverkum en Edgar Varése í Ionisation (1932) fyrstur til að semja eingöngu fyrir slaghljóðfæri. Í djasstónlist gegndi tromman ein- leikshlutverki og fyrir áhrif afrískr- ar trommutónlistar og austurlensks málmgjallaleiks varð til það sem nú kallast hefðbundin slaghljómsveit. Sílófónninn er eldri í tónlistarsögu Evrópu en flest venjuleg slaghljóð- færi og nú eru til margar gerðir síló- fóna sem tengjast, allt frá klukku- spilum til stórra konserthljóðfæra, og er víbrafónninn þannig tilkominn (Lionel Hampton, Alban Berg í Lulu 1934). Marimban er gamalt hljóð- færi í Afríku en frekar stutt síðan það hljóðfæri komst almennt í notk- un hjá klassískum höfundum (Percy Grainger 1929, Milhaud, konsert fyrir víbrafón og marimbu 1947). Áskell Másson og Guðmundur Hafsteinsson eru frumkvöðlar hér á Íslandi í gerð tónverka fyrir slag- hljóðfæri og Áskell hefur öðlast al- þjóðlega viðurkenningu, sem höf- undur margvíslegra verka fyrir slaghljóðfæri. Félagarnir Tomer Yariv og Adi Morag frumfluttu nýsamið verk eftir Áskel, sem hann nefnir Tromma, sérlega fallegt verk er var frábær- lega vel flutt. Þeir félagar eru sann- kallaðir galdramenn hvað snertir stundvísi í tóntaki og samleik, hvort sem leikið var á trommurnar eða tré- og málmplötuhljóðfæri, eins og t.d. í umritun á Alborada del grac- ioso eftir Ravel, í Paradigma eftir Vladimir Torchinsky og Tökkötu, hefðbundnum tvíleik fyrir marimbu og víbrafón eftir Anders Koppel, og Marimba spiritual eftir Minoru Miki. Önnur verk eftir Evner Dorman, Andy Pape og Adi Morag eru sam- kvæmt því sem kalla mætti „hefð- bundnar slagverkstónsmíðar“, samdar af kunnáttu og voru frábær- lega vel fluttar. Eins og fyrr segir eru félagarnir einstæðir slagverks- snillingar og voru tónleikar þeirra í Listasafni Reykjavíkur ótrúleg upp- lifun. Slagverkssnillingar TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur Tomer Yariv og Adi Morag fluttu tónverk samin fyrir ýmsar gerðir slagverks. Mánudagurinn 20. maí, 2002. SLAGVERKSLEIKUR Jón Ásgeirsson Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Laugardagur 25. maí Kl. 14 og 17 Íslenska óperan Sápukúlusýningin Ambrossia. Spænski arkitektinn og listamaðurinn Pep Bou frá Barcelona gerir ótrúlegar kúnstir með lit- skrúðugum sápukúlum. Sýning fyrir alla fjölskylduna. Kl. 15 og 17 Gerðuberg Týndar mömmur og talandi beinagrindur. Barnasýning frá Pero leikhúsinu í Stokk- hólmi. Sýningin er fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Höfundur og aðal- leikari: Bára Magnúsdóttir. Sellóleikari Katrin Forsmo. Leikstjóri: Peter Engkvist. Kl. 16.00 Nýlistasafnið Myndlistarmaðurinn Aernout Mik. Sýning hins þekkta hollenska myndlistarmanns sem gengur þvert á allar viðteknar hefðir í list sinni. Kl. 21.00 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Hafnarhússkvöld. Sveifla með Jörgensen. Danski fiðluleikarinn Kristian Jørgensen (Tango Orkestret), gítarleikarinn Björn Thoroddsen og kontrabassaleikarinn Jón Rafnsson leika á kosningakvöldi. Hægt verður að fylgjast með úrslitum kosning- anna á stórum sjónvarpsskermi í safn- inu. Í STÖÐLAKOTI, Bókhlöðustíg 6, opnar Hulda Jósefsdóttir sýningu í dag, laugardag, kl. 15. Hún sýnir handprjónuð textílverk en Hulda hefur unnið að textílhönnun frá árinu 1952 með aðaláherslu á prjón. Hún hefur tekið þátt í fjölda listsýn- inga bæði hér heima og í útlöndum. Hún hefur einnig skrifað greinar um hönnun í blöð og tímarit og haldið fyrirlestra. Hulda er framkvæmdastjóri list- húss Stöðlakots frá árinu 1983. Sýningin er opin daglega frá kl. 15–18 og lýkur sunnudaginn 9. júní. Morgunblaðið/Ásdís Textíllistakonan Hulda Jósefs- dóttir í Stöðlakoti. Textíll í handprjóni DANSKI djassfiðluleikarinn Krist- ian Jörgensen er nýjasta stjarna Dana í fiðluleik. Hann er hingað kominn á Lista- hátíð og leikur með Birni Thor- oddsen gítarleik- ara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleik- ara í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í kvöld kl. 21. Kristian leiðir hina þekktu hljómsveit Tango Ork- estret auk þess að reka sína eigin hljómsveit. Þótt aldur Kristians sé ekki hár í árum talið er tónlistarferillinn hins vegar nokkuð langur. Hann byrjaði að leika á fiðlu níu ára gamall og lék á sína fyrstu djassplötu fimmtán ára gamall með ekki ómerkari mönnum en Ed Thigpen og Jesper Lundgaard og hefur ferillinn síðan legið uppávið. Björn og Jón eru Íslendingum að góðu kunnir. En Björn hefur verið í framlínu íslenska djassins um ára- tuga skeið eða allt frá því að hann var gítaristi í kvartett Guðmundar Ing- ólfssonar. Jón hefur víða komið við á sínum ferli og síðustu árin hefur hann verið einn af eftirsóttustu bassaleikurum Íslandsdjassins og eru þeir félagar meðlimir í Guitar Islancio. Danskur djass- fiðluleikari á tónleikum í Hafnarhúsinu Kristian Jörgensen SUZUKITÓNLISTARSKÓLINN Allegro efnir í dag kl. 14 til tón- leika í Langholtskirkju. Tónleik- arnir eru til styrktar tónlistar- sumarbúðum barna í Skálholti í sumar. Á tónleikunum leika nú- verandi og fyrrverandi nemendur skólans, en sumir þeirra eru komnir í Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskólann. Þetta eru á milli tuttugu og þrjá- tíu krakkar á aldrinum fimm til sautján ára. Lilja Hjaltadóttir, fiðlukennari í Allegro Suzukitónlistarskólanum, segir að námskeið fyrir hljóðfæra- nemendur verði haldið í Skálholti 9. til 25. ágúst í sumar. Hún hefur staðið fyrir slíkum námskeiðum í tíu ár, en nú stendur til að færa út kvíarnar. „Námskeiðið hefur hingað til verið fyrir yngri hóp suzuki- nemenda, en í sumar bjóðum við nemendum á fimmta stigi og upp- úr að vera með og þá um leið nemendum úr öðrum tónlist- arskólum. Þetta er nýtt hjá mér; mig langar að þróa þessa hug- mynd aðeins áfram. Mig langar sérstaklega að bjóða nemendum úr öðrum tónlistarskólum að taka þátt í námskeiðinu. Þetta tengist svolítið nemendum sem hafa verið hjá mér frá upphafi, en eru nú komnir í Tónlistarskólann í Reykjavík og jafnvel í Listahá- skólann þeir sem lengst eru komnir. Þessir krakkar vilja allir vera með á námskeiðinu ennþá, þótt þeir séu komnir annað í nám. Upphaflega voru bara yngri nem- endur á námskeiðunum, en svo vaxa krakkarnir og ég hef verið að taka eldri krakka með og í fyrra komu krakkar á námskeiðið sem voru komnir alveg upp á 7.-8. stig.“ Á námskeiðinu í Skálholti er spilað í þrjá til sjö tíma á dag í hóptímum, einkakennslu og kammermúsík. Það er líka boðið upp á masterklassa. „Ég hef fengið til liðs við mig Auði Hafsteinsdóttur og Sig- urbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Örnólf Kristjánsson og Helgu Torfadóttu sellóleikara, en auk þeirra kennir maðurinn minn, Kristinn Örn Kristinsson, líka á námskeiðinu. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og nám hvers nemanda miðað við það á hvaða stigi hann er. Krakkarnir sem hafa verið á námskeiðunum bíða eftir þeim ár hvert og hlakka til. Þetta er mjög félagslegt og við gerum margt fleira en að spila; förum í göngu- ferðir, sund, hlustum mikið á tón- list og gerum margt fleira. Fyrir yngri krakkana er það mjög örv- andi að hafa eldri og lengra komna nemendur með og heldur þeim við efnið. Krökkunum, sem taka þátt í sumarnámskeiðunum, gengur líka miklu betur að kom- ast í gang á haustin þegar skólinn byrjar aftur.“ Það eru fiðlu- og sellónemendur sem geta verið með á námskeiðinu í Skálholti, en Lilja tekur fram að nemendur í tónlistarskólum á landsbyggðinni geti að sjálfsögðu sótt um að vera með. Morgunblaðið/Kristinn Hluti krakkanna sem leika á tónleikunum í Langholtskirkju í dag kl. 14 og kennari þeirra, Lilja Hjaltadóttir, lengst til hægri. Spilað til styrkt- ar sumarbúðum Rose Bruford College LEIKLISTARNÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leiklistarskóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra listgreina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 11.-12. júní vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2002: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumarskóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunáms. Komið og ræðið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Nánari upplýsingar veitir: Ms. Terri Minto, Admissions Officer, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími: +44 (0) 20 8308 2611 Fax: +44 (0) 20 8308 0542, netfang: admiss@bruford.ac.uk Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk Tónlist leikara Evrópsk leiklist Hönnun lýsingar Leiklist Búningar Leikmynd Tónlistartækni Sviðstjórnun Leikstjórn Bandarísk leikhúslist Hljóð- og myndhönnun Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prof. Alastair Pearce JORIS Rademaker opnar sýninguna „VooDoo...“ í Slunkaríki á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 16. „Á síðustu fjórum árum hef ég notað tré og tannstöngla mikið í verk mín. Það er sýnilegt að ég hef mikinn áhuga á dansi, hreyfingu og því sem er óljóst. Það búa einhverjir töfrandi möguleikar í tannstönglum. Þeir hafa sterk sjónræn áhrif og þeir eru bæði viðkvæmir og hvassir. Þeir eru þrælar munnsins, samt ómissandi. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir mig. Það er eitthvert „voodoo“ í þeim, eins og lífinu,“ segir listamaðurinn. Sýningin í Slunkaríki er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. Til 16. júní. Tannstönglar í Slunkaríki ♦ ♦ ♦ GUÐ minn góður! Apocalypse Now! Meira af Apocalypse Now. Hver hefur ekki lent í samræðum um kvikmyndir og þá kemur kvikmynd- in Apocalypse Now upp. Enn og aft- ur. Það er einsog hún sé uppáhalds- mynd allra karlmanna. Og mér hefur aldrei fundist hún sérstaklega skemmtileg. Allt í lagi, ég viðurkenni að vissulega er þetta mikið kvik- myndaverk, ótrúlegt afrek og fyrsta kvikmyndin sem sýndi Víetnam- stríðið á raunsæjan hátt. Þetta er vel leikin mynd, já, tökurnar ótrúlegar, o.s.frv. En mér hefur aldrei fundist áhugaverð sagan um Kurtz hers- höfðingja sem brotnar niður, tekur hrylling stríðsins einu skrefi lengra og skapar samfélag þar sem grimmd og dauði er upplifaður á hreinskilinn hátt. Þessi hluti myndarinnar er heldur ekki jafn vel skrifaður og sá fyrri. Hershöfðinginn er kvikmynda- ður á dulúðugan máta, en ég skil ekki hvað í hugsun hans eða framkomu gat laðað til sín þetta fólk. Og Dennis Hopper er ekki trúverðugur sem ljósmyndarinn sem hefur heillast af honum. Nei, mér finnst þetta hvorki áhugavert né sannfærandi. En þessi útgáfa af Apocalypse Now er önnur saga fyrir mig, og frá- bær kvikmynd. Atriði, sem bætt hef- ur verið við, gera myndina mun fyllri og víðari. Myndin sýnir betur hryll- inginn, hversu margra hann náði til, hversu absúrd hann var og tilgangs- laus. Fyrir mér er flétta fyrri útgáf- unnar; ferðin eftir ánni til að ná til hershöfðingjans, frekar orðin afsök- un fyrir upplýsandi ferðalagi í gegn- um þá sérstöku veröld sem Víetnam stríðsins var, þar sem komið er við hjá fjölbreyttum hópi íbúa hennar. Eftir að sjá allt þetta næ ég betra sambandi við hershöfðingjann, sem er ekki lengur miðja myndarinnar, afstyrmi, heldur einn af hinum og á vissan hátt skiljanleg afleiðing þess sem við erum þegar búin að sjá. Ég vil ekki segja að þetta sé betri útgáfa af myndinni, þótt hún hafi virkað betur fyrir mig. Fyrir aðdá- endur gömlu útgáfunnar gætu auka- atriðin bara verið óþarfa lenging sem bætir engu við fléttuna. Það fer sem sagt eftir hverju fólk er að leita. Það er þó ekki spurning að hún er áhugaverð fyrir alla. Fyrst ég sá þessa 200 mínútna út- gáfu, þá langar mig eiginlega til að sjá 330 mínútna útgáfuna sem Copp- ola klippti fyrst saman, þegar mynd- in kom út árið 1979. Þetta er stór- kostleg heimild um gerð tíma- mótamyndar sem allir tala alltaf um aftur og aftur. Allt þetta efni! Og allt þetta erfiði! Ég skal fúslega trúa því að Coppola hafi verið á barmi tauga- áfalls við upptökur myndarinnar. Það lá við að ég færi sjálf á taugum við að horfa á sum atriðin. Góða skemmtun. Önnur hryllingssaga KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Hand- rit: John Milius, Michael Herr og Francis Ford Coppola, byggt lauslega á smásögu Josephs Conrads Heart of Darkness. Kvikmyndataka: Vittorio Storaro. Aðal- hlutverk: Martin Sheen, Robert Duvall, Laurence Fishburne, Dennis Hopper, Frederic Forrest, Sam Bottoms, Albert Hall, Harrison Ford og Marlon Brando. 202 mín. USA. United Artists 2001. APOCALYPSE NOW REDUX Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.