Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég kveð með mikl- um söknuði Siggu frænku sem var hrifin burt án fyrirvara. Í mínum huga var Sigga aldrei frænka mín heldur stóra systir. Hún hefur verið fyrirmynd mín frá því ég man eftir mér og mun vera það um ókomna tíð. Ég gat alltaf treyst á að Sigga stæði með mér og hvetti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Sigga var alltaf stolt af sínum. Henni var mjög um- hugað um alla sem hún þekkti og passaði vel upp á þá. Ég man eftir ófáum símtölum frá henni þar sem erindið var að athuga hvernig ég SIGRÍÐUR REYNISDÓTTIR ✝ Sigríður Reynis-dóttir fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1976. Hún lést á heimili sínu 2. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 10. maí. hefði það og hvort mig vanhagaði um eitt- hvað. Sigga var ein af þeim sem var alltaf með útrétta hjálpar- hönd. Sigga var ráðagóð og sannkallaður visku- brunnur. Litla frænka nýtti sér þessa eigin- leika hennar óspart. Ég hringdi oft eða kom í heimsókn og leitaði ósjaldan ráða í leiðinni. Ég minnist þess aldrei að hafa komið að tómum kof- unum hjá henni, hún virtist alltaf hafa svör á reiðum höndum. Það var líka gaman að umgangast Siggu og er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera svona mikið með henni. Ég fór í mörg ferðalög með ömmu, afa og Siggu og þess á milli dvaldi ég oft hjá þeim. Sigga var hress, brosmild og já- kvæð og endurspeglaðist það í því að hún horfði á björtu hliðar lífsins og nennti ekki að velta sér upp úr óþarfa vandamálum. Hún var líka fróðleiksfús, dugleg og samvisku- söm enda var hún alltaf fremst meðal jafningja. Einn af hennar sérstæðu kostum var að hún sýndi hugðarefnum annarra mikinn áhuga og reyndi að setja sig inn í þau. Hún var hreinskilin og það var alltaf hægt að treysta því að hún segði sína meiningu og gerði það sem hana langaði. Henni voru allir vegir færir. Á þessari kveðjustund vil ég þakka þér, elsku Sigga mín, fyrir þína traustu vináttu, ástúð og kær- leik sem þú sýndir mér. Minning þín geymist í hjarta mínu. Guð geymi þig. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði’ eg af þér, í minni muntu mér; því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, afi, Bjössi, mamma, pabbi, Þórir og aðrir ást- vinir, megi allar góðar vættir veita okkur styrk í sorginni. Fjóla frænka.                                                !               "# $ %$&   '    ()*%$      $    +,   - .   "*&/0$ '0$                       " !%123   4 5 *0$67 ,$2 $*# 7      !  "#$    %   &    %  %'  !#$  $ "($()$ %$&%*    0  #     $%*   !8+$2 #    *0 %*    %*     *92 +     &&      *         (4333!!%! "!    +*     (  4 $  ,            %153:4;! 42!  4 /, & #   0$  *# & * 0" & *0$6<     - . /0  '   !!$ $ %$= (     4' + (    2 #  #   ; * & -(    9* +%$           *     '                 ">33: (43 +  # & * * + #)  '0                    % 0     10 !2 -" - . -       #    ( *    " *9 *   ( 0 "  *     2 #   9 * #         &&?* &&  ,          "!33!2!%@ "!33(  4 #** # & * %       %  "3$ $ 4       * *    $      # %$      !  &            2 A  #            # > #   Hólmfríður Jóns- dóttir eða Hósa eins og hún var alltaf kölluð lést á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks 16. maí síðast- liðinn, 87 ára að aldri. Hún var búin að vera heilsulaus síðustu misseri og var því dauðinn ákveðin líkn fyrir hana eins og marga aðra sem eiga við sjúkdóma að stríða. Hún var gift Sigurði Jóhannssyni, frænda mínum á Úlfsstöðum, og HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Hólmfríður Jóns-dóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði 3. apríl 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 16. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkróks- kirkju 24. maí. bjuggu þau þar frá 1940 til 1972 er þau fluttu til Sauðárkróks. Ég þekkti þau hjón frá því ég man fyrst eftir mér því að samgangur var alltaf mikill milli heimilanna. Hósa var alltaf kát og hress og tók alltaf vel á móti manni. Hún gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur krakk- ana og taka þátt í gleði okkar og sorgum. Fyrir utan að gegna innanhússstörfum, sem oft voru æði mikil á mannmörgu heimili, sinnti hún einnig útistörfum. Þau hjón voru mjög samhent og ráku stórbú á Úlfsstöðum og var vinnu- dagurinn oft langur. Oft var gest- kvæmt og gáfu þau hjón sér ætíð tíma til að sinna gestum hvernig sem á stóð. Eftir að þau hjón fluttu á Sauðárkrók eignuðust þau myndar- legt heimili á Grundarstíg 11. Við áttum því láni að fagna að eiga marg- ar góðar samverustundir með þeim hjónum. Þau tóku okkur ætíð opnum örmum og bar aldrei skugga á vin- áttu okkar. Ekki var langt á milli þeirra hjóna, Siggi lést 28. febrúar síðastliðinn. Sannast hið fornkveðna: „Oft er stutt stórra höggva á milli.“ Fyrir þessar ánægjustundir og fyrri kynni viljum við þakka. Við vit- um að vel hefur verið tekið á móti henni, þegar hún yfirgaf þennan heim. Við sendum börnum þeirra, Úlfari og Amalíu, og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minnist þess að látinn lifir. Konráð Gíslason og fjölskylda. „Sú grákollótta þín“ – eins og Hósa kallaði kind sem hún gaf mér á sveitaárum mínum – var óstýrilát skepna. Hún var jafnan með lömb sín í leyfisleysi í búsældarlegum tún- um Sigurðar bónda og ég get ekki neitað því að stundum hafði ég nokkrar áhyggjur af framtíð þessar- ar óþekku kindar. Þá átti Hólmfríður húsfreyja það til að líta niður á stóru sléttuna á bökkum Héraðsvatna þar sem sú grákollótta var með spikfeita tvílembinga í nýgræðingnum og segja „Meiri dugnaðurinn í blessaðri skepnunni“ og í augum hennar var glampi og svipurinn kíminn. Hún skildi móðurlega umhyggju kindar- innar fyrir afkvæmum sínum og ég skildi þá líka að það voru þó að minnsta kosti tvær hliðar á þessu máli, líkt og flestum öðrum. Það fór svo að áfram fóstruðu þau hjón kindina mína árum saman og löngu eftir að ég hætti í sveitinni á Úlfs- stöðum naut reikningurinn minn í KS góðs af dugnaði skepnunnar. Seinna varð mér hugsað til þess hvað við vorum heppnir, ég og Sig- urður bóndi, að hann skyldi giftast Hósu ungur maður á fyrri hluta síð- ustu aldar. Hún var dugnaðarforkur, myndarleg húsmóðir og hugsaði vel um bónda sinn, börn, vinnufólk, tengdaforeldra og líka allan krakka- skarann sem dvaldi hjá þeim sum- arlangt árum saman. Hún skapaði heimili þar sem öllum leið vel og þar ríkti afslappað og rólegt yfirbragð þrátt fyrir umsvifamikinn búrekst- ur. Saman lifðu þau bæði öldina út á Úlfsstöðum og síðan á Sauðárkróki. Þau kveðja okkur nú með aðeins nokkurra vikna millibili og votta ég Amalíu, Jóhanni Úlfari og fjölskyld- um þeirra samúð á skilnaðarstund. Ég þakka þeim hjónum fyrir fóstrið á mér í sveitinni í sex sumur og um- hyggjuna og umburðarlyndið sem þau sýndu mér og líka þeirri grákoll- óttu minni. Gísli Gunnlaugsson. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.