Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 15 SAMNINGAR um aðstöðu fyrir byggingu og rekstur stálröraverk- smiðju í Helguvík voru undirritaðir í gær og verður það stærsta fjárfesting einkaaðila í Reykjanesbæ. Eigandi fyrirtækisins segist hafa áhuga á frekari fjárfestingum á þessu sviði. Undir samningana rituðu Barry D. Bernsten, eigandi International Pipe & Tube á Íslandi ehf. (IPT), Ellert Ei- ríksson bæjarstjóri og Pétur Jó- hannsson hafnarstjóri og var Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd athöfnina. Í samningunum er kveðið á um að Hafnasamlag Suðurnesja geri lóð fyr- ir verksmiðjuhús byggingarhæfa og jafnframt er kveðið á um vörugjöld, lóðarleigu og byggingaleyfis- og gatnagerðargjöld. Hafnasamlagið þarf að sprengja lóðina niður og verð- ur hafist handa við það verk þegar IPT hefur lagt fram tryggingar. Liggur vel við flutningum Fyrsti hluti verksmiðjunnar verður um 17.500 fermetrar á um það bil 43 þúsund fermetra lóð. Kostnaður við uppbyggingu hennar er áætlaður um 40 milljónir bandaríkjadala, eða um 4 milljarða króna. Áætlað er að 240 menn fái vinnu við framleiðsluna. Fyrirtækið mun flytja til landsins stál í rúllum og valsa það í stálrör og pípur til útflutnings til Evrópu og jafnvel Bandaríkjanna. Rörin eru 50 til 160 millimetrar að þvermáli, há- gæðavara, og eru meðal annars notuð á olíuborpöllum. Barry Bernsten seg- ir að mikilvægt sé að halda í lágmarki kostnaði við flutninga og meðhöndlun á hráefni og framleiðsluvörum og því sé æskilegt að slíkar verksmiðjur liggi vel við flutningum. Mikilvæg siglingarleið flutningaskipa milli Evr- ópu og Norður-Ameríku sé nálægt Ís- landi og því hafi meðal annars verið litið til suðurstrandar landsins eftir að byrjað var að huga að uppbyggingu stálröraverksmiðju. Við nánari skoð- un málsins hafi síðan komið í ljós að Helguvíkurhöfn hefði þá eiginleika sem sóst er eftir. Móðurfélagið, International Pipe & Tube, er staðsett í Fíladelfíu í Banda- ríkjunum. Það hefur fengist við versl- un með stál í rúma fjóra áratugi og hefur Bernsten stjórnað því í 27 ár. Barry Bernsten segir að fyrir sex ár- um hafi verið ákveðið að hefja eigin framleiðslu og væri ný stálverksmiðja í Tallin í Eistlandi fyrsta skrefið í þá átt. Sú verksmiðja er í byggingu og á fyrirtæki Bernsten helming hennar. Bernsten segist vilja hefja bygg- ingarframkvæmdir í Helguvík á fyrri- hluta næsta árs, en það fari þó eftir því hvað lögfræðingar og fjármögn- unaraðilar yrðu fljótir að ljúka und- irbúningi, og hefja framleiðslu á árinu 2004. Í ávarpi við undirritunina lét hann þess getið að fyrirtækið hefði áhuga á fleiri verkefnum á þessu sviði á Íslandi, stálpípuverksmiðjan væri aðeins fyrsti áfanginn. Hafa hug á frekari fjár- festingum hér á landi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ellert Eiríksson og Barry D. Bernsten tókust í hendur að lokinni und- irritun samninga um aðstöðu fyrir stálpípuverksmiðju í Helguvík, en Valgerður Sverrisdóttir og Pétur Jóhannsson voru viðstödd. Helguvík Samningar um aðstöðu fyrir stálpípuverksmiðju undirritaðir TÓMSTUNDA- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur gert nítján rekstrarsamninga við íþrótta- og tómstundafélög í bæjarfélaginu. Samningarnir hljóða upp á alls um 26 milljónir kr., sá hæsti til knattspyrnu- deildar Keflavíkur vegna reksturs íþróttavalla. Tólf af þessum samningum voru undirritaðir á einu bretti við hátíðlega athöfn í vikunni en áður var búið að undirrita sjö samninga. Við það tæki- færi var kynnt blaðið Sumar í Reykja- nesbæ sem nú kemur út í annað skipti. Í því eru upplýsingar um það helsta sem boðið er upp á í íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga í sumar. Blaðinu er dreift inn á öll heimili í Reykjanesbæ en Gunnar Oddsson, formaður tómstunda- og íþróttaráðs, afhenti Ellert Eiríkssyni fyrsta eintakið við þetta tækifæri. Þá var Jóhanni R. Kristjánssyni af- hentur 400 þúsund kr. styrkur úr Af- reks- og styrktarsjóði vegna undir- búnings og þátttöku á Heims- meistaramótinu í borðtennis sem fram fer á Taiwan í sumar. 26 milljóna kr. rekstrarsamningar Reykjanesbær HÚSAGERÐIN ehf. í Kefla- vík átti bestu teikningarnar að mati dómnefndar og jafn- framt lægsta tilboðið í bygg- ingu íbúða fyrir aldraða í Garði. Byggingarnefndin ákvað að taka tilboði fyrir- tækisins. Gerðahreppur vinnur að byggingu tíu leiguíbúða fyrir aldraða í húsi sem áhugi er á að byggja á eignarlóð hjúkr- unarheimilisins Garðvangs í Garði. Aðrir eignaraðilar að heimilinu og stjórn þess hafa raunar lagst gegn byggingu á þessum stað. Þrjú gild tilboð bárust í lokuðu alútboði. Fyrst voru teikningarnar lagðar fram og metnar og fékk tillaga Húsa- gerðarinnar flest stig. Lausn- in var talin góð, einföld og falla vel að umhverfinu. Í gær voru síðan verðtilboðin opn- uð. Lægsta tilboðið var einnig frá Húsagerðinni, 115,5 milj- ónir króna. Gild tilboð komu einnig frá Hjalta Guðmunds- syni ehf. og Íslenskum að- alverktökum hf. Hæsta boðið var tæpar 148 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Jónsson- ar sveitarstjóra verður nú haldið áfram við framkvæmd- ina. Segist hann ekki hafa trú á öðru en að viðhorfin breyt- ist eftir kosningar og að menn átti sig á því að þessi bygging muni í engu skerða framtíðarhagsmuni Garð- vangs, heldur þvert á móti verða til að styrkja starfsem- ina. Tilboð Húsagerð- arinnar metið best Garður REYKJANESBÆR hefur gefið út veggspjaldið Nám til framtíðar, til að auðvelda nemendum grunn- skóla að velja áframhaldandi nám. Kjartan Már Kjartansson, for- maður markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, afhenti það í gær skólastjórum og nokkrum nemendum grunnskóla bæjarins. Veggspjöldin voru unnin í sam- vinnu markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu og fræðslu- og uppeldissviðs Reykjanesbæjar og verða hengd upp í skólunum. Fram kom hjá Helgu Sigrúnu Harðardóttur atvinnuráðgjafa að hugmyndin væri að setja þau einnig á músarmottur og afhenda nemendum skólanna í haust. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nemendur 10. bekkjar sem biðu í gær spenntir eftir einkunnum úr sam- ræmdu prófunum notuðu tímann til að skoða veggspjaldið. Veggspjöld um nám Reykjanesbær LANDIÐ ÞAÐ er bjart yfir Grímsey og mikil gróska í sjómennskunni. Sigurður Henningsson, 18 ára skipstjóri, sigldi á bát sínum hrað- byri til Grímseyjar frá Akureyri á innan við tveimur klukkustundum á dögunum. Siggi Hennings EA 230 er fyrsti bátur Sigurðar og ber nafn eigandans. Siggi Hennings EA er fjögurra tonna dagabátur af gerð- inni Sómi 800 og gengur 30 mílur. Yngsti útgerðarmaðurinn í Grímsey geislaði af krafti og áhuga um borð í báti sínum enda voru margir mættir um borð til að sam- fagna honum með bátinn. Morgunblaðið/Helga Mattína Ungur bátaeigandi Grímsey ÞEGAR Brandur ÞH 21 kom að landi á Húsavík fyrir skömmu með allvænan hákarl vildi ekki betur til en svo að þegar hífa átti hann upp á bryggjuna slitnaði taugin sem bundin var um sporð hans. Menn dóu ekki ráðalausir og kallað var á kafarar, fleiri en einn buðu sig fram og köfuðu tveir niður með taug. Þeir fundu hann fljót- lega og bundu taugina um sporð skepnunnar. Hákarlinn var síðan bundinn við Brandinn og farið lengra upp með bryggjunni þar sem lægra var að hífa hann upp á bryggjunna og gekk það að óskum. Þorfinnur Harðarson skipstjóri á Brandi ÞH sagðist vera með há- karlalínuna úti á Skjálfandaflóa, „þetta var helber klaufaskapur hjá okkur að slíta svona kaðalinn, en strákarnir vildu ólmir kafa svo þetta reddaðist allt saman“. Það voru þeir Gauti Grétarsson og Henning Þór Aðalmundsson sem köfuðu eftir hákarlinum og sagðist Henning alveg til í að þiggja kæstan hákarl að launum þótt síðar yrði. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Brandur dregur hákarlinn að bryggju og bjargvættirnir Henning og Gauti svamla á eftir. Húsavík Kafa þurfti eftir hákarli í höfninni LEK mót í golfi öldunga var hald- ið á golfvellinum á Torfmýri í Vestmannaeyjum um hvítasunnu- helgina. Alls tóku 69 manns þátt í mótunum en keppt var í flokkum karla 55-69 ára og 70 ára og eldri og opnum kvennaflokki. Leiknar voru 36 holur laug- ardag og sunnudag, en báða dag- ana var veður frekar leiðinlegt til golfiðkunar. Í flokki 55-69 ára gilti árangur til landsliðs, sig- urvegari var Sigurður Alberts- son, GS. Í flokki 70 ára og eldri sigraði hinn síungi Eyjamaður Sverrir Einarsson og í flokki kvenna sigraði Erla Adólfsdóttir, GV. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Golfmót öldunga um hvítasunnuna Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.