Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 33 kemur í ljós að 48,3% 26–55 ára telja að lambakjötið sé of dýrt, 37,7% í hópnum 55 ára og eldri og 33,5% í hópi 18–26 ára. Lærið er eftirlætishluti 39,8% og hryggurinn 23,7% aðspurðra. 18,7% velja lambafilé og 9,6% lambalundir. Lærið er einnig ósvikinn sunnu- dags- eða helgarmatur í augum 69,2% aðspurðra og 10% velja nautasteik og kjúkling. Í aldurshópnum 55 ára og eldri telja 79,7% lambalæri ósvikinn sunnudags- eða helgarmat og 72,2% í hópnum 26–55 ára. Í hópi 18–26 ára eru 52,6% þeirrar skoðunar að lamba- læri sé ósvikinn sunnudags- eða helg- armatur. Spurt var hvort þátttakendur keyptu pakkað kjöt úr kæliborði eða beint úr kjötborði og svaraði 71,3% jafnt við þeirri spurningu, 15,5% kváðust kaupa úr kjötborði og 13,2% úr kæliborði. Aldursgreining á svörunum leiðir í ljós áþekka hegðun milli hópa hvað þetta varðar. Þá voru þátttakendur inntir eftir því hvort þeir ákveddu fyrirfram hvaða kjöttegund þeir hygðust kaupa og sögðu 46,7% að það væri fyrirfram ákveðið, 38,9% að það ylti á framsetn- ingu kjötborðs og 14,4% sögðust velja vegna verðtilboða. Nokkuð jöfn dreif- ing var einnig milli aldurshópa hvað þessu viðvíkur. Spurt var hvort viðkomandi hefði breytt kjötneyslu sinni á undanförn- um mánuðum og sögðust 53,2% ekki hafa breytt neyslunni og 25% kváðust borða minna kjöt. Flestir í hópi 55 ára og eldri kváðust ekki hafa breytt neyslunni eða 60,4%. Tæp 48% velja eftir verðtilboðum Verðtilboð hafa áhrif á kauphegðun 47,9% sem svöruðu þeirri spurningu játandi, 38,7% svöruðu stundum og 13,3% sögðu nei. Nokkur munur er á yngsta aldurs- hópnum og þeim elsta hvað þetta varðar en 36,5% 18–26 ára sögðu að verðtilboð á kjöti hefðu áhrif á kaup- hegðun en 52,2% í hópi 55 ára og eldri. Rúmt 41% fer ekki alltaf í sömu verslunina til matarinnkaupa, 30,4% fara alltaf í sömu verslunina og 28,5% fara í nokkrar verslanir til skiptis. Samkvæmt könnuninni hafa 83% þátttakenda eldað alíslenska lamba- kjötsrétti/kjötsúpu eða saltkjöt og baunir, 93,3% þeirra eru í aldurs- hópnum 55 ára og eldri, 83,5% í hópn- um 26–55 ára og 68,5% í hópi 18–26 ára. Lambakjöt er mjög gott sem grill- kjöt að mati 47,8% og gott í þeim til- gangi hjá 32,3%. 51% aðspurðra óskar eftir nýjungum í framsetningu eða framboði á lambakjöti og 68% velja lambakjöt á matseðlum veitingahúsa standi það til boða. 32% svara síðustu spurningunni neitandi og eru 39% í hópi 18–26 ára, 31,3% í hópi 26–55 ára og 26,5% í hópnum 55 ára og eldri. Einnig var spurt um þekkingu þátttakenda á matreiðslu lambakjöts og kváðust 53,9% kunna alla algenga rétti og 27,7% kunna nokkra algenga rétti. Talsverður munur var á aldurs- hópum í matreiðslukunnáttunni því 63,7% 55 ára og eldri kváðust kunna alla algenga rétti og 58,3% 26–55 ára en 30,3% 18–26 ára töldu sig búa yfir slíkri færni. Síðast var spurt hvort þátttakendur óskuðu eftir nýjum uppskriftum eða almennum leiðbein- ingum um matreiðslu á lambakjöti og svaraði 53,1% spurningunni játandi og 20,1% svaraði neitandi. Nokkuð jöfn skipting var í svörum eftir aldri, en 48,6% 18-26 ára sögðu já, 55,3% í hópi 26-55 ára og 53,4% í hópnum 55 ára og eldri. Söluaukning undanfarið eftir mikinn samdrátt Söluaukning varð á lambakjöti í mars og apríl eftir mikinn samdrátt undanfarna mánuði, nánar tiltekið um 29% í mars og 22% í apríl, og segir Öz- ur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, að samdráttur í sölu í fyrir jól og eftir áramót, hafi verið sá mesti sem menn hafi séð í greininni. Sala á lambakjöti dróst saman um 43% í desember, 17,4% í janúar og 24,2% í febrúar, að hans sögn. „Hvarf Goða af markaðin- um fór illa með allt sölustarf, enda var markaðshlutdeild þeirra um 50%. Hvað aukningu síðustu mánaða varð- ar hefur margt hjálpast að. Við höfum eflt markaðsstarf en síðan hafa ýmis ytri skilyrði, svo sem sýkingar í öðr- um búgreinum og skortur á kjúklingi, lagt sitt af mörkum. Engin könnun hefur verið gerð um lamba- og kindakjöt um nokkurt skeið og segir Özur að upplýsingar sem fyrir hendi voru hafi verið löngu úreltar. „Könnunin gefur góða mynd af veikleikum okkar og styrkleika og útkoman er jákvæð í heild. Við áttum ekki von á að lambið fengi svo mikinn meðbyr frá neytendum,“ segir hann. Á næstu vikum verður efnt til funda með smásölum og fulltrúum af- urðastöðva og farið yfir niðurstöður könnunarinnar og segir Özur að sjón- um verði beint sérstaklega að aldurs- hópnum18–26 ára í markaðsstarfi. Á döfinni er til að mynda að setja fljót- lega og einfalda lamba- og kindakjöts- rétti á markað fyrir þann aldurshóp, að hans sögn. Lambakjot.is á næsta leiti Þá er verður opnaður alfræðivefur um kindakjöt (www.lambakjot.is) eft- ir um það bil tvær vikur þar sem verð- ur að finna uppskriftir og upplýsingar um lamba- og kindakjöt og annað sem því tengist. Nanna Rögnvaldardóttir tekur saman uppskriftir. Özur segir loks að á vefnum verði allt sem við- kemur kindakjöti og að upplýsingum verði hagað eftir árstíma. Í sláturtíð verði til að mynda hægt að fá allar upplýsingar um sláturgerð. Rúm 62% telja lamba- kjötið best til matreiðslu                                                      !   "          " !" "#" "" " !#" ! "                                                      !"         Markaðsráð lambakjöts hefur látið gera könnun um viðhorf fólks til lambakjöts. Helga Kristín Einarsdóttir tók saman nið- urstöður og ræddi við framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. Morgunblaðið/Árni Sæberg LISTIR ÞAÐ er hrá og ógnandi mynd sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Inárritu dregur upp af Mexíkóborg í þessari frumraun sinni á sviði kvikmyndagerðar. Af- urðin heitir Amores Perros (Ástin er skepna) og vakti mikla athygli í hin- um alþjóðlega kvikmyndaheimi, m.a. á Cannes-hátíðinni, enda þykja leik- stjóri og handritshöfundur hafa sýnt mikinn þroska í sinni frumraun. Amores Perros er vandlega unnin og húmanískt innblásin saga af til- vist og tilfinningum nokkurra mann- eskja af ólíkum stéttum. Sögusviðið er milljónaborgin Mexíkóborg, þar sem fjölmenni, misrétti og ofbeldi móta líf einstaklinganna, ekki síst þeirra fátækari. Við kynnumst þremur persónuhópum, og er sagan þrískipt í frásögn sinni af þeim, en lýstur saman á einum efnislegum stað, í harkalegu bílslysi. Það eru Octavio og mágkona hans Susana, sem búa á fátæku heimili. Ocatvio dreymir um betri tilveru, er ástfang- inn af Susönu og ákveður loks að taka málin í sínar hendur. Hann fer með Rottweilertík heimilisins inn í blóðuga velli hundabardaga og fer að græða á tá og fingri á vígahæfi- leikum hundsins. Við kynnumst einnig ofurfyrirsætunni Valeriu (og kjölturakka hennar), en fyrirsætan á í ástarsambandi við giftan mann, og þarf að takast á við umhverfða tilveru í kjölfar bílslyss. Þriðja og síðasta aðalsögupersónan er úti- gangsmaðurinn Chivo, fyrrum liðs- maður pólitískra hryðjuverkasam- taka sem býr nú á götunni, þar sem hann hefur tekið að sér hóp úti- gangshunda, og vinnur fyrir sér sem leigumorðingi. Það eru áhugaverðar sögur sem hér eru sagðar, og tákn- rænn samanburðurinn við tilvist hunda er eitt magnaðasta stílbragð myndarinnar. Í frásögninni er notast við þá teg- und af brotakenndri frásögn sem Quentin Tarantino gerði fræga með kvikmyndinni Pulp Fiction, en ólíkt mörgum kvikmyndum sem sverja sig í þá hefð, fer þessi lengra og dýpra, og heldur áfram langt fram yfir hæfilega „smellna“ tímalengd. Leikstjórinn ungi sem hér um ræðir hafði um margra ára skeið alið manninn í auglýsingagerð og segist sjálfur hafa hlotið þar þá reynslu sem hann byggir nú á. Áhrifa þessa bakgrunns leikstjórans gætir greini- lega í kvikmyndinni, en líkt og í aug- lýsingum og tónlistarmyndböndum er hráleikinn stíl- og gljáfægður að allt að því ósýnilegu marki, svona rétt til þess að gleðja auga áhorfand- ans og slípa efniviðinn sem unnið er með. Önnur áhrifameðul eru jafn- framt notuð óspart, tónlistarhljóð- rásin er notuð til að búa til mikið dúndur og nokkrir leikarar hafa augnaráðsfestandi fyrirsætuútlit. Það var kannski fyrst og fremst í kynningarmyndbandi Amores Perr- os sem þetta auglýsingavæna eðli hennar kom best í ljós og held ég að margir áhugamenn djúphugullar og óamerískrar kvikmyndagerðar hafi jafnvel fælst frá myndinni við að sjá þá kynningu. Á heildina litið er Amores Perros mynd sem kraumar í senn af hæfi- leikum og krafti, en er örlítið óörugg í frásagnaraðferð sinni. Myndin kynnir til sögunnar leikstjóra sem er greinileg afurð fjölmiðlaumhverf- is samtímans og nýtir sér þá reynslu til að kafa dýpra og snerta við áhorf- andanum. Hundar og menn KVIKMYNDIR Sambíóin Snorrabraut Leikstjóri: Alejandro González Inárritu. Handrit: Guillermo Arriaga Jordan. Kvik- myndataka: Rodrigo Prieto. Aðalhlut- verk: Emilio Echevarría, Gael García Bernal, Goya Toledo, Álvaro Guerrero, Vanessa Bauche, o.fl. Sýningartími: 153 mín. Mexíkó, 2000. AMORES PERROS (ÁSTIN ER SKEPNA)  Heiða Jóhannsdóttir Listasafn Íslands Leiðsögn í fylgd Rakelar Pétursdóttur um rússnesku sýninguna Hin nýja sýn kl. 14–14.40. Sögustund og leiðsögn fyrir börn í fylgd Kjuregej Alexöndru Argunova fjöllistakonu kl. 15–15.30. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12 Sýning á íslenskum þjóðbún- ingum verður opnuð kl. 12. Sýndir verða búningar í eigu Heim- ilisiðnaðarfélags Íslands og fé- lagsmanna þess, Þjóðdansafélags Reykjavíkur og Búningaleigu Kol- finnu Sigurvinsdóttur. Einnig er til sýnis og sölu handverk með þjóðbún- ingana að yrkisefni. Sýningin stendur til 2. júní. Heimilisiðnaðarskólinn að Lauf- ásvegi 2 hefur opið hús laugardagana 25.maí og 2. júní frá kl.13-17. Sýnd verða nemendaverk frá liðnu skóla- ári, einnig er sýnikennsla í þjóðbún- ingagerð, vefnaði, spjaldvefnaði, þæf- ingu, útsaumi, knipli og tóvinnu. Tónlistarskóli Garðabæjar Vor- tónleikar söngnema Snæbjargar Snæbjarnardóttur verða kl. 17. Flutt verða íslensk og erlend lög og aríur úr óperum. Breiðholtsskóli Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts heldur vor- tónleika kl. 14. Stjórnandi er Lilja Valdimarsdóttir. Árbæjarkirkja Vortónleikar Tónlist- arskóla Árbæjar verða kl. 11 og 13. Fram koma nemendur skólans og samspilshópar. Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði 27 Vortónleikar verða kl. 14. Fram koma nemendur á öllum stigum, einnig samspilsbönd og Stórsveit skólans. Neskirkja Vortónleikar Suzuki- tónlistarskólans í Reykjavík verða kl. 13 og 14.30. Á efnisskránni eru ein- leiks- og samleiksatriði þar sem nem- endur skólans leika á fiðlu, víólu, selló og píanó auk þess koma söng- nemendur fram. Seljakirkja Barnakórar Seljakirkju halda tónleika í dag. Kórarnir eru þrír og syngur Krúttkórinn kl. 14, Litli kórinn kl. 15.30 og Stóri kórinn kl. 17. Stjórnandi kóranna er Gróa Hreinsdóttir. Foreldrar elstu barnanna verða með kaffisölu til fjár- öflunar ferðasjóðs Stóra kórs í safn- aðarsal kirkjunnar. Hús málarans Gotti Bernhöft opnar myndlistarsýninguna Kall. Verkin eru unnin með þurr-pastel og er mannslíkamanum beitt til að undir- strika ýkjur samtímamannsins. Hönnuðurinn og myndlistamaðurinn Gotti Bernhöft hóf feril sinn sem veggjakrotari og myndasöguteikn- ari. Hann hefur m.a. hannað fyrir hljómsveitina Sigur Rós. Kall er þriðja einkasýning Gotta og stendur til 15. júní. Safnahús Borgarfjarðar Nem- endur í 7., 8. og 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi lesa úr verkum Halldórs Laxness kl. 14. Lesnir verða valdir kaflar úr skáldsögunum Sölku Völku, Heimsljósi og Atómstöðinni og ýmis gullkorn úr verkum skáldsins. Þá verða flutt ljóð eftir Halldór og tón- list sem samin hefur verið við þau. Dagskráin ber yfirskriftina: Börn í verkum Halldórs Laxness. Hún er samstarfsverkefni Safnahúss Borg- arfjarðar og Grunnskólans í Borg- arnesi í tilefni af 100 ára fæðing- arafmæli skáldsins. Lesarar voru öll fulltrúar skólans á lokahátíðum stóru upplestrarkeppn- innar undanfarin ár. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.