Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 53 Kosningavaka Reykjavíkurlistans á Hótel Íslandi Húsi› opna› klukkan 20.30 Aldurstakmark 18 ár fiú ert hei›ursgestur! Skemmtilegasta vorkvöldi› í Reykjavík Blómarósirnar og Tríói› taka á móti gestum Rokkslæ›an hitar upp • Hin ástsæla danshljómsveit Hr. Ingi R og Magga Stína leikur fyrir dansi fram á rau›amorgun. A›gangur ókeypis en happdrættismi›ar til sölu. Allir saman nú Reykjavíkurlistinn b‡›ur kjósendum í kaffi kl. 14-18 á kjördag á eftirtöldum stö›um: Leikhússalnum í I›nó Kosningaskrifstofunni í Mjódd (símar 557 8134 og 694 4456) Kosningaskrifstofunni Spönginni í Grafarvogi (sími 577 1027) Komdu í kosningakaffi Má bjó›a flér far á kjörsta›? Aldra›ir, öryrkjar og a›rir sem flurfa akstur á kjördag hafi samband í síma 512 7015 og 512 7020 Uppl‡singar um kjörskrá og kjörsta›i í síma 512 7008 og 512 7010 og á www.rvk.is A›alsími kosningami›stö›va er 512 7000 l i í i i l i i l lj i . i í l i i i . i i i il l .  Upplýsingar á áframsendum pósti.  Ruslpóstur. Ákveðin eftirfylgni Til að fylgja eftir settum reglum og losa fyrirtækið við þessi örygg- isvandamál er nauðsynlegt að til staðar sé trúverðug tækni sem starfsfólk veit af. Það hefur nefni- lega sýnt sig að þótt allir séu sam- mála um nauðsyn þess að taka bet- ur á málum virðist sem hlutirnir fari alltaf í sama farið. Þetta þarf ekki að vera niðurstaðan og til er tækni sem gerir það að verkum að allt sem gert er á tölvum starfs- manna er skráð og sent sem skýrsla til viðeigandi aðila innan fyrirtækisins. Þetta þýðir að ef ekki er farið að reglum varðandi tölvunotkun er einfalt að sannreyna það. Það má vera að fólki finnist þetta brot á rétti sínum til einkalífs en sú skoðun sýnir kannski best hvert vandamálið er. Starfsmenn fyrir- tækja eiga nefnilega ekki tölvubún- að þann sem þeir vinna við. Fyr- irtækið leggur þeim til tölvubúnaðinn til að þeir nýtist fyr- irtækinu sem best sem starfsmenn. Persónuvernd og eftirlitskerfi Það virðist hafa myndast ein- hvers konar meining um þetta meðal landsmanna að tölvupóstur sem sendur er í fyrirtækispóstkerf- inu og er perónulegs eðils sé ein- hvers konar einkamál viðkomandi starfsmanns. Það er hins vegar ekki rétt og nýleg staðfesting Hæstaréttar á heimild Samkeppn- isstofnunar til að halda öllum þeim gögnum sem sú stofnun sankaði að sér við húsleit hjá olíufélögunum rennir stoðum undir þá skoðun. Ef það hefði verið skoðun Hæstaréttar að heimild til húsleitar hjá fyr- irtæki væri einungis bundin þeim gögnum, t.d tölvupósti, sem sann- arlega væri ekki persónulegs eðlis hefði það væntanlega komið fram. Tölvumisnotkun Tilgangur starfsreglna fyrir tölvunotkun, segir Guðjón Viðar Valdi- marsson, er að vernda fyrirtækið og starfs- menn þess. Höfundur er framkvæmdastjóri Dulkodun.is HUGTAKIÐ „þekk- ingarstjóri“ er nýtt af nálinni bæði í stjórnun- arfræðum og einnig sem skilgreint starfs- heiti hjá fyrirtækjum og stofnunum. Líkja má þekkingarstjóran- um við gamla verk- stjóra iðnbyltingarinn- ar á þeim tímum sem framleiðsluþættirnir voru aðallega land, vinnuafl og fjármagn. Þá var það vöðvaaflið sem og vélarnar sem voru undirstaða fram- fara. Í dag eru breyttir tímar og stór hluti framleiðsluþátta þjóðfélagsins eru hugvit, þekking, upplýsingar, sam- skipti og kunnátta. Fræðimenn kalla þetta nýja tímabil gjarnan þriðja umbreytingaskeiðið og nefna það þekkingar- eða upplýsingatímabilið. Þar sem helsta virðissköpun fyrir- tækja er farin að liggja í þessum óáþreifanlegu eignum sem kallast þekkingarauðlindir má segja að þessar auðlindir ráði orðið mestu um velgengni og samkeppnishæfni fyr- irtækja í dag. Það hlýtur því að vera keppikefli hvers fyrirtækis að hugsa vel um þessa þekkingarauðlind. Vorið 1999 hleypti Norræni iðn- aðarsjóðurinn af stokkunum sam- norrænu verkefni um mat á þekking- arverðmætum. Fjögur íslensk fyrirtæki fóru í gegnum þetta verk- efni og tóku þátt í að þróa aðferðir til að meta óáþreifanleg verðmæti á þann hátt að þau yrðu samanburð- arhæf milli fyrirtækja. Segja má að þetta samnorræna verkefni hafi ver- ið fyrsti vísirinn að markvissri þekk- ingarskráningu hér á landi. En er verið að skrá og stjórna þekkingarverðmætum innan ís- lenskra fyrirtækja og er yfirhöfuð þörf á því? Ef svo er, hver innan fyr- irtækjanna gerir það og hvernig er það gert? Er þörf á þekkingarstjóra? Til þess að þekkingarstjórnun tak- ist þarf að stjórna, samræma og skapa umhverfi sem hvetur starfs- menn til þess að miðla þekkingu, hæfni og verklagi sín á milli. Fyr- irtæki þurfa að átta sig á mikilvægi þekkingar og þess að geta útvegað réttu upplýsingarnar fyrir rétta fólk- ið svo það geti unnið störf sín á rétt- um tíma á árangursríkan hátt. Þau þurfa að koma upp skipulögðu ferli sem aflar, geymir, dreifir og notar þekkingu til að skapa virðisauka og samkeppnisforskot bæði fyrir fyrirtækið sjálft og viðskiptavini þess. Einnig er nauð- synlegt fyrir fyrirtækin að skapa og byggja upp það umhverfi innan fyrirtækisins sem ávaxtar þessi verðmæti og sér til þess að þau haldist innan veggja fyrirtækisins eftir lok- un en „labbi ekki út“ með starfsmanninum. Þarna kæmi þekkingarstjórinn inn í myndina. Hlutverk þekkingarstjórans yrði að samræma alla þá þætti í þekkingar- umhverfinu sem skipta máli, greina á hvaða sviðum þekkingu vantar og skilgreina ferli sem aflar og skapar umhverfi sem hvetur til þess að deila þekkingu, vitneskju og verkkunn- áttu svo hún nýtist öðrum. Einnig þarf hann að sjá til þess að viðeig- andi tæki eða tækni sé til staðar þannig að réttu upplýsingarnar sé hægt að finna þegar á þeim þarf að halda. Í gegnum kannanir í tengslum við meistaranám mitt hef ég komist að því að þekkingarstjórar eru vand- fundnir innan skipurita íslenskra fyrirtækja. Aftur á móti virðast ís- lensk fyrirtæki meðvituð um mikil- vægi þekkingarinnar án þess að markvisst sé unnið með þekkingar- stjórnun eða skráningu þekkingar- verðmæta. Ábyrgðaraðilar þessara mála eru að stórum hluta starfs- mannastjórar eða starfsþróunar- stjórar og felst þekkingarstjórnun þeirra einna helst í því að halda utan um menntun og fræðslu starfs- manna í stað þess að verið sé að skapa svigrúm til þekkingarsköpun- ar hjá fyrirtækjunum. Það er skoðun mín, að til þess að unnið verði með þekkinguna á réttan hátt, í stað þess að leggja ofurkapp á endalausa úr- vinnslu upplýsinga, verði fyrirtækin að huga að þekkingarstjórnun og skipa sérstakan aðila til þess. Hvort sá aðili heitir þekkingarstjóri eða eitthvað annað skiptir minna máli. Aðalatriðið er að einhver innan fyr- irtækjanna verði gerður ábyrgur fyrir þessum þætti og þá ekki sem lítill hluti af öðru starfi eins og tíðk- ast í dag. Þurfa íslensk fyrirtæki þekk- ingarstjóra? Sigrún Kjartansdóttir Höfundur er meistaranemi í stjórnun og stefnumótun við HÍ. Þekkingarstjórnun Þekking, segir Sigrún Kjartansdóttir, er ein mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.