Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTAN á að styrjöld brjótist út á milli Pakist- ana og Indverja virðist vera að minnka, en líklegt er að Pakistanar muni sæta auknum, alþjóðlegum þrýstingi á að hafa hemil á skæruliðum sem Ind- verjar segja hafa staðið að tilræðum í Kasmírhér- aði. „Núna virðist vera að rofa til, en það er gríð- arlegur þrýstingur á Pakistana að stöðva hryðjuverkamennina, jafnvel þótt alls ekki sé lengur víst að Pakistanar séu færir um það,“ sagði varnarmálaskýrandinn Mohammad Afzal Niazi í viðtali við AFP í Islamabad í Pakistan. „Pakistanar hafa nú þegar uppfyllt mörg þeirra fyrirheita sem Pervez Musharraf forseti gaf í ræðu sinni 12. janúar, en ein af afleiðingum þess var að Pakistanar gátu síður haft stjórn á her- skáum samtökum,“ sagði Niazi ennfremur. Í ræð- unni, sem Musharraf hélt skömmu eftir að Ind- verjar kenndu Pakistönum um blóðugt tilræði er framið var á indverska þinginu í desember, til- kynnti hann að hafnar yrðu harðar aðgerðir gegn öfgasamtökum er störfuðu innan landamæra Pak- istans og hét því að stöðva hryðjuverkastarfsemi. Hann bannaði fimm samtök, þ.á m. tvö sem Ind- verjar sögðu hafa staðið að baki tilræðinu á þinginu. Spenna og átök milli ríkjanna hafa nú aftur magnast í Kasmír, þar sem deilur standa um landamæri, í kjölfar þess að 35 féllu í tilræði sem framið var í indverska hluta héraðsins, og Indverj- ar kenndu aftur um hryðjuverkamönnum sem þeir sögðu hafa aðsetur í Pakistan. Fréttaskýrendur segja að um leið og helstu stórveldi heimsins hafi leitað leiða til að draga úr spennunni hafi komið skýr skilaboð frá helstu ráðamönnum til Pakist- ana um að þeir verði að leggja sig harðar fram við að koma í veg fyrir að fleiri hryðjuverk verði fram- in í Kasmír. Annan hvetur til friðar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hringdi í Musharraf síðdegis á fimmtudag og hvatti hann til að berjast af hörku gegn hryðjuverkastarfsemi, sem Annan sagði að væri helsta ástæða spennunnar í samskiptum Pakistana við Indverja. „Framkvæmdastjórinn telur nauðsynlegt að farið verði að hugsa og tala á friðsamlegum nótum, í stað þess að hugsað og tala sé í ófriðartóni,“ sagði talsmaður Annans, Fred Eckhard. „Um leið viljum við ítreka skilyrðislausa fordæmingu hans á hryðjuverkum. Slíkar aðgerð- ir verða aldrei látnar viðgangast, síst af öllu í Kasmír.“ Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur ennfrem- ur sagt, að til þess að draga úr spennunni sé mik- ilvægt að endi sé bundinn á atlögur í Kasmír, en héraðinu er nú skipt milli Indlands og Pakistans, en bæði ríkin gera tilkall til héraðsins alls. Pakist- anskir leiðtogar hafa sagt að þeir veiti Kasmír- búum, sem berjist fyrir sjálfstæði undan indversk- um yfirráðum, „siðferðilegan og diplómatískan stuðning“, en hafa ætíð neitað því að þeir leggi sitt að mörkum til að gera hryðjuverkamönnum kleift að gera atlögur inni í indverska hluta héraðsins. En nú í vikunni virtist sem Pakistanar gæfu fyr- irheit um að leggja harðar að sér við að koma í veg fyrir slíkar atlögur. Pakistanska þjóðaröryggis- ráðið sagði á miðvikudaginn: „Engin samtök í Pakistan munu fá að komast upp með hryðjuverk í nafni Kasmír.“ Yfirlýsingin miðaði að því að friða Indverja, þótt margir pakistanskir fréttaskýrend- ur telji að eina markmið Indverja með því að blása í herlúðrana sé að grafa undan stöðu Pakistans sem eins fremsta ríkis heims í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. Stöðugleiki enn ótryggur „Það eina sem fyrir Indverjum vakir er að sverta mannorð Pakistans og spilla því sem Pak- istan hafði upp úr því að veita Bandaríkjamönnum skilyrðis- og óttalaust stuðning í baráttu þeirra gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum,“ sagði háttsettur pakistanskur embættismaður, og náinn ráðgjafi Musharrafs, í samtali við AFP. Sagði hann að eina leiðin til þess að raunverulega drægi úr spennunni væri að Indverjar færu með herlið sitt á brott frá landamærunum. Niazi, varnarmálaskýrandinn, sagði að þótt hann teldi að í augnablikinu hefði dregið úr spenn- unni væri engin trygging fyrir því að nokkur stöð- ugleiki kæmist á í heimshlutanum, jafnvel þótt Pakistanar yrðu við kröfum Indverja, og benti á að þetta væri í annað sinn á hálfu ári sem hætta skapaðist á styrjöld. Útlit fyrir að nokkuð hafi dregið úr spennunni í hinu umdeilda Kasmírhéraði Pakistanar sæta auknum alþjóðlegum þrýstingi Islamabad. AFP. LÖGREGLA í Washington sagði í gær að flest benti til að starfsstúlk- an Chandra Levy hefði verið myrt, en lík hennar fannst á miðvikudag. Hyggst lögreglan yfirheyra á nýjan leik ýmsa þá, sem hugsanlega eru taldir geta varpað ljósi á málið, en þeirra á meðal er þingmaðurinn Gary Condit, sem Levy hafði átt vingott við, og maður sem nýverið var dæmdur fyrir tvær líkamsárás- ir, sem átt höfðu sér stað í Rock Creek Park þar sem lík Levy fannst. Hvarf Levy fyrir rúmu ári vakti á sínum tíma mikla athygli en á dag- inn kom að hún hafði átt vingott við Condit um nokkurt skeið. Þingmað- urinn reyndist hins vegar tregur til að viðurkenna samband þeirra. Lög- regla hefur sagt að Condit sé ekki grunaður um neitt misjafnt í tengslum við mál Levy en Charles Ramsey, lögreglustjóri í Wash- ington, sagði þó líklegt að menn vildu ræða við hann á nýjan leik, nú þegar lík Levy er fundið. Þá sagði lögreglan að hún myndi yfirheyra að nýju mann sem nú af- plánar tíu ára fangelsisdóm en hann réðst á tvo skokkara í maí og júlí í fyrra nærri þeim stað þar sem lík Levy fannst. Ramsey sagði að lögreglan hefði yfirheyrt manninn, Ingmar Guand- eque, í fyrra eftir að henni hafði ver- ið gert viðvart um handtöku hans. „Hann veitti engar upplýsingar sem gætu tengt hann þessu máli en þá ber að hafa í huga að við höfðum ekki vitneskju [á þeim tíma] um að lík Levy væri í Rock Creek Park,“ sagði Ramsey. Leit að sönnunargögnum var haldið áfram í gær á þeim stað, þar sem lík Levy fannst. Ramsey vildi ekki greina frá því hvort ummerki bentu til að átök hefðu átt sér stað en Terrance W. Gainer, aðstoðarlög- reglustjóri, viðurkenndi að höfuð- kúpa Levy hefði verið brotin. Ekki væri hins vegar hægt að segja til um það á þessu stigi hvort þeir áverkar komu fyrir eða eftir að Levy dó. Flest bendir til að Levy hafi verið myrt Reuters Lögreglumaður á þeim stað þar sem lík Chöndru Levy fannst. Washington. AP, AFP. FARÞEGAÞOTA teiknar rák á kvöldhimininn yfir Portsmouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Flugvélarslóði sem þessi er úr vatnsdropum eða ísögnum og myndast af útblæstri hreyflanna í köldu lofti. Tunglflug AP JÓHANNES Páll páfi sagði í gær að hann hefði aldrei lagt trúnað á stað- hæfingar þess efnis að búlgarska leyniþjónustan hefði hugsanlega staðið á bak við tilræðið við páfa árið 1981. „Ég trúði aldrei þessum meintu tengslum við Búlgaríu vegna þess að ég ber of mikla virðingu fyrir búlgörsku þjóðinni,“ sagði Jóhannes Páll við Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, að því er talsmaður Páfa- garðs greindi frá. Páfi er í fjögurra daga opinberri heimsókn til Búlgaríu og er ferðin liður í viðleitni hans til að bæta sam- skipti kaþólsku kirkjunnar og rétt- trúnaðarkirkjunnar, sem er stærsta kirkjan í mörgum ríkjum er áður til- heyrðu austurblokkinni. Vonast fulltrúar Páfagarðs til að heimsóknin til Búlgaríu geti stuðlað að því, að páfa verði kleift að heimsækja Rúss- land fyrr en síðar. Rétttrúnaðar- kirkjan þar í landi hefur í gegnum tíðina haft illan bifur á kaþólsku kirkjunni og sakað hana um að vilja seilast til áhrifa þar í landi, þ.e. fá fólk til að snúast til kaþólskrar trúar. Jóhannes Páll páfi hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um grunsemdir um að Tyrkinn Mehmet Ali Agca, sem reyndi að skjóta páfa til bana í Róm 13. maí 1981, hefði verið á veg- um búlgörsku leyniþjónustunnar. Dómstóll á Ítalíu sýknaði á sínum tíma þrjá búlgarska menn af ákærum um að hafa verið meðsekir í tilræðinu, en ekki þóttu nægar sann- anir liggja fyrir um sekt þeirra. Reuters Jóhannes Páll páfi virðir fyrir sér mannfjöldann, sem fagnaði honum í Sofiu í gær. Trúði aldr- ei kenning- um um að- ild Búlgara Sofiu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.