Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐIST var í að
ljúka við Gerðarsafn
sem staðið hafði fok-
helt heilt kjörtímabil
og ber nú safnið hróð-
ur bæjarins víða. Árið
1992, nánar tiltekið í 4.
tbl. Voga, 42. árg., í
desember, kynnti
Sjálfstæðisflokkurinn
nýja sýn fyrir svæðið.
Hryggjarstykkið í
þeirri sýn var að í
Borgarholtinu skyldi
menningarmiðstöð
Kópavogsbúa rísa.
Kópavogsbúar vita
hvaða spor sú framtíð-
arsýn hefur markað
þar sem Salurinn, fyrsta sérhann-
aða tónlistarhús landsins, var vígt
2. janúar 1999 og á afmælisdegi
bæjarins, 11. maí sl., var svo vígsla
síðari hluta miðstöðvarinnar þar
sem nú er Bókasafn og Náttúru-
fræðistofa Kópavogs. Borgarholtið
rís því svo sannarlega undir nafni
sem miðstöð menningar og lista í
Kópavogi.
Draumurinn að rætast
Uppbyggingu þessa svæðis er
samt engan veginn lokið. Það hefur
verið draumur Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi að bæta þetta svæði enn
frekar með því að byggja yfir
Kópavogsgjána og tengja þannig
saman Borgarholtið og Hamraborg-
arsvæðið. Jafnframt yrði Hamra-
borgin endurskiplögð. Þessi draum-
ur er nú nær því að rætast en
nokkru sinni fyrr þar sem bygging-
arnefnd bæjarins hefur samþykkt
teikningar af væntanlegri byggingu
yfir gjána. Þetta yrði jafnframt
fyrsti áfangi þess að loka henni
endanlega.
Framtíðarhúsnæði
heilsugæslu
Sú hugmynd hefur verið viðruð
við ríkisvaldið að þar yrði framtíð-
arhúsnæði Heilsugæslunnar í Kópa-
vogi. Það myndi gerbylta allri að-
stöðu hennar og styrkja ásýnd
Hamraborgarinnar.
Með tilkomu hússins
yrði síðan hægt að
ráðast í að byggja yfir
það sem þá yrði eftir
af gjánni. Það svæði
yrði að hluta til nýtt
fyrir bílastæði sem
þjónuðu bæði Menn-
ingarhúsinu og þeim
fyrirtækjum sem
starfrækt eru í
Hamraborginni. Jafn-
framt væri þar opið
rými þar sem hægt
væri að koma fyrir
bekkjum, eins konar
áningarstað, sviði fyrir
tónleika og aðrar uppákomur. Við
suðurbrúna yrði síðan þjónustumið-
stöð Strætó í Kópavogi til húsa en
þar yrði einnig mögulegt að hýsa
aðra þjónustu. Það sem gerir þessa
hugmynd einnig mjög spennandi er
að þarna væri komið svæði þar sem
jólatrénu okkar yrði sýndur virki-
legur sómi.
Byggt yfir
Kópavogs-
gjána
Ármann Kr.
Ólafsson
Kópavogur
Uppbyggingin í og við
Borgarholtið hefur ver-
ið með ólíkindum á und-
anförnum árum, segir
Ármann Kr. Ólafsson.
Það eru ekki mörg ár
síðan Kópavogskirkja
stóð þar á milli hálfkar-
aðs Gerðarsafns og úr
sér genginnar bensín-
stöðvar.
Höfundur sem skipar 2. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og er
formaður skipulagsnefndar.
D-LISTINN í Dal-
víkurbyggð sendi frá
sér kosningabækling í
gær þar sem opinberuð
er sú stefna listans að
leggja beri niður Húsa-
bakkaskóla í Svarfað-
ardal og það stutt með
vægast sagt undarlegri
röksemdafærslu. Aug-
ljóst er að hugmynd D-
listans er að með því að
slá fram þessum full-
komlega staðhæfu-
lausu fullyrðingum
varðandi Húsabakka-
skóla á síðustu dögum
fyrir kosningar vinnist
þeim sem betur vita
ekki tími til að leiðrétta rangfærsl-
urnar áður en kjósendur gera end-
anlega upp hug sinn á kjördegi.
Jónas Pétursson fullyrðir í nefnd-
um bæklingi að kostnaður á nem-
anda í Húsabakkaskóla sé til muna
hærrri en í Dalvíkurskóla og vitnar í
því sambandi til skýrslu Rekstrar-
ráðgjafar Norðurlands. Þegar sú
skýrsla er skoðuð kemur hins vegar í
ljós að inni í dæminu eru ýmsir van-
kantar sem gerir samanburðinn
óraunhæfan. Í fyrsta lagi er allur
kostnaður við akstur skólabarna í
Svarfaðardal settur á Húsabakka-
skóla. Sá kostnaður verður til staðar
eftir sem áður þegar búið er að
leggja niður skólann og færist þá
væntanlega yfir á Dalvíkurskóla. Í
öðru lagi eru laun húsvarðar og
ræstingar í félagsheimilinu að Rim-
um og í Sundskála
Svarfdæla umrætt ár
færðar á Húsabakka-
skóla sem náttúrlega
stenst ekki. Í þriðja
lagi er stór hluti af
rekstrarkostnaði við-
haldsaðgerð sem fólst í
klæðningu á norðurhlið
skólans á umræddu ári
þegar skýrslan var
gerð. Að þessum liðum
frádregnum auk kostn-
aðar við mötuneyti sem
bundið er í lögum og
verður væntanlega
einnig starfrækt við
Dalvíkurskóla áður en
langt um líður kemur í ljós að kostn-
aður á hvern nemanda er sá sami í
öllum skólum Dalvíkurbyggðar.
Jónas vill samkvæmt greininni
leggja niður Húsabakka og byggja
íþróttahús upp á 220 milljónir fyrir
það sem hann telur sig spara á því að
færa kennslu barna úr einum skól-
anum í annan. Eins og húsakostur
Dalvíkurskóla er nú myndi hann
ekki rúma þá nemendur sem nú eru í
Húsabakkaskóla. Er það hagræðing
að byggja ný hús undir starfsemi
sem þegar hefur húsnæði? Er þá
orðinn til einhver afgangur sem
hægt er að nota til þess að byggja
fyrir íþróttahús? Og hvað ætlar D-
listinn að gera við byggingar Húsa-
bakkaskóla sem eru miklar og góðar
og þjóna fullkomlega sínu hlutverki?
Ætlar hann að bæta Húsabakka í
hóp með Baldurshaga og Ungó og
láta þær grotna niður í tilgangsleysi
án hlutverks mestan part ársins.
Nei, D-listinn segist vilja gera Húsa-
bakka að setri mennta og menning-
ar. Er það gert með því að leggja nið-
ur skólahald og slíta með því hjartað
úr svarfdælsku samfélagi? Sjaldan
hefur orðið „menningarsetur“
hljómað jafnhjárænulega. Starfsemi
Húsbakkaskóla og Rima er nú þegar
starfsemi sem flokkast hjá öllum
sem það vilja vita undir ,,setur
mennta og menningar“ og þess
vegna eru hugmyndir D-listamanna
ekki nýjar af nálinni og bera einung-
is vott um vanþekkingu þeirra á
starfsemi Húsabakkaskóla og Rima.
Þvert á móti er hér á ferðinni alvar-
leg hugmyndafátækt og þröngsýni
sem munu valda óbætanlegum skaða
fyrir byggðina í heild sinni ef þær ná
fram að ganga.
Ef nú hjá D-listan-
um einn fimmeyr-
ing ég fengi
Ingileif
Ástvaldsdóttir
Dalvík
Er það hagræðing, spyr
Ingileif Ástvaldsdóttir,
að byggja ný hús undir
starfsemi sem þegar
hefur húsnæði?
Höfundur er skólastjóri Húsabakka-
skóla í Svarfaðardal, forseti bæjar-
stjórnar og oddviti I-listans í Dalvík-
urbyggð.
Umhverfisáætlun
Reykjavíkur, sem er
aðgengileg á umhverf-
isvef Reykjavíkur-
borgar (www.rvk.is),
hefur að geyma metn-
aðarfulla, tímasetta
framkvæmdaáætlun
um sjálfbært samfélag
í borginni. Heiti áætl-
unarinnar er Staðar-
dagskrá 21, en það
heiti á rætur að rekja
til Ríó-ráðstefnunnar
um umhverfi og þró-
un, sem haldin var
1992 á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Á þeirri
ráðstefnu sameinuð-
ust þjóðir heims um stefnu til
framtíðar, stefnu sem byggist á
hugmyndafræði sjálfbærrar þróun-
ar. Til þess að skilja þá hugmynda-
fræði til hlítar er nauðsynlegt að
menn geri sér grein fyrir því að
hún nær ekki eingöngu til um-
hverfislegra þátta, heldur innifelur
hún jafnframt félagslega og efna-
hagslega þætti samfélagsins. Sjálf-
bær þróun er þannig máttarstólpi
stjórnkerfis og stjórnmála, sam-
tvinnaður úr félagslegum, efna-
hagslegum og umhverfislegum
þáttum. Þessi hugmyndafræði er
ofin inn í málefnasamning flokk-
anna þriggja sem standa að
Reykjavíkurlistanum og verður því
áþreifanleg í stjórnun borgarinnar
næstu fjögur árin, svo fremi að
Reykjavíkurlistinn haldi meiri-
hluta sínum í borginni.
Samgöngur
Í fyrrnefndum mál-
efnasamningi er getið
um helstu þætti sem
tekið verður á á kjör-
tímabilinu svo tryggja
megi sjálfbært sam-
félag í höfuðborginni.
Þar fer einna mest
fyrir málefnum sam-
gangna, enda er það
grundvallaratriði að
borgarbúar hafi úr að
velja raunhæfum val-
kostum í þeim efnum.
Til þess þarf að efla
almenningssamgöng-
ur og gera fólki kleift
að komast leiðar sinnar gangandi
eða á hjóli. Mikilvægur liður í
þeirri viðleitni er stefna Reykja-
víkurlistans um þéttingu byggðar.
Hver sér ekki skynsemina í því að
fólk geti stundað atvinnu sem næst
heimili sínu, verslað og sótt skóla
og menningarstofnanir án þess að
þurfa að leggja í langferðir?
Sorpflokkun og förgun
Fólk vill lifa í sátt við umhverfið.
Í seinni tíð hafa augu fólks opnast
fyrir því að við getum ekki haldið
áfram á þeirri braut sem við geng-
um í blindni á síðustu öld. Við get-
um ekki lengur lokað augunum fyr-
ir þeim úrgangi sem lífstíll okkar
leiðir af sér. Við erum nógu skyn-
söm til að vita að ruslið hverfur
ekki á yfirnáttúrulegan hátt þegar
það er komið út í tunnu. Þess utan
er jörðin farin að kveinka sér und-
an farginu og við viljum létta undir
með henni. Það gerum við með því
að draga úr sorpmyndun og temja
okkur svokallaða „hringrásarhugs-
un“. Frambjóðendur Reykjavíkur-
listans tala fyrir því að fólki verði
gert auðveldara að flokka sorpið
heima, garðeigendum verði gert
það kleift að nýta lífræna afganga
til moltugerðar í sínum eigin garði
og endurnýting hvers konar eigi
sér stað á vegum borgarinnar.
Fræðsla
Þriðja og síðasta atriðið sem mig
langar að nefna í þessu greinar-
korni er fræðslan. Reykjavíkurlist-
inn gerir sér grein fyrir því að
sjálfbært samfélag verður ekki að
veruleika, nema að til komi öflug
fræðsla um hugmyndafræðina sem
að baki liggur. Það er sameiginlegt
áhugamál frambjóðenda Reykja-
víkurlistans að slík fræðsla verði
fastur liður í skólastarfi auk þess
sem nýju lífi verði blásið í almenn-
ingsfræðslu. Íbúalýðræði er hluti
af hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar, en til að það geti virkað sem
best er mikilvægt að íbúarnir fái
tækifæri til að auka þekkingu sína
um hin ýmsu málefni sem brenna á
þeim. Þá er líka mikilvægt að
starfsfólk stofnana borgarinnar
eigi á hverjum tíma aðgang að
góðu fræðsluefni um þá málaflokka
sem eru á verksviði viðkomandi
stofnunar.
Tryggjum bjarta framtíðarsýn
um sjálfbært samfélag – kjósum
Reykjavíkurlistann.
Reykjavík –
sjálfbært
samfélag
Kolbrún
Halldórsdóttir
Reykjavík
Tryggjum bjarta fram-
tíðarsýn um sjálfbært
samfélag, segir Kolbrún
Halldórsdóttir, kjósum
Reykjavíkurlistann.
Höfundur er 17. þingmaður Reyk-
víkinga.
Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir
Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar
Vertu í góðum höndum!
Eitt númer - 511 1707
www.handlaginn.is
handlaginn@handlaginn.is