Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EL Salvador er lítið en afar þéttbýlt ríki í Mið-Ameríku, land þar sem 12 ára löng og blóðug borgarastyrjöld herjaði þar til fyrir áratug. Fellibyl- urinn Mitch olli þar miklu tjóni fyrir tveim árum, stundum er minnst á landið í alþjóðlegum fréttamiðlum vegna jarðskjálfta, flóða eða þurrka sem valda búsifjum um þessar mundir. En El Salvadormenn hafa margir hugann við aðra og jákvæð- ari þróun síðustu árin: friður og lýð- ræði er að skjóta þar traustum rót- um í fyrsta sinn í marga áratugi og framfarir í efnahagsmálum veru- legar. „Það er til orðtak í okkar landi sem segir að meiri hávaði sé af einu tré sem fellur en skóginum sem vex að baki því,“ segir Maria E. Brizuela de Avila, utanríkisráðherra El Salvador brosandi þegar spurt er hvort aldrei berist annað en slæm tíðindi frá landi hennar. „Við höfum ýmislegt sem við erum hreykin af. Alþjóðleg fjárfestingafyrirtæki telja að gott sé að fjárfesta í landinu, meðal landa í Rómönsku Ameríku eru það aðeins Mexíkó og Chile sem fá þá einkunn auk okkar hjá Stand- ard & Poors. Opinberar skuldir okk- ar eru lægri en í nær öllum öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Okkur hefur tekist að minnka hlutfall ólæs- is úr 27% í 15% á aðeins tíu ára tímabili friðar og þetta gengur hratt fram á við. En þetta er ekki átaka- laust.“ De Avila er stödd er á Íslandi í op- inberri heimsókn í boði Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra en ríkin tvö tóku upp stjórnmálasam- band fyrir þrem árum, skömmu eftir að de Avila tók við embætti. De Avila átti hér fundi með Halldóri, Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra, Sigríði Önnu Þórðardótt- ur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis og fulltrúum Þróunarsam- vinnustofnunar og Útflutningsráðs og fleiri aðilum í tveggja daga heim- sókn sinni. Hún heimsótti einnig Bláa lónið og kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. De Avila var að búa sig undir stutta ferð á Þing- velli er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hana að máli. Miklir möguleikar á samvinnu Um sex milljónir manna búa í El Salvador, það er á Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku en á landamæri að tveim ríkjum, Guatemala og Hond- uras. Mikil fátækt er í landinu en kjörin hafa batnað, þrátt fyrir mörg áföll. „Okkur hefur komið margt þægi- lega á óvart hér á Íslandi og fengið hugmyndir að auknum viðskiptum við ykkur,“ segir de Avila. „Við sjáum möguleika á samvinnu í fisk- veiðum, einnig í ferðaþjónustu, menning Maya-indjána er áhuga- verð fyrir ferðamenn. Mikil náttúru- fegurð er í El Salvador, nóg af sól og beint flug til New York. En það sem við leggjum áherslu á er að heim- sóknin hingað endurspeglar ósk landsins míns um að eignast hér vin, við viljum lífleg samskipti og kanna öll svið þar sem við getum starfað saman. Við höfum bæði eldfjöll og jarð- hita í El Salvador, við viljum nýta jarðhitann betur og þess vegna var athyglisvert að skoða Svartsengi. Átján nemendur við Jarðfræðiskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi hafa komið frá El Salvador og mér fannst gaman að fá að vita að hér búa tveir El Salvador-menn og hafa aðlagast vel íslensku samfélagi, eru duglegir borgarar. Borgarastyrjöldin olli því meðal annars að fjöldi fólks flúði landið, um fjórðungur af þjóðinni býr enn utanlands, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Ég var nýlega í Svíþjóð, þar fengu á sínum tíma um 5.000 manns hæli en nú er helm- ingur þeirra snúinn heim. Þeir sem snúa heim eru verðmætir fyrir okk- ur vegna þess að þeir hafa vanist að búa við lýðræði og taka því með opn- um huga. Við fáum mikið fé í þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum, Evrópusam- bandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og fleiri aðilum. El Salvador er lítið land, miklu minna en Ísland og við ráðum ekki yfir miklum náttúruauð- lindum, olíu eða slíku en í mínum huga er fólkið sjálft stærsta auðlind- in. Margir landar mínir hafa góða sköpunargáfu, eru vinnusamir. En svo má ekki gleyma að þeir sem búa og starfa utanlands senda ættingj- um heima í El Salvador mikið fé, ár- lega nemur sú fjárhæð um 13% af öllum gjaldeyristekjum okkar. Þetta eru nærri tveir milljarðar dollara á ári.“ – Helmingur af raforku í El Salvador er framleiddur í vatnsafls- verum og þið flytjið mikið af henni út. „Já, tekist hefur að tengja saman raforkunet sjö Mið-Ameríkulanda og Dóminíska lýðveldið, sem er ey- ríki, vill einnig taka þátt í efnahags- samstarfi ríkjanna. Þetta er mikil- vægt vegna þess að þá er hægt að laða að fleiri fjárfesta í greininni, markaðurinn er stærri. Tengingin gerir kleift að flytja ýmist orku út eða inn í landið, í samræmi við sveiflur í notkun og kröfur mark- aðarins.“ Samvinnan í raforkumálum er lið- ur í svonefndu Efnahagssamstarfi Karíbahafsríkja er hófst að frum- kvæði Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta á níunda áratugnum og taka El Salvadormenn þátt í því. Þáttur landbúnaðar í þjóðarfram- leiðslunni hefur minnkað hratt á síð- ari árum, að sögn ráðherrans. „Við flytjum nú út mikið af vefnaðarvöru til Bandaríkjanna. Reistar hafa ver- ið svonefndar maquila-verksmiðjur þar sem hálfunnin vara er fullunnin og síðan seld aftur í landinu sem hún kom frá upprunalega. Auk vefnaðar- vöru framleiðum við íhluti fyrir tölv- ur. Við erum nú mjög vongóð um frekari þróun vegna þess að Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið að undirrita samning um frjálsa versl- un við Mið-Ameríkuríkin. Fái hann heimild þingsins til að gera samn- inginn verður það mikill áfangi fyrir okkur, enn fleiri markaðir gætu opnast í Bandaríkjunum.“ – En lífskjörin eru enn slæm, mið- að við Vestur-Evrópu og skortur á mörgu. „Það er rétt og það er áskorun sem við verðum að takast á við. Endalok stríðsins hafa gert okkur kleift að tryggja lýðræðisskipulag með friðsamlegum hætti. Fyrrver- andi skæruliðar sitja nú á þingi og flokkur þeirra er mjög virkur. Við undirrituðum friðarsamkomulag fyrir 10 árum og okkur hefur síðan tekist að minnka hlutfall þeirra sem lifa í sárri fátækt um helming, það sýnir að við erum á réttri leið. Mestum erfiðleikum valda nú náttúruhamfarir. Miklir jarðskjálft- ar urðu tvisvar í fyrra og þúsundir eftirskjálfta, fimmti hver íbúi í El Salvador missti heimili sitt. Þessir atburðir hafa tafið mjög fyrir fram- förum. En hvers vegna erum við samt ánægð og bjartsýn? Vegna þess að við höfum náð fram póli- tískri einingu um lýðræði. Við vitum að með opnu markaðs- kerfi og frjálsri verslun eigum við eftir að halda áfram að draga úr fá- tækt, við höldum líka fast við áætl- anir um endurbætur til að tryggja að allir geti menntast. Ég held að sagan hafi gefið fólki í El Salvador mjög sérstæðan þjóð- arkarakter. Miklir jarðskjálftar verða í landinu að meðaltali á 20 ára fresti og hver kynslóð þarf því að virkja baráttukjarkinn. Vandinn er að mín kynslóð hefur þurft að kljást við svo margt, stríðið, jarðskjálft- ana, fellibyljina, sem að vísu eru fá- tíðir hjá okkur. Við erum mjög já- kvæð þegar við þurfum að byggja eitthvað upp á ný eftir áföll en gall- inn er að okkur skortir oft hæfileik- ann til að fylgja starfinu eftir, tryggja samfellda viðleitni til að byggja upp og halda við góðu ástandi. En nú vonum við að með lýðræði takist okkur að byggja upp stofnanir og skipulag sem dugi til að halda við því sem byggt er upp. Og lýðræði er nýtt í okkar huga, áður var alltaf einræði herforingja í landinu.“ Dollarinn gerður að gjaldmiðli Hún segir að ráðamenn landsins leggi mikla áherslu á að treysta efnahaginn, ella verði erfitt að auka samkeppni í alþjóðlegum viðskipt- um. „Þetta er ein ástæða þess að við gerðum Bandaríkjadollarann að gjaldmiðli í landinu, hann er notaður samhliða colon en dollarinn er sam- kvæmt lögum einráður í bankakerf- inu. Fólk getur valið hvort það vill eiga dollara eða colona, kaupgengið er ákveðið af ríkinu og colon er fast hlutfall af dollaranum. Smám saman hættir fólk vafalaust að nota inn- lendu peningana. Um 65% af öllum peningum í hagkerfinu eru nú doll- arar og þetta hefur styrkt hagkerfið mikið. Hættan á gengisfellingu er úr sögunni, fólk þarf ekki að óttast að peningarnir verði að engu. Lífeyr- issjóðir eiga aðeins dollara.“ Hún er spurð hvort fjármálaráð- herrann vilji ekki halda í réttinn til að fella gengið og hvort eining hafi verið um að fórna sjálfstæðum gjaldmiðli. „Þessi tilhögun var sam- þykkt á sínum tíma á þingi eftir afar ítarlegar umræður. Fjármálaráð- herrann sér um að halli á fjárlögum sé lítill og hindrar þannig að þrýst sé á um gengisfellingu. Við fengum marga til að halda fyrirlestra, þar á meðal Domingo Cavallo frá Argent- ínu og við urðum að sjálfsögðu að semja við bandaríska seðlabankann. Tekjurnar sem ég nefndi af fjár- sendingum frá El Salvador-mönnum erlendis skipta okkur miklu og ma- quila-verksmiðjurnar afla mikils gjaldeyris. Vextir eru aðeins um 7% sem er miklu lægra en í grannríkj- unum og það er gott fyrir fyrirtækin sem eiga auðvelt með að taka lán. Við ræddum þetta mikið á sínum tíma en teljum að hver þjóð verði að finna sína leið í gjaldeyrismálum og við höfum notið þess að geta fylgst með öðrum, þ. á m. Argentínumönn- um og Ekvadormönnum, höfum get- að lært af mistökum þeirra. Þess vegna höfum við komið í veg fyrir brask með gjaldeyrinn, enginn græðir neitt á að skipta milli dollara eða colons. Við höfum forðast vand- lega alla skuldasöfnun og ýtt undir útflutningsgreinar,“ segir Maria E. Brizuela de Avila, utanríkisráðherra El Salvador. Bjartsýni þrátt fyrir náttúruhamfarir Utanríkisráðherra El Salvador segir þjóð- ina bjartsýna á að framfarir eigi eftir að tryggja betri kjör. Friður árið 1992 eftir langvinnt borgarastríð hafi ásamt áherslu á markaðshagkerfið fest lýðræði í sessi. Morgunblaðið/Jim Smart Maria E. Brizuela de Avila, utanríkisráðherra El Salvador, sem stödd er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Halldórs Ásgrímssonar. ENGAR breytingar verða á afstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) til banns á hvalveiðum í atvinnuskyni en stormasömum ársfundi ráðsins lauk í Japan í gær. Hins vegar var til- laga um að frumbyggjum í Alaska og Rússlandi yrði áfram leyft að veiða takmarkað magn hvals felld í annað skipti á tveimur dögum áður en fund- inum lauk í gær og olli sú niðurstaða uppnámi meðal sumra fundarmanna. „Þetta er ósanngjarnasta og ill- gjarnasta atkvæðagreiðsla sem um getur í fimmtíu og sex ára sögu ráðs- ins,“ sagði Rolland Schmitten, for- maður bandarísku sendinefndarinn- ar, eftir að úrslit atkvæðagreiðslunn- ar lágu fyrir. Einungis eitt atkvæði vantaði upp á að tillagan yrði sam- þykkt. „Úrslitin koma beinlínis í veg fyrir að fólk sem lifir við frumstæðar að- stæður geti fætt fjölskyldur sínar,“ sagði Schmitten. Fram að þessu hef- ur Alþjóðahvalveiðiráðið ávallt leyft takmarkaðar veiðar frumbyggja. Japanir og stuðningsríki þeirra felldu tillöguna í gær í mótmæla- skyni við það að tillaga um að leyfa íbúum nokkurra strandhéraða í Jap- an að veiða 50 hrefnur, náði ekki fram að ganga. Sögðu þeir afgreiðslu japönsku tillögunnar sýna að tví- skinnungur einkenndi afstöðu margra ríkja í Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Á fundinum í Japan tókust fylgj- endur hvalveiða hart á við andstæð- inga þess, og sökuðu fundarmenn hverjir aðra um að ljúga, svíkja gerða samninga og um að hafa skað- að ímynd Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hvalveiðiráðið Tillaga um veiðar frumbyggja felld aftur Shimonoseki. AFP, AP. SÆNSKIR vísindamenn opnuðu í fyrradag grafhvelfingu sem löngum hefur verið talin hinsta hvíla Birgis jarls, sem var forðum æðsti maður í Svíþjóð og stofnaði Stokkhólmsborg 14 árum áður en hann lést 1266. Ætl- unin var að komast að því í eitt skipti fyrir öll hverjir liggja í hvelfingunni en einnig geta þeir lesið ýmsan fróð- leik úr beinaleifunum um mataræði, sjúkdóma og fleira. Fornleifafræðing- urinn Torbjörn Ahlström hefur nú staðfest, að það er Birgir, sem hvílir í gröfinni í Varnheimklaustrinu í Suð- vestur-Svíþjóð. Gröfin var síðast opnuð 1922 og voru þá beinagrindurnar þrjár sem þar hvíla rannsakaðar. „Komið hefur í ljós að beinin hafa skaddast af því að liggja í koparkistunni sem þau voru látin í á þriðja áratugnum. Tjónið er ekki mikið en það var eins gott að við opnuðum hana núna,“ sagði Ragnar Sigsjö sem stóð fyrir aðgerðinni. Í koparkistunni eru bein af öldruð- um karlmanni, konu og barni og vís- indamenn töldu sig þegar árið 1922 hafa staðfest að þarna væri um að ræða jarðneskar leifar Birgis jarls, seinni konu hans, Metchild af Hol- stein Danadrottningar, og sonar Birgis, Eiríks Birgissonar hertoga. En efasemdir vöknuðu um áreið- anleika rannsóknanna 1922. Þó kem- ur ný tækni, svo sem DNA-rannsókn, ekki endilega að miklum notum, þar sem ekki eru til nein samanburðar- lífsýni úr Birgi jarli. Hins vegar er hægt að kanna með DNA-sýnum úr öðrum beinaleifum valdamikilla karla og kvenna frá miðöldum ættartengsl og þannig mögulegt að fá traustari vísbendingar um hverjir hafa þarna verið lagðir til hinstu hvílu. Ahlström sagði í gær, að engin ástæða væri lengur til að efast um niðurstöður rannsóknarinnar 1922. Birgir jarl var í gröfinni Stokkhólmi. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.