Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BEINLAUSAR svínakótilettur á grillið Tilboð 10 29 / T A K T ÍK 2 5. 5´ 02 BEINLAUSAR 1398 pr. kg. Ali kótilettur BBQ Ali kótilettur léttreyktar FRAMBJÓÐENDUR í Reykjavík höfðu í nógu að snúast í gær á loka- spretti kosningabaráttunnar. Fulltrúar framboðslistanna drógu hvergi af sér á þessum síðasta degi fyrir kosningarnar og ræddu við kjósendur víðs vegar um borgina, heimsóttu vinnustaði, efndu til bar- áttufunda og slógu á létta strengi í blíðviðrinu, sem lék við borgarbúa. Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins, heimsótti höf- uðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í gær og sést hér ávarpa starfsmenn. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sést hér í hópi stuðningsmanna Reykjavíkurlistans sem komu saman á Ingólfstorgi síðdegis í gær og hlýddu á fjölbreytta skemmtidagskrá í blíðviðrinu. Morgunblaðið/Þorkell F-listi frjálslyndra og óháðra efndi til salsahátíðar við kosningaskrifstofu framboðsins í Fógetagarðinum síðdegis í gær. Hér má sjá Ólaf F. Magnússon, efsta mann á F-listanum, í hópi stuðningsmanna. Lokaspretturinn HÚSNÆÐISVANDINN í Reykja- vík var talsvert til umræðu í umræðu- þætti með forystumönnum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði m.a. í umræðunum að Félagsbústaðir hefðu aukið skuldir sínar vegna þess að fyrirtækið keypti 100 íbúðir á ári til að reyna að ráða við húsnæðisvandann. „Því miður hefur það ekki tekizt, vegna þess að greini- legt er í þessu samfélagi að eignalítið fólk, með lágar tekjur, hefur setið eft- ir í þessu góðæri og biðlistar eftir fé- lagslegu húsnæði aukast,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Hún sagði að Félags- bústaðir myndu áfram skuldsetja sig á meðan þetta ástand ríkti. Bágindi fólks sem vantar húsnæði Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sagði að það sem hefði komið sér mest á óvart í kosningabaráttunni væri að heyra um þau bágindi, sem væru hjá mörgu fólki sem þyrfti á félagslegu húsnæði að halda, sérstaklega einstæðum mæðrum með börn. „Þær koma og leggja fram óskir um að komast inn í þetta húsnæði og þurfa að bíða í fimm ár. Það er sagt við þær: Það verður engin úrlausn í ykkar málum fyrr en eftir fimm ár. Þessi biðlisti hefur lengzt úr 200 manns upp í 600 manns. Það eru núna 300 manns sem menn tala um að séu í raun og veru heim- ilislausir hér. Þetta hefur allt gerzt á undanförnum árum.“ Ingibjörg Sólrún sagði að árin 1991 og 1992 hefðu verið 590 manns á þess- um biðlistum, en þessi ár hefðu sjálf- stæðismenn samtals keypt 24 íbúðir. Markmið R-listans um að leysa vand- ann með íbúðakaupum hefði m.a. ekki gengið eftir vegna þess að ríkið hefði lokað félagslega íbúðakerfinu. „Það eru 120–130 fjölskyldur, sem eiga ekki í önnur hús að venda en til Reykjavíkurborgar í félagslegt leigu- húsnæði.“ Ingibjörg Sólrún nefndi að nú væri komin áætlun frá félagsmála- ráðherra um byggingu 600 almennra leiguíbúða og borgin hefði úthlutað 100 lóðum til þeirra. Björn Bjarnason gagnrýndi hins vegar að R-listinn hefði fylgt skömmtunarstefnu í lóðamálum, sem hefði leitt af sér að íbúða- og lóðaverð hefði hækkað og bæði verktakar og húsbyggjendur væru í miklum vand- ræðum, „í stað þess að opna þetta kerfi og gefa ungu fólki tækifæri til að fá lóðir og byggja sjálft ef það kýs, þurfa ekki að fara í gegnum verktak- ana og allt þetta uppboðskerfi.“ Björn gagnrýndi jafnframt að R- listinn hefði horfið frá samstarfi við einkaaðila um framleigu á leiguíbúð- um. Ingibjörg Sólrún svaraði því til að þvert á móti vildi Reykjavíkurlistinn að þróaður yrði almennur leigumark- aður, þannig að það væri ekki bara borgin og samtök námsmanna og ör- yrkja sem rækju leiguíbúðir. Tekizt á um húsnæðisvandann í sjónvarpsumræðum Félagsbústaðir verða áfram skuldsettir VERSLANIR ÁTVR verða opnar í dag eins og aðra laug- ardaga. Á kjördag við sveitar- stjórnarkosningar fyrir fjórum árum voru þær lokaðar vegna ákvæðis í kosningalögum þess efnis, að ekki væri heimilt að selja áfengi á kjördag. Það ákvæði er ekki lengur fyrir hendi. Opið í ÁTVR í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.