Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 4

Morgunblaðið - 25.05.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BEINLAUSAR svínakótilettur á grillið Tilboð 10 29 / T A K T ÍK 2 5. 5´ 02 BEINLAUSAR 1398 pr. kg. Ali kótilettur BBQ Ali kótilettur léttreyktar FRAMBJÓÐENDUR í Reykjavík höfðu í nógu að snúast í gær á loka- spretti kosningabaráttunnar. Fulltrúar framboðslistanna drógu hvergi af sér á þessum síðasta degi fyrir kosningarnar og ræddu við kjósendur víðs vegar um borgina, heimsóttu vinnustaði, efndu til bar- áttufunda og slógu á létta strengi í blíðviðrinu, sem lék við borgarbúa. Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins, heimsótti höf- uðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í gær og sést hér ávarpa starfsmenn. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sést hér í hópi stuðningsmanna Reykjavíkurlistans sem komu saman á Ingólfstorgi síðdegis í gær og hlýddu á fjölbreytta skemmtidagskrá í blíðviðrinu. Morgunblaðið/Þorkell F-listi frjálslyndra og óháðra efndi til salsahátíðar við kosningaskrifstofu framboðsins í Fógetagarðinum síðdegis í gær. Hér má sjá Ólaf F. Magnússon, efsta mann á F-listanum, í hópi stuðningsmanna. Lokaspretturinn HÚSNÆÐISVANDINN í Reykja- vík var talsvert til umræðu í umræðu- þætti með forystumönnum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði m.a. í umræðunum að Félagsbústaðir hefðu aukið skuldir sínar vegna þess að fyrirtækið keypti 100 íbúðir á ári til að reyna að ráða við húsnæðisvandann. „Því miður hefur það ekki tekizt, vegna þess að greini- legt er í þessu samfélagi að eignalítið fólk, með lágar tekjur, hefur setið eft- ir í þessu góðæri og biðlistar eftir fé- lagslegu húsnæði aukast,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Hún sagði að Félags- bústaðir myndu áfram skuldsetja sig á meðan þetta ástand ríkti. Bágindi fólks sem vantar húsnæði Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sagði að það sem hefði komið sér mest á óvart í kosningabaráttunni væri að heyra um þau bágindi, sem væru hjá mörgu fólki sem þyrfti á félagslegu húsnæði að halda, sérstaklega einstæðum mæðrum með börn. „Þær koma og leggja fram óskir um að komast inn í þetta húsnæði og þurfa að bíða í fimm ár. Það er sagt við þær: Það verður engin úrlausn í ykkar málum fyrr en eftir fimm ár. Þessi biðlisti hefur lengzt úr 200 manns upp í 600 manns. Það eru núna 300 manns sem menn tala um að séu í raun og veru heim- ilislausir hér. Þetta hefur allt gerzt á undanförnum árum.“ Ingibjörg Sólrún sagði að árin 1991 og 1992 hefðu verið 590 manns á þess- um biðlistum, en þessi ár hefðu sjálf- stæðismenn samtals keypt 24 íbúðir. Markmið R-listans um að leysa vand- ann með íbúðakaupum hefði m.a. ekki gengið eftir vegna þess að ríkið hefði lokað félagslega íbúðakerfinu. „Það eru 120–130 fjölskyldur, sem eiga ekki í önnur hús að venda en til Reykjavíkurborgar í félagslegt leigu- húsnæði.“ Ingibjörg Sólrún nefndi að nú væri komin áætlun frá félagsmála- ráðherra um byggingu 600 almennra leiguíbúða og borgin hefði úthlutað 100 lóðum til þeirra. Björn Bjarnason gagnrýndi hins vegar að R-listinn hefði fylgt skömmtunarstefnu í lóðamálum, sem hefði leitt af sér að íbúða- og lóðaverð hefði hækkað og bæði verktakar og húsbyggjendur væru í miklum vand- ræðum, „í stað þess að opna þetta kerfi og gefa ungu fólki tækifæri til að fá lóðir og byggja sjálft ef það kýs, þurfa ekki að fara í gegnum verktak- ana og allt þetta uppboðskerfi.“ Björn gagnrýndi jafnframt að R- listinn hefði horfið frá samstarfi við einkaaðila um framleigu á leiguíbúð- um. Ingibjörg Sólrún svaraði því til að þvert á móti vildi Reykjavíkurlistinn að þróaður yrði almennur leigumark- aður, þannig að það væri ekki bara borgin og samtök námsmanna og ör- yrkja sem rækju leiguíbúðir. Tekizt á um húsnæðisvandann í sjónvarpsumræðum Félagsbústaðir verða áfram skuldsettir VERSLANIR ÁTVR verða opnar í dag eins og aðra laug- ardaga. Á kjördag við sveitar- stjórnarkosningar fyrir fjórum árum voru þær lokaðar vegna ákvæðis í kosningalögum þess efnis, að ekki væri heimilt að selja áfengi á kjördag. Það ákvæði er ekki lengur fyrir hendi. Opið í ÁTVR í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.