Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ELDRI borgarar í uppsveitum Ár- nessýslu koma reglulega saman í Skálholtsskóla og njóta þar góðra veitinga og uppörvandi félags- skapar. Vorkoman var aðallega á dagskrá á samveru þeirra núna á þriðja í hvítasunnu. Kristrún Matthíasdóttir á Fossi í Hrunamannahreppi valdi sér vor- þulu eftir Ólínu Andrésdóttur til lestrar og sagði frá vorverkum og venjum í Hreppunum snemma á síð- ustu öld í viðtali við rektor Skál- holtsskóla, Bernharð Guðmunds- son. Fundarfólk skipti sér í nærhópa og bar saman vorsiði og verk sem það hafði kynnst á langri ævi. Meðal annars kom fram að venja var víða að fara með hrúta út í eyjar á sumardaginn fyrsta og einnig sleppa gemlingum þann dag hvernig sem viðraði. Þá komu fram ýmsir siðir um ull- arþvott og ullarþurrkun og sömu- leiðis um „útstungu skánar með páli, sem börn og kellingar báru í fangi sér úr húsi og reistu í borg“. Í umræðunum um vinnslu áburðar á túnum áður fyrr með taðkvörn og slóða eða herfi kom fram að af- gangstaðið var rakað saman og not- að til eldiviðar og kallað afrakstur, en það orð heyrist nú oft í efna- hagsumræðunni, óneitanlega í öðru samhengi! Undir borðum var áréttað að æskilegt væri að þessar umræður gætu tengst yngri kynslóðinni til þess að auðvelda unga fólkinu að skilja sögu og bakgrunn þjóð- arinnar og var hvatt til þess að Skálholtsskóli skapaði vettvang þar sem reynsluarfi þjóðarinnar væri miðlað, segir í frétt frá Skálholts- skóla. Hjartfólgin vorljóð Fundarfólk valdi þær vorvísur sem því voru hjartfólgnastar. Fjöl- mörg ljóð komu til álita en meðal þeirra er flest atkvæði hlutu voru Vorið er komið og Lóan er komin en ennfremur Vorið góða grænt og hlýtt, Ó, blessuð vertu sumarsól, Ljósið loftin fyllir, Sá ég spóa, Þú vorgyðjan svífur, Vorvindar glaðir, Svanir fljúga hratt til heiða og Svo snauð er engin íslensk sál. Þeir Steinþór Gestsson á Hæli og Skúli Gunnlaugsson í Miðfelli fluttu eigin vorljóð. Þá sungu þau Örn Arnarson, ættaður frá Skeiðhá- holti, og Erna Blöndal vor- og ást- arljóð og ljúfa sálma við miklar undirtektir. Samtals 2163 ára Fundarfólki bauðst að skoða fornleifauppgröftinn sem er nýhaf- inn í Skálholti undir leiðsögn Orra Vésteinssonar fornleifafræðings. Mörg þeirra voru vel kunnug í Skálholti frá fyrri tíð og rifjuðu upp sagnir og atvik frá staðnum. Sam- ansöfnuð lífsreynsla þessa hóps er reyndar mikil, aldursár þeirra mun vera 2163 ár samtals. Í skipulegri umræðu þeirra um fjölradda eða einradda kirkjusöng komu fram ýmsar skoðanir og margskonar reynsla en allir fengu að njóta sín þar, því við farar- blessun í Skálholtskirkju var hvoru- tveggja sungið, fjölradda og ein- radda sálmar. Næsta samvera eldri borgara í uppsveitum Árnessýslu er áformuð um miðjan október og mun þá væntanlega verða fjallað um haust- ið, verk, venjur og vísur. Þau Vil- mundur Jónsson í Skeiðháholti, Margrét Karlsdóttir í Skipholti, Sveinn Skúlason í Bræðratungu og Halldóra Jónsdóttir í Stærri-Bæ mynda starfshópinn að baki þess- ara samvera ásamt sóknarprestum sínum. Héraðssjóður prófastsdæm- isins hefur veitt fjárstuðning til þessara samfunda, segir í fréttinni. Ræddu vor- verk í sveit- um og vin- sæl vorljóð Skálholt LANDIÐ RÍFLEGA 50 manns mættu á stofn- fund sjálfseignarstofnunar um menningarsalinn á Selfossi, sem haldinn var 18. maí í fokheldum saln- um sem bíður uppbyggingar í Ársöl- um á Selfossi. Á fundinum fór fram kynning á hugmyndinni um sjálfs- eignarstofnunina og starfsemi salar- ins, stofnsamþykktum og hvernig því verði hagað að almenningur, fyrir- tæki, stofnanir og opinberir aðilar gerist stofnaðilar. Fyrir liggur að sal- urinn er fullhannaður og að kostn- aðaráætlun um fullbúinn sal er um 150 milljónir króna. Bjarni Harðarson ritstjóri flutti ávarp um áhrif menningar, Loftur Erlingsson söngvari og söngstjóri söng þrjú lög og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson leikari las upp ljóðið Áfanga eftir Jón Helgason. Ingunn Guðmundsdóttir formaður bæjar- ráðs, Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra og Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi bæjarstjórnarmaður tóku til máls og fögnuðu því frum- kvæði sem hafið væri í þá veru að fullklára salinn. Fundarstjóri var Óli Þ. Guðbjartsson fyrrverandi dóms- málaráðherra og bæjarstjórnarmað- ur. Fram kom á fundinum að lögð verður áhersla á að fá opinbera aðila að verkefninu en það hefur verið kynnt sveitarstjórnum og þingmönn- um. Á fundinum var skýrt frá því að fólk gæti skráð sig sem stofnaðila í bankaútibúum á Suðurlandi og greitt þar stofnframlagið en stofnaðir verða reikningar í hverju bankaútibúi. Kynnt var sú hugmynd að hafa sæti í salnum sem áþreifanlega viðmiðun að stofnframlagi en hvert sæti kostar um 50 þúsund krónur. Fundarmenn á stofnfundinum skráðu sig fyrir sem svarar 20 sætum og þar með var fyrsta milljónin í höfn. Í lok fundarins var kynnt fjölgun í undirbúningshópi verkefnisins og er hann þá þannig skipaður: Sigurður Jónsson, Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður, Sigurður Bjarnason fulltrúi, Magnús Karel Hannesson fyrrverandi oddviti, Þóra Þórarins- dóttir og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. Stofnfundinum var síð- an frestað til haustmánaða en þá er fyrirhugað að loka stofnskrá og kjósa stjórn fyrir sjálfseignarstofnunina um menningarsalinn. Um 50 manns á fundi um menningarsalinn á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá stofnfundinum sem haldinn var í fokheldum menningarsalnum. Fundarmenn skráðu sig fyrir einni milljón Selfoss LÍKT og farfuglarnir sem koma á vorin, flykkist fólk til æskustöðv- anna og rifjar upp gamla tíma. Fyr- ir skemmstu hittust gamlir bekkjar- félagar hér í Hveragerði. Tilefnið var að stór hluti þeirra verður 60 ára á þessu ári. Hópurinn kom saman í grunn- skólanum þar sem Guðjón Sigurðs- son skólastjóri tók á móti þeim og sagði m.a. að það væri orðin ánægjuleg hefð á vorin að taka á móti gömlum nemendum sem hitt- ust af ýmsum tilefnum. Eftir að hafa þegið veitingar gekk fólkið um skól- ann og fór inn í „sína stofu“. Þar voru ýmsar uppákomur. Eftir skóla- heimsóknina var farið í heimsókn í Fagrahvamm, þar sem einn bekkj- arbróðirinn, Sigurður Ingimarsson, rekur garðyrkjustöð. Þaðan var haldið í gönguferð um bæinn. Þegar kvölda tók fór hópurinn að Hótel Örk þar sem borðað var og átti saman góða kvöldstund. Hópurinn sem heimsótti æskustöðvarnar ásamt Guðjóni Sigurðssyni, skólastjóra í Hveragerði. Bekkjarfélagar hittast Hveragerði UM helgina verður opin leirlista- og málverkasýning í Óðinshúsi við Eyr- argötu á Eyrarbakka, en sýningin var opnuð um hvítasunnuhelgina. Sýnendur eru Ingibjörg Klemenz- dóttir leirlistamaður og Sverrir Geirmundsson málari. Ingibjörg sýnir leir- og postulínsverk og Sverrir sýnir olíumálverk. Ingibjörg útskrifaðist úr leirlista- deild Listaháskóla Íslands vorið 2000. Íslensk náttúra hefur verið sérstakt viðfangsefni hennar að undanförnu og þangað sækir hún innblástur hvað varðar litbrigði og áferð leirverka sinna. Leir og gler- ungar spila saman og mynda litrænt sjónarspil sem líkir eftir hafinu, ísn- um og litum harðgerrar náttúru landsins, segir í fréttatilkynningu. Sverrir er að mestu sjálfmennt- aður í myndlistinni en hefur sótt ýmis námskeið, m.a. í Myndlista- skóla Reykjavíkur. Hann hefur stundað sína myndlist síðustu fjór- tán ár. Helstu viðfangsefni í verkum Sverris eru landslag og mannslík- aminn. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag frá klukkan 12-19 hvorn daginn. Sýningin verður opin um helgar fram til 17. júní. Óðinshús er eitt af eldri steinhús- um á Eyrarbakka. Byggt 1913 sem pakkhús af kaupfélaginu Heklu sem starfaði á Eyrarbakka á fyrri hluta síðustu aldar. Eftir að Hekla hætti starfsemi 1925 hefur ýmis starfsemi verið í húsinu, m.a. útgerðaraðstaða, netaverkstæði, veiðarfærageymsla, en nú er húsið vinnustofa Sverris og vinnur hann að viðgerð á húsinu og miðar að því að setja það í sem næst upprunalegt horf. Sýning í Óðinshúsi um helgina Eyrarbakki SVEITARFÉLAGIÐ Ölfus bauð íbúum á tónleika nýlega í tilefni þess að nýr flygill var tekinn í notkun í Versölum, hátíðarsölum Ráðhússins. Þar með var rekinn endahnútur á framkvæmdir við Ráðhúsið og það fullbúið til notk- unar. Það voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson sem sungu og Jónas Ingimundarson lék á flygilinn. Jónas hóf leikinn með því að leika þrjú verk, fyrst Cu- bert, síðan Tunglskinssónötu Beethovens, 1. þátt, og að lokum tók hann flygilinn til kostanna, eins og besti hestamaður, í ungverskri rapsódíu no. 11 eftir Frans Liszt. Söngurinn hófst á dúett og sungu þau lagið Á Sprengisandi. Fram að hléi sungu þau til skiptis og aðeins verk eftir íslenska höfunda. Eftir hlé hófst dagskráin á dúettinum Papageno úr Töfraflautu Mozarts og eftir komu sígild erlend verk í bland við söngleikja- og vísnasöng. Það er skemmst frá því að segja að listamennirnir þrír fönguðu hug og hjarta áheyrenda með stórkost- legum söng og glæsilegri sviðs- framkomu. Túlkun þeirra og tján- ing var með þeim hætti að enginn var ósnortinn. Það gladdi líka bæj- arbúa hve vel hin nýju húsakynni reyndust á þessum fyrstu tónleik- um, söngur og hljóðfæraleikur hljómaði afar vel og fyllti salinn fögrum tónum. Það var mál hinna fjölmörgu sem fylgdust með að þarna hafi verið á ferðinni glæsi- legir tónleikar og sálartetur bæj- arbúa og menningarlíf staðarins orðið ríkara eftir en áður. Framkvæmdum við Ráðhúsið lauk með tónleikum Nýr flygill tekinn í notkun Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Þau hrifu áhorfendur með sér; Jónas Ingimundarson píanóleikari og söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Þorlákshöfn Morgunblaðið/Margrét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.