Morgunblaðið - 25.05.2002, Side 49

Morgunblaðið - 25.05.2002, Side 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 49 ÁGÆTU Akureyringar! Á kjördag er um 5 lista að velja hér á Akureyri. Ljóst er að fylgi þessara lista er mismunandi og hef- ur sveiflast mikið að undanförnu, ef marka má skoðanakannanir. Velta má fyrir sér hvernig á þessum sveiflum standi. Ein tilhneiging virðist mér augljós, kjósendur vilja breytingar og umfram allt breyt- ingar til vinstri. Fylgið sveiflast frá vinstri grænum yfir til lista fyrr- verandi framsóknarfólks, þ.e. L- listans, og framsóknarmanna. Sjálfstæðismenn tapa aftur á móti hlutfallslega og Samfylkingin stendur í stað. Hvers vegna? Tveir nýir listar í boði á Akureyri Að þessu sinni bjóða fram tveir nýir listar við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri. Vinstri græn- ir eru að bjóða fram í fyrsta skipti. Samfylkingin er einnig að bjóða fram í fyrsta skipti. Fulltrúar þess- ara framboða störfuðu áður með meirihlutanum í bæjarstjórn Akur- eyrar undir merkjum Akureyrar- listans. Samfylkingarfólk vann vik- um saman að málefnalegum undirbúningi fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar og kjósendum hefur verið kynnt stefna listans í ræðu og riti. Auk þess hefur málefnaskráin verið birt á netinu. Hefur árangur málefnavinnunnar ekki birst kjós- endum? Akureyringar vilja vinstri breytingu Skoðanakannanir undanfarinna mánaða sýna að Akureyringar vilja breytingu. Þeir eru orðnir þreyttir á stjórnsýslu núverandi meirihluta, einkum augljósum meirihluta sjálf- stæðismanna. Kjósendur vilja nýtt blóð, nýtt afl til forystu í bæjar- félaginu. Þetta má skýrt greina af skoðanakönnunum. Gallinn er bara sá að grundvöll þessa nýja afls er ekki að finna í stefnuskrá vinstri grænna né framsóknarmanna af ýmsu tagi heldur í stefnu Samfylk- ingarinnar á Akureyri. Vita kjós- endur ekki um þetta? Ráða fordómar stjórnmála- skoðunum Akureyringa? Tilfinning mín er að kjósendur viti um vandaða málaskrá Samfylk- ingarinnar á Akureyri en sniðgangi listann vegna fordóma í garð ein- stakra frambjóðenda á listanum. Vilja Akureyringar láta persónu- fordóma ráða pólitískri afstöðu sinni í stað málefna og stefnu? Þessu vil ég ekki trúa að óreyndu og hvet því alla réttsýna Akureyr- inga, sem hafa jöfnuð og fé- lagshyggju að leiðarljósi, að láta ekki illkvittinn áróður formælenda annarra lista villa sér sýn. Kjósum Samfylkinguna á kjördag. Leggj- um þannig grunn að fjögurra ára tímabili samfylkingar um málefni jöfnuðar, kvenfrelsis og fé- lagshyggju á Akureyri í stað sér- hyggju, eiginhagsmunagæslu og einkavinavæðingar. Tveir listar bjóða fram í fyrsta skipti Hermann Óskarsson Akureyri Ráða fordómar, spyr Hermann Óskarsson, stjórnmálaskoðunum Akureyringa? Höfundur er 13. maður á lista Sam- fylkingarinnar á Akureyri. Forðafjör Líf og fjör Nýtt fjölvítamín sem gefur þér góðan forða af öllum vítamínum og steinefnum í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum alltaf á föstudögum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.