Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KYNFERÐISBROT gegn börnum hafa verið feimnismál allt fram á síð- ustu ár hér á landi sem annars staðar. Breyting hefur orðið á þessu og má til dæmis benda á mikla umræðu hér á landi undanfarna mánuði um þessi efni í kjölfar umdeildra dómsmála. Ýmislegt hefur verið gert til að færa löggjöf um þetta efni í nútímalegra form og stuðningur við fórnarlömb hefur stóraukist. Má fullyrða að Ís- lendingar standa framarlega á þessu sviði, þ.e. hvað varðar samfélagsleg- an vilja til að taka þessi mál föstum tökum. En betur má ef duga skal. Löggjöfin Ákvæði almennra hegningarlaga um kynferðisbrot voru tekin til end- urskoðunar fyrir tíu árum. Sam- kvæmt 200. grein skal hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðis- mök við barn sitt eða annan niðja sæta fangelsi allt að 6 árum og allt að 10 árum ef barn er yngra en 16 ára. Önnur kynferðisleg áreitni varðar allt að 2 ára fangelsi og allt að 4 ára fangelsi ef barn er yngra en 16 ára. Sama refsing á við, samkvæmt 201. grein, ef gerandinn er í sérstöku trúnaðarsambandi við barnið svo sem þegar um fósturbarn er að ræða eða ungmenni sem viðkomandi hefur ver- ið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Ef engu slíku sérstöku sambandi milli geranda og barns er fyrir að fara, mælir 202. grein fyrir um að hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skuli sæta fangelsi allt að 12 ár- um. Önnur kynferðisleg áreitni varð- ar allt að 4 ára fangelsi. Ef barn er á aldrinum 14–16 ára er samræði ekki refsivert nema beitt hafi verið blekk- ingum eða táli. Ákvæði var bætt við hegningarlög- in á yfirstöðnu þingi um að hver sá sem greiði barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald fyrir að hafa við það samræði eða önnur kynferðis- mök skuli sæta fangelsi allt að 2 ár- um. Þótt barnavændi sé fátítt hér mætti beita ákvæðinu gegn Íslend- ingum sem kaupa sér kynlífsþjónustu erlendis enda sé brotið einnig refsi- vert samkvæmt lögum þess lands þar sem það á sér stað. Fram kom í athugasemdum með síðastnefndri lagabreytingu að á veg- um dómsmálaráðuneytisins sé fyrir- huguð frekari endurskoðun á ákvæð- um almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Samkvæmt hegningarlögum fyrn- ast sakir á 2–15 árum eftir því hversu alvarlegt brotið er. Það væri óviðun- andi ef þessar reglur giltu um kyn- ferðisbrot gagnvart börnum sem skiljanlega leita oft ekki réttar síns fyrr en löngu eftir að brot á sér stað. Ráðin var bót á þessu með lagabreyt- ingu árið 1998 sem mælir fyrir um að fyrningarfrestur vegna kynferðis- brota teljist ekki fyrr en frá þeim degi er brotaþoli nær 14 ára aldri. Í dómi Hæstaréttar 14. mars sl. reyndi á fyrningarfrest. Kærandi kærði ekki misnotkun sem hún hafði orðið fyrir af hálfu stjúpföður síns á aldrinum 9–14 ára fyrr en hún var orðin 27 ára. Hæstiréttur gat augljós- lega ekki beitt nýja lagaákvæðinu um fyrningarfrest afturvirkt. Þess í stað leit Hæstiréttur svo á að misnotkunin hefði verið eitt samfellt brot sem byrjaði ekki að fyrnast fyrr en í lok misnotkunartímabilsins. Var ákærði fundinn sekur um brotið og dæmdur í 5½ árs fangelsi. Málavextir sýna vel að það er fullkomlega skiljanlegt vegna hinnar hrikalegu meðferðar á þolanda að hún hafi ekki haft andlega burði fyrr en löngu seinna til að taka á málinu. Samfélagið verður að geta boðið upp á að réttlætið nái fram að ganga þótt um síðir sé. Réttarstaða brotaþola Árið 1999 voru gerðar breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem höfðu það að markmiði að styrkja stöðu brotaþola, þ.m.t. barna, í kynferðisbrotamálum. Þannig skal lögregla nú ávallt tilnefna barni rétt- argæslumann ef rannsókn beinist að meintu kynferðisbroti gagnvart því. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að haga skýrslutökum og málsmeð- ferð þannig að valdi þeim sem minnstu andlegu álagi. Þetta sjónar- mið kann þó að stangast á við rétt sakbornings samkvæmt 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu til að gagnspyrja vitni. Má taka dæmi af nýlegum dómi Mannréttindadóm- stóls Evrópu í máli P.S. gegn Þýska- landi, 20. desember 2001. Píanókenn- ari var ákærður fyrir brot gegn nemanda sínum, 8 ára stúlku. Var það talið brot á 6. grein sáttmálans að kennarinn var dæmdur í refsingu þótt hann hefði aldrei fengið tækifæri til að leggja spurningar fyrir þolanda. Lög um meðferð opinberra mála fara bil beggja að þessu leyti. „Þegar skýrsla er tekin af brotaþola yngri en 18 ára getur dómari kvatt til kunn- áttumann sér til aðstoðar við skýrslu- tökuna. Þá eiga ákærandi, ákærði og verjandi hans ekki rétt á að vera við- staddir í dómsal eða annars staðar þar sem dómþing er háð ef dómari telur að nærvera þeirra geti orðið Löggjöf færð í nútímalegra horf Ýmislegt hefur verið gert á undanförnum árum til að bæta löggjöf um kynferðisofbeldi gegn börnum, en betur má ef duga skal. Páll Þórhallsson fjallar um kynferðisafbrot og lagarammann. UM TÍU málum vegnakynferðisofbeldis gegnbörnum er vísað tilBarnahúss í hverjummánuði að meðaltali. Á þriðja starfsári hússins, frá 1. nóv- ember 2000 til 1. nóvember 2001, var 114 málum vísað til hússins, en þar var bæði um að ræða könnunarviðtöl af hálfu barnaverndarnefndar og skýrslutökur að beiðni dómara. Í upplýsingum frá Barnahúsi kemur fram, að í 90% tilvika, þar sem börn greina frá kynferðisofbeldi, þekkir gerandinn til barnsins og í 44% til- vika voru tengsl milli þeirra náin, þ.e. gerandinn var faðir, stjúpfaðir, afi, bróðir, frændi eða annar ættingi. Að- eins 10% gerenda voru barninu ókunnugir. Barnið þurfi aðeins að koma á einn stað Starfsemi hófst í Barnahúsi í nóv- ember 1998. Hugmyndin er sótt til Bandaríkjanna og byggist á því að barn sem sætt hefur kynferðisof- beldi þurfi aðeins að koma á einn stað þegar málið er rannsakað og þurfi ekki að endurtaka sögu sína margoft. Þá var markmiðið einnig að samhæfa eins og unnt væri hlutverk barna- verndarnefnda og félagsmálayfir- valda annars vegar og hins vegar hlutverk lögreglu, saksóknara, lækna og fleiri við rannsókn mála. Flest mál sem varða kynferðisof- beldi gegn börnum hér á landi koma til kasta Barnahúss, en það veltur þó á ákvörðun dómara í þeim málum sem fara fyrir dóm, hvort yfir- heyrslur fara fram í Barnahúsi eða hjá viðkomandi dómstól. Árið 1999 tóku gildi ákvæði laga um meðferð opinberra mála, sem m.a. hafa í för með sér að skýrslutakan er í höndum dómara en ekki lögreglu eins og áður var. Um svipað leyti tók Héraðsdóm- ur Reykjavíkur í notkun sérstaka að- stöðu þar sem skýrslur eru teknar af börnum, en dómarar við dómstólinn nýta þó flestir eftir sem áður aðstöð- una í Barnahúsi. Oft er þó talað við börn eldri en 14 ára í húsnæði dóm- stólsins, en sakhæfi er bundið við 15 ára aldur. Það sama á við um Héraðsdóm Norðurlands eystra, en þar er einnig sérútbúin aðstaða til yfirheyrslna af þessu tagi. Í þessum málum gildir þó engin föst regla, t.d. vísa sumir dóm- arar málum eldri barna til Barna- húss, en aðrir taka ákvörðun um að yfirheyra sjálfir yngri börnin. Hér- aðsdómur Reykjaness tók þann kost- inn, í stað þess að útbúa sérstaka að- stöðu í húsnæði réttarins, að tengjast Barnahúsi með fjarfundabúnaði, svo dómari getur setið í Hafnarfirði og stjórnað yfirheyrslu yfir barni í Barnahúsi. Sérútbúið viðtalsherbergi Barnahúsið er í Reykjavík og er hannað sérstaklega til að mæta þörf- um barna. Í húsinu er sérútbúið við- talsherbergi til að framkvæma rann- sóknarviðtöl eða skýrslutöku. Þar er barnið eitt með viðmælanda sínum. Viðtalinu er sjónvarpað beint í sér- stakan fundarsal þar sem þeir sem þurfa að fylgjast með framburði barnsins eru staddir. Þegar um könnunarviðtal er að ræða fylgist einungis starfsmaður barnaverndar- nefndar með viðtalinu og ber form- lega ábyrgð á framkvæmd þess. Könnunarviðtöl fara einkum fram ef meintur gerandi er ósakhæfur, þ.e. hefur ekki náð 15 ára aldri, þegar börn eru uppvís að kynferðislegum leikjum með jafnöldrum sínum eða þegar grunsemdir um kynferðisof- beldi eru mjög veikar. Ef viðtalið er liður í lögreglurann- sókn fer það fram undir stjórn dóm- ara að viðstöddum fulltrúa ákæru- valdsins, verjanda sakbornings og sakborningi sjálfum, krefjist hann þess, réttargæslumanni barnsins, starfsmanni barnaverndarnefndar og ef til vill fulltrúum lögreglu. Dóm- arinn stjórnar framvindu viðtalsins og getur komið að spurningum án þess að barnið verði þess vart með hjálp sérstaks búnaðar. Aðstaða til læknisskoðana Í Barnahúsi geta barnaverndar- nefndir fengið ráðgjöf hjá sérfræð- ingum við upphaf máls og um könn- un máls þegar tilkynning hefur borist. Í húsinu er fullkomin aðstaða til læknisskoðana sem er fram- kvæmd ef barnaverndarnefnd, lög- regla, forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óska eftir því. Sú aðferð sem notuð er í Barna- húsi þegar viðtöl eru tekin við börn kallast rannsóknarviðtal (forensic interview) og er alþjóðleg aðferð til að tala við börn sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Eins og áður sagði er barnið eitt í herbergi með viðmælanda sínum og er viðtalið tekið upp á myndband. Í fundarherbergi á neðri hæð eru staddir þeir sem þurfa að fylgjst með viðtalinu meðan það fer fram. Sam- kvæmt upplýsingum Barnahúss er uppbygging viðtalsins studd fjölda rannsókna sem snúa að áreiðanleika framburðar barna. Tekið er mið af áhrifum leiðandi spurninga á börn, minnisgetu barna, aldurstengdum þroska og hugtakaskilningi svo eitt- hvað sé nefnt. Aðferðin er stöðluð og þeir sem taka viðtalið eru sérþjálf- aðir í notkun þess. Reynt er að fá fram frjálsa frásögn barnsins og sér- hæfðar spurningar eru notaðar til að fá nákvæmari svör. Greining og meðferð Þegar barn hefur komið í viðtal í Barnahús hvort heldur sem er könn- unarviðtal eða skýrslutöku fyrir dómi er tekin ákvörðun um hvort þörf sé á læknisskoðun og sérhæfðri greiningu og meðferð. Sérfræðingar Barnahúss veita börnum sem þangað er vísað í allt að 14 meðferðarviðtöl. Sé barn utan af landi hittir sérfræð- ingurinn það í heimabyggð þess. Í KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM OG UNGMENNUM Tíu mál til Barnahúss Hvað er kynferðisofbeldi, hvaða áhrif hefur það á þolendur, hverjir eru ofbeldismennirnir, hverjir eru þolendur og hvert geta þeir snúið sér? Hvaða réttarbóta er þörf? Ragnhildur Sverrisdóttir leitaði svara, m.a. hjá Barnahúsi, Stígamótum og umboðsmanni barna. ENGIN ástæða er til að ætla að tíðni sifjaspella sé lægri hér en annars staðar í hinum vestræna heimi. Það er því raunhæft að ætla að milli 10 og 20% kvenna hafi verið beitt sifja- spellum í bernsku. Almennt benda kannanir til að einn drengur á móti hverjum fjórum stúlkum verði fyrir sifjaspellum. Sifjaspell eru algengasta form kynferðisofbeldis á börnum og einn af alvarlegustu glæpunum sem bein- ist að börnum og unglingum. Sifjaspell eru kynbundið ofbeldi, 98% ofbeldismanna eru karlar og stúlkur eru þolendur í 96% tilvika. Stígamót skilgreina sifjaspell sem allt kynferðislegt atferli milli ein- staklinga, sem tengdir eru tengslum trausts og þar sem annar aðilinn vill ekki slíkt atferli en er undirgefinn og háður ofbeldismanninum á einhvern máta. Sifjaspell eru misbeiting valds í formi kynferðislegra athafna og traust barnsins er misnotað og sví- virt. Tengsl barna við ofbeldismenn í sifjaspellamálum eru margskonar. Þeir eru feður, stjúpfeður, bræður, afar og frændur barnanna. Til þeirra teljast líka nánir vinir fjölskyldunn- ar, nágrannar og kennarar svo eitt- hvað sé nefnt. Sifjaspell standa yfirleitt yfir í nokkur ár. Stundum muna konur að- eins eftir einu skipti, þegar þær byrja að rifja ofbeldið upp, en oft kemur í ljós við upprifjun að það hef- ur staðið lengur. Sumar konur muna eftir að sifjaspellin hafi staðið í meira en 10 ár. Stundum eiga konur engar bernskuminningar án sifjaspella. Goðsagnir um þolendur: Fyrst er til að nefna goðsögnina um að sifjaspell séu ekki veruleiki, þau séu hugarórar og óskhyggja stúlkubarna um kynferðismök við feður sína. Fáar goðsagnir hafa vald- ið þolendum sifjaspella eins miklum skaða og þessi. Hún hefur m.a. leitt til þess að sifjaspell hafa legið í þagn- argildi allt fram á síðustu ár. Önnur goðsögn gengur út á það að stúlkur njóti sifjaspella og að þær tæli karlkyns ættingja til maka við sig. Fyrst þær mótmæli ekki og þar sem sifjaspellin vari oft í mörg ár, hljóti þær að njóta þeirra og vilja þau. Auk þess séu stúlkubörn kyn- ferðislega tælandi. Goðsagnir af þessu tagi lýsa fyrst og fremst hug- arfari þeirra, sem bera þær á borð. Þær endurspegla ekki líðan og stöðu stúlkubarns, sem er beitt kynferðis- ofbeldi af nánum ættingja. Varðandi hugmyndina um að börn séu kynæs- andi og beri þess vegna ábyrgð á því kynferðisofbeldi sem þau verða fyr- ir, nægir að minna á að börn allt frá því að þau eru í vöggu eru beitt sifja- spellum. Þriðja goðsögnin miðar að því að afmarka þann hóp, sem sætir slíku ofbeldi. Staðhæft er að aðeins stúlk- ur, sem koma úr stórum fjölskyld- um, úr „vandamálafjölskyldum“, þær sem búa í landfræðilega ein- angruðum fjölskyldum, þær sem eru „lauslátar“ og loks þær, sem eiga mæður, sem sjálfar eru þolendur sifjaspella, séu beittar þessu ofbeldi. Ekkert af þessu stenst. Rann- sóknir sýna að börn úr hvaða fjöl- skyldu sem er geta orðið þolendur sifjaspella. Enga samsvörun er að finna milli sifjaspella og félagslegrar stöðu, búsetu, hegðunar stúlkna, for- sögu mæðra eða öðrum félagslegum þáttum. Fimmta til tíunda hvert stúlkubarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.