Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 11 brotaþola sérstaklega til íþyngingar eða haft áhrif á framburð hans. Í því tilviki skal dómari sjá til þess að máls- aðilar geti fylgst með skýrslutöku um leið og hún fer fram og er honum rétt að leggja fyrir brotaþola þær spurn- ingar sem þeir óska,“ segir nú í 7. málsgrein 59. greinar laganna. Sönnunarkröfur – réttur ákærða Oft er sönnunarstaða í kynferðis- brotamálum erfið, ekki síst þegar börn eiga í hlut. Öðru hverju telja dómstólar sig verða að sýkna ákærða vegna þess að lögfull sönnun sé ekki komin fram. Oft hefur verið rætt hvort slaka eigi á sönnunarkröfum í málum þessum og þrengja að rétt- indum ákærða til að auka líkur á sak- fellingu. Niðurstaðan er alltaf sú að það er ekki hægt vegna grundvallar- reglna réttarríkisins um að hver mað- ur teljist saklaus uns sekt er sönnuð. Brýnt er að lögregla, ákæruvald og dómstólar vandi sem allra best máls- meðferð. Hefur Hæstiréttur lagt ríka áherslu á vandaða rannsókn mála og nú síðast í dómi í apríl (og fjallað er um í viðtalinu við Rósu Maríu Sal- ómonsdóttur) að ekki séu lagðar leið- andi spurningar fyrir vitni sem dreg- ur úr trúverðugleika framburðar. Forsvarsmenn Barnahúss hafa bent á að skýrslutökur séu í samræmi við viðurkennda staðla. Er greinilega þörf á viðræðum milli Barnahúss og dómstóla um það hvaða spurninga- tækni sé forsvaranleg í málum af þessu tagi. Refsingar Oft heyrast kvartanir frá almenn- ingi um að refsingar séu of vægar í kynferðisbrotamálum, m.a. þar sem börn eiga í hlut. Til þess ber þó að líta að mjög þungar refsingar geta haft þau áhrif að ekki séu bornar fram kærur vegna tillitssemi brotaþola við brotamann sem oft er nákominn. Hvað varðar athuganir á refsing- um í kynferðisbrotamálum þar sem börn og ungmenni eiga í hlut má nefna skýrslu dómsmálaráðherra um kynferðis- og sifskaparbrotamál sem lögð var fram á 120. löggjafarþingi og skýrslu Svölu Ólafsdóttur lögfræð- ings frá árinu 1997 sem er aðgengileg á heimasíðu umboðsmanns barna (www.barn.is). Fram kemur í skýrslu Svölu að enginn áberandi munur sé á þyngd refsinga í kynferðisbrotamálum af þessu tagi milli Íslands og annarra Norðurlanda. Það sem af er þessu ári hefur Hæstiréttur kveðið upp allmarga dóma í kynferðisbrotamálum sem varða börn. Má lesa út úr þeim hver refsistefnan er um þessar mundir. Brotin eru afar mismunandi, allt frá því að maður berar sig í sundlaug fyr- ir framan ungar stúlkur til langvar- andi freklegrar misnotkunar á stjúp- dóttur. Í fyrra tilfellinu er dæmd 60.000 króna sekt en í því síðara 5½ árs óskilorðsbundið fangelsi. Má greina að Hæstiréttur hafi heldur þyngt refsingu miðað við þá dóma sem féllu fram til ársins 1996. Í alvar- legustu málunum var á þeim tíma dæmt í 4 ára–4½ árs óskilorðsbundið fangelsi. Fyrirbyggjandi ráðstafanir Í nýsamþykktum barnaverndarlög- um eru athyglisverð ákvæði um miðl- un upplýsinga úr sakaskrá um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir kynferðis- brot gegn börnum. Ríkissaksóknara verður gert skylt að láta Barnavernd- arstofu í té afrit dóma ef hún óskar þess. Barnaverndarstofa getur jafn- framt tilkynnt viðkomandi barna- verndarnefnd flytji slíkur maður í um- dæmi hennar. Þá er tekið fram að óheimilt sé að ráða til starfa hjá barna- verndaryfirvöldum eða öðrum stofn- unum sem sinna barnaverndarstarfi menn sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn viðkomandi ákvæðum hegn- ingarlaga og yfirmenn skóla, leikskóla, sumardvalarheimila, íþrótta- og tóm- stundamiðstöðva og annarra slíkra stofnana eða staða eigi rétt á upplýs- ingum úr sakaskrá um það hvort til- tekinn maður, sem sótt hefur um störf á þeirra vegum, hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Undanfarin ár hefur stórt átak ver- ið gert til að bæta aðstoð við og rétt- arstöðu brotaþola kynferðisbrota. Ennfremur er augljós vilji hjá lög- gjafanum, lögreglu- og dómsmálayf- irvöldum og ákæruvaldi til að bæta alla málsmeðferð og rannsókn. Margt af því sem hefur verið gert, svo sem starfsemi Stígamóta og tilkoma Barnahúss, er tekið sem fyrirmynd- ardæmi í nýlegri skýrslu Evrópu- ráðsins um þetta efni. Málafjöldi vekur óhug En betur má ef duga skal. Hinn mikli fjöldi mála, sem komið hafa til kasta dómstóla síðustu ár, vekur óneitanlega óhug. Málafjöldinn kann auðvitað að bera vott um aukinn vilja til að kæra brot af þessu tagi, sem er jákvætt, en hann sýnir líka hversu víðtækt þjóðfélagsvandamál er um að ræða. Í fyrrnefndri skýrslu nefndar á vegum ríkissaksóknara er til dæmis bent á vaxandi virðingarleysi ungra karlmanna fyrir hinu kyninu, sem gæti verið hluti af vandanum. Leita verður leiða til að ná til ungs fólks og barna bæði til að fræða um hætturnar af kynferðisofbeldi og til að temja drengjum og ungum karl- mönnum meiri virðingu gagnvart hinu kyninu. Má benda á að í tilmæl- um Evrópuráðsins nr. 16 (2001) um vernd barna gagnvart kynferðislegri misnotkun er hvatt til þess að í grunnskólum verði komið á framfæri við börn upplýsingum um hætturnar á kynferðislega misnotkun þannig að þau geti betur varið hendur sínar. fyrstu viðtölum er þörf barnsins fyrir meðferð metin og kannað hvort barnið hafi hegðunartruflanir eða önnur einkenni sem þarfnast með- ferðar. Barnið fær jafnframt al- menna fræðslu og upplýsingar um framvindu málsins í réttarvörslu- kerfinu ef það hefur aldur og þroska til þess. Í upplýsingum frá Barnahúsi kem- ur fram að mikilvægt sé að barnið og forráðamenn þess hafi raunhæfar væntingar til málalykta, en algengt sé að börn séu þess fullviss að meint- ur gerandi fái fangelsisdóm þótt það sé ekki alltaf raunin. Barnaverndarnefnd vísar ungum gerendum, sem eru innan við 18 ára aldur, í meðferð hjá sálfræðingum sem hafa sérhæft sig á þessu sviði, en af þeim málum sem vísað var til Barnahúss á síðasta ári voru 14% gerenda undir 15 ára aldri og því ósakhæfir. Þá starfrækir Barna- verndarstofa eitt meðferðarheimili, þar sem lögð er áhersla á meðferð ungra gerenda. Ef höfðað er mál á hendur meint- um geranda er venjan að sérfræð- ingur sá sem hefur barnið til með- ferðar beri vitni fyrir dómi. Algengt er jafnframt að saksóknari óski eftir skriflegri greinargerð frá sérfræð- ingnum um meðferðina og líðan barnsins. Samtals hefur málum 452 barna verið vísað í Barnahús frá upphafi starfsemi þess í nóvember 1998. Þar af hafa 44 börn notið annarrar þjón- ustu en hinnar hefðbundnu þjónustu hússins vegna kynferðisofbeldis, enda færist í vöxt að dómarar leiti til sérfræðinga hússins við skýrslutök- ur af börnum í málum sem varða lík- amlegt ofbeldi og í málum þar sem börn hafa orðið vitni að ofbeldi. Lögreglurannsókn í málum 42 barna á síðasta ári Á síðasta ári var málum 114 barna vísað til Barnahúss. Þar af sættu 44 mál 42 barna lögreglurannsókn, en tvö börn greindu frá tveimur aðskild- um málum þar sem ekki var um sama geranda að ræða og komu því tvisvar sinnum í yfirheyrslur í Barnahús. Alls komu 70 börn í könnunarviðtöl og tvö börn komu fyrst í könnunar- viðtöl, en síðan í skýrslutöku þar sem upplýsingar úr könnunarviðtölum gáfu tilefni til frekari rannsóknar á málum þeirra. Þá hlutu 52 börn greiningu og meðferð í Barnahúsi á síðasta ári og er þeirri meðferð í mörgum tilvikum ekki lokið. Frá nóvember 1998 hafa yfir tvö hundruð börn fengið greiningu og meðferð á vegum Barnahúss. Greining og með- ferð yngri barna snýst að mestu um fræðslu, en eftir því sem börnin verða eldri verður meðferðin mark- vissari og nýtist börnunum betur. í hverjum mánuði Goðsagnir um mæðurnar: Algengasta goðsögnin um mæð- urnar er að þær viti um sifjaspellin, meðvitað eða ómeðvitað, og hafist ekkert að. Ekki er frekar útskýrt hvernig hægt er að vita um það, sem er ómeðvitað. Margir fagmenn hafa skrifað lærðar greinar um þetta og útlistað hvernig mæðurnar hafi brugðist skyldu sinni sem húsmæð- ur og eiginkonur og ljóst og leynt unnið að því að dóttir þeirra taki að sér bæði húsmóður- og eiginkonu- hlutverkið í fjölskyldunni. Þessi goðsögn stenst ekki. Hún endurspeglar fyrst og fremst til- raunir til að gera mæður ábyrgar fyrir sifjaspellunum. Staðreyndin er að flestar mæður hafa ekki hugmynd um sifjaspellin meðan þau standa yfir. Segi barnið móður sinni frá þeim eða hún kemst að þeim á annan hátt, er það að jafn- aði fyrsta verk yfirgnæfandi meiri- hluta mæðra að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi barnsins. Einstaka mæður vita um sifja- spellin en hafast ekkert að og velja þar með að taka afstöðu með ofbeld- ismanninum og trúa afneitun hans. Slíkt er auðvitað mikið áfall fyrir barnið, sem þá stendur eitt og yf- irgefið. Flestum finnst slík afstaða mæðra gjörsamlega óskiljanleg. Áð- ur en við fellum dóma, er rétt að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig hversu auðvelt okkur þætti að trúa því að maðurinn, sem við búum með, misnoti börnin okkar. Þegar aðstæð- ur þess litla hóps mæðra, sem ekki trúir frásögn barna sinna, eru athug- aðar nánar, kemur í ljós, að konurn- ar búa að jafnaði við mikla kúgun af hendi ofbeldismannsins. Goðsagnir um ofbeldismennina: Ýmislegt hefur verið fært fram til þess að útskýra sifjaspell karla. Per- sónuleikaþróun þeirra sé brengluð, þeir misnoti áfengi og/eða lyf, þeir hafi sjálfir verið kynferðislega mis- notaðir sem börn, konur þeirra fær- ist undan kynmökum við þá eða að þeir séu kynferðislega brenglaðir. Engin þessara skýringa og goð- sagna hefur reynst haldbær. Kyn- ferðisafbrotamenn falla ekki undir neinar geðrænar sjúkdómsskil- greiningar. Þeir eru ósköp venjuleg- ir karlar. Þeir mynda félagslegan þverskurð af samfélaginu. Þeir eru á öllum aldri, flestir misnota ekki áfengi eða lyf. Nýjustu bandarískar rannsóknir sýna að um 30% þeirra hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í bernsku. Varla getur það, að konur þeirra færist undan kynmökum við þá, réttlætt að þeir ráðist á börn úr fjölskyldum sínum til þess að fá kyn- ferðislega útrás. Ítarlegar rann- sóknir á dæmdum kynferðisofbeld- ismönnum hafa heldur ekki leitt í ljós að þessi hópur sé kynferðislega brenglaðri en gerist og gengur. Það er hvorki stjórnlaus kynhvöt, sjúklegir eiginleikar né utanaðkom- andi aðstæður, sem fá karla til að fremja sifjaspell. Úr bæklingi Stígamóta, Sifjaspell, Dr. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi tók saman. www.stigamot.is Teikning/Andrés „AFLEIÐINGAR sifjaspella eru alltaf alvarlegar og það er hug- læg upplifun barna og kvenna af þeim, sem ákvarðar skaðsemina, ekki form þeirra eða aðrir ytri þættir,“ segir dr. Guðrún Jóns- dóttir félagsfræðingur í bækl- ingnum Sifjaspell, sem Stígamót gáfu út. Þar segir einnig, að þrátt fyrir einstaklingsmismun sé áber- andi hve lík upplifun þolendanna sé, bæði meðan á sifjaspellum stendur og eftir að þeim lýkur. Hér eru dæmi af ummælum sem konur, sem upplifðu sifjaspell, létu falla í viðtölum við Guðrúnu:  „Það var allt lokað innra með mér og ég fyrirleit sjálfa mig, mér fannst að það hlyti að vera eitt- hvað við sjálfa mig, sem ylli þessu. Ég ásakaði sjálfa mig, hann gaf mér peninga og það gerði það enn verra vegna þess að þannig tryggði hann að ég gæti ekki sagt frá og mér fannst ég vera eins og hóra.“  „Ég var svo hjálparvana, ég vildi bara helst loka augunum og deyja. Ég skammaðist mín, mér fannst að allir sæju að ég var öðruvísi af því að hann hafði gert þetta við mig, en öllum virtist vera sama um hvernig mér leið.“  „Mér fannst allt dimmt og kalt. Eins og ég hefði dáið innra með mér, ætti engan pabba lengur, væri tilfinningalaus og að ég gæti engum treyst framar.“  „Hræðsla, ég man ekki eftir öðru en hræðslu. Ég held að ótti hafi verið öllum tilfinningum yf- irsterkari. Ég var eins og dofin, mér fannst að ég yrði að gera allt sem hann sagði mér.“ Með sár á sálinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.