Morgunblaðið - 26.05.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 27
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 5 júní, vikuferð.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 5. júní, vikuferð.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450.
Verð kr. 49.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 5. júní, 2 vikur.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til
Benidorm þann 5. júní í 1 eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt
veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og
tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig
og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Stökktu til
Benidorm
5. júní
frá 39.865
TILBOÐ ÓSKAST
Í Cadillac Eldorado árgerð 1992
vél V-8, 4,9 l. (ekinn 76 þús. mílur),
Chevrolet Malibu árgerð 1997 vél V-6, 3,1 l.
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 28. maí kl. 12-15.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Hún lýsir sér sem fé-
lagslyndum einfara. „Ég hef
gaman af að vera með góðu
fólki og nýt þess svo sannarlega. En þess á milli hef
ég mikla þörf fyrir að vera ein.“
Hún vitnar í ónefndan leikstjóra sem sagði henni
eitt sinn að ef hún ætlaði að komast áfram yrði hún
að mæta í boð. „Ég hef aldrei haft gaman af því að
fara í partí og kokteilboð.“ Kannski er hún of ein-
læg og hjartahlý til að geta átt líflegar samræður
um ekki neitt við fólk sem hún þekkir ekkert. „Ég
kann líka mjög vel við þögnina. Ég hef aldrei kveikt
á útvarpi eða sjónvarpi nema ég sé beinlínis að
hlusta.“
Margrét Helga Jóhannsdóttir fagnar 35 ára leik-
afmæli í vor en hún
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
22. maí árið 1967 og hefur leikið hjá Leikfélagi
Reykjavíkur óslitið í 30 ár. „Nema ég var með í ka-
barettinum Ertu nú ánægð kerling? sem Bríet
Héðinsdóttir setti upp í Þjóðleikhúskjallaranum
1974.“
Margrét Helga segist ekki vilja tala um einkalíf
sitt. „Þá væri það ekki lengur
einkalíf.“ Hún býr ein á sjö-
undu hæð við Austurströndina
á Seltjarnarnesi og leggur mik-
ið upp úr útsýninu og hreina
loftinu sem leikur um svalirnar
hennar sem snúa mót norð-
vestri. „Hér er aldrei mengun
og óhætt að draga djúpt and-
ann,“ segir hún. „Ég byrja allt-
af daginn á því að fara út á sval-
ir og fá mér ferskt loft í
lungun.“ Fyrir leikara sem
leggja verða allt sitt traust á
röddina og líkamann sem at-
vinnutæki er ekkert skrýtið að
umhyggjan snúist um ferskt
loft og góða heilsu. Allt annað
væri í raun undarlegt.
Fyrsta hlutverk Margrétar
Helgu hjá Leikfélagi Reykja-
víkur var Ugla í Atómstöðinni
eftir Halldór Laxness árið 1972. „Þegar mér bauðst
hlutverk Uglu var ég búin að ákveða að hætta að
leika. Ég hafði orðið fyrir svo miklum vonbrigðum
með leikhúsið. Ég hafði verið skóluð þannig í Þjóð-
leikhússkólanum að leikhúsið væri kirkja, musteri
tungunnar. Ég tók þetta allt óskaplega hátíðlega!“
Sá er hér ritar er vafalaust ekki einn um að vera
feginn að hún gerði ekki alvöru úr þeirri ætlan sinni
að yfirgefa leiklistina. Það er ein af minnistæðari
leikhúsupplifunum frá unglingsárunum að sjá Uglu
Falsdóttur birtast ljóslifandi á sviði Iðnó; þetta
náttúrubarn með örlítið hása og djúpa röddina og
slíkt ómeðvitað aðdráttarafl að Búi Árland og lögg-
an voru sárlega öfundaðir af aðdáendum hennar í
salnum.
Þessi kvenímynd hefur leikið í höndum Mar-
grétar Helgu síðan og þó persónurnar hafi verið
ólíkar innbyrðis hefur hún alltaf léð þeim útlit sitt
og rödd með þeim hætti að enginn velkist í vafa um
hver stýrir för.
Sigurlína í Sölku Völku er gott dæmi um vald
Margrétar Helgu á list sinni en þar birtist buguð
kona, sem þrátt fyrir allt hefur gríðarlega sterkt
aðdráttarafl og sterka kynhvöt. Sigurlína reynir að
slá á þessar langanir sínar með því að sækja her-
samkomur og vitna af lífs og sálar kröftum en þó
náttúran sé lamin með lurk þá leitar hún út um síð-
ir. Margrét Helga skapaði þessa persónu með svo
eftirminnilegum hætti á sviði Iðnó veturinn 1980 að
enn er í minnum haft. „Mér þykir eiginlega vænst
um Sigurlínu af öllum þeim persónum sem ég hef
leikið,“ segir hún og nefnir einnig Meg í Gísl eftir
þann írska Brendan Behan.
Ef litið er yfir hlutverkalistann síðustu misseri
koma strax upp í hugann persónur eins og Hnall-
þóra í Kristnihaldinu, hið ótrúlega illkvittna írska
gamalmenni Mag Folan í Fegurðardrottningunni
frá Línakri, Varvara Stavrogína í Djöflum Dostoj-
evskís, Beverly í Abigail heldur partí og Gréta í
Öndvegiskonum. Þessa dagana leikur Margrét
Helga fóstruna Nöchu í Kryddlegnum hjörtum.
Þær eru býsna ólíkar hver annarri þessar ágætu
konur en eiga þær eitthvað sameiginlegt?
„Já, þetta eru stórar og kraftmiklar konur. Núna
vildi ég gjarnan fá tækifæri til að sýna meiri mýkt.
Mig langar líka til að gera svo margt annað. Ég
gæti t.d. vel hugsað mér að fara í frí til Spánar í
nokkra mánuði og læra spænsku og matargerð
heimamanna. En svo langar mig alltaf jafnmikið til
að vera með í leikhúsinu þegar fer að líða að haust-
inu svo ekkert verður úr svona plönum um löng frí.“
Margrét Helga segir að reynslan hafi tálgað af-
stöðu hennar til leikhússins niður í tvö orð: „Auð-
mýkt og hugrekki.“ Þegar gengið er eftir nánari
skýringu á þessum orðum segir hún að leikaranum
sé nauðsynlegt að hafa auðmýkt gagnvart hverju
einasta verkefni og samstarfsmönnum sínum.
„Hrokinn stíflar allt. Og svo þarf hugrekki til að
takast á við nýja og óþekkta hluti, annars getur
maður lent í þessari margumtöluðu „skúffu“ sem
leikarar tala gjarnan um að hendi þá ef þeir leika
sams konar hlutverk ár og síð.“
Tæplega verður sagt að Margrét Helga hafi fest í
skúffu og það sem vekur hvað mesta athygli er að
hún hefur vaxið og hlutverkin orðið fjölbreyttari
með árunum í stað þess að hún hafi orðið „aldrinum
að bráð“ eins og alltof margir leikarar mega sætta
sig við.
„Ég er óskaplega þakklát fyrir tækifærin sem ég
hef fengið og síðustu ár hef ég haft meira að gera en
nokkru sinni fyrr.“ Hún tekur dæmi af undan-
gengnu ári: „Í fyrrasumar lék ég í tveimur bíó-
myndum og sjónvarpsleikriti og síðustu tvo vetur
hef ég verið að leika Marsibil í sjónvarpinu hjá
Steinunni Ólínu.“ Að ógleymdum hlutverkunum í
leikhúsinu sem áður voru talin. Ekki er heldur séð
fyrir endann á lífdögum mæðgnanna úr Sjónvarp-
inu því þær hafa verið eftirsótt skemmtiatriði uppá
síðkastið og Margrét Helga segir að það hafi komið
sér fullkomlega á óvart. Hún hafi einfaldlega aldrei
séð fyrir að hún yrði skemmtikraftur. „En svona er
þetta bara!“
Hún segir að lengi vel hafi hún verið með hálf-
gert samviskubit yfir því hversu verkefnin hlóðust
á hana. „Mér fannst eins og ég væri að taka verk-
efnin frá öðrum. En ég er hætt að hafa sektarkennd
yfir þessu. Nú er ég bara ánægð ef mér er boðið
hlutverk.“
Hún er þó fyrst til að játa að þótt hæfileikar hafi
auðvitað mikið að segja skipti heppni miklu máli.
„Ég veit ekki í hverju hún er fólgin en heppni er það
samt. Ég hef horft á svo marga heltast úr lestinni á
þessum 35 árum, marga sem aldrei fengu tækifæri
til að sýna hvað raunverulega bjó í þeim. Það eru
forréttindi að hafa haft leiklistina að ævistarfi.“
Af ríflega sextíu hlutverkum sem Margrét Helga
hefur leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur eru fjögur
sem hún lék um og yfir 200 sinnum, í sýningunum
Blessað barnalán, Land míns föður, Ofvitinn og
Saumastofan, sem allar eru eftir Kjartan Ragn-
arsson. „Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að leika
hlutverk oft. Fyrir utan þessi fjögur hef ég leikið í
ýmsum öðrum sýningum sem gengu um eða yfir
100 sinnum. Maður verður samt að gæta þess að
festast ekki í rútínu. Maður verður alltaf að reyna
að halda hugsuninni ferskri og lifandi, vera á staðn-
um en ekki bara í vinnunni. Ef það tekst er aldrei
leiðinlegt að leika.“
Áhugi hennar á leikhúsi kemur ekki síst fram í
því að hún hefur verið óþreytandi við að sjá nánast
allar leiksýningar sem eru á fjölunum hverju sinni.
„Ég reyni að sjá allt og langar að sjá allt. En stund-
um kemst ég ekki vegna þess að ég er sjálf alltaf að
leika á sama tíma. Mér finnst slæmt að missa alveg
af sýningum. Ég hef alltaf gaman af að fara í leik-
hús. Ég er líka engum bundin og get farið með
stuttum fyrirvara þegar mér dettur það í hug. Ég
fer oft ein í leikhúsið og finnst það ekki skipta neinu
máli.“
Hún vitnar í dótturdóttur bróður síns sem sagði
eftir að hafa komið ein með flugi frá Noregi: „Bless-
uð hafðu ekki áhyggjur af því amma. Flugvélin er
full af fólki.“ – „Þannig er það líka í leikhúsinu.“
Aldrei ein í leikhúsinu…
eftir Hávar
Sigurjónsson
MARGRÉT HELGA
í hlutverki Nöchu í
Kryddlegnum hjört-
um í Borgarleikhús-
inu.
Margrét Helga
Jóhannsdóttir
havar@mbl.is