Morgunblaðið - 26.05.2002, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 29
Almennt skrifstofunám
• Tölvunotkun, bókhald, skrifstofutækni, tollskýrslur, íslensk og ensk
viðskiptabréf, stjórnun og skipulag. Kostur á starfsþjálfun.
Störf að loknu námi: Skrifstofustörf, ritarastörf, stjórnunaraðstoð.
Fjármála- og rekstrarnám
• Bókhald, rekstrarhagfræði, fjármál, markaðsfræði, stjórnun, fagtengd
tölvunotkun, lokaverkefni fyrir fyrirtæki.
• Nemendur útskrifast með VT skírteini í fjármálum og rekstri.
Störf: Umsjón bókhalds í smærri fyrirtækjum, bókarastörf, störf í
fjármáladeildum, rekstur eigin fyrirtækis.
Markaðs- og sölunám
• Markaðsfræði, markaðsrannsóknir og aðferðafræði, sölutækni, stjórnun,
fagtengd tölvunotkun, lokaverkefni fyrir fyrirtæki.
• Nemendur útskrifast með VT skírteini í markaðs- og sölumálum.
Störf að loknu námi: Markaðsfulltrúi, sölufulltrúi, umsjón með markaðs-
og kynningarmálum í smærri fyrirtækjum.
Alhliða tölvunám
• Nám sem brúar bilið milli kerfisstjórnunar og venjulegra tölvunámskeiða.
Vélbúnaður, stýrikerfi, skrifstofuhugbúnaður, vefsíðugerð og forritun.
Lokaverkefni.
• Námið undirbýr fyrir ýmiss alþjóðleg próf: MOUS í Microsoft Office,
A+ í tölvu- og nettækni, iNet+ í Internettækni og MCP próf í Windows.
Starfssvið: Notendafulltrúi, fyrsta stigs kerfisumsjón, vefsíðugerð, aðlögun
skrifstofuhugbúnaðar, milliliður milli tæknimanna og notenda.
Komdu í heimsókn! Skólinn er opinn alla virka daga frá kl. 8:00
til 16:00 og á þriðjudagskvöldum til kl. 20:00.
Viðskipta- og tölvuskólinn
S K Ó L I V I Ð S K I P T A L Í F S I N S
N Á M S E M L E I Ð I R T I L S T A R F S
V i ð s k i p t a - o g t ö l v u s k ó l i n n · F a x a f e n i 1 0 ( F r a m t í ð ) · S í m i 5 8 8 5 8 1 0 · f r a m t i d @ v t . i s · w w w. v t . i s
Innritu
n
hafin f
yrir ha
ustönn
2002
Fjórar stuttar starfsnámsbrautir veturinn 2002 – 2003
VIÐURKENNDUR
AF MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
ÞAÐ er málverkið sem haft er í
fyrirrúmi á vorsýningu tíu myndlist-
armanna sem þessa dagana eiga verk
í Húsi málaranna við Eiðistorg og
kannski ekki svo undarlegt þegar
nafn gallerísins – Hús málaranna – er
haft í huga. Eigendur gallerísins hafa
enda gefið í skyn að listmálarar í dag
eigi í fá hús að venda á Íslandi – hug-
myndalistin sé hér alls ráðandi – og
því taki þeir það það upp á sitt ein-
dæmi að vinna að því að efla málverk-
ið og styrkja.
Um slíkt einstaklingsframtak er
ekkert nema gott eitt að segja. Það
má óneitanlega færa viss rök fyrir því
að málverkið hafi að nokkru leyti hin
síðari ár beðið lægri hlut fyrir hug-
myndalistunum og fátt sem mælir
gegn því að listamennirnir sjálfir
snúist til varnar fyrir sitt listform.
Hvort listamennirnir tíu sem í Húsi
málaranna sýna deila að fullu skoð-
unum eigenda gallerísins er svo önn-
ur saga.
Vorsýningin sem Hús málaranna
geymir býður upp á fjölbreytta
blöndu listaverka þar sem sterkir lit-
ir fá að njóta sín. Listamennirnir tíu
fylgja ólíkum stefnum og straumum
þó að fígúratíf list sé áberandi í verk-
um margra þeirra. Þannig býður
Bragi Ásgeirsson upp á þrjú verk
unnin með blandaðri tækni, en verkin
Kona manns VI-VIII sýna brjóst-
mynd af konu sem er spartönsk og
einföld í fyrstu og fangar athygli
áhorfandans í einfaldleik sínum með
sandlitu formi á hvítum grunni. Litur
er síðan hægt og rólega kynntur til
sögunnar í myndröðinni þar til hár-
rauð lokamyndin æpir á athygli sýn-
ingargesta.
Málverk Einars Hákonarsonar eru
öllu hefðbundnari, náttúran og
mannveran eru listamanninum hug-
leikin líkt og í hinni Laxnessnefndu
Unglinginum í skóginum þar sem
bláa veru ber við grænleita fleti skóg-
arins og fígúratíft form hlutanna er
virt til fulls. Öllu áhrifameiri er þó
sjálfsmynd Einars þar sem sterkar
svartar og bláar litastrokur kalla
fram svipbrigðaríkt andlit málarans.
Köflótt landslag Kristins G. Jóhanns-
sonar veitir þá skemmtilegt tilbrigði
við landslagsþemað og ekki laust við
að listamaðurinn leiki sér að því að
veita náttúrunni textílkennda áferð í
verkum á borð við Hauststillukvæði
við Pollinn.
Þó fígúratíf list sé óneitanlega
meira áberandi en abstraktlistin á
þessari vorsýningu leita Kviðboga-
strengir Elíasar B. Halldórssonar,
þar sem grænir og bláir litatónar
ráða ferðinni, óneitanlega í átt til
formsins og hinar skemmtilega
nefndu Vetur aftur vitjar lands og
Sólin gaf mér litakassa III í verkum
Óla G. Jóhannssonar sem kallast á í
gráum og gulum litatónum njóta þess
frelsis sem litagleði pensilsins veitir.
Anna Sigríður Einarsdóttir
MYNDLIST
Hús málaranna – Eiðistorgi
Á sýningunni eiga verk listamennirnir:
Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Elí-
as B. Halldórsson, Erla Axelsdóttir, Guð-
mundur Ármann, Jónas Viðar, Kjartan
Guðjónsson, Kristinn G. Jóhannsson, Óli
G. Jóhannsson og Pétur Gautur. Sýningin
er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl.
14–18. Henni lýkur 31. maí.
VORSÝNING 10 MYNDLISTARMANNA
Fígúratíf
litagleði
Kviðbogastrengir eftir Elías B. Halldórsson.
Kona VI eftir Braga Ásgeirsson.