Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 49 afsláttur af öllum vörum Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 Gucci úr 30% - Reymond Weil 30% - vasaúr 30% 30% Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöld 7. júní og laugardag 8. júní í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi  Þakkir færi ég öllum sem samglöddust mér á sjötugsafmæli mínu hinn 14. maí sl. og gerðu mér og fjölskyldu minni daginn ógleymanleg- an. Ég þakka góð orð, hlý handtök, gjafir og skeyti. Sérstaklega þakka ég séra Braga Frið- rikssyni hans hlýju orð til mín og fjölskyldunn- ar. Einnig þakka ég knattspyrnudeild Umf. Stjörnunnar fyrir að bjóða til móttöku undir stjórn veislustjórans og aðalhvatamanns þess gjörnings, Sigmundar Hermundssonar, sem sýndi hug sinn og félagsmanna til mín og verka minna fyrir félagið. Kærar þakkir, gangið á Guðs vegum. Ingvi Sv. Guðmundsson. Vönduð 3ja vikna dansnámskeið fyrir börn og unglinga verða haldin í Bjarkarhúsinu, Hafnarfirði, í júní. Kenndir verða nýjustu dansarnir í freestyle og street jazz beint frá USA. HAFNARFJÖRÐUR, GARÐABÆR OG NÁGRENNI DANSNÁMSKEIÐ Freestyle - Street jazz - Freestyle - Street jazz - Freestyle - Street jazz Kennarar: Selma Björnsdóttir, söng- og leikkona Birna Björnsdóttir danskennari Aldurshópar: 6-9 ára, 10-12 ára, 13-16 ára. Námskeiðin hefjast 10. júní Skráning er hafin í síma 863 9995 og 694 5355 Sjáumst! Selma og Birna  Ég vil senda öllum hjartans þakkir, sem glöddu mig með einum eða öðrum hætti á níræðis- afmæli mínu þriðjudaginn 30. apríl og gerðu daginn þannig ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Beinteinsdóttir, Hávarsstöðum, Leirársveit. LAUGARDAGINN 18. maí vorum við staddir á Öræfajökli ásamt fjölda annarra göngumanna sem höfðu lagt á sig 8–10 tíma göngu til að komast á hæsta tind landsins. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og blíða og skafheiðríkur himinn. Á þessum stað er fremur fágætt að fá slíkt veður heilan dag því oftast nær safnast úrkomuský á jökulinn á heitum sólardögum. Er við nálguðumst Hvannadals- hnúk barst að vitum okkar reykj- arstybba sem stafaði frá stórum hópi vélsleða sem var staðsettur rétt sunnan við hnúkinn og lagði útblásturinn til vesturs í átt að göngumönnum. Ekki var þetta sú aðkoma sem maður vildi hafa að þeim stað á landinu þar sem loftið ætti að vera hvað lausast við mengun frá mannlegri starfsemi. Við héldum nú af stað upp á hnúk- inn og ganga menn það yfirleitt í öryggislínu þar sem sprungur leynast þar í jöklinum. Á leiðinni upp urðum við varir við að vélsleðar voru að gera sig líklega til þess að aka upp á sjálfan hnúkinn sem er snarbrattur og ekki fyrir vélknúin fyrirtæki að fara. Skipti engum togum að hver vélsleðinn á fætur öðrum tók langa atrennu til að ná upp ferð og keyrði með tilheyrandi vélargný fram hjá gönguhópnum. Varð fólk nánast að henda sér til hliðar til þess að verða ekki fyrir vélsleð- unum sem eru með aflmikla vél og nánast ekkert stöðvar. Nokkrir vélsleðarnir festu skíði í sprungu í miklum bratta efst í brekkunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Brekkan upp á Hnúkinn er erfið og hættuleg yfirferðar fyrir vél- sleða og ekki forsvaranlegt að vera að leik í henni meðan göngumenn eru allt í kring þar sem það skapar mikla hættu á slysum. Það sýndi sig þegar einn vélsleðinn valt á hlið og rann af stað í átt að hópi göngu- manna, en til mikillar lukku stöðv- aðist sleðinn við sprunguna og ökumaður slapp ómeiddur. Annar sleði endastakkst niður hlíðina þegar hann var á niðurleið yfir sprunguna og þurftu menn að hlaupa frá til að verða ekki undir sleðanum sem endaði för sína á tveimur öðrum vélsleðum neðst í brekkunni. Það var mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þar. Þegar viðkomandi ökumenn voru spurðir hverju slík ósköp sættu og hvort ekki væri hægt að hafa einn fegursta útsýnisstað á landinu í friði fyrir vélargný og mengun varð fátt um svör og virt- ist enginn vita hvort reglur giltu um þennan stað. Sumir svöruðu meira að segja með skætingi þegar fundið var að akstri þeirra á staðn- um. Við sem upplifðum þetta erum sammála um að brýnt sé að taka á þessum málum og banna með öllu akstur á þessum allt að „heilaga“ stað. Hann á eingöngu að vera fyr- ir þá sem leggja þangað leið sína fótgangandi á eigin afli. Þeir sem ekki geta lagt á sig lágmarks erfiði til þess að komast upp eiga þangað ekkert erindi. Það er ekki forsvar- anlegt að vélsleðamenn stofni sjálf- um sér og öðrum í lífshættu með akstri upp á hnúkinn. Auk þess eiga slíkir staðir að vera lausir við þá mengun og hávaða sem menn eru einmitt að flýja með slíkum ferðum. EGILL EINARSSON, Vættaborgum 38, Reykjavík. Vélsleða- akstur á Hvanna- dalshnúk Frá Agli Einarssyni: Vélsleðamaður bisar við sleða sinn á Hvannadalshnúk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.