Morgunblaðið - 26.05.2002, Side 56
Manúela Ósk Harðardóttir er Ungfrú Ísland 2002
Fremri röð (f.v.): Berglind Óskarsdóttir, Manúela Ósk Harðardóttir, Sigríð-
ur Bjarnadóttir. Aftari röð (f.v.): Anna María Sigurðardóttir, Ólöf Dómhild-
ur Jóhannsdóttir, Snjólaug Þorsteinsdóttir, Erla Tinna Stefánsdóttir.
stressi. Maður yfirsteig eitthvað á
þessum tíma og þetta gaf mér
mjög mikið.“
Og hvað tekur nú við? Hyggstu
beita þér eitthvað sérstaklega sem
handhafi þessa titils?
„Fyrst er nú bara að
klára prófin. Ég þurfti að
fresta mörgum prófum
vegna keppninnar. En að
sjálfsögðu stefni ég á að
nýta titillinn til góðs – á
hvern þann hátt sem ég
get.“
Manúela Ósk fékk
einnig flest atkvæði í
netkosningu þar sem
almenningur gat
greitt stúlkunum
24, sem tóku
þátt í keppn-
inni, atkvæði.
Þá má geta
þess að Ma-
núela er einn-
ig ungfrú
Reykjavík.
Annað sæti
hreppti
Berglind Ósk-
arsdóttir, og þótti hún
einnig vera með falleg-
ustu fótleggina. Sigríður
Bjarnadóttir varð í
þriðja sæti og var auk
þess kosin Oroblu-
stúlkan. Anna María Sig-
urðardóttir hafnaði í
fjórða sæti og Erla Tinna
Stefánsdóttir í því
fimmta.
Ólöf Dómhildur Jó-
hannsdóttir var kosin
ljósmyndafyrirsæta DV
og vinsælasta stúlkan var
valin Snjólaug Þorsteins-
dóttir.
VAL á fegurðardrottningu Íslands
2002 fór fram með viðhöfn í
Broadway á föstudagskvöldið. Sig-
urvegarinn í ár er 18 ára gömul
Reykjavíkurmær, Manúela Ósk
Harðardóttir, og sló Morgunblaðið
á þráðinn til hinnar nýkrýndu
drottningar í morgunsárið á laug-
ardaginn:
Byrjum á einni sígildri, svona
hefðarinnar vegna. Áttir þú von á
þessu?
„Nei, ég átti alls ekki von á
þessu. Ég ákvað bara að reyna að-
hafa eins gaman af þessu og ég
gæti, sama hvernig færi. Það er í
rauninni bara bónus að fá þennan
skemmtilega titil.“
Hvernig nær fólk sér niður eftir
svona keppni – fer fólk að
skemmta sér eða bara beint í ból-
ið?
„Jaaa ... ég var nú alveg ótrú-
lega hress miðað við hvað dag-
urinn var búinn að vera erfiður.
Ég vatt mér inn í Ásbyrgi þar sem
mín beið stór súkkulaðikaka
(hlær). Þar var ég í smástund með
vinum og fjölskyldu og fór síðan
bara heim.“
Hvernig er þetta ferli búið að
vera? Var þetta þéttur hópur eða
einkenndist þetta kannski af ríg
ykkar á milli?
„Humm...þetta var auðvitað stór
hópur og það er alltaf einhver smá
rígur þar sem þetta er keppni. En
við náðum mjög vel saman, flest-
allar. Við fórum t.d. saman í
óvissuferð rétt fyrir keppni og það
þjappaði okkur vel saman.“
Nú er mikið rætt um hvort
svona keppni eigi rétt á sér. Hvað
finnst þér um það?
„Hiklaust á þetta rétt á sér. En
vissulega er þetta mjög umdeilt.
Fyrir mitt leyti var þetta ofsalega
gaman – og hér er það fyrst og
fremt hugarfarið sem gildir. Það
má alls ekki taka þessu of alvar-
lega. Ef maður passar sig á því þá
er þetta alveg frábært. Að fá að
vera prinsessa í einn dag er auðvit-
að stórskemmtilegt. Auk þess tek-
ur maður út fínan þroska við að
koma svona mikið fram og vera
mikið á opinberum vettvangi –
reyna að vera öruggur með sig
þrátt fyrir að vera að deyja úr
„Prinsessa í
einn dag“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kennt er þrjá daga í viku kl. 16:15–19:00. Námsannir á ári eru þrjár
(sumarfrí í júlí). Undirbúningsnámskeið í stærðfræði og notkun helstu
tölvuforrita er í ágúst.
Þitt tækifæri til að ná lengra
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
1
78
72
05
/2
00
2
hefur staðist allar mínar væntingar. Námið er mjög gott,
kennararnir framúrskarandi og aðbúnaður í skólanum til
fyrirmyndar. Hildur Kr. Þorbjörnsdóttir, nemandi í háskólanámi með vinnu
háskólanám
með vinnu
Háskólanám með vinnu er valkostur fyrir einstaklinga með umtalsverða starfsreynslu
sem vilja stunda fullgilt háskólanám í viðskiptafræði samhliða vinnu.
Í boði eru fjórar námsleiðir:
• Fjármál og rekstur – diploma (45 ein.) • Stjórnun og starfsmannamál – diploma (45 ein.)
• Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti – diploma (45 ein.) • BS-próf (90 ein.)