Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 4

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ dómi í gær var Rekstrarfélagi Kringlunnar gert að setja aftur upp rúllustiga sem voru fjarlægðir í jan- úar 2001. Þetta skal gert innan 30 daga. Jafnframt var fellt úr gildi leyfi byggingarfulltrúans í Reykjavík fyrir framkvæmdunum, enda hafði rekstr- arfélagið ekki heimild til að sækja um það. Stjórn Rekstrarfélags Kringlunnar tók ákvörðun um að fjarlægja rúllu- stigana í lok árs 2000. Þessari ákvörð- un mótmæltu verslunareigendur í ná- grenni rúllustiganna sem sögðu að stjórnin hefði ekki umboð til að taka slíkar ákvarðanir. Eftir að stigarnir voru fjarlægðir höfðuðu átta verslun- areigendur mál gegn rekstrarfélag- inu auk Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem rekur S24. Það er álit Arngríms Ísbergs hér- aðsdómara, eftir að hafa kynnt sér að- stæður á vettvangi og gögn málsins, að brottnám rúllustiganna hafi valdið gjörbreytingu á umferð milli hæða sem hafi með breytingunum verið beint á aðra staði í Kringlunni. Þetta hljóti að hafa í för með sér breytingu á umferð viðskiptavina og kunni þar með að hafa áhrif á verslun þeirra. Samkvæmt þessu er það niðurstaða dómsins að brottnám rúllustiganna sé veruleg breyting á fasteigninni. Því hafi stjórn Rekstrarfélags Kringl- unnar ekki verið heimilt að taka ákvörðun um að fjarlægja stigana án þess að bera þá ákvörðun fyrst undir félagsfund en ¾ hluta atkvæða hefði þurft til að samþykkja breytingarnar. Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. flutti málið fyrir hönd verslunareig- enda. Ragnheiður Ólafsdóttir hdl. var til varnar fyrir rekstrarfélagið en Hjörleifur B. Kvaran fyrir Reykja- víkurborg. Héraðsdómur dæmir Rekstrarfélag Kringlunnar Setji rúllustigana upp á nýjan leik innan 30 daga SÆTTIR náðust í deilu læknanema og Landspítala – háskólasjúkrahúss í gær og að sögn Jóhannesar M. Gunn- arssonar, lækningaforstjóra LHS, eru allir ánægðir með niðurstöðuna. Deilan stóð um meint loforð um breytt laun læknanema en í yfirlýs- ingu frá spítalanum og læknanemum segir að hún hafi verið leyst í sam- vinnu við læknadeild. „Spítalinn mun efla handleiðslu og formlega kennslu læknanema í sumarstarfi þannig að læknadeild geti viðurkennt þennan tíma sem hluta af kennslutíma þeirra og þannig stytt heildarnámstímann,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Jóhannes M. Gunnarsson segir að mikill ávinningur fyrir alla sé fólginn í því að þjappa náminu saman. Nem- arnir komist fyrr út á vinnumarkað- inn og þar liggi ansi miklir peningar. Hann segir að þetta ætti að vera öðr- um skólum fyrirmynd, því mikilvægt sé að nýta tímann eins vel og hægt sé og það sé ákveðinn ávinningur fyrir skólann og samfélagið að reyna að koma fólki í gegnum skólana á sem skemmstum tíma án þess að slá af kröfum. Læknanemarnir hófu störf í gær en um er að ræða 43 nema í Reykja- vík og 3 á Akureyri. Jóhannes segir að deilur séu hvimleiðar en niður- staðan að þessu sinni komi öllum til góða. Hugmyndin um fyrrnefnt fyr- irkomulag sé ekki ný af nálinni en deilan hafi flýtt fyrir því að hrinda henni í framkvæmd. Sættir í deilu lækna- nema og Landspítala – háskólasjúkrahúss Vinnutími hluti af kennslu- tíma HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra átti fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í höfuðstöðvum hans í Ramallah í gær. Höfuðstöðvarnar bera enn greinileg merki um umsátur Ísr- aelshers og þurfti Halldór að smeygja sér framhjá uppstöfluðum sandpokum til að komast þar inn. Hann segir fundinn þó hafa verið mjög góðan og að hann hafi fundið meiri friðarvilja hjá Arafat en hann hafi kannski átt von á. „Hann er ákaflega elskulegur maður og ég hafði ánægju af því að tala við hann,“ sagði Halldór eftir fundinn. „Hann talaði mikið um sitt líf og sína reynslu og ég tel að hann hafi verið einlægur.“ Þá sagðist Halldór ekki telja að Arafat hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásir á Ísraela. „Það er vissulega eitt að bera ábyrgð á hlutunum og annað að gera sitt besta til að koma í veg fyrir þá, en ég tel ekki að Arafat standi á bak við hryðjuverk,“ sagði hann. „Met heimsóknina mikils“ Að fundinum loknum fylgdi Ara- fat Halldóri út úr byggingunni þar sem hann þakkaði honum sér- staklega fyrir að koma á þessum erfiðu tímum. „Ég met heimsóknina mikils,“ sagði hann. „Við þurfum á hjálp að halda við að bjarga frið- arferli hinna hugrökku.“ Arafat sagði Palestínumenn enn vilja standa við þá friðarsamninga, sem þeir Rabin hafi undirritað, þrátt fyrir að þeir búi við mjög erfiðar að- stæður og allir innviðir stjón- skipulags þeirra hafi verið eyðilagð- ir. Þá sagði hann það ekki einungis hagsmunamál Palestínumanna að geta búið í friði með börnum sínum og barnabörnum heldur einnig Ísr- aela enda sýni nýjustu skoð- anakannanir að 59% Ísraela styðji friðarferlið. Hann lagði þó áherslu á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið legði sitt af mörkum til að bjarga friðarferl- inu og sagði að þar sem væri vilji væri von. Halldór tók undir það að alþjóðasamfélagið yrði að koma að lausn deilunnar fyrir botni Miðjarð- arhafs þar sem hann telji útilokað að Ísraelar og Palestínumenn geti sjálf- ir leyst þau mál. Hæfilega bjartsýnn „Ég er hæfilega bjartsýnn,“ sagði hann. „Ég tel að það séu ákveðnir möguleikar í þessari stöðu. Ég er búinn að tala við mjög marga og eft- ir að hafa talað við Yasser Arafat er ég fullviss um að það er hægt að finna lausn á vandanum en það verð- ur þó að gerast á næstu dögum.“ Halldór sagðist hafa rætt þessi mál við ýmsa þjóðarleiðtoga að und- anförnu og kvaðst ætla að halda áfram að vinna að lausn deilunnar að því marki sem honum væri unnt. Hann teldi það þó ekki vera hlut- verk Íslendinga að grípa inn í deil- una með beinum hætti. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti Arafat í Ramallah Ákaflega elsku- legur maður Morgunblaðið/Sigrún Birna Arafat heldur í hendur Halldórs Ásgrímssonar og Hauks Ólafssonar, sendifulltrúa á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Helgi Ágústsson, sendi- herra Íslands í Ísrael, er vinstra megin á myndinni. Eins og sjá má var Arafat léttur í lundu og lék á als oddi þegar hann hitti hina íslensku gesti. Halldór heimsótti gömlu borgina í Jerúsalem í fyrradag. Ramallah. Morgunblaðið. Utanríkisráðherra notaði tækifærið og baðaði sig í Dauðahafinu í gær. FRÁFARANDI bæjarstjórn Borg- arbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að semja við Njarðtak ehf. um sorphirðu í sveitarfélaginu og rekst- ur gámastöðvar í Borgarnesi næstu fjögur árin. Að sögn Stefáns Kal- mannssonar bæjarstjóra er samn- ingurinn upp á 16,3 milljónir árlega næstu fjögur árin. Samþykkt bæjar- stjórnar var gerð á grundvelli úr- skurðar kærunefndar útboðsmála sem ógilti ákvörðun bæjarstjórnar frá 14. mars sl. um að hafna öllum til- boðun í sorphirðu og bjóða verkefnið út að nýju. Búist er við að viðræður við Njarð- tak hefjist strax á næstu dögum. Sorphirða í Borgarbyggð Samþykkt að semja við Njarðtak ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.