Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 12

Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ANNARS vegar er stungið upp á nýju fyrirkomulagi fiskveiði- stjórnar sem dregur dám af þró- un peningamálastjórnar í heim- inum og hins vegar er þar að finna umfjöllun um umhverfis- lega óvissu. Þorvaldur segir að fiskveiði- stjórn sé ef til vill óvenju við- kvæmt mál á Íslandi. „Sjávar- útvegurinn er stór hluti hagkerfisins hér á landi og þess vegna skiptir mjög miklu máli hvernig stjórn hans er farið. Við stingum upp á því að ný sjón- armið í löggjöf um seðlabanka, sem rutt hafa sér til rúms síðast- liðin tíu ár, verði tekin upp í stjórn fiskveiða. Þessi sjónarmið hafa verið á þá lund að peninga- mál séu mikilvægari en svo að vel fari á að stjórnmálamenn skipti sér af þeim. Þess vegna hefur sjálfstæði seðlabanka verið aukið víða um heim,“ segir hann. Nefnd um auðlinda- gjald verði skipuð Á svipaðan hátt er lagt til í rit- gerðinni að skipuð verði nefnd embættismanna sem stjórnmála- menn geti ekki hnikað. „Þeir gætu t.a.m. verið skipaðir til fimm ára í senn. Lög um starf- semi nefndarinnar eiga að vera á þann veg að hún sé óháð öllum utanaðkomandi þrýstingi,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að í ritgerð- inni sé kynnt til sögunnar um- hverfisóvissa, þ.e. óvissa um at- burðarás í vistkerfi hafsins, sem setur mark sitt á sjávarútveginn. „Það kemur í ljós að þegar hún er tekin með í reikninginn hefur sóknarstýring með gjaldi ótví- ræða hagkvæmisyfirburði yfir kvótastýringu eins og hún tíðk- ast hér,“ segir hann. Hann segir að Weitzman hafi sýnt fram á þessa niðurstöðu með töluvert flóknum reikningum annars stað- ar, en þarna sé hún felld inn í umfjöllun um málið í heild sinni. Í ritgerðinni er farið yfir hvernig sníða megi helstu galla kvótakerfisins í burtu. Nefndir eru fimmtán rekstrarhagfræði- legir gallar, sem lúta að hegðun fyrirtækja, og fimm þjóðhag- fræðilegir gallar, sem lúta að þjóðarbúinu í heild. Fyrsti rekstrarhagfræðilegi gallinn varðar of mikla afkasta- getu flotans. Kvótakerfið hvetji til hennar, vegna þess að hámark kvótans sé ósveigjanlegt og leyfi ekki aðlögun sóknar að árferði. Því sé hagkvæmt fyrir útgerð- arfyrirtæki að hafa stærri flota miðað við veiði en samkvæmt veiðigjaldsleiðinni. Kvótakerfið hvetji til brottkasts Í öðru lagi hvetji kvótakerfið, vegna þess að það er bundið tímabilum, til brottkasts. Skip haldi frekar dýrari tegundum afla og hendi þeim ódýrari. Ef veiðigjaldsleiðin væri farin myndu allar tegundir fiskjar vera verðmætar og enginn hvati mynd- ast til brottkasts, svo lengi sem verð hans að frádregnu veiðigjaldi væri hærra en kostnað- urinn við að flytja hann til hafnar. Í þriðja lagi hvetji kvótakerfið til brottkasts ódýr- ari afla innan teg- unda, þannig að verðmætari fiskum verði landað, en minni einstakling- um hent í hafið aft- ur. Í fjórða lagi segja Þorvaldur og Weitzman að kvótakerfið hvetji til óhagkvæmrar hegðunar útgerðarfyrirtækja þegar þau eru að fínstilla sóknartíma til að forðast að veiða meira en kvótinn leyfir. Í fimmta lagi nefna þeir að þegar heildarkvótamagn nálgist jafnvægismagn til langs tíma, eins og gerst hafi á Nýja-Sjá- landi, verði kvótinn ekki fullnýtt- ur. Röksemd númer sex lýtur að ósveigjanleika kvótakerfisins. Heildarkvóti sé ákveðinn fyrir kvótatímabilið og þá séu margir þættir varðandi fiskstofnana óvissir og háðir skyndilegum breytingum, sem erfitt sé að bregðast við. Veiðigjaldinu sé hins vegar hægt að breyta um leið og slíkar upplýsingar berist. Í sjöunda lagi víkja þeir að því að um sé að ræða margar teg- undir fiskjar í sjónum og ekki sé hægt með kvótakerfi að stjórna til fulls tegundasamsetningu heildarafla. Takmörkun á nýliðun í greininni Í áttunda lagi nefna þeir að samkvæmt kvótakerfinu megi eigendur fiskiskipa einir eiga kvóta, sem komi í veg fyrir að nýir aðilar komist að í greininni. Í níunda lagi segja þeir að um- fangsmiklir kvótaeigendur geti leynt eða ljóst gert með sér sam- komulag í því augnamiði að hafa áhrif á kvótaverð. Í tíunda lagi nefna Þorvaldur og Weitzman að sjómenn sem eigi ekki nægan kvóta í upphafi fiskveiðiárs þurfi að taka á sig mikla áhættu, enda þurfi þeir að kaupa kvóta áður en þeir sigli til hafs. Atvinnugreinin sé fyrir mjög áhættusöm, afli óviss, og ekki sé á þá áhættu bætandi. Í ellefta lagi segja þeir að kvótakerfið auki áhættu á alls kyns verkföllum og mótmælum þeirra sem vinni í sjávarútvegi, þar sem þeir eigi ekki kvótann sjálfir, heldur þurfi að vinna fyr- ir „sægreifa“ eða „kvótakónga“. Tólfta röksemdin fjallar um að samkvæmt kvótakerfinu er tak- mörkun á framsali kvóta milli staða. Þetta fyrirkomulag hamli frjálsri samkeppni og feli í sér óhagkvæmni. Í þrettánda lagi segja þeir að eigendur kvóta séu skyldir til að veiða sem nemur helmingi kvótans á tveimur árum. Þetta sé kvöð og dragbítur á hinn frjálsa markað. Í fjórtánda lagi nefna þeir að fisk- veiðistjórnarlög banni einum aðila að eiga meira en 8–10% heild- arkvótans, sem komi í veg fyrir hagkvæmni stærðarinnar. Í fimmtánda lagi nefna þeir holur í kvótakerfinu sem varða smábáta, sem eru að hluta til utan kvóta- kerfisins. Hægt að nota skatttekjur til að leggja niður virðisaukaskatt Þjóðhagfræðilegar röksemdir eru sem fyrr segir fimm talsins. Í fyrsta lagi missi íslenska ríkið af miklum skatttekjum sem nota megi til að leggja niður óhag- kvæma skatta á borð við virð- isaukaskatt. Annar kostur sem bent er á er að tekjum vegna auðlindagjalds verði haldið frá stjórnvöldum og veitt beint til heimilanna. Í öðru lagi segja þeir að í kvótakerfinu hafi falist miklar niðurgreiðslur og styrkir hins opinbera til sjávarútvegs. Þessir styrkir hafi verið leyndir og hvergi komið fram. Auðlinda- gjaldsleiðin myndi auka gagnsæi og draga mjög úr ríkisstyrkjum, sem hafi neikvæð áhrif á hvata innan kerfisins. Þriðja röksemdin sem snýr að þjóðarbúinu fjallar um hina svo- nefndu hollensku veiki, en lönd sem þjást af henni reiða sig um of á eina atvinnugrein. Aðrar greinar líði fyrir það. Auðlinda- gjaldsleiðin flýti fyrir minnkun flotans og dragi úr einkennunum. Auðveldi inn- göngu í ESB Í fjórða lagi segja þeir að auð- lindagjald fjarlægi stærstu hindrun þess að Íslendingar geti gengið í Evrópusambandið. Með því að bjóða upp hluta veiðirétt- arins, án þess að einskorða upp- boðið við íslenskt þjóðerni, væri komið í veg fyrir að hægt sé að framselja auðlindina í formi kvóta til erlendra aðila. Í fimmta og síðasta lagi nefna þeir Þorvaldur og Weitzman að kvótakerfið sé óréttlátt. Órétt- læti geti leitt til óstöðugleika og stöðnunar í hagkerfinu. Sem dæmi nefna þeir að á ósveigjan- legum vinnumarkaði eins og þeim íslenska gæti farið svo að verkalýðsleiðtogar knýi á um meiri launahækkanir en ella vegna þess að þeir teldu sig hlunnfarna við úthlutun kvótans. Þótt sú hafi ekki orðið raunin sé þessi hætta ávallt fyrir hendi. Óháð nefnd stjórni auðlindagjaldi Tvenns konar nýmæli eru í drögum að ritgerð Þorvaldar Gylfasonar og Martins Weitzmans, hagfræðings við Harvard- háskóla, um auðlindagjald, sem kynnt voru á ráðstefnunni Ísland og heimsbúskapurinn – Hagkerfi smárra eyríkja á tímum alþjóðavæðingar. Þorvaldur Gylfason Ný ritgerð Þorvaldar Gylfasonar og Martins Weitzmans ÍSLENSKIR sagnfræðingar virðast í dag leggja heldur minni trúnað en áður á kenninguna um að íslensku samfélagi hafi hnignað verulega á tímabilinu 1300 til 1900, en kenning þessi var ávallt einn af hornsteinum söguskoðunar sjálfstæðisbaráttunn- ar. Þetta mátti a.m.k. marka af erind- um sem flutt voru á Íslenska sögu- þinginu um þetta efni í gær. Óumdeilt virðist að vísu að loftslag hafi hér versnað en ekki er að sjá að menn vilji fullyrða að hnignun lífs og æðis hafi endilega þurft að fylgja þeirri þróun. Gunnar Karlsson prófessor gerði stuttlega grein fyrir hnignunarkenn- ingunni í upphafi en hann sagði að fáum öldum eftir lok þjóðveldis hefðu Íslendingar verið orðnir býsna sann- færðir um að fyrstu aldir byggðar í landinu hefðu verið farsælli en þeirra eigin tími. Hámarki hefði kenningin náð í yfirlitsritum sem komu út í upp- hafi síðustu aldar en þar er þeirri skoðun haldið á lofti að íslenska þjóð- in hafi á tímabili verið á barmi þess að deyja algerlega út, þegar gengi henn- ar var sem verst. Sagði Gunnar að ef röklega væri litið á málið væri þessi söguskoðun þó fjarstæða, enda ljóst að eftir því sem fólki fækkaði í móðuharðindunum var meira til skiptanna handa þeim sem eftir lifðu. Framfarir en ekki hnignun? Axel Kristinsson sagði að hafa þyrfti í huga að ætíð væri auðvelt að sýna fram á hnignun á tilteknum svið- um. Hana væri hins vegar ekki alltaf hægt að yfirfæra á samfélag í heild sinni. Axel nefndi sem dæmi að þrátt fyr- ir að talað væri um sautjándu öldina sem öld niðurlægingar, andstætt þrettándu öldinni þegar Íslendingar framleiddu gullaldarbókmenntir sín- ar, þá væri það staðreynd að á þeirri öld hefði utanlandsverslun verið stórum meiri. „Á heildina litið væri það djarfur sagnfræðingur sem héldi því fram að Íslendingar á sautjándu öld hefðu verið tæknilega frumstæðari en á þrettándu öld,“ sagði Axel einnig. Benti hann m.a. á að hagkerfi sautjándu aldar stæði mun nær hátt- um nútímans en hagkerfi þrettándu aldar, þegar allt væri skoðað. Þá væri ekki um það deilt að friður og öryggi var meira á sautjándu öld en á þrett- ándu öld þegar hér ríkti mikill ófrið- ur. Kastaði Axel því fram að líklega hefði hnignunarkenningin orðið svo áhrifamikil og lífseig, sem raun ber vitni, vegna þess inngróna eðlis mannsins að telja fortíðina ætíð betri en nútíðina. Ennfremur hefði þjóð- ernishyggja sjálfstæðisbaráttunnar skipt hér miklu, en þar gáfu menn sér að hag þeirra væri ávallt betur borgið ef þeir eigi lytu erlendu valdi. Sannarlega kaldara veðurfar Árni Daníel Júlíusson velti því fyrir sér hvernig ætti eiginlega að mæla hnignun. Sagði hann m.a. að mann- fjöldatölur einar og sér gæfu ekki til- efni til að kveða upp úr með hvort ís- lenska samfélagið var í hnignun eða ekki, en sem kunnugt er fækkaði Ís- lendingum á átjándu öldinni úr 60 þúsundum í 47 þúsund. Þar hefði ver- ið um að kenna stórubólu og móðu- harðindum. Íslendingum hefði þrátt fyrir slíkar hörmungar fjölgað flest ár átjándu aldar og það væri vart til marks um almenna hnignun. Sagði Árni Daníel að ein af ástæð- um þess, að menn upplifðu samfélag árnýaldar á Íslandi sem samfélag í hnignun, hefði verið sú að gullaldar- samfélagið sjálft, samfélag 10.–14. aldar, var á margan hátt misheppnað sem slíkt. Þrátt fyrir að miklar menn- ingarbókmenntir lifðu frá þessum tíma hefðu engar borgir verið byggð- ar á Íslandi, engar dómkirkjur úr steini og engin kaupmannastétt hefði komist hér á legg. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Raunvísindastofnun Háskólans, gerði að umtalsefni hitafar á Íslandi á miðöldum en lækkandi hitastig hefur lengi verið talið ein af orsökum meintrar hnignunar á fjórtándu til nítjándu öld. „Hnignunarkenning endurreisnar- innar gengur út frá að fyrstu aldir byggðar á Íslandi hafi verið þær far- sælustu í sögu þjóðarinnar. Þá hafi hér ríkt gullöld en síðan hafi allt til verri vegar færst. Niðurstöður rann- sókna á veðurfari liðins tíma benda til að veður hafi kólnað á öldunum eftir landnám. Þær gefa því tilefni til að álykta að í reynd hafi lífsbarátta þjóð- arinnar harðnað frá því sem var á þjóðveldistíma, og í kjölfar hans hafi hún því átt erfiðara uppdráttar,“ sagði Árný Erla í lokaorðum sínum. Minni einingar skynsamlegri? Orri Vésteinsson fornleifafræðing- ur ræddi þá kenningu að þróun torf- bæjarins endurspeglaði hnignunar- skeið Íslandssögunnar milli 13. og 19. aldar. Sagði Orri forsendurnar þær að loftslag hefði kólnað til muna á Ís- landi, um eldsneytisskort hefði verið að ræða vegna þverrandi skóglendis og að erfiðlega hefði gengið að afla húsaviða. Auðvelt væri hins vegar að skjóta allt þetta á kaf, ef frá væri talinn loft- lagsþátturinn. Hvað hann varðaði mætti hins vegar velta fyrir sér hvort hitastig hefði endilega haft áhrif á húsakost manna. Líklegast hefðu menn ætíð reynt að klæða af sér kuld- ann; kjörhitastig manna væri því menningarleg breyta. Orri velti þeirri spurningu upp hvort þróunina frá stórum húsum þjóðveldisaldar til minni húsakynna árnýaldar mætti ef til vill kalla fram- farir; í því ljósi að hin fyrrnefndu hefðu verið óskynsamleg. Skynsam- legra hefði verið að skipta húsum upp í minni einingar, skipuleggja þau bet- ur; í stofu, skemmu, skála, kamar og baðstofu, svo dæmi sé tekið. Hjalti J. Guðmundsson landfræð- ingur ræddi að síðustu um áhrif um- hverfisbreytinga og náttúruhamfara á byggð á Íslandi. Var það niðurstaða hans að hnignun lands hefði verið haf- in áður en búseta manns hófst á Ís- landi. Maðurinn hefði með sínum at- höfnum aðeins ýtt á eftir þeim náttúrulegu breytingum sem þegar voru í gangi og virk hafa verið und- anfarin árþúsund. Morgunblaðið/Ásdís Fjöldi söguáhugamanna sótti söguþingið í Odda í gær. Hnignunarkenningin á augljósu undanhaldi Bekkurinn var þétt setinn á málstofu um hnignunarkenninguna í sögu Íslendinga á Ís- lenska söguþinginu í gær. Þinginu lýkur í dag. david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.