Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST EINAR Njálsson verður ekki endur- ráðinn bæjarstjóri í Grindavík. Það varð ljóst eftir að það slitnaði upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um endurnýjun meirihlutasamstarfs og sjálfstæðis- menn gengu til samstarfs við Sam- fylkinguna um myndun nýs meiri- hluta. Sjálfstæðismenn settu það skilyrði í upphafi viðræðna við framsóknar- menn í fyrrakvöld að ráðinn yrði nýr bæjarstjóri og að þeir myndu ráða hver það yrði. Hallgrímur Bogason, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins, sagði að eftir stuttan fund hefði verið ákveðið að framsóknar- menn bæru saman bækur sínar í há- deginu daginn eftir og svöruðu því síðan hvort þeir væru reiðubúnir til meirihlutamyndunar á þessum grundvelli. Hann neitaði því að fulltrúar framsóknarmanna hefðu svarað þessari kröfu þarna um kvöld- ið, þótt þeir hefðu vissulega látið þá skoðun í ljós að það væru mikil mis- tök að endurráða ekki Einar Njáls- son, en sjálfstæðismenn hefðu greini- lega gefið sér svör þeirra fyrirfram fyrst þeir væru að mynda meirihluta með Samfylkingunni. Ómar Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, staðfesti það að sjálfstæðismenn gerðu kröfu til bæj- arstjórastólsins. Þeir hefðu náð því fram í samstarfi við Samfylkinguna en vildi ekki gefa upp hvaða mann þeir væru með í huga, sagði að það kæmi í ljós á mánudag. Nýr meiri- hluti ætlaði að koma með ný viðhorf og nauðsynlegt hefði verið að skipta um bæjarstjóra. Tekur Ómar það fram að málið snúist ekki um persónu Einars Njálssonar, einungis um hann sem bæjarstjóra. Hallgrímur Bogason segir að Grindvíkingar séu með besta bæjar- stjóra landsins og honum hafi gengið vel í störfum sínum. Það sé sorglegt að talið sé nauðsynlegt fyrir menn að vera í einhverjum sérstökum póli- tískum litum til að geta unnið að góð- um verkum fyrir bæjarfélagið. Hörður Guðbrandsson, efsti mað- ur á lista Samfylkingarinnar, segir ekki óeðlilegt að skipta verkum með þeim hætti sem gert er, meðal annars að sjálfstæðismenn fái bæjarstjóra- embættið. Samkvæmt viljayfirlýs- ingu sem fulltrúar Samfylkingarinn- ar og Sjálfstæðisflokksins undir- rituðu seint í fyrrakvöld fær D-listinn einnig formann bæjarráðs en S-list- inn fær embætti forseta bæjarstjórn- ar. Framboðin skipta á milli sín nefndastörfum. Eftir að útfæra málefnasamning Stefnt er að því að ganga frá mál- efnasamningi nýja meirihlutans á mánudag. Í viljayfirlýsingunni eru einungis tvö mál nefnd, bæði áhuga- mál S-listans. Kveðið er á um að Grindavíkurbær muni sækjast eftir því að gerast reynslusveitarfélag um rekstur heilsugæslunnar og að fylgt verði fast eftir samningi sem gerður var við sýslumann um löggæslu í bæj- arfélaginu. Hörður segir að útfærsla málefna sé að öðru leyti óunnin og tekur fram að ekki verði endanlega ljóst hvort af meirihlutasamstarfi þessara tveggja flokka verði fyrr en hann hafi verið undirritaður. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn hafa verið í meirihlutasam- starfi í bæjarstjórn Grindavíkur síð- astliðin 20 ár, fyrir utan tvö ár á miðju því kjörtímabili sem nú er að ljúka en þá unnu framsóknarmenn með Samfylkingunni. Einar Njálsson var ráðinn bæjarstjóri fyrir fjórum árum en hann var áður bæjarstjóri á Húsavík. Viljayfirlýsing um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Sjálfstæðismenn ráða næsta bæjarstjóra Grindavík ÍBÚAR Grindavíkur, Sandgerðis og Reykjanesbæjar halda sjómannadag- inn hátíðlegan á sunnudag. Í Grinda- vík er sjómanna- og fjölskylduhátíð alla helgina undir heitinu Sjóarinn sí- káti. Mikil hátíðahöld eru í Grindavík alla sjómannadagshelgina, eins og áð- ur á Sjóaranum síkáta. Í dag er þétt dagskrá frá klukkan 11 og lýkur með sjómannadagsböllum. Á sjómanna- daginn heldur dagskráin áfram og þar rísa hátíðarhöldin við höfnina hæst en þau hefjast klukkan 14. Dagskrá er báða dagana í Sand- gerði, meðal annars sjómannaball í Samkomuhúsinu í kvöld og skrúð- ganga og hátíðarhöld við höfnina á morgun. Í Reykjanesbæ er sjómannamessa í Ytri-Njarðvíkurkirkju í fyrramálið og dagskrá í Reykjaneshöllinni klukkan 15 á sjómannadaginn. Þá er Bátasafn Gríms Karlssonar opið. Mikil dag- skrá á Sjóar- anum síkáta Suðurnes ÞEMAVIKU í grunnskólanum í Sandgerði lauk í gær með sýningu nemenda á verkefnum um umhverfi og umhverfisvernd sem þau höfðu unnið að alla vikuna. Umhverfið og umhverfisvernd var umfjöllunarefni nemendanna á þemavikunni. Markmiðið var meðal annars að kenna þeim að umgang- ast náttúruna og bera virðingu fyr- ir henni, læra umhverfisvæn vinnu- brögð og gildi gróðursetningar og landgræðslu. Unnu nemendur í tveimur hópum að ýmsum verkefnum sem þessu tengjast. Hópar kynntu sér lífræna ræktun, sáðu grasfræi og lúpínu og báru á áburð, tíndu rusl og flokk- uðu, endurunnu pappír og könnuðu umhverfisvitund íbúa í Sandgerði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í gær flutti Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, erindi um umhverfi og um- hverfisvernd og opnuð var sýning á afrakstri vikunnar. Pétur Brynj- arsson skólastjóri segir að þema- vikan hafi heppnast vel, börnin hafi lært heilmikið og telur hann að tek- ist hafi að skapa með þeim ákveðna umhverfisvitund. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Nemendur fylgjast með erindi Steingríms Hermannssonar um umhverf- ið og umhverfisvernd en hann miðlaði börnunum af reynslu sinni. Læra um umhverfið og um- hverfis- vernd Þetta rusl tíndu nemendur grunnskóla Sandgerðis af girðingum við inn- keyrsluna í bæinn og víðar í upphafi þemavikunnar og sýndu í gær. Sandgerði HÁTT í 60 nemendur úr Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar taka þátt í fyrsta lúðrasveitardeginum á Íslandi en hann er í dag. Þrjár lúðrasveitir skólans taka þátt í skrúðgöngu í Reykjavík og leika á tónleikum þar. Samtök íslenskra skólalúðra- sveita, SÍSL, og Samband íslenskra lúðrasveita, SÍL, standa fyrir lúðra- sveitadeginum. Tilgangurinn er að vekja athygli á starfsemi lúðrasveita. Lúðrasveitir landsins eru hvattar til að efna til einhverrar dagskrár í sinni heimabyggð í tilefni dagsins, en mestu hátíðarhöldin verða í Reykja- vík. Dagskrá dagsins þar hefst með því að bæði skólalúðrasveitir og áhugamannalúðrasveitir af höfuð- borgarsvæðinu safnast saman í Hljómskálagarðinum þar sem verð- ur samæfing kl.13.30. Þaðan leggur svo skrúðganga af stað kl. 15 með öll- um þátttökusveitunum, eftir Frí- kirkjuvegi, niður á Lækjartorg, eftir Austurstræti niður á Ingólfstorg, þar sem verða tónleikar kl.15.40. Lúðrasveitir nemenda úr Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar taka þátt í há- tíðarhöldunum þar, eins og fyrr seg- ir. Taka þátt í lúðra- sveitardegi Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ANDARUNGI klaktist úr eggi við hitaveiturör í fjölbýlishúsi í Kefla- vík. Fannst unginn fyrir tilviljun í gær og þar sem enginn íbúi hússins kannaðist við að hafa komið eggi þarna fyrir tóku starfsmenn Húsdýra- garðsins í Reykjavík að sér að fóstra hann. Hilmar Bragi Bárðarson, ljós- myndari Víkurfrétta, heyrði tíst í forstofu fjölbýlishússins sem hann býr í. Hélt hann fyrst að starra- hreiður væri komið í húsið en heyrði svo að hljóðið kom úr stokki þar sem hitaveituinntakið er. Þar reyndist vera andarungi, greinilega nýskriðinn úr eggi. Enginn kannaðist við að hafa sett egg á þennan stað og telur Hilmar líklegast að börn hafi verið að verki. Hilmar Bragi segir að illa hafi gengið að koma brauði og vatni í ungann og því hafi hann hringt í starfsfólk Húsdýragarðsins í Reykjavík og það boðist til að taka ungann í fóstur eftir að hafa heyrt sögu hans. Ók Hilmar Bragi með fuglinn þangað og telur að hann sé þar í góðum höndum. Kom í heim- inn í fjöl- býlishúsi Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.