Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 20

Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Óskar Magnússon Kristín Cardew á vinnustofu sinni. ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi að fólk taki sig upp í París og setjist að á Eyrarbakka. Þetta gerðu þau þó, Kristín Car- dew og eiginmaður hennar Tristan Cardew ásamt dætrunum, Lilju, sem er þriggja og hálfs árs og Bel- indu sem er tveggja ára. Síðan eru liðin tæp tvö ár og þeim hefur bæst sonur í fjölskyld- una, Duncan sem er aðeins fimm mánaða Eyrbekkingur. Kristín er fatahönnuður, hannar og framleiðir kvenfatnað sem hún síðan selur í gegnum fyrirtæki með verslun sem hún rekur ásamt tveimur konum og ber nafn henn- ar. Verslunin er við Skólavörðustíg í Reykjavík. Tristan aðstoðar Krist- ínu og prjónar með henni voðirnar, sem hún síðan sníður úr og saumar margvíslegar flíkur, jafnt peysur sem fínustu kjóla. Þau flytja sjálf inn garnið sem er mjög misgróft, eftir því sem fram- leiða skal. Nú er sumarlínan á prjónunum, ef svo má segja. Kristín fer oft í viku hverri til Reykjavíkur og segir það ekki mik- ið mál, það er sjaldan verulega vont á veturna og ferðin tekur ekki meiri tíma en fólk þarf til að kom- ast milli heimilis og vinnustaðar víðast hvar í erlendum borgum. Henni finnst kyrrðin, góða loftið og hreina vatnið vera hreinasta dá- semd. Þau Kristín og Tristan kynntust er þau voru við nám í þverflautu- leik við tónlistarskóla í París. Krist- ín hefur bæði leikið opinberlega og kennt, m.a. á námskeiði á Akureyri ásamt Manuelu Wiesler. Aðspurð segist Kristín alveg hætt að spila, en segir að Tristan spili dálítið. Hún kveðst einnig hafa lokið 8. stigi í söng frá Söngskólanum. Húsið þeirra Eyrargata 30, betur þekkt undir nafninu Reginn (Há- eyri) var byggt árið 1907. Það er tvílyft og stendur á háum kjallara, sem er reyndar sá fyrsti gerður af steinsteypu á Eyrarbakka og senni- lega á Suðurlandi. Upphaflega var járnsmíðaverkstæði í kjallaranum, gullsmíðastofa á hæðinni, auk þess að þar var fyrsta símstöðin, er sím- inn kom 1909. Einnig var svo íbúð í húsinu. Prjóna- og hönn- unarverkstæði Eyrarbakki OPINN fundur um málefni ferða- þjónustu í Sveitarfélaginu Árborg var haldinn nýlega í veitingasalnum Inghól á Selfossi. Þar var kynnt ný stefna Sveitarfélagsins Árborgar í ferðamálum. Meginmarkmið stefn- unnar er að styrkja grundvöll ferða- þjónustu í sveitarfélaginu og búa í haginn fyrir frekari sókn á þeim vettvangi. Rögnvaldur Guðmundsson, ferða- málafræðingur hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf., kynnti skýrslu sem hann vann fyrir sveitarfélagið til undirbúnings stefnumótuninni. Einnig vann hann rannsókn á viðhorfum innlendra og erlendra ferðamanna til Árborgar, en til Árborgar teljast Selfoss, Eyr- arbakki, Stokkseyri og dreifbýli Ár- borgar. Vinna við verkefnið hófst ár- ið 1999. Í skýrslunni koma fram fjölmargar hugmyndir sem geta nýst bæði sveitarfélaginu og sjálf- stæðum aðilum ferðaþjónustu í Ár- borg. Einnig kynnti Sverrir Sv. Sig- urðarson, deildarstjóri atvinnu- og upplýsingadeildar hjá Árborg, en hann sinnir ferðamálum fyrir hönd Árborgar, sín viðhorf í stuttu máli og kynnti ferðamannabækling sem nú er unnið að. Þar kom fram að ákveðið hefði verið að nota persónuna Bjössa á mjólkurbílnum til kynningar á Ár- borg. Suðurland er sem kunnugt er stærsta mjólkurframleiðslusvæðið á landinu, og er stærsta fyrirtækið sem sinnir vinnslu mjólkurafurða, Mjólkurbú Flóamanna, á Selfossi. Bjössi verður byggður upp sem per- sóna frá sjötta áratugnum, glað- hlakkalegur og brosandi, sem býður gesti velkomna til svæðisins. Hefur verið ráðinn teiknari til að skapa persónu Bjössa. Fagráð stofnað Einnig er líklegt að Bjarni Herj- ólfsson verði nýttur í kynningu á Ár- borg, en hann kom fyrstur manna af evrópskum uppruna að meginlandi Ameríku og vísaði m.a. Leifi heppna veginn. Bjarni var frá Eyrum þar sem nú er Eyrarbakki, og sigldi það- an í sína sögufrægu ferð. Loks fylgdi Sverrir úr hlaði hugmynd um að stofna fagráð ferðaþjónustunnar í Árborg, sem var ein af megintillög- um í skýrslu Rögnvaldar. Var ákveð- ið að halda fund til undirbúnings stofnunar fagráðsins. Um 50 manns sóttu fundinn og sköpuðust fjörugar umræður á fund- inum. Stefna sveitarfélagsins, skýrsla Rögnvaldar og samandregn- ar tillögur úr skýrslunni eru fáan- legar á vef sveitarfélagsins, www.ar- borg.is. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stefna Árborgar í ferðamálum kynnt Nota Bjössa á mjólkurbíln- um og Bjarna Herjólfsson Selfoss SÍÐUSTU skóladagarnir eru í mörgum skólum nýttir til að brjóta upp hefðbundna kennslu og læra annað en það sem stendur í kennslubókunum. Hér í Hveragerði kallast þessir dagar „Vorsmellir“ og er höfundur þeirrar nafngiftar Sig- urður Davíðsson sem kenndi hér fyrir nokkrum árum. Í ár var mikið um að vera, nem- endur 10. bekkja fóru í sína út- skriftarferð á Vestur- og Norður- land. Nemendur 9. bekkja og hluti 8. bekkinga undirbjuggu og ráku útvarp Baggalút 29. maí. Nemend- ur 5.–8. bekkja fengu að velja sér viðfangsefni sem voru m.a. sund, hjólatúr, karókísöngur, hljómsveit- arspil, stomp, mosaíkmyndagerð, handbolti, hönnun, ljósmyndamara- þon, fréttagerð, myndbandagerð og fleira. Nemendur á yngsta stigi 1.–4. bekkja notuðu dagana til að fara í dagsferðir út úr bænum, heimsækja fyrirtæki og stofnanir bæjarins og fara í sund. Útbúin var leikjahringekja og var öllum nem- endum skipt í 8 hópa sem voru ákveðinn tíma á hverjum stað. Síð- asta daginn var endað á því að grilla pylsur fyrir alla nemendur og starfsfólk. Það voru 10. bekkingar sem sáu um grillið ásamt starfsfólki mötuneytisins og með því kvöddu þeir nemendur og starfsfólk og þökkuðu fyrir samfylgdina sl. 10 ár. Matreiðslubók elstu krakkanna seldist grimmt Vegna byggingaframkvæmda við skólann var skólaslitum 1.–9. bekkja flýtt til 31. maí. Skólaslitin fóru þannig fram að nemendur tón- listarskólans léku nokkur lög, verð- laun voru afhent og síðan fóru nem- endur hver inn í sína stofu og tóku við launum vetrarins, námsmati sínu. Á þessum skólaslitum var enginn kórsöngur eins og venja hef- ur verið, vegna þess að kór elsta stigs ásamt undirleikurum, kór- stjóra og fleirum lagði upp í Græn- landsferð þennan dag. Kórkrakk- arnir eru búnir að standa fyrir söfnunum og uppákomum í vetur til að gera þessa ferð að veruleika og hefur verið gaman að fylgjast með dugnaði þeirra og eljusemi. Síðasta rósin í hnappagatið var útgáfa þeirra á matreiðslubók sem kom út núna á dögunum og hefur selst grimmt. Vorsmellir í skólalok Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Grillmeistarar úr hópi nemenda og starfsfólks mettuðu fjöldann. Hveragerði AÐSÓKN á golfvöllinn í Þorláks- höfn hefur stöðugt farið vaxandi og vorið núna slær öll aðsóknarmet segir Davíð Ó. Davíðsson, umsjón- armaður vallarins. Davíð sagði að fjölgunin væri hjá aðkomumönnum sem kæmu víða að en flestir af Reykjavíkursvæðinu. Félögum í Golfklúbbi Þorláks- hafnar hefur fjölgað um 30 nú í vor þannig aukningin er einnig hjá heimfólki. Formaður Golfklúbs Þor- lákshafnar er Friðrik Guðmunds- son. Davíð sagði að vorið hefði verið kalt í upphafi og völlurinn seinna til en síðastliðið vor, en þá var hægt að byrja að spila fyrir miðjan apríl. Síð- ustu vikurnar hafa verið mjög góð- ar og í dag lítur hann mjög vel út. Völlurinn sem er eini raunveru- legi „linksvöllur“ landsins að sögn Davíðs, það er strandvöllur al- gjörlega byggður á sandi og var hann hannaður af Hannesi Þor- steinssyni. Golfari sem var á ferð hér nýlega sagði að völlurinn minnti sig á Jubby-völlinn í Saint Andrews. Í dag er spilað á níu holum en búið er að ganga frá öðrum níu og ef tíð- arfar verður gott vonast menn til að hægt verði að spila á öllum átján holunum. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Feðgarnir Júlí Halldórsson og Halldór Viðarsson mættir í slaginn. Stóraukin aðsókn að golfvellinum Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.