Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 25
SAMNINGUR milli Verðbréfa-
skráningar Íslands og Verðbréfa-
skráningar Danmerkur er nú á
lokastigi, en í samningnum felst að
hægt verður að skrá dönsk verð-
bréf hér á landi og íslensk í Dan-
mörku. Þetta þýðir til að mynda að
íslensk verðbréf geta gengið kaup-
um og sölum í Danmörku án þess
að viðskiptin fari í gegnum Verð-
bréfaskráningu Íslands og er til-
gangurinn meðal annars sá að auð-
velda erlendum fjárfestum aðgang
að íslenskum verðbréfum, þar á
meðal að íslenskum ríkisskulda-
bréfum.
Að sögn Einars S. Sigurjónsson-
ar, framkvæmdastjóra Verðbréfa-
skráningar Íslands, verður gengið
frá samningnum við dönsku verð-
bréfaskráninguna innan fárra
daga, en í framhaldi af því verði
samningurinn sendur fjármálaeft-
irlitum landanna til umsagnar.
Óvíst sé hversu langan tíma það
taki fjármálaeftirlitin að fara yfir
samninginn, en hann taki gildi
strax að fengnu samþykki þeirra.
Spurður um framhaldið segir
Einar að hafnar verði viðræður við
sænsku og norsku verðbréfaskrán-
inguna, enda auðveldi þessi samn-
ingur samninga við þau lönd, þar
sem þau séu bæði í NOREX-við-
skiptakerfinu líkt og Ísland og
Danmörk. Einnig sé framundan að
taka á ný upp viðræður við Euro-
clear, sem er alþjóðlegt uppgjörs-
hús, en rætt hafi verið við það fyrr
í vor. Euroclear hafi boðið upp á
beinar viðræður og ákveðnar leiðir,
en það eigi eftir að fara yfir hvað
þær hafi í för með sér. Þetta sé
flókið því um sé að ræða skráningu
á miklum verðmætum og reglurn-
ar, og skilningur á reglum hvor
annars, þurfi að liggja fyrir í smá-
atriðum.
Kynningarráðstefna í Danmörku
á íslenskum verðbréfum
Í tenglum við samning verð-
bréfaskráningar var haldin ráð-
stefna í Kaupmannahöfn þar sem
erlendum fjárfestum var kynntur
íslenskur verðbréfamarkaður, sér-
staklega skuldabréfamarkaður.
Ráðstefnan var samstarfsverkefni
allra stærstu aðila á íslenska mark-
aðnum, undir forystu Lánasýslu
ríkisins og í samstarfi við Verð-
bréfaskráningu Danmerkur. Aðrir
aðstandendur ráðstefnunnar voru
Búnaðarbanki Íslands, Íbúðalána-
sjóður, Íslandsbanki, Kaupþing,
Landsbanki Íslands, Sparisjóða-
banki Íslands, Verðbréfaskráning
Íslands og Verðbréfaþing Íslands.
Hægt að skrá
dönsk verðbréf
hérlendis og ís-
lensk í Danmörku
Samningur við Verðbréfaskráningu
Danmerkur á lokastigi