Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 29
Pakistan í fangbrögðum og þokast
sífellt nær hengifluginu.“ En gam-
algróið hatrið á milli þeirra sé ekki
lengur þeirra einkamál. Hættan á
kjarnorkustríði, hversu ólíklegt sem
það sé, geri að verkum að Kasmír sé
vandamál okkar allra. „Núna er það
hættulegasti staður í heimi.“
Rushdie telur að eina leiðin til að
leysa vandann sé að Vesturlönd
skerist í leikinn – reyndar vilji Rúss-
ar leggja sitt að mörkum, og það sé
til bóta. Einungis ef bæði Pakistanar
og Indverjar fáist til að draga sig til
baka og fjölmennt friðargæslulið
verði sent til eftirlits í Kasmír sem
sjálfstjórnarhéraði sé hægt að koma
á stöðugleika þar.
Markmiðið að gæta öryggis
allrar heimsbyggðarinnar
Rushdie tekur fram, að markmiðið
með því að Vesturlönd skerist í leik-
inn og sendi lið til friðargæslu í
Kasmír sé ekki að verða við beiðni
Pakistana um alþjóðleg afskipti – til-
gangurinn sé ekki að hafa hemil á
„árásargirni“ Indverja, heldur hljóti
markmiðið eingöngu að vera að gæta
öryggis allrar heimsbyggðarinnar.
„En hvaða Vesturlandabúar
myndu vilja fara þessa leið?“ spyr
Rushdie. „Þetta væri bara gamla
sagan um nýlendukúgun og heims-
valdastefnu, ekki satt? Og hver ætti
svo að borga fyrir alla þessa friðar-
gæslu? Svörin við þessum spurning-
um eru líka spurningar: Hvað annað
er til ráða? Hefurðu betri hugmynd?
Eða eigum við bara að standa hjá –
hættir að vera nýlenduherrar og höf-
um lagt heimsvaldastefnuna til hlið-
ar – og vona það besta?“
„Þurfa sveppaský að rísa yfir
Delhí og Islamabad til þess að við
losum okkur úr viðjum fordóma okk-
ar og reynum að gera eitthvað sem
gæti raunverulega skilað árangri?
Með hinum ódauðlegu orðum
Kryddpíanna: Ætlar þetta „déja vu“
engan endi að taka?“
ÞJÓÐFRELSISFYLKINGIN
(FLN), sem var lengi eini stjórn-
málaflokkur Alsírs, fékk meirihluta
á þingi landsins í kosningum í
fyrradag. Kosningarnar einkennd-
ust af áhugaleysi kjósenda í mörg-
um héruðum og kjörsóknin var að-
eins 47%, minni en nokkru sinni
fyrr frá því að Alsír fékk sjálfstæði
fyrir 40 árum.
Þjóðfrelsisfylkingin fékk 199
þingsæti af 389, þrisvar sinnum
fleiri en í síðustu kosningum árið
1997, að sögn alsírska innanrík-
isráðuneytisins í gær. Flokkurinn
var einn við völd frá 1962 til 1991.
Stærsti flokkur landsins á síð-
asta kjörtímabili, Lýðræðissamtök-
in (RND), hélt aðeins þriðjungi
þingsæta sinna, þingmönnum hans
fækkaði úr 155 í 48. Flokkurinn
hefur verið í stjórn með Þjóðfrels-
isfylkingunni.
Tveir hófsamir íslamskir flokkar
komu næstir með 43 og 38 þing-
sæti. Alls tóku 23 flokkar þátt í
kosningunum.
Allt niður í 2% kjörsókn
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
með því að neita að kjósa hefðu
margir Alsírbúar hafnað stjórn-
málakerfi landsins vegna mikilla
efnahagsþrenginga eftir tíu ára
borgarastyrjöld sem kostað hefur
um 150.000 manns lífið. Meðal-
tekjur landsmanna hafa minnkað
um helming á áratug og atvinnu-
leysið er nú um 30%.
Nær allir íbúar Kabylie, héraðs
berba, sem eru í minnihluta í Alsír,
sniðgengu kosningarnar. Kjör-
sóknin var til að mynda aðeins tæp
2% í höfuðstað héraðsins, Tizi
Ouzuou.
Stærsti flokkur berba, sem snið-
gekk kosningarnar, sakaði stjórn-
ina um að hafa ákveðið úrslitin fyr-
irfram.Vopnaðir öfgahópar hafa
hert árásir sínar í Alsír frá því í
febrúar þegar Abdelaziz Bouteflika
forseti boðaði til þingkosninganna.
Nær 200 manns hafa beðið bana í
árásunum frá því í byrjun maí og
meira en 610 það sem af er árinu.
Nokkrum klukkustundum áður
en kjörstaðir voru opnaðir myrti
vopnaður hópur tuttugu og þrjá
hirðingja vestur af Algeirsborg.
Þingkosningar í Alsír fóru fram í skugga mikilla blóðsúthellinga
Gamli valdaflokkurinn
tryggði sér meirihluta
Minnsta kjörsókn
í sögu landsins
Reuters
Ungur Alsírbúi á kjörstað í Tizi Ouzuo, höfuðstað Kabylie, héraðs berba í fyrradag.
Algeirsborg. AFP.