Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 29 Pakistan í fangbrögðum og þokast sífellt nær hengifluginu.“ En gam- algróið hatrið á milli þeirra sé ekki lengur þeirra einkamál. Hættan á kjarnorkustríði, hversu ólíklegt sem það sé, geri að verkum að Kasmír sé vandamál okkar allra. „Núna er það hættulegasti staður í heimi.“ Rushdie telur að eina leiðin til að leysa vandann sé að Vesturlönd skerist í leikinn – reyndar vilji Rúss- ar leggja sitt að mörkum, og það sé til bóta. Einungis ef bæði Pakistanar og Indverjar fáist til að draga sig til baka og fjölmennt friðargæslulið verði sent til eftirlits í Kasmír sem sjálfstjórnarhéraði sé hægt að koma á stöðugleika þar. Markmiðið að gæta öryggis allrar heimsbyggðarinnar Rushdie tekur fram, að markmiðið með því að Vesturlönd skerist í leik- inn og sendi lið til friðargæslu í Kasmír sé ekki að verða við beiðni Pakistana um alþjóðleg afskipti – til- gangurinn sé ekki að hafa hemil á „árásargirni“ Indverja, heldur hljóti markmiðið eingöngu að vera að gæta öryggis allrar heimsbyggðarinnar. „En hvaða Vesturlandabúar myndu vilja fara þessa leið?“ spyr Rushdie. „Þetta væri bara gamla sagan um nýlendukúgun og heims- valdastefnu, ekki satt? Og hver ætti svo að borga fyrir alla þessa friðar- gæslu? Svörin við þessum spurning- um eru líka spurningar: Hvað annað er til ráða? Hefurðu betri hugmynd? Eða eigum við bara að standa hjá – hættir að vera nýlenduherrar og höf- um lagt heimsvaldastefnuna til hlið- ar – og vona það besta?“ „Þurfa sveppaský að rísa yfir Delhí og Islamabad til þess að við losum okkur úr viðjum fordóma okk- ar og reynum að gera eitthvað sem gæti raunverulega skilað árangri? Með hinum ódauðlegu orðum Kryddpíanna: Ætlar þetta „déja vu“ engan endi að taka?“ ÞJÓÐFRELSISFYLKINGIN (FLN), sem var lengi eini stjórn- málaflokkur Alsírs, fékk meirihluta á þingi landsins í kosningum í fyrradag. Kosningarnar einkennd- ust af áhugaleysi kjósenda í mörg- um héruðum og kjörsóknin var að- eins 47%, minni en nokkru sinni fyrr frá því að Alsír fékk sjálfstæði fyrir 40 árum. Þjóðfrelsisfylkingin fékk 199 þingsæti af 389, þrisvar sinnum fleiri en í síðustu kosningum árið 1997, að sögn alsírska innanrík- isráðuneytisins í gær. Flokkurinn var einn við völd frá 1962 til 1991. Stærsti flokkur landsins á síð- asta kjörtímabili, Lýðræðissamtök- in (RND), hélt aðeins þriðjungi þingsæta sinna, þingmönnum hans fækkaði úr 155 í 48. Flokkurinn hefur verið í stjórn með Þjóðfrels- isfylkingunni. Tveir hófsamir íslamskir flokkar komu næstir með 43 og 38 þing- sæti. Alls tóku 23 flokkar þátt í kosningunum. Allt niður í 2% kjörsókn Stjórnmálaskýrendur sögðu að með því að neita að kjósa hefðu margir Alsírbúar hafnað stjórn- málakerfi landsins vegna mikilla efnahagsþrenginga eftir tíu ára borgarastyrjöld sem kostað hefur um 150.000 manns lífið. Meðal- tekjur landsmanna hafa minnkað um helming á áratug og atvinnu- leysið er nú um 30%. Nær allir íbúar Kabylie, héraðs berba, sem eru í minnihluta í Alsír, sniðgengu kosningarnar. Kjör- sóknin var til að mynda aðeins tæp 2% í höfuðstað héraðsins, Tizi Ouzuou. Stærsti flokkur berba, sem snið- gekk kosningarnar, sakaði stjórn- ina um að hafa ákveðið úrslitin fyr- irfram.Vopnaðir öfgahópar hafa hert árásir sínar í Alsír frá því í febrúar þegar Abdelaziz Bouteflika forseti boðaði til þingkosninganna. Nær 200 manns hafa beðið bana í árásunum frá því í byrjun maí og meira en 610 það sem af er árinu. Nokkrum klukkustundum áður en kjörstaðir voru opnaðir myrti vopnaður hópur tuttugu og þrjá hirðingja vestur af Algeirsborg. Þingkosningar í Alsír fóru fram í skugga mikilla blóðsúthellinga Gamli valdaflokkurinn tryggði sér meirihluta Minnsta kjörsókn í sögu landsins Reuters Ungur Alsírbúi á kjörstað í Tizi Ouzuo, höfuðstað Kabylie, héraðs berba í fyrradag. Algeirsborg. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.