Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 44

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR nýaf- staðinna sveitarstjórn- arkosninga hefur borið nokkuð á umræðu um það hverjir hafi unnið og hverjir tapað í kosn- ingunum. Hér á Akur- eyri hafa a.m.k. tvær greinar verið skrifaðar í Morgunblaðið með skömmu milli bili um þetta efni. Sá annálaði athafna- maður og orðhákur Sverrir Leósson segir í Morgunblaðsgrein 30. maí að hann hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn og kann ég honum bestu þakkir fyrir það, en Sverrir lýsir jafn- framt L-listann sigurvegara kosning- anna. Einnig gaf Hermann Óskars- son, frambjóðandi Samfylkingarinnar á Akureyri, í skyn í Morgunblaðinu hinn 29. maí að lýðræðið væri fótum troðið á Akureyri. Félagsfræðingur- inn finnur málatilbúnaði sínum stað í því að L-listinn muni ekki starfa í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar á næsta kjörtímabili. Þessi umræða er á margan hátt nokkuð sérkennileg þegar litið er yfir pólitíska umræðu síðustu vikna hér í bæ. Álit mitt er t.d. það að heiðarlegra væri af Hermanni að líta sér nær og rifja upp þá undarlegu orðræðu sem samflokksmenn hans höfðu um L- listann, líktu framboð- inu við framboð þjóð- ernissinna í Evrópu og lítilsvirtu það með ýms- um öðrum yfirlýsingum sem óþarft er að rifja upp að sinni. Ég álít menn á villi- götum þegar rætt er um L-listann sem sigurveg- ara kosninganna, for- vígismenn listans eigi að taka þátt meirhluta- samstarfi og svo fullyrt ef menn eru ekki sam- mála þessu að þá sé ver- ið að „hundsa vilja kjós- enda“. Í kosningum er sá einn sigurvegari sem fær flest at- kvæði á kjördegi. L-listinn bætir vissulega fylgi sitt um 6% frá síðustu kosningum og á að sjálfsögðu skilið hrós fyrir þann árangur. Hins vegar er sá listi ekki sigurvegari í þessu efni. Samfylkingin fékk ekki eitt ein- asta atkvæði í kosningunum 1998 en hinn 25. maí sl. kusu það framboð tæp 14% Akureyringa. Í öðru sæti í þess- um samanburði voru vinstri grænir, sem buðu einnig fram hér í fyrsta sinn, og fengu tæplega 8% fylgi. L- listinn er m.ö.o. í þriðja sæti í þessum samanburði. Þetta eru einu raunhæfu mæli- kvarðarnir sem fólk hefur til þess að nálgast hlutlæga túlkun á niðurstöð- um þessara kosninga. Ekkert annað en huglægt mat einstaklinga liggur til grundvallar öðrum staðhæfingum eða treysta einhverjir sér til þess að full- yrða um það frá hvaða kjósendum hvert framboð fékk atkvæði sín? Það er hins vegar verðugt viðfangs- efni fyrir stjórnmálamenn og -fræð- inga, í kjölfar þessara kosninga, að hugleiða ástæður fylgis framboðs sem lýst var þannig af flokksbróður fyrrnefnds Hermanns: „Oddur Helgi og félagar hafa hins vegar enga póli- tíska stefnu, enda segjast þeir vera fólk en ekki flokkur./…/ Stefnuleysi L-listans er helsti galli framboðsins. Oddur Helgi stefnir ekki að meiri- hlutasamstarfi við nokkurn flokk, engin málefni eru á döfinni /…/Hann ýmist studdi meirihlutann eða sat hjá.“ Í ljósi niðurstöðu kosninganna var að mínu mati eðlilegt að B- og D-listar tækju upp viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn – hvort sem mönnum fellur það vel eða illa. At- kvæði um 60% Akureyringa voru greidd þessum listum tveim á kjör- degi og endurspegla vilja meirihluta kjósenda. Er ekki megininntak hins svokallaða lýðræðisskipulags okkar einmitt það að meirihlutinn eigi að ráða? Sigurvegarar kosn- inga og lýðræðisást Kristján Þór Júlíusson Akureyri Atkvæði um 60% Ak- ureyringa voru greidd þessum listum tveim á kjördegi, segir Kristján Þór Júlíusson, og end- urspegla vilja meiri- hluta kjósenda. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri og skipaði 1. sæti á D-lista Sjálfstæð- isflokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri. NOTKUN ritalins hér á landi hefur auk- ist jafnt og þétt svo nokkurri undrun sæt- ir. Meðfylgjandi mynd, sem styðst við nýjustu tölur frá heil- brigðisráðuneytinu, sýnir þessa þróun á síðustu árum á Ís- landi, Danmörku og í Noregi. Í Finnlandi er lyfið háð einstökum leyfisveitingum og nokun þess vart mæl- anleg. Fram hefur komið að notkun rital- ins sé varla þekkt í Færeyjum. Engar tölulegar upplýsingar liggja fyrir um notkun ritalins í Svíþjóð. Aðal ábending fyrir notkun rit- alins er sjúkdómurinn ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder/Attention Deficit Disord- er). Talið er að í Bretlandi uppfylli 1% barna á aldrinum 6-16 ára skil- yrði fyrir greiningunni svæsin of- virkni. Ég tel nauðsynlegt að þær far- aldsfræðilegu upplýsingar sem fyrir liggja um notkun ritalins séu skoðaðar gaumgæfilega og þá sér- staklega hugað að því hvað veldur þessari miklu aukningu. Skýring- arnar geta verið fjölmargar og nefni ég hér nokkrar þeirra: – Að við séum enn að ,,metta“ þörfina fyrir meðferð verulega veikra og meðalveikra barna. Við erum þá í stuttu máli með betri heilbrigðisþjónustu en nágranna- lönd okkar. – Að tíðni ofvirkni á Íslandi sé mun meiri en á hinum Norður- löndunum. Hér gætu bæði erfða- fræði og umhverfisþættir skipt máli, einkum samspil þessara þátta. – Að greiningin of- virkni sé ofnotuð og að verið sé að ,,sjúk- dómsvæða“ hluta af vandamálinu (medic- alization). Fræðilega séð verð- ur sjúkdómsvæðing m.a. til með þeim hætti að skilyrði fyrir greiningu eru víkkuð út annaðhvort hug- lægt (hjá meðferðar- aðila) eða samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Það þýðir að þeir sem eru minna veikir fá einnig sjúkdómsgrein- ingu og fá viðeigandi meðferð, sem leiðir aftur til þess að árangur meðferðar verður óvissari fyrir þann hóp. Sjúkdómsvæðing er einnig háð samfélagi og menningu. Ólíklegt er að ein skýring á aukningunni sé sú eina rétta. Þarna er eflaust á ferðinni samspil margra þátta. Leggja ber áherslu á að enginn er að ásaka sjúk- lingana sjálfa um hvernig komið er, enda ástæðulaust. Hins vegar er full ástæða til að skoða hvort ís- lenskt samfélag og félagslegt um- hverfi stuðli að vaxandi óróleika og hegðunarvandamálum barna og unglinga sem geti þróast yfir í greininguna ofvirkni, líkt og talið er að gerst hafi í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Ritalin og ís- lenskt samfélag Jóhann Ágúst Sigurðsson Höfundur er prófessor í heimilis- læknisfræði við Háskóla Íslands. Ritalin Ég tel nauðsynlegt að þær faraldsfræðilegu upplýsingar, segir Jó- hann Ág. Sigurðsson, sem fyrir liggja um notkun ritalins séu skoðaðar gaumgæfilega. BB BB; BB: BB9 BB= BB< BBA BBB    :G ;G9 ;G G9 G G9 G G9  ?2   0 > BB   /   > 2   54  8 :G ;G9 ;G G9 G G9 G G9  Suðurlandsbraut Til leigu í þessu glæsilega húsi tvær hæðir, samtals 1.700 til 1.900 fm. Mjög góð staðsetning. Glæsilegar, mjög vand að- ar og góðar skrifstofur á 3. og 4. hæð. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu traustra aðila. Sanngjörn leiga fyrir rétta aðila. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Höfðabakki 9 - Til leigu www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Til leigu í þessu glæsilega húsi. Skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Frábær staðsetning, næg bílastæði, mjög gott útsýni. 7. Hæð ( efsta hæð) 850 fm. Eignin er í eigu traustra aðila. Hagstæð leiguverð. Hafið samband við okkur. Lækjarás - glæsihús í enda götu Vorum að fá í einkasölu glæsilegt einbýlishús á einni hæð, samtals u.þ.b. 245 fm, með góðum bílskúr. Parket og vandaðar innréttingar. Frábær staðsetning innst í götu fyr- ir neðan götu með frábæru útsýni. Arinn í einni stofu. Hús- ið er allt á einni hæð og er teiknað af Kjartani Sveinssyni. V. 35 m. 2427

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.