Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 50

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Geir Axelssonfæddist í Þverár- dal í A-Húnavatns- sýslu hinn 23. nóvem- ber 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki aðfaranótt mánu- dagsins 20. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Sigríður Stefánsdótt- ir, f. 8. september 1892, d. 16. desem- ber 1994, frá Hall- dórsstöðum á Lang- holti, og Axel Jóhannesson, f. 1. janúar 1897, d. 17. nóvember 1970, bóndi á Torf- um í Eyjafirði. Systkini Geirs voru Jóhannes, Hannes, Aðalheið- ur, Aðalgeir, Örlygur, Valgeir Hólm og Ólafur, en þrjú þeirra eru látin. Kona Geirs var Ingunn Björns- dóttir, f. 18. júlí 1922 á Stóru-Ökr- um í Blönduhlíð. Foreldrar henn- ar voru Björn Sigurðsson bóndi og símstöðvarstjóri þar og kona hans, Sigríður Gunnarsdóttir. Geir og Ingunn eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Sigrún, f. 20. maí 1945, gift Gunnari Helga Magnússyni. 2) Gerður, f. 16. októ- ber 1946. 3) Grétar, f. 20. mars 1948, kvæntur Sigrúnu Lóu Jósefsdóttur. 4) Herdís Aðalheiður, f. 26. september 1951, sambýlismað- ur hennar er Jóhann Ólafsson. 5) Gísli Hólm, f. 3. júlí 1953, kvæntur Sólveigu Sigríði Einarsdótt- ur. 6) Erna, f. 22. mars 1956, gift Gísla Frostasyni. 7) Val- gerður Sigríður, f. 12. desember 1960, sambýlismaður hennar er Birgir Valdimarsson. Barnabörn Geirs og Ingunnar eru 20 og barnabarnabörnin 25. Geir og Ingunn hófu búskap í Bakkaseli í Öxnadal, en bjuggu síðan lengst af í Litladal og Brekkukoti í Akrahreppi, eða þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1982. Geir vann allan sinn búskap utan heimilis sem vörubifreiða- rstjóri. Útför Geirs fer fram frá Mikla- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Kær faðir minn er látinn eftir margra ára baráttu við parkinson- sjúkdóm, sem tók þó skjótan endi. Mig langar til að gera þetta ljóð, Um sundin blá, að hans orðum, því það á svo vel við þær síðustu tvær nætur sem við áttum saman, þegar dimm þokan læddist inn með fjallinu, allt varð svo hljótt og við biðum þess sem koma skyldi: Um vorkvöldin síðla ég sigli einn um sundin blá. Til hvíldar er heimurinn genginn og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá. Um sofanda varir fer viðkvæmt bros meðan vornóttin gengur hjá. Hve fley mitt svífur við svalan blæinn um sundin blá – Í kvöldmóðu fjöll eru falin og fölnandi gylling slær vötnin á. Og draumljóð í kyrrðinni dulrænt berst djúpinu sofandi frá – – – – Ó, hvaðan ber sönginn, er svífur í nótt yfir sundin blá? Hver leggur í leik sinna strengja svo ljúfsáran trega og djúpa þrá? Það er sem heyri ég hjarta mitt í hörpunnar ómum slá – Á burtu með söngvunum sál mín líður um sundin blá – – – Í líðandi niði vorblárra vatna vaggaðu, húmnótt, sorg minni og þrá – Lát hægan drjúpa af dularhönd þinni draumveig á syrgjandans brá. ( Tómas Guðmundsson.) Hvíl þú í friði. Þín dóttir Erna. Það er alveg magnað hvað ég á margar minningar úr Brekkukoti þó svo ég hafi aldrei verið þar sumar- langt, aðeins viku og viku á hverju sumri frá því ég man eftir mér og fram á fullorðinsár. Kannski er það einmitt þess vegna. Þetta var jú skemmtilegasti tími ársins, að fara í frí með mömmu og pabba og heim- sækja afa og ömmu. „Afi, hreyfðu eyrun!“ var það sem við sögðum helst við afa á þessum ár- um. Afi sat þá við kvöldverðarborðið eftir að hafa keyrt möl í vegi Skaga- fjarðar allan daginn og sló skeiðinni í borðið þar til amma kom með graut í eftirmat. Það var alltaf sætur graut- ur og mjólk og súkkulaðikaka í eft- irmat. Maður man eftir því þó maður muni ekki hvað var annars í matinn. Svo voru jú líka alltaf gráfíkjur í skápnum bak við eldhúshurðina sem maður læddi sér í jafnt og þétt yfir daginn. Eftir kvöldmat fór afi alltaf út á tröppur með kíkinn sinn og leit yfir sveitina. Úr Brekkukoti sást vel yfir nágrannabæina og allan fjörðinn. Ekkert rauf kyrrðina sem mér finnst enn vera besta kyrrð í heimi. Þessi kyrrð er nefnilega langt frá því að vera þögul vegna niðsins frá Djúpa- dalsá. Oft sat ég úti á túni seint um kvöld og hlustaði á ána og einstaka jarm í rollu og bí í fugli. Það var líka helgistund hjá okkur krökkunum þegar afi rakaði sig. Hann gerði það eftir kvöldmat. Þá sauð amma vatn og hann sat við eld- húsborðið með spegilinn og burstann og sápuna og heitt vatn í bolla. Við sátum stjörf í kringum hann og horfðum á hann gera þetta óendan- lega hægt og yfirvegað. Það færðist fjör í húsið þegar langamma flutti inn í herbergið inn af eldhúsinu og beið eftir að komast á elliheimili. Þar sat hún frammi á rúminu í flókainniskónum og spilaði á munnhörpuna. Ég sat á gólfinu og fylgdist með hvernig hún steig takt- inn á víxl: þegar hæll var á lofti ann- ars fótar var tá á lofti hins fótarins og svo öfugt og svona gekk þetta hratt og lengi og ég skildi ekki að hún skyldi aldrei ruglast. Amma var bóndinn eins og hún áréttaði víst sjálf nú um daginn. Fyr- ir utan heimilishaldið sá hún um kýrnar á meðan afi keyrði græna Bensann með mölina á pallinum. Ég fór með ömmu í fjósið og horfði á hana handmjólka þessar tíu kusur og hella mjólkinni í gegnum sigti oní brúsa. Svo stillti hún brúsanum und- ir fjósvegg þar til afi kæmi á vélinni og keyrði brúsann niður á þjóðveg. En eina fötu af mjólk fór amma alltaf með heim og þá hélt ég í litla puttann á henni svo ég hefði það upp brekk- una, sem virtist vera brattasta brekka í heimi á þessum árum. Afi var húsbóndinn og naut þess þegar hann hvíldi sig eftir langan vinnudag. Alltaf hljóp maður niður brekkuna þegar hann var kominn upp fyrir Skriðuhliðið til að sjá hann handdæla olíunni á þann græna svo allt væri klárt fyrir næsta dag. Svo fékk maður að sitja í upp að húsi. Síðasta sem ég man eftir afa í Brekkukoti áður en hann brá búi og flutti út á Krók var þegar við geng- um á björtu sumarkvöldi upp í Litla- Dal og hann sýndi mér jörðina sína í fyrsta skipti. Ég var jú búinn að stökkva yfir alla skurði og vaða í hverri mýri í fjölda ára en hafði aldr- ei spáð neitt alvarlegar í hlutina en það. Þarna vorum við báðir búnir að gera okkur grein fyrir að þessi sæla mundi taka enda og því átti alvar- leikinn ágætlega við þennan daginn. Alla daga fram að þessum varð maður aldrei var við neitt nema glott og grín og glens frá afa. Maður þurfti bara að vera viðbúinn að halla sér vel í áttina að honum til að missa ekki af skotunum því aldrei talaði hann hátt en það var alltaf jafn mein- fyndið. Þá hristist afi þegar prakk- arahláturinn kraumaði í honum og hrukkur drógust saman í kringum augun og skein í tönn. Svo fluttu afi og amma út á Krók og afi var eitthvað að snudda með vörubílinn þar en svo seldi hann hann líka og þá var fátt eftir annað en að taka á móti afkomendum í heimsóknum og skiptast á fréttum og einstaka glotti yfir bullinu í heim- inum. Farðu vel, afi minn, og takk fyrir þetta allt og allt hitt líka sem ég er búinn að gleyma. Geir Gunnarsson. Elsku afi, nú máttu hægt um heiminn líða. Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn rifjaðist allt upp fyrir mér, þegar ég fór með þér í Bensanum eftir að þú sóttir féð í Hóla og ég fékk að koma með til að fara í Brekkukot og vera hjá ykkur ömmu. Þú sagðir mér hvað allir bæirnir á leiðinni hétu og hvaða fólk ætti heima á þeim. Þegar við fór- um í fjósið gekkst þú á undan okkur alltaf með hendurnar fyrir aftan bak og svo komum við krakkarnir og gerðum eins og þú. Ég geri þetta enn þann dag í dag og alltaf þegar ég stend mig að því hugsa ég til þess þegar ég gekk með þér niðureftir brekkunni að fjósinu. Svo komu Dúdda og Hólmi og við spiluðum ól- sen ólsen fram eftir kvöldi. Þá var ég fimm ára og hélt upp á afmælið mitt hjá ykkur. Ég lék mér í fjárkörfunni og að gömlum leggjum sem amma geymdi í eldhússkápnum. Svo fannst mér alltaf skemmtilegast þegar amma sauð rabarbaragrautinn og hún lét þig hafa endana af rabarbar- anum og þú grettir þig yfir því hvað það var súrt og svo hlógum við að öllu saman. Elsku afi, takk fyrir síðustu stund- ina á föstudaginn og stelpurnar biðja að heilsa afa sem er núna engill uppi hjá Guði milli stjarnanna; þær eru alltaf að reyna að sjá þig. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við yztu hafsbrún sefur sól og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið. Og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson.) Elsku amma, Guð geymi þig og styrki á þessari stundu. Kolbrún Erla. Það er skrýtið, afi, að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, en eins og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng þá verða allir menn að deyja. Þú varst búinn að vera veikur lengi svo við vorum öll búin undir þetta. Þegar við hittum þig um páskana og þú sást Ástrós Hind í fyrsta skipti sá ég að þú varst orðinn veikari og ég er glaður yfir að þú skyldir fá að hitta litlu stelpuna mína einu sinni. Ég man að þú tókst í höndina á henni og sagðir: „Óskaplega eru þetta litlir puttar.“ Undanfarna daga hafa svo rifjast upp fyrir mér ýmsar stundir sem ég átti með þér, en þær voru nú ófáar. Í Brekkukoti meðan þið bjugguð þar, í norðurherberginu þínu var ýmislegt forvitnilegt og ekki síst í gamla brúna skápnum, þar var margt for- vitnilegt fyrir lítinn dreng eins og mig. Þitt helsta áhugamál voru bílar, þú áttir alltaf vörubíl og varst í hin- um ýmsu verkefnum á þeim. Ég man best eftir nokkrum apabenzum sem þú áttir, í Brekkukoti var honum alltaf bakkað aftur fyrir hús ef ske kynni að það þyrfti að renna honum í gang. Karfan til að flytja lömbin á vorin og haustin stóð alltaf niðri við ræsi á síldartunnum. Um tíma eftir að þið amma fluttuð í Krókinn áttir þú tvo bíla og þá var nóg að gera við lambaflutninga, þú á öðrum bílnum og Diddi frændi á hinum. Þínir bestu vinir voru „kallarnir á Stöðinni“ eins og við amma sögðum alltaf. Þangað fór ég stundum með þér og þar var rætt um heima og geima. Seinasti vörubíllinn sem þú áttir var Volvo, ég og Einar Bjarki fórum með þér og Halla til að sækja hann í Borgarnes og ég man hvað mér fannst það flott að hafa koju aft- urí, svona hafði ekki verið í bílunum þínum áður. Ég man líka eftir lyktinni úr nest- isboxinu þínu, hún er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa en maður gleymir aldrei. Eftir að þú lagðist inn á Heilbrigð- isstofnunina tók ég líka enn betur eftir því hvað þú hafðir mikinn áhuga á bílum, þú vissir alltaf hvernig bíl ég átti og röltir út að glugga til að sjá bílinn. Þótt bifreiðastörfin hafi verið númer eitt hjá þér þá varstu alltaf með eitthvert bú og ég man þegar búið var að raka heyinu saman í bólstra þá voru settir kaðlar utan um og þú dróst þá heim á Ursusnum og einhver þurfti að standa aftan á bólstrinum svo kaðlarnir færu ekki af. Mest spennandi fannst mér þó að tína það upp sem við krakkarnir köll- uðum vindla en það voru uppvafn- ingar sem komu undan bólstrinum. Ég man líka eftir því að við gerð- um jólakökurnar hennar ömmu allt- af endalausar, okkur þótti báðum endinn bestur. Eftir að þú lagðist inn fór ég líka að kynnast þér öðruvísi, fann betur hver voru þín áhugamál, eitthvað sem maður hafði ekki tekið eftir í hinu daglega amstri. Þú vildir alltaf vita hvernig færðin hefði verið á leið- inni, spurðir frétta af hestum og söng en af því hafðir þú mjög gaman. Húmor þinn var líka einstakur, al- veg fram á það síðasta, glettin svör sem ekki eru eftir hafandi en ég mun þó hlæja að um aldur og ævi. Afi, það var yndislegt að fá að alast upp undir þínum verndarvæng og ég mun segja afkomendum mín- um margar sögur af þér, hversu frá- bær maður þú varst. Elsku amma, megi guð vera með þér. Rúnar. GEIR AXELSSON ✝ Magnús ÞórirJónasson fæddist á Hellu í Akrahreppi 11. maí 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 21. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jónas Kristjánsson, f. á Þverbrekku í Öxna- dal, og Stefanía Sig- urðardóttir, f. í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð. Magnús var yngstur í sex systkina hópi: Egill, f. 1901, lést ungur, Ágústa, húsmóð- ir á Sauðárkróki, f. 1904, Snorri, loftskeytamaður í Reykjavík, f. 1905, d. 1987, Jón, verkamaður á Sauðárkróki, f. 1909, og Brynhild- ur, húsmóðir á Sauðárkróki, f. 1911. Magnús kvæntist árið 1960 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Þóreyju Guðmundsdóttur frá Ytri-Ána- stöðum á Vatnsnesi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson frá Ánastöð- um og Helga Sigurð- ardóttir frá Bakka í Öxnadal. Dóttir Magnúsar og Þóreyj- ar er Helga Stefanía, aðstoðarskólastjóri við Heiðarskóla í Leirársveit. Maður hennar er Björn Jó- hannesson frá Hóli í Lundarreykjadal og eiga þau tvær dætur, Þóreyju Birnu og Agnesi Helgu. Magnús flutti fimm ára með for- eldrum sínum til Sauðárkróks og gekk í skóla þar. Hann vann mörg ár við vitabyggingar víðsvegar um landið og síðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, m.a. við trésmíðar. Útför Magnúsar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Er ég sest niður og ætla að skrifa nokkur fátækleg orð til minningar um þig elsku pabbi kemur margt upp í hugann. Ég ólst upp við ástúð og öryggi hjá ykkur mömmu og skorti aldrei neitt, nema þá helst systkini að mér fannst stundum. Ég man eftir þér sívinnandi hjálpandi þessum og hinum eða að stússast í rollum eða hestum. Hrekkjóttur varstu og þótti mér oft nóg um þegar vinkon- urnar voru að fara frá mér og fundu ekki skóna sína eða fundu þá fulla af kartöflum eða einhverju öðru. Þegar afastelpurnar komu til sögunnar naustu þín vel í afahlut- verkinu og þó við byggjum ekki nærri var hvert tækifæri notað til að hitta afa og ömmu. Þegar heils- an brást breyttist mikið. Nú ertu búinn að fá hvíldina sem þú hafðir þráð svo lengi. Við minnumst þín með hlýju og virðingu elsku pabbi og afi. Við vit- um að vel hefur verið tekið á móti þér á nýjum stað. Nú hefur sólguð aftur ægi hitt og undið hinstu geisla í rauðan hnykil, þvegið í öldum þræði sína alla. En dökkbrýnd nóttin ber við belti sitt að blárri höllu dagsins nýjan lykil. Og enginn veit hvað í þeim sölum býr sem opnast þegar húmið burtu snýr og stjarnan bjarta bliknar yfir hjalla. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Helga Stefanía og dætur. MAGNÚS ÞÓRIR JÓNASSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.