Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 61

Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 61
sumrin. Hafa þessi námskeið verið vel sótt og reynt er að hafa þau sem fjölbreytilegust. Boðið er upp á tvenns konar námskeið í sumar, leikjanámskeið fyrir 6–10 ára börn og ævintýr- anámskeið fyrir 10–12 ára börn. Þetta eru lífleg námskeið með fjölbreyttri dagskrá. Farið verður í leiki, bæði úti og inni, föndrað, far- ið í skoðunarferðir, ratleiki, rútu- ferð og fleira. Í lok hvers námskeið er farið út fyrir bæinn og grillað. Á ævintýr- anámskeiðunum er lögð áhersla á útivist. Farið verður í ratleiki, hjól- reiðaferð, vettvangsferð og í lok hvers námskeiðs er farið út fyrir bæinn og grillað. Leikjanámskeið: 10.–14. júní 18.–21. júní 24.–28. júní 29. júlí–28. ágúst 12.–16. ágúst Ævintýranámkeið: 24.–28. júní 12.–16. ágúst Öll námskeiðin eru frá kl. 13 til 17. Þátttökugjald er 2.500 krónur og er allt innifalið í því, ferðir, efn- isgjald og nesti. Nánari upplýs- ingar og innritun er í síma 511 1560 og á neskirkja@neskirkja.is. Einn- ig á www.neskirkja.is Kvöldguðsþjónustur í Seljakirkju NÆSTA sunnudag 2. júní færist guðsþjónustutími Seljakirkju yfir á kvöldið, það er að segja til kl. 20. Seljakirkja býður upp á kvöldguðs- þjónustur í allt sumar og hefjast þær allar kl. 20. Altarisganga verð- ur í hverri kvöldguðsþjónustu. Sumarið er sá árstími, sem flestir reyna að nýta vel til útivistar og ferðalaga, ekki hvað síst um helgar. Nú er sá kostur fyrir hendi að ljúka hollri útivist og góðri helgarferð á því að koma til kirkjunnar sinnar og eiga þar notalega kvöldstund saman. Þá tökum við á móti frels- aranum Jesú Kristi, biðjum til hans og syngjum honum til dýrðar. Sjáumst í Seljakirkju í sumar. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 61 FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐSLÁTTUVÉLARSLÁTTUORF HEKK KLIPPUR HANDSLÁTTUVÉLAR REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070 ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST Létt og lipur. Fyrir sumar- bústaðinn og heimilið Sú græna góða. 4,75 hp - 6,5 hp Sú mest selda. 3,5 hp - 6 hp Fyrir þá sem vilja „alvöru“ hekkklippur „Bumbubaninn“ sem bregst ekki Hörkuorf fyrir alla sláttumenn Neskirkja. Vortónleikar Drengjakórs Nes- kirkju kl. 16. Fjölbreytt efnisskrá eftir inn- lend og erlend tónskáld. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Píanó- og orgelleikari Lenka Mátéova. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf FRÉTTIR FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja gönguferða, sunnudaginn 2. júní, sem hefjast og enda á sama stað og sama tíma. Annars vegar verður ekið upp að Þverárkoti á Kjalarnesi og gengið þaðan yfir Svínaskarð (481 m y.s.) milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Úr Svínaskarði liggur leiðin fram Svínadal og að Vindás- hlíð. Göngutími er um 3 – 4 klst. og fararstjóri á þessari leið er Leifur Þorsteinsson. Hinsvegar verður ekið að Fossá í Hvalfirði og gengið þaðan upp Foss- árdal á milli Reynivallaháls og Þrándarstaðafjalls yfir að Vindás- hlíð. Þetta er tiltölulega létt 1 – 2 klst ganga. Fararstjóri er Vigfús Páls- son. Í ferðalok þiggja báðir hópar kaffi og meðlæti hjá Hlíðarmeyjum KFUM og KFUK í Vindáshlíð. Þess- ar leiðir eru hluti fornra þjóðleiða frá Reykjavík og norður í land, segir í fréttatilkynningu. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörk- inni 6. Ganga um Svínaskarð og Fossárdal SAMTÖKIN Komið og dansið standa fyrir dansleikjum á Ingólfs- torgi í miðbæ Reykjavíkur sunnu- dagana 2. júní og sunnudaginn 23. júní kl. 14–16.Um er að ræða til- breytingu í miðborgarlífinu í sam- starfi viðmenningarsveit Hins húss- ins.Danstónlist verður flutt af geisladiskum með hátalarakerfi og val tónlistar er miðað við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Létt sveifla og línudansar verða þó í fyr- irrúmi. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Dansleikir á Ingólfstorgi KAFFISALA sumarbúða KFUK í Vindáshlíð í Kjós, verður sunnudag- inn 2. júní og hefst með messu í Hall- grímskirkju í Vindáshlíð kl. 14. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar. Í tengslum við kaffisöluna mun Ferðafélag Íslands efna til göngu- ferða sem báðar enda með kaffi í sumarbúðunum í Vindáshlíð, segir í fréttatilkynningu. Kaffisala í Vindáshlíð ÁRLEGUR skógardagur Skóg- ræktarfélags Mosfellsbæjar verð- ur haldinn í dag, laugardaginn 1. júní, kl. 13 í Hamrahlíð. Að venju verður gróðursett og grillað á eftir. Félagsmenn og aðrir unnendur skógræktar hjálpast að við að græða og fegra landið, segir í fréttatilkynningu. Skógardagur í Mosfellsbæ Í TILEFNI af HM í knattspyrnu setur Hreyfing upp Sony risaskjá í afgreiðslu og Sony sjónvarpstæki í tækjasal. Tippleikur verður í gangi til að spreyta sig á úrslitum leikja, verðlaun í boði. Sérstakt inngöngu- tilboð í bónusklúbb Hreyfingar verð- ur í gangi á HM dögum Hreyfingar, frír mánuður og ýmsir kaupaukar, m.a. HM boltinn frá Adidas, segir í fréttatilkynningu frá Hreyfingu. HM-dagar í Hreyfingu BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í sjötta sinn laugardaginn 25. maí. Að þessu sinni voru útskrifaðir 112 nemendur af hinum ýmsu brautum skólans. Nemendur voru útskrif- aðir í fyrsta sinn af sérnámsbraut og af listnámsbraut. Katla Margrét Axelsdóttir, nemandi á nátt- úrufræðibraut, var dúx skólans, en einnig hlaut Katrín K. Söebech við- urkenningu fyrir framúrskarandi árangur á félagsliðabraut. Úrslit samkeppni um útilistaverk sem setja á upp við skólann voru til- kynnt. Verkið sem valið var til út- færslu er eftir Gjörningaklúbbinn en í honum eru Eirún Sigurð- ardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Hafsteinn Jónasson, stúdent á náttúrufræðibraut, flutti ávarp útskriftarnema og Ólafur Sigurðsson, skólameistari, gerði að umtalsefni í ræðu sinni fjölbreytni og þróun skólans og fjallaði einnig um gildi menntunar og nauðsyn gagnrýninnar hugsunar ungs fólks í nútímaþjóðfélagi. Borgarholtsskóla slitið í sjötta sinn NÁMSKEIÐ um sveitastörf fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára verður haldið í húsnæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Stangarhyl 1 í Reykjavík, mánudaginn 3. júní klukkan 14.30. Þátttaka er ókeypis en þeir sem fara í sveit í sumar fá fræðslu um hugsanlegar hættur sem fylgja störfum í sveit og einnig umgengni í kringum dráttarvélar og önnur tæki. Þátttaka tilkynnist til Slysavarna- félagsins Landsbjargar í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag. Það eru Slysavarnafélagið Lands- björg, Umferðarráð og Vinnueftirlit ríkisins sem standa að námskeiðinu, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um sveita- störf SJÓMANNADAGURINN er hald- inn hátíðlegur ár hvert á Hrafnistu í Hafnarfirði og Reykjavík og verður dagskrá með hefðbundnum hætti í ár. Að venju verður í boði kaffihlað- borð og rennur ágóðinn af kaffisöl- unni til velferðarmála heimilisfólks- ins. Kaffisalan verður í borðsölum Hrafnistu frá kl. 14 – 17. Handavinnusýning og sala verður opin sunnudaginn 2. júní kl. 13 – 17 og mánudaginn 3. júní 10 – 16. Sjómanna- dagurinn á Hrafnistu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.