Morgunblaðið - 01.06.2002, Qupperneq 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÉR er á ferðinni safnplata, hvar
helstu poppsveitir landsins fá tvö
órafmögnuð tónleika/hljóðverslög á
kjaft. Átján laga diskur sem rennur
ljúflega í gegn og það á jákvæðan
hátt. Það er gaman að heyra útjask-
aða slagara í nýjum, berstrípuðum
lagasmíðum jafnframt sem svona
nálgun kemur oft „upp“ um lögin.
Þegar allt glingur er á bak og
burt heyrist betur hvort eitthvað
sé varið í lagasmíðina eður ei.
Land og synir opna diskinn
með „Summer“ sem hreinlega
kemur betur út í svona settlegri
útgáfu. Píanóleikur Njáls er og
smekklegur. Seinna lagið
„Blow’n you up“ ber hins vegar
svip afgreiðslulaga. Bæði lögin
eru „viðætlumaðreynaaðmeik-
aða“ lög Sonanna, lög sem
hæfa sveitinni ekki nægilega
vel, ef ég á að vera hreinskil-
inn.
Í svörtum fötum leikur hið ægi-
vinsæla „Nakinn“ sem verður í óraf-
mögnuðum meðförum næsta ægifal-
legt! En textanum verður ekki
breytt. Hann er handónýtur og
verður auk þess „naktari“ í óraf-
magnaðri útgáfu sem er honum
allra síst til tekna.
Ef ég þekki þessa pilta rétt hafa
þeir og verið með tungu uppi við
tönn þegar þeir tóku lagið upp.
Þetta eru grallarar. En seinna lagið
er alveg út úr kú; líkt og menn séu
að reyna að gera það eins illa og
hægt er!
Sóldögg nær ekki að bæta neinu
við sín lög. Sem minnir mig á það.
Hvernig væri nú að fara að semja
ný lög? Þetta er eitthvað sem á við
um allar sveitirnar hér, mörg lag-
anna eru orðin hundgömul. Sjáiði
bara hvernig Lauryn Hill gerir
þetta á MTV Unplugged no. 2.0.
Lög Írafárs, „Hvar er ég“ og
„Eldur í mér“ verða undurblíð, al-
veg
hreint indæl á að
hlýða. Birgitta söngkona gerir þetta
vel, næstum því – ég endurtek
næstum því – of vel í fyrra tilfellinu.
Írafár er hörkuband. En hvar er
breiðskífan?
Á móti sól er skipuð atvinnu-
mönnum og kemst skammlaust frá
sínu. Skondið að sjá hvernig fíflalög-
um eins og „Á þig“ og „Austur
þýzk“ er breytt í angurværar ball-
öður (!) Óður til uppáferða verður
súrrealískur, ef bara ekki spreng-
hlægilegur. Og enn heldur fornafna-
kennslan áfram í textunum (þú, þig,
mér, mig, þér o.s.frv.)
Stuðmenn, lávarðar léttleikans,
spinna „Ég vild’ ég væri“ og „Ís-
lenskir karlmenn“ af listfengi hinna
sjóuðu og nýta sér órafmagnaða
vettvanginn til fullnustu.
Sálin hans Jóns míns á líkt og
Stuðmenn, ákveðinn heiðurssess í
íslensku poppi. Sálverjar snúa „Sól,
ég hef sögu að segja þér“ og
„Ímyndunin ein“ (af Sól um nótt) á
alla kanta, pota inn í þau síturum,
vatnsklukkum og öðrum ámóta,
framandi, hljóðfærum og uppskera
frumleg og fersk tilbrigði við stef í
staðinn.
Greifarnir eru aftur á móti hálf-
máttlausir. Þó alltaf gaman að
heyra „Frystikistulagið“ en texti
þess hljómar í dag barnslega kald-
hæðnislega. Menningarfræðingar,
punktið hjá ykkur. Ég er búinn að
finna nýtt hugtak!
Á líkan hátt eru útsetningar Butt-
ercup fremur hugmyndasnauðar.
Undirtitill plötunnar, „læv og ön-
plöggd“ er ljótur, hallærislegur og
svona lagað er íslenskri tónlist til
vansa. Af hverju ekki bara: „Tekið
upp á órafmögnuðum tónleikum“?
Allt í allt hin ágætasta hlustun,
eyrun taka vel á móti tilraunastarf-
semi sem þessari og fjölbreytnin á
plötunni er hæfileg. Það er því ekk-
ert stórvægilegt við þetta að at-
huga. Munum: Gerum lífið
skemmtilegra!
Poppnudd
Ýmsir
Eldhúspartí FM 957
Eldhúspartí FM 957. Flytjendur eru Á
móti sól, Buttercup, Greifarnir, Írafár, Í
svörtum fötum, Land og synir, Sálin hans
Jóns míns, Sóldögg og Stuðmenn. Hljóð-
vinnsla var í höndum Bjarna Kjart-
anssonar og Adda 800. Tekið upp beint
og órafmagnað á Astró, í Grjótnámunni,
Sýrlandi, Laugardalshöll og í Íslensku óp-
erunni.
Spor/Skífan
„Birgitta söngkona gerir þetta
vel, næstum því – ég endurtek
næstum því – of vel…,“ segir
Arnar Eggert Thoroddsen um
frammistöðu Birgittu Haukdal,
söngkonu Írafárs, í Eldhús-
partíinu.
Arnar Eggert Thoroddsen
OXANA Fedorova, 24 ára gömul rússnesk kona frá St.
Pétursborg, var kjörin ungfrú alheimur aðfaranótt
fimmtudags, en keppnin var haldin í Puerto Rico.
Fedorova er lögreglumaður og lögfræðingur að mennt
og kennir í háskóla en ætlar að leggja stund á lög-
mannsstörf. Verðlaun í keppninni nema um 25 millj-
ónum króna og að auki býðst Fedorovou tveggja ára
námsstyrkur við kvikmynda- og sjónvarpsskólann í
New York og dvöl í borginni á launum.
Þær fimm stúlkur sem kepptu til úrslita voru allar
spurðar spurningarinnar: Hvað fær þig til að roðna?
„Þegar ég segi einhverja vitleysu,“ svaraði Fedorova
og brosti breitt en áhorfendur fögnuðu.
Fedorova er 1,80 metrar á hæð með svart hár og
græn augu. Hún á kærasta, Vladímír, sem er 38 ára
gamall.
„Mér líður vel. Ég hef ekki verið svona hamingjusöm
lengi,“ sagði hún á rússnesku á blaðamannafundi eftir
keppnina. „Ég er varla farin að átta mig á þessu. Þetta
er í fyrsta skipti sem land mitt hefur unnið keppnina.“
Fedorova fæddist í Pskov í Rússlandi og foreldrar
hennar búa þar. Hún fór í lögregluskóla og hóf að
vinna sem lögreglumaður en hélt síðan í háskóla rúss-
neska innanríkisráðuneytisins í St. Pétursborg og út-
skrifaðist með fyrstu einkunn sem lögfræðingur. Til
stóð að hún lyki doktorsprófi í lögum á næsta ári.
Justine Pas frá Panama varð í 2. sæti, Ling Zhuo frá
Kína í því þriðja, Vanessa Carreira frá Suður-Afríku í
4. sæti og Cynthia Lander Zamora frá Venesúela varð
fimmta.
Keppnin Ungfrú heimur haldin í Puerto Rico
Rússnesk
kona sú feg-
ursta í heimi
Reuters
„Ég er fegurðardrottning.“ Oxana Fedorova veifar
til áhorfendaskarans.
KASTAST hefur í kekki
milli bandarísku leikar-
anna Matts Damons og
Bens Afflecks sem hafa
lengi verið hinir bestu vin-
ir. Illindin munu hafa
skapast vegna þess að
þeir leika hvor í sinni
myndinni sem keppa
munu um hylli kvik-
myndaáhugafólks nú í
sumar, að því er segir í
frétt BANG Showbiz.
Affleck mun hafa verið
fyrri til að sletta skyrinu.
Hann leikur bandaríska njósnarann
Jack Ryan í myndinni Sum of All
Fears en Damon leikur í kvikmynd-
inni Bourne Identity sem segir sögu
manns sem hefur misst minnið. Af-
fleck, sem lék í kvikmyndinni Pearl
Harbor sagði að myndin sem Damon
léki í væri „tómt rusl“.
Leikararnir tveir hafa verið bestu
vinir árum saman eða allt þar til
kvikmyndir þeirra fóru að keppa um
sölutekjur.
Damon og Affleck skrifuðu í sam-
einingu handritið að Óskarsverð-
launamyndinni Good Will Hunting.
Þeir sameinuðu svo aftur krafta sína
sem fallnir englar í gamanmyndinni
Dogma.
Peningalyktin eyði-
leggur vináttuna
Ben Affleck og Matt Damon sitja saman á
knæpunni, meðan allt lék í lyndi.
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
LOKAHÁTÍÐ LEIKÁRSINS 01/02
Leikur, söngur, dans, uppistand ofl.
Listamenn í Borgarleikhúsinu gleðjast með
áhorfendum eftir velheppnað leikár
Fi 6. júní kl 20
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss.
Í kvöld kl 20
Fö 7. júní kl 20
Fi 13. júní kl 20
Síðustu sýningar í vor
BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson
Su 2. júní kl 20 - SÍÐASTA SÝNING
Sjómannadagstilboð kr. 1.800
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 8. júní kl 20 - AUKASÝNING
Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING
DÚNDURFRÉTTIR - THE WALL
Þri 4. júní kl. 19:30
Þri 4. júní kl. 22:00
Mi 5. júní kl. 19:30
Mi 5. júní kl. 22:00
AND BJÖRK OF COURSE ...
e. Þorvald Þorsteinsson
Í kvöld kl 20
Lau 8. júní kl 20
Síðustu sýningar í vor
SUMARGESTIR e. Maxim Gorki
Nemendaleikhús Listaháskólans og LR
Í dag kl 15 - breyttur sýningartími
Su 2. júní kl 15 - breyttur sýningartími
Ath: ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
JÓN GNARR
Fi 6. júní kl 20
Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard
PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI
þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði
Stóra svið
Nýja sviðið
LEIKFERÐ
3. hæðin
!!
"!!
#!!
$!!
"
% "
!!
$!!
! "# $
&
'%
(
)
"(
( (
*+
,% "-
.
/
0
" 1
""
' /
2
% 33((
ÍÞRÓTTIR