Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 70

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Þór Friðriksson segir góðar líkur á því að Fálkar komist inn á Kvikmyndahátíðina í Toronto eftir að hann sýndi aðstandendum hátíðarinnar og annarra hátíða myndina á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í síðustu viku. Toronto er hátíðin sem mikilvægast er að koma myndinni á því þar nær mað- ur hvað best til kaupendanna og það er náttúrlega nauðsynlegt. Friðrik Þór segist enn eiga eftir að ákveða hvort hann ætli yfir höfuð að gefa kost á myndinni á evr- ópskar kvikmyndahátíðir hausts- ins. Fari svo þá verði stefnan lík- lega sett á hátíðirnar í Locarno eða Karlovy Vary. „Ég hef reyndar átt myndir á þessum hátíðum en þær eru bara svo skemmtilegar og áhorfend- urnir svo þakklátir og hrifnæmir. Þegar Englar alheimsins var sýnd á Karlovy Vary klöppuðu þeir t.d. ítrekað á miðri sýningu rétt eins og á rokktónleikum.“ Skari skrípó fjármögnuð að fullu Friðrik Þór var ekki bara stadd- ur í Cannes til að selja Fálka held- ur var hann þar einnig til að vekja athygli, fjármagna og selja dreif- ingarréttinn á öðrum myndum sem hann og fyrirtæki hans, Íslenska kvikmyndasamsteypan, framleiða, myndir á borð við Regínu, sem sýnd var á þrisvar sinnum á hátíð- inni, Veðmálinu, Sóloni Íslandusi, Ís-lendingum, Skara skrípó, Þórði Kakala, Kaldaljósi svo einhverjar myndir séu nefndar sem eru í eða á leiðinni í vinnslu. „Ég er ánægður með afraksturinn. Trúlega hefur engin mynda minna selst eins vel og Fálkar hefur þegar gert og fjár- mögnun annarra mynda gekk einnig vel. Það tókst t.d. að fjár- magna gerð Skara skrípó upp í topp og gott betur.“ Friðrik segist ekki vita hvort eitthvað eitt valdi því að salan á Fálkum gangi svo vel. „Aðalleikarinn í myndinni, Keith Carradine, er náttúrlega mörgum enn að góðu kunnur síðan hann var einn af vinsælustu leik- urunum á 8. áratugnum og lék m.a. í Nashville Roberts Altmans og The Duelist Ridleys Scotts. Hann er mjög virtur leikari og ég hafði í raun ekki áttað mig á því hversu frægur hann væri í sumum lönd- um. Í Þýskalandi var hann t.a.m. ítrekað stöðvaður út á götu og beð- inn um eiginhandaráritun. Síðan er hann náttúrlega nokkuð þekkt- ur einnig sem tónlistarmaður, þótt lítið hafi farið fyrir þeirri hlið hans á Íslandi. En undanfarið hefur hann varið mestum sínum tíma í að leika á tónleikum og er t.d. nú á ferð um Bandaríkin með sinfón- íuhljómsveit.“ Carradine fékk á sínum tíma Óskarsverðlaun fyrir lag sitt „I’m Easy“ sem hann flutti í Nashville og í Fálkum leikur hann og syngur lokalagið, en það verður að finna á geislaplötu ásamt öðrum lögum úr myndinni sem Smekkleysa gefur út síðar í sumar. Nær allt spánnýtt og ferskt efni flutt af góðri blöndu af vönduðum reynsluboltum og upp- rennandi nýgræðingum á borð við The Leaves, múm, Barða Jóhanns- son úr Bang Gang, Daníel Ágúst, Mínus og rúsínan í pylsuendanum er síðan lag sem Megas syngur á ensku! Fálkar verður frumsýnd á Íslandi snemma ágústmánaðar. Kieslowski og kakalinn En það er alltaf sama sagan með Friðrik Þór. Þótt hann sé nýlokinn við mynd þá er hann löngu farinn að huga að þeirri næstu. „Já, ég hef trúlega tökur á Nicelander (framleidd er af Þóri Snæ Sig- urjónssyni og Skúla Malmquist hjá Zik Zak) í haust.“ Og þar á eftir kemur stuttmynd sem hann ætlar að gera til heiðurs pólska kvik- myndagerðarmanninum Krzysztof Kieslowski. „Það kom upp sú hug- mynd að 10 ólíkir leikstjórar tækju að sér að gera 10 stuttmyndir 10 mínútna langar, sem allar ættu sameiginlegt að vera innblásnar af Kieslowski heitnum. Mín mynd heitir DeCode og Julie Delpy (Homo Faber, Trzy Kolory, Bialy, Before Sunrise) leikur aðal- hlutverkið.“ Friðrik Þór skrifaði handritið einn að myndinni, nokk- uð sem hann segist ekki hafa gert lengi, en það fjallar um franska stúlku sem kemur til Íslands til að leita franskra ættingja sinna fyrir austan. Meðal annarra leikstjóra sem einnig ætla að votta Kies- lowski virðingu sína með gerð sams konar stuttmyndar eru Wim Wenders, Jim Sheridan og hugs- anlega Thomas Winterberg. Þegar Friðrik Þór hefur lokið við stutt- myndina tekur Þórður kakali svo við víkingamynd sem hann mun leikstýra og framleiða eftir hand- riti sem Einar Kárason skrifaði upp úr sögum af þessari 13. aldar hetju og hefndarför hans til Ís- lands. Myndir til að vera stoltur af Friðrik Þór segist hafa hug á því að snúa sér í frekara mæli að því að gera myndir sjálfur fremur en að framleiða myndir annarra. „Það hefur einfaldlega sýnt sig að ég hef ágætt upp úr mínum myndum á meðan ég hef verið að tapa á myndum sem ég framleiði og fjár- magna fyrir aðra. Ég er bara orð- inn leiður á því að súpa seyðið af slæmu gengi mynda eftir aðra, það kallar bara á leiðindi, eins og gerð- ist með Myrkrahöfðingjann. Hér eftir mun ég einvörðungu fram- leiða myndir eftir fólk sem ég hef trú á, myndir sem ég get verið stoltur af að hafa framleitt. Ég tók t.d. óhikað að mér að framleiða næstu mynd Kristínar Jóhanns- dóttur sem mun heita Ilmandi orð og það þrátt fyrir að hún hefði ekki enn hlotið náð fyrir augum Kvikmyndasjóðs. Ég hef engar áhyggjur af því að ekki takist að fjármagna hana.“ Þessa dagana stendur yfir skipu- lagsbreyting á Íslensku kvik- myndasamsteypunni og einn liður í því, að sögn Friðriks Þórs, er að frekari áhersla verði lögð á hand- ritsþróun og nú þegar eru ein 20 handrit í athugun, þar á meðal eitt sem Wim Wenders er viðriðinn við. „Einn fyrsti afrakstur þessa átaks verður draugamyndin Margt býr í myrkrinu. Jón Þórisson skrifaði handritið sem er lauslega byggt á sögu Þorgríms Þráinssonar og ný- verið réðum við upprennandi belg- ískan kvikmyndagerðarmann til að leikstýra henni en hann átti ein- mitt mynd í stuttmyndakeppninni á Cannes.“ Róleg og góð Cannes Annar liður í skipulagsbreytingu Íslensku kvikmyndasamsteyp- unnar er að frekari áhersla verður lögð á að kaupa dreifingarréttinn á erlendum myndum til sýningar í kvikmyndahúsum í Íslandi. Ísleifur Þórhallsson var nýverið ráðinn til fyrirtækisins til að sinna þessu starfi og var þegar látið til skarar skríða í þeim efnum í Cannes. Ís- lenska kvikmyndasamsteypan er t.a.m. búin að tryggja sér dreifing- arrétt á myndum á borð við bresku myndirnar 24 Hour Party People eftir Michael Winterbottom og Once Upon a Time In The Midlands eftir Shane Meadows, sem báðar voru sýndar á hátíðinni, mynd Win- terbottoms í aðalkeppni og Mea- dows í leikstjóradagskránni, við mjög góðar undirtektir. Þar að auki hefur sýningarrétturinn verið keyptur á þýsku myndinni Halbe Treppe sem vann Silfurbjörnin á Berlínarhátíðinni í febrúar og ítölsku myndinni Respiro sem Al- þjóðasamtök gagnrýnenda völdu bestu myndina utan keppni á nýaf- staðinni Cannes-hátíð. Ástæðuna fyrir því að Íslenska kvikmyndasamsteypan er í aukn- um mæli farin að láta sig innflutn- ing erlendra mynda varða segir Friðrik Þór þá að hann sjái sig ein- faldlega knúinn til þess því þetta séu í flestum tilvikum myndir sem að öðrum kosti komi ekki fyrir sjónir Íslendinga, myndir sem hon- um finnist að íslenskir kvikmynda- unnendur eigi rétt á að sjá. „Þegar ég sé góða mynd á kvikmyndahátíð erlendis líður mér illa við tilhugs- unina um að Íslendingar fái ekki tækifæri til að sjá hana. Við teljum okkur hafa nokkuð gott nef fyrir því hvaða myndir fólk hefur áhuga á að sjá og síðan skemmir ekki fyr- ir að kunningsskapur við marga í bransanum auðveldar mér að fá aðstandendur myndanna til Íslands til að kynna þær.“ Það lá vel á Friðriki Þór í þessu samtali við Morgunblaðið enda segist hann sáttur við Cannes- hátíðina í ár. „Hún var rólegri en oft áður. Stóru fyrirtækin gátu því gefið sér betri tíma en oft áður til að kanna hvað væri í boði, sem hef- ur vafalítið hjálpað til við að koma myndum mínum og Íslensku kvik- myndasamsteypunnar á fram- færi.“ Fálkasal- inn Friðrik Einn af fastagestunum á Kvikmyndahá- tíðinni í Cannes er Friðrik Þór Frið- riksson enda hefur hann þar í nógu að snúast. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Friðrik Þór um Fálka og framtíðina. Atriði úr Fálkum. Margrét Vilhjálmsdóttir er hér með aðalleikarann á öxlinni. Friðrik Þór Friðriksson gerði góða ferð á Kvikmyndahátíðina í Cannes skarpi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Það er allt að gerast hjá Friðriki Þór um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.