Morgunblaðið - 07.06.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.06.2002, Qupperneq 1
132. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2002 ÍSRAELSKIR hermenn gerðu at- lögu að aðalstöðvum Yassers Arafats Palestínuleiðtoga í Ramallah á Vest- urbakkanum í gær og lögðu þær í rúst. Einn lífvörður Arafats var felldur og sex aðrir menn særðust í árásinni. Hófust aðgerðir Ísraela í fyrrinótt og stóðu í sex klukkustund- ir. Beittu þeir um 50 skriðdrekum og brynvörðum bílum. Í gær sýndi Arafat fréttamönnum rústir bækistöðva sinna, en bæði skrifstofa hans og baðherbergi höfðu verið eyðilögð. Sjálfan sakaði hann ekki. Ísraelski herinn sat um Arafat í þessum bækistöðvum í fimm vikur samfleytt í apríl og maí, í kjölfar mannskæðrar sjálfmorðssprengju- árásar Palestínumanna í Ísrael. Að sögn palestínskra embættis- manna hafði Arafat verið fluttur á öruggan stað í byggingunum sem hýstu aðalstöðvar palestínsku heimastjórnarinnar á Vesturbakk- anum. Arafat sagði við fréttamenn í gær: „Þeir [Ísraelar] vonuðu að ég væri hér.“ Ísraelar sögðu aftur á móti að ekki hefði verið markmið aðgerðanna að skaða Arafat. Talsmaður hersins sagði atlöguna hafa verið gerða vegna þess, að bækistöðvar Arafats væru „miðstöð palestínsku heima- stjórnarinnar, sem ber beina ábyrgð á hryðjuverkunum, sem hún gefur skipanir um“. Hópur Palestínumanna sem höfðu komið til að skoða skemmdirnar fagnaði Arafat er hann birtist í rúst- unum. „Þetta mun einungis verða til þess að herða afstöðu þjóðar okkar,“ sagði Arafat. Hann bætti við, að at- lagan væri til marks um „fasisma og kynþáttahatur“ Ísraela. Í fyrradag féllu 17 Ísraelar í til- ræði Palestínumanns sem sprengdi bílsprengju við fullskipaðan strætis- vagn í Ísrael. Tilræðismaðurinn féll sjálfur. Samtökin Heilagt stríð Ísl- ams lýstu sig ábyrg fyrir tilræðinu, og í gær handtók palestínska lög- reglan háttsettan meðlim samtak- anna að skipun Arafats, að því er ör- yggismálafulltrúar greindu frá. Ísraelar sögðu að atlagan að höf- uðstöðvum heimastjórnarinnar í Ramallah í gær væri fyrsta skrefið í hefndaraðgerðum vegna tilræðisins í fyrradag. „Ég mun deyja hér“ Talsmaður bandaríska forseta- embættisins, Sean McCormack, sagði í gær að það væri skoðun bandarískra stjórnvalda að það væri ekki til bóta fyrir friðarumleitanir í Miðausturlöndum að Arafat yrði gerður útlægur. Eftir tilræðið í Ísr- ael í gær veltu fréttaskýrendur því fyrir sér hvort Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, myndi bregð- ast við af hörku og gera Arafat brott- rækan. En ráðgjafi Sharons, Raanan Gissin, sagði í gær að það myndi „ekki leysa vandann“ að reka Arafat í útlegð. Sjálfur sagði Arafat í Ram- allah á Vesturbakkanum í gær: „Reka mig í útlegð? Ég mun deyja hér.“ Reuters Palestínumenn standa fyrir framan rústir einnar af byggingunum sem hýstu höfuðstöðvar Yassers Arafats í Ramallah í gær. Ísraelar hefna sprengjutilræðis Palestínumanna Höfuðstöðvar Ara- fats lagðar í rúst Segja það ekki leysa vandann að reka Arafat í útlegð Ramallah, Washington. AFP, AP.  Sagðir hafa/28 FRÖNSKUM knattspyrnuáhuga- mönnum var brugðið í morgun er landslið þeirra – sjálfir heimsmeist- ararnir – fóru nærri því að falla úr keppni á HM er þeir gerðu jafntefli við Úrúgvæa, 0-0, í A-riðli. Í París fylgdist mikið fjölmenni með leikn- um á stórum útisjónvarpsskjá. Heimsmeistararnir eiga enn von um að komast áfram í keppninni, en þeir leika gegn Dönum á þriðjudag- inn og verða að vinna með tveggja marka mun. Takist það ekki verður þetta í fyrsta sinn síðan 1966 sem ríkjandi heimsmeistarar komast ekki í aðra umferð keppninnar. Það ætti þó að auka möguleika Frakka að Zinedine Zidane mun spila með liðinu gegn Dönum, að því er franski varnarmaðurinn Vin- cent Candela sagði í gær, en Zidane hefur ekki getað leikið með franska liðinu það sem af er keppninni vegna meiðsla. AP Meistarar á ystu nöf  Heimsmeistarar/C1 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gærkvöldi að á næsta ári yrði komið á fót nýrri stofnun er hafa myndi yfirumsjón með landvörn- um og öryggisgæslu, til að aftra því að hörmungaratburðirnir 11. september sl. endurtaki sig. Muni hin væntan- lega Heimalandsöryggisstofnun verða á hliðstæðu stigi og ráðuneyti. Í sjónvarpsávarpi sagði Bush að mark- mið stofnunar væri „að verja heima- land okkar og bandarísku þjóðina“. Starfsmenn nýju stofnunarinnar eiga að verða um 170 þúsund talsins og verður 37 milljörðum dollara varið til starfseminnar. Á að fá bæði starfs- fólk og fé frá öðrum ráðuneytum og stofnunum. Stofnunin á að koma í veg fyrir að fólk er hyggur á hryðjuverk komist til Bandaríkjanna og á einnig að auka öryggi í samgöngum, að því er Bush sagði í ávarpi sínu. Forsetinn hefur streist gegn til- raunum þingsins til að koma á fót svona stofnun, en lét undan eftir að þingmenn hófu rannsókn á meintum mistökum leyniþjónustunnar og al- ríkislögreglunnar, er kunni að hafa leitt til þess að hryðjuverkunum 11. september var ekki aftrað. Bush vill nýja land- varna- stofnun Washington. AFP. RICHARD Armitage, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefði fullyrt við sig að hann væri staðráðinn í því að forðast að til styrjaldar kæmi vegna deilu Pakistana og Indverja í Kasmírhér- aði. Sömu sögu væri að segja af Ind- verjum, og bætti Armitage því við, að alþjóðasamfélagið yrði að gera sitt besta til að draga úr spennunni í samskiptum Pakistana og Indverja, sem báðir búa yfir kjarnorkuvopn- um. „Það er mér mikil hughreysting að heyra að Musharraf sé ákveðinn í að forðast stríð.“ Armitage kom til Islamabad í Pak- istan í gær þar sem hann átti fundi með Musharraf og Abdul Sattar ut- anríkisráðherra, og var það fyrsta skrefið í viðleitni Bandaríkjamanna til að leita diplómatískra leiða til lausnar á deilunni um Kasmír, sem undanfarnar vikur hefur harðnað til muna. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, mun einnig halda til S-Asíu til að reyna að bera klæði á vopnin. Indverjar saka Pak- istana um að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem geri árás- ir á skotmörk á indversku yfirráða- svæði í Kasmír. Ríkin tvö hafa deilt um yfirráð yfir héraðinu síðan þau fengu sjálfstæði frá Bretum 1947. Bandaríkjamenn leita leiða til diplómatískrar lausnar á Kasmírdeilunni Armitage lætur í ljós bjartsýni Islamabad. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.