Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 17 reynd ekki lengur í höndum for- stjóra. Það er lagaleg skylda stjórn- ar samkvæmt framangreindri 4. gr. laga um Byggðastofnun að fjalla um reikningana og samþykkja þá og það er skylda formannsins að sjá til þess að þeir komist á dagskrá stjórnarfundar. Það að reikningarn- ir hafa enn ekki verið afgreiddir er á ábyrgð stjórnar en ekki forstjóra. Þess skal getið, að endurskoðandi stofnunarinnar, Árni Snæbjörnsson, afhenti Fjármálaeftirlitinu reikn- inga Byggðastofnunar fyrir árið 2001 strax og þeir lágu fyrir, með fyrirvara um að stjórn stofnunar- innar hefði ekki fjallað um þá. Sömuleiðis sendi fjármálastjóri stofnunarinnar skýrslu til Fjármála- eftirlitsins byggða á ársreikningun- um eins fljótt og frekast var mögu- legt eða fyrir hádegi föstudaginn 17. maí 2002, einnig með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar. Til upplýsingar skal þess getið að ársreikningar Byggðastofnunar hafa verið samþykktir sem hér seg- ir: Ársreikningur 2000, samþykktur 14.3. 2001 Ársreikningur 1999, samþykktur 18.4. 2000 Ársreikningur 1998, samþykktur 26.5. 1999 Ársreikningur 1997, samþykktur 3.6. 1998 Ársreikningur 1996, samþykktur 11.2. 1997 Ársreikningur 1995, samþykktur 16.4. 1996 2. Hér að ofan er reyndar skýringin. Þar sem stjórnarformaður hindraði forstjóra í að leggja bréf Fjármála- eftirlitsins fyrir á stjórnarfundi hinn 7. maí 2002 sendi forstjóri ljósrit af bréfinu í ábyrgðarpósti dags. 7. maí 2002, til allra stjórnarmanna nema stjórnarformanns, sem hafði veitt bréfinu móttöku daginn fyrir stjórn- arfund athugasemdalaust. Þess skal auk þess getið að endurskoðandi Byggðastofnunar, Árni Snæbjörns- son, löggiltur endurskoðandi, hefur staðfest, að hann hafi rætt efni þessa bréfs við stjórnarformann nokkrum dögum fyrir stjórnarfund. Stjórnarformanni var þannig full- kunnugt um erindið og hefði sem ábyrgur formaður átt að beita sér fyrir, að þetta bréf ásamt ársreikn- ingunum yrði rætt á stjórnarfundi. 3. Ekki kemur fram í bréfinu hvað- an þessi staðhæfing er fengin, en hún er röng og alls ekki í samræmi við fréttina. Ráðuneytið fullyrðir að eftir mér sé haft: „að tuttugu milljónir króna sem Byggðastofnun lánaði út á rússnesk- an togara í hitteðfyrra að skipan stjórnarformanns stofnunarinnar séu glatað fé. Í fréttinni kemur einn- ig fram að óskað hafi verið eftir því að útgerðarfélag togarans verði tek- ið til gjaldþrotaskipta.“ Það eina sem haft er eftir mér í fréttinni er eftirfarandi: „Theodór Bjarnason, núverandi forstjóri, sagði í samtali við frétta- stofuna að sérfræðingar stofnunar- innar mætu þessa fjármuni sem glatað fé.“ Í fyrirspurn ráðuneytisins er ver- ið að ýja að því á grundvelli rangrar staðhæfingar að forstjóri stofnunar- innr hafi brotið þagnarskyldu. Að sjálfsögðu hef ég ekki brotið neina þagnarskyldu um atriði sem ég hef ekki tjáð mig um, en varðandi þau atriði sem höfð eru eftir mér er um að ræða hluti sem þegar eru op- inberir. Fyrir liggja fleiri árangurslaus fjárnám hjá Ísrúss ehf. og krafist hefur verið gjaldþrotaskipta á félag- inu. Gissur Sigurðsson fréttamaður hafði samband við mig vegna mál- efna Ísrúss ehf. og spurði mig hvort ég teldi kröfu Byggðastofnunar ekki örugglega vera tapaða sem ég svar- aði eins og fram kemur í fréttinni að það væri mat sérfræðinga stofnun- arinnar (fylgiskjal 6A). Annað í þessari frétt er ekki haft eftir for- stjóra Byggðastofnunar eins og kemur fram hér áður. Fréttamaður var með allar upp- lýsingar í málinu um stöðu lána og tryggingar. Það eina sem var haft eftir mér var að ég teldi ósennilegt að kröfur þessar yrðu varðar í gjald- þrotaskiptum og væri það mat sér- fræðinga eins og kemur fram hér áður að þeir teldu þær vera tapaðar. Á þessu stigi kynni þögn mín eða getgátur um annað að hafa verið túlkaðar sem ég væri að leyna al- menning upplýsingum. Ekki kemur fram gagnvart hverjum ég ætti að hafa brotið þagnarskyldu, varla gagnvart lántakanda, en við gjald- þrot eru öll gögn opinber. Eins og ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um var tekin ákvörðun í þessu máli þrátt fyrir ítrekaðar að- varanir fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar, Guðmundar Malmquist, með rökum sem ríkis- endurskoðandi yfirfór og staðfesti með bréfi dags. 8.2. 2000 (fylgiskjal 7). Þrátt fyrir þetta gaf stjórnarfor- maður skrifleg fyrirmæli um að greiða út lánið (fylgiskjal 8). Staða málsins er að krafan er skráð hjá stofnuninni sem 70% áhætta. Ítrekað hefur verið gert árangurs- laust fjárnám hjá Ísrúss ehf. Lands- bankinn hefur óskað eftir að Ísrúss ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta sem tekið verður fyrir 6. júní nk. (fylgiskjal 7A). Það skal vakin athygli á að nær öll gögn í þessu máli voru afhent Ólafi E. Jóhannssyni, 18. maí 2001, eftir úrskurð Úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál (fylgiskjal 9). Málið var ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum á árinu 2001. Hér má nefna fjögurra blaðsíðna grein í LÍÚ-blaðinu, 2. tbl., 10. árg., maí 2001 (fylgiskjal 9 A). Upplýsingar í málinu eru þannig ekki lengur verndaðar hjá Byggða- stofnun heldur augljóslega tilgengi- legar hverjum sem er. Aðgangur að gögnunum er þannig opinn og allir sem skoða opinber gögn í málinu geta mótað sér skoðun, sem ekki getur orðið á annan veg en sú sama og sérfræðingar Byggðastofnunar hafa. Þegar talað er um þagnar- skyldu tel ég að nauðsynlegt sé að átta sig á aðstæðum og hvað hug- takið þýði í reynd. (Óheimilt að veita aðgang til al- mennings, skv. 5. gr. upplýsinga- laga.) 4. Hér er óskað eftir, að ráðuneytið afhendi skjalfestan rökstuðning vegna athugasemda stjórnarfor- mannsins í málinu. Sjá ítarlega greinargerð dr. Bjarka Jóhannes- sonar, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, dags. 24.5. 2002 vegna þessara athugasemda, þar sem fullyrðingar stjórnarformanns- ins eru hraktar (fylgiskjal 12). 5. Í 5. lið í bréfi ráðuneytisins er haft eftir stjórnarformanni, að for- stjóri hafi ekki framfylgt stjórnar- samþykkt frá 6. júní 2000. Þessi full- yrðing stjórnarformanns er hvergi rökstudd og er alfarið hafnað. For- stjóri hefur aldrei unnið gegn sam- þykktum stjórnar. Ég vil taka fram eftirfarandi: a) Þegar undirritaður var ráðinn til starfa fékk hann fljótlega að vita, að stjórn Byggðastofnunar hefði ákveðið að flytja innheimtuna út úr stofnuninni og koma henni fyr- ir hjá frjármálastofnun. Lögð var á það áhersla að einungis væri um að ræða óveruleg verkefni, að merkja út innheimtulista og senda út innheimtuseðla: 1–1½ starf. b) Stjórnarformaður fullyrti við for- stjóra að stjórn Byggðastofnunar hefði ákveðið að færa þessa starf- SJÁ SÍÐU 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.