Morgunblaðið - 07.06.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 07.06.2002, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 59 DAGBÓK  Undrandi og glöð þökkum við öllum þeim, sem heimsóttu okkur, hringdu eða sendu heilla- skeyti á sjötugs afmæli Hilmars Jónssonar. Lifið heil, Elísabet og Hilmar. Mörkinni 6, sími 588 5518 Fyrir 17. júní Fallegar yfirhafnir í úrvali 20-50% Opnum kl. 9 virka daga laugardaga frá kl. 10-15 afsláttur LJÓÐABROT STÖKUR Mörg þó andstæð mæði spor, mun ég standa réttur, meðan andinn á sér vor, allur vandi er léttur. Þegar aldan þunga rís og þraut er baldin fremur, vera kaldur eins og ís oft að haldi kemur. Leik ég mér við lítil blóm og laufin jurta smáu hér í þessum helgidóm háfjallanna bláu. Guðjón Þorsteinsson. Árnað heilla 40 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 8. júní, er fertug Ásdís Pálsdóttir, Hátúni 21, Keflavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn kl. 20 í KK- húsinu, Vesturgötu 17, Keflavík. 75 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag 9. júní verður 75 ára Stef-án Gíslason, Sléttuvegi 11. Eiginkona hans, Elísabet Þórarinsdóttir, verður 75 ára 10. júní. Af því tilefni taka þau á móti gestum í Selinu, Sléttuvegi 11–13, laugardaginn 8. júní frá kl. 17–19. Biðja þau um að andvirði blóma og gjafa renni til MS-félags Íslands, Sléttuvegi 5, sími 568-8620. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. g4 h6 7. Bg2 Bd7 8. Rdb5 Db8 9. Bf4 e5 10. Rd5 exf4 11. Rdc7+ Kd8 12. Rxa8 Re5 13. Rbc7 Bc6 14. Dd4 Rf6 15. O-O-O Rfd7 16. Bf1 b6 17. Bb5 Bxb5 18. Rxb5 Dxa8 19. Rxd6 Dc6 20. Rf5 Kc8 21. Dd2 g6 22. Rd4 Da4 23. Kb1 Rc4 24. Dxf4 Staðan kom upp á minn- ingarmóti Capablanca sem lauk fyrir skömmu í Ha- vana. Lazaro Bruzon (2568) hafði svart gegn Artur Kogan (2540). 24...Rxb2! Rífur kóngsstöðu hvíts í tætlur. Framhaldið varð: 25. Kxb2 Ba3+ 26. Kc3 Hvítur yrði að láta drottninguna af hendi til að forð- ast mát eftir 26. Kb1 Db4+ 27. Rb3 Dc3. 26...Rc5 27. Hb1 Da5+ 28. Kc4 Da4+ 29. Kc3 Hd8! 30. Hhd1 Da5+ 31. Kc4 Da4+ 32. Kc3 a6 33. Rc6 Rxe4+ 34. Dxe4 Dxe4 35. Rxd8 b5 36. Hd3 Be7 37. Hbd1 Db4#. Bruzon varð sigurvegari mótsins en landar hans frá Kúbu röðuðu sér í næstu sæti. Með því gerðu þeir rík- isstjórn sinni greiða þar sem verðlaunaféð rann til hennar en hefði ella runnið til þeirra útlendinga sem náð hefðu verðlaunasæti. 4. umferð Stigamóts Hellis fer fram í kvöld kl. 19.30 í félagsheimili þess að Álfabakka 14a. Áhorfendur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÍSLENSKIR spilarar eru áberandi keppendur á Netinu, einkum á OK Bridge, sem er best út- færði bridsvefurinn. Meðal þeirra sem stundum sjást við sýndarborðið á OK eru Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Tvímenn- ingur er þeirra eftirlætis keppnisform og í spilinu hér að neðan nældu þeir sér í hreinan topp: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ K92 ♥ 82 ♦ ÁG106 ♣ÁK104 Vestur Austur ♠ 753 ♠ G1084 ♥ G1053 ♥ K74 ♦ 42 ♦ D73 ♣D832 ♣965 Suður ♠ ÁD6 ♥ ÁD96 ♦ K985 ♣G7 Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 grand Pass 5 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Davíð vakti á 15-17 punkta grandi, Jón krafði í slemmu með hástökki í fimm grönd og Davíð lyfti í sex grönd með hliðsjón af keppnisforminu. Vestur valdi að koma út með lítið hjarta, sem átti eftir að reynast afdrifaríkt. Davíð tók kóng austurs með ás, spilaði tígli á ás og svínaði gosanum. Þar með voru fjórir tígulslagir öruggir og nú var þetta að- eins spurning um yfirslag- inn. Davíð tók alla tíglana og svínaði síðan lauftíu. Spilaði því næst spaða þrisvar: Norður ♠ 9 ♥ 8 ♦ – ♣ÁK4 Vestur Austur ♠ – ♠ G ♥ G10 ♥ 74 ♦ – ♦ – ♣D83 ♣96 Suður ♠ D ♥ D96 ♦ – ♣G Þegar spaðadrottningu var spilað í þessari stöðu gat vestur enga björg sér veitt. Hann henti hjarta í þeirri von að makker ætti níuna, en hún var í suðrinu og Davíð fékk alla slagina og 100% skor. Útspil vesturs var dýrt. Ef hann kemur út með hjartagosann getur austur hangið á hjartakóng og valdað litinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Með morgunkaffinu Var þetta erfiður dagur í vinnunni? STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert fyndin og skemmtileg manneskja þegar þú ert með öðru fólki. Þú kannt að koma fyrir þig orði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt hugsa þig tvisvar um áður en þú færð peninga að láni hjá vini eða lánar peninga. Miskunnsemi og fórnfýsi get- ur rænt þig dómgreind. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu að engu óðslega í mik- ilvægum ákvörðunum varð- andi lífsstefnu og frama. Þú ert tilfinningaþrungin(n) í dag og getur því ekki tekið skyn- samlegar ákvarðanir líkt og er aðalsmerki þitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að bregðast ekki of harkalega við einhverju sem birtist í fjölmiðlum í dag. Það er auðvelt að hrapa að niðurstöðum án þess að vita staðreyndir málsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Umhyggja þín fyrir vini er aðdáunarverð. Engu að síður skaltu hugsa þig tvisvar um áður en þú lánar honum eitt- hvað því hann kann að vera að gabba þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú skalt ígrunda vel ráðlegg- ingar þeirra sem standa þér næst. Ekki hrapa að niður- stöðum varðandi það sem á að vera þér fyrir bestu, bara af því að einhverjum öðrum þyk- ir það góð hugmynd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stundum geta óhefðbundnar lækningar komið að gagni. En í dag skaltu fara þér mjög gætilega þegar þér eru gefin óvenjuleg ráð í sambandi við heilsuna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert næm(ur) á umhverfi þitt og nýtur þess að skemmta þér með öðrum. Þú skalt samt halda fast um budduna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gæti komist að fjölskyldu- leyndarmáli þegar þú átt sam- töl við maka eða ættingja. Mundu að virða friðhelgi einkalífs annarra líkt og þú vilt að þeir geri gagnvart þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mark Twain sagði eitt sinn að fregnir af andláti sínu væru stórlega ýktar. Að sama skapi skaltu ekki trúa öllu sem þér er sagt í dag varðandi heilsu þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hættir til óhóflegrar eyðslusemi í dag. Ef þú leyfir þér munað gætir þú þurft að þreyja þorrann til mánaða- móta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fólk áttar sig ekki á þér í dag. Þetta er ekki af því að þú gerir þetta af ásetningi heldur er þetta ofar þínum mætti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar meira að vera í dagdraumum í dag heldur en að einbeita þér að vinnunni. Kannski ertu berdreymin(n) um það sem koma skal. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TVÍBURAR FRÉTTIR KAUPHLAUP hófst í Smáralind í gær þar sem verslanir bjóða nýjar vörur á sérstöku tilboði. Sjö sinnum á dag verður efnt til Spretthlaups þar sem vara er boðin á sérstökum kjörum og tvisvar sinnum til Áhlaups. Fyrir utan tilboð á vörum verður fjör í göngugötunni, andlitsmálun fyrir börnin, óvæntar uppákomur og gestir reyna með sér í pokahlaupi. Tívolí verður í Sumargarðinum, svo framarlega sem veður leyfir, þar verða m.a. þyrluhringekja, kaffi- bollahringekja og stærsti hoppukast- ali landsins. Þá verður einnig að finna fyrir utan Smáralind, ef vel viðrar, rafmagnsbíla og mótorhjól. Sérstakt uppboð verður á knatt- spyrnutreyjum þekktra kappa sunnudaginn 9. júní kl. 15. Allur ágóðinn rennur til KRAFTS, stuðn- ingsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur þess, segir í fréttatilkynningu. Kauphlaup í Smáralind TÍU ár eru liðin síðan Kínaklúbb- ur Unnar byrjaði að fara með Ís- lendinga út í heim, aðallega til Kína, en þangað fer 17. hópurinn í september nk. Í tilefni 10 ára afmælis Kína- klúbbsins verður opnuð ljós- myndasýning í Húsi málarans, Bankastræti 7a, 15. júní kl. 16 og stendur til 22. júní. Á sýningunni verða myndir frá Kína sem Unnur hefur tekið, en hún fór til Kína í fyrsta sinn árið 1983. Einnig sýnir Unnur litskyggnur frá Kína í Tjarnarsal Ráðhússins þriðjudag- inn 25. júní kl. 18 og kínverskan sverðdans. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Kínaklúbbur Unnar“ er minnsta ferðaskrifstofa landsins með eina til tvær ferðir á ári. Þessar ferðir eru skipulagðar af Unni, og engar tilbúnar ferðir keyptar. Reynt er að hafa ferð- irnar persónulegar og að sýna far- þegum staði sem ekki að jafnaði eru ferðalöngum til sýnis, segir í fréttatilkynningu frá Kínaklúbbi Unnar. Kínaklúbbur Unnar 10 ára SAFNAÐ verður fyrir öndunar- mælum fyrir vökudeild Landspít- alans í Hreyfingu, Faxafeni 14, sunnudaginn 9. júní. Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna. Yfir dag- inn verða nýstárlegir tímar í boði, salsa-latintími, nýstárleg stöðva- þjálfun, lifandi tónlist í hjólatíma, fimm og fimm, fönktími, box- hringur, jóga/pilates og útihlaup- ratleikur. Einnig verður lifandi tónlist í tækjasal. Í barnagæslu verður boðið upp á krakkatíma, leiki, ís, svaladrykk og pizzur. Góðir gestir kíkja í heimsókn, trúðar og fleiri fígúrur. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.000 kr., í barnagæslu 500 kr. og rennur hann óskiptur í söfn- unina. Íslandsbanki er fjárgæslu- aðili söfnunarinnar. Allir starfs- menn Hreyfingar gefa vinnu sína þennan dag, segir í fréttatilkynn- ingu. Nánari dagskrá má finna á heimasíðu hreyfingar www.hreyf- ing.is Hreyfing safnar fyrir öndunarmælum REY Cup er alþjóðleg knatt- spyrnuhátíð drengja og stúlkna sem haldin verður dagana 25. til 28. júlí í Laugardalnum í Reykjavík. Forsvarsmenn Stoke City hafa ákveðið að senda lið á mótið og kem- ur hingað lið þeirra í fjórða flokki. Áður hafði Bolton ákveðið þátt- töku í knattspyrnuhátíðinni. „Nú líður að því að lokaundirbún- ingur knattspyrnuhátíðarinnar í Laugardal fari á fullt þar sem fjöldi þeirra liða er þátt munu taka er að verða ljós. Markmið mótshaldara var að u.þ.b. 30 lið tækju þátt í Rey Cup fyrsta árið. Nú liggur fyrir að það markmið muni nást. Ákveðið hefur verið að lokaskráningu ljúki þann 15. júní n.k. Þau félagslið sem íhuga þátttöku og hafa ekki þegar skráð sig eru hvött til að ganga frá skráningu liða sem fyrst,“ segir í fréttatilkynningu. Knatt- spyrnuhátíð drengja og stúlkna í Laugardal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.