Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PAUL McCartney og Heather Mills hafa reynt
að halda því leyndu hvar og hvenær þau munu
ganga í það heilaga en nú hefur kvisast út í
breskum fjölmiðlum að brúðkaupið muni eiga
sér stað í Leslie-kastala í Glaslouch-sýslu á Ír-
landi ellefta þessa mánaðar, eða næstkomandi
þriðjudag. Eigandi kastalans hefur ýtt enn
frekar stoðum undir þessar sögusagnir með
því að útiloka ekki að brúðkaup fari þar fram
umræddan dag.
Samkvæmt sömu heimildum mun athöfnin
fara fram í þorpskirkjunni og síðan munu um
300 boðsgestir sitja veislu í kastalanum og
þremur tjöldum sem reist verða í kastalagarð-
inum. Gestirnir verða fluttir til veislunnar með
þyrlum, gömlum bílum og hestvögnum. Fyrst
verður boðið upp á kampavín og snittur en síð-
an verður sest að veisluborði og verða rétt-
irnir allir úr jurtaríkinu. Maturinn verður bor-
inn fram á gulldiskum og þjónustufólkið mun
klæðast gömlum búningum.
En heimildum ber þó engan veginn saman
um þetta leyndardómsfulla brúðkaup. Áður
hafði því verið haldið fram að brúðkaupið
hefði farið fram í gær en engar vísbendingar
eru um að það sé rétt. Þó er aldrei að vita, því
einhverjir vilja meina að gamla bítlinum og
heitkonu hans hafi tekist fullkomlaga upp við
að halda brúðkaupinu leyndu og séu nú þegar
búin að setja upp hringana.
Leyndardómsfulla
bítlabrúðkaupið
Reuters
McCartney og Mills virðast staðráðin í að láta
fjölmiðla ekki skemma stóra daginn.
Kvöldverðurinn
(La Cena)
Gamanmynd
Ítalía 1998. Myndform VHS. (124 mín.)
Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og hand-
rit Ettore Scola. Aðalhlutverk Giancarlo
Giannini, Vittorio Gassman.
ÞAÐ VERÐUR seint sagt um
þessa mynd Ítalans margreynda Ett-
ore Scola að hún sé frumleg. Hún
sver sig nefnilega sterkt í ætt við aðr-
ar eldri sem leika
sér að því að bera
saman og tilbiðja
um leið matinn og
ástina, myndir á
borð við dönsku
Óskarsverðlauna-
myndina Babettes
gæstebud (1987),
mexíkönsku Como
agua para chocolate og The Big
Night Stanleys Tuccis. En ítalski
Kvöldverðurinn stendur þessum öll-
um vel að baki, ekki bara vegna
ófrumleikans heldur einnig sökum
tilgerðarlegrar kvikmyndagerðar,
tilþrifalítils handrits sem vissulega
inniheldur einstaka skemmtileg atvik
og samtöl en heldur engan veginn
haus og skortir heildstæða fram-
vindu. Og svo er nokkuð magnað að
sjá að það eru ekki bara til Holly-
wood-klisjur heldur einnig listrænna-
mynda-klisjur. Léttúðuga konan með
marga kærasta, trúgjarni einfarinn,
vitri einmana gamlinginn, mennta-
maðurinn með gráa fiðringinn, fámáli
kvendjöfullinn sem dregur karla á
tálar til að niðurlægja þá – allar hafa
þessar staðalímyndir komið við sögu
„listrænna mynda“ oftar en einu
sinni. Verði ykkur að góðu. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Út að borða
með Ítölum
Marsmórar
(Ghosts of Mars)
Hrollvekja
Bandaríkin 2001. Skífan VHS/DVD.
(102 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leik-
stjórn og handrit John Carpenter. Aðal-
hlutverk Natasha Henstridge, Ice Cube.
ÞAÐ er aðeins einn John Carpen-
ter og martraðir eru hans sérsvið.
Ekki bara í þeim skilningi að hann
hefur ætíð lagt sig fram um að hræða
okkur heldur eru margar mynda
hans svo vondar að
þær eru algjör
martröð á að horfa.
En karlinn má eiga
það að það er alltaf
svo notalega
heimagerður blær
yfir þeim enda er
gaurinn sparsamur
með endemum og
reynir að gera eins
mikið sjálfur og hann mögulega
treystir sér til.
Ghosts of Mars er dæmigerð
Carpenter-mynd í einu og öllu. Al-
veg yndislega hallærisleg, söguþráð-
urinn lapþunnur, brellurnar ódýrar
og sviðsmyndin ennþá ódýrari. Sem
sagt himnaríki fyrir þá sem dá vond-
ar myndir. En hún er samt mjög
langt frá því að komast í hóp hans
betri mynda, töffaraskapurinn ekki
nærri því ens mikill og í Escape from
New York og við hliðina á martröð
martraðanna The Thing er hún
Disney-mynd.
En þótt Ghosts of Mars teljist feil-
spor þá má ekki gleyma því að það er
aðeins einn John Carpenter og bíó-
flóran væri aldeilis fátækari án
hans. Skarphéðinn Guðmundsson
Martröð
á Mars