Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Akralind 1, 201 Kópavogi, sími 564 0910. Útiarinn - Grill Verð 49.900 kr. Kynningarverð Verð 69.900 kr. Kynningarverð LANDSMÓT hestamanna hefst á Vindheimamelum í Skagafirði þriðjudaginn 2. júlí og lýkur sunnu- daginn 7. júlí. Verið er að leggja lokahönd á undirbúning og að sögn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, for- manns Landsmóts ehf., gengur undirbúningurinn vel. „Mótið byrjar formlega á þriðju- daginn og fram eftir vikunni verða kynbótadómar og keppni í und- irflokkum. Þetta er mikið af hross- um og það er langur tími sem fer í að grunndæma þau. Á laugardeg- inum ber hæst yfirlitssýning á bestu kynbótahrossunum og A- úrslit í tölti,“ segir Sveinbjörn. Spurður um fjölda mótsgesta sem búist er við, segir hann að það sé raunhæft að búast við tíu þúsund manns en það fari mikið eftir veðri. Hann segir að veðurspáin sé góð svo langt sem hún nái og að móts- haldarar séu bjartsýnir. Heiðursgestir mótsins verða Anna Bretaprinsessa og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en þau mæta á laugardaginn og taka þátt í hópreið sem verður inni á sýningarsvæðinu, að sögn Svein- björns. Hann telur að búast megi við fjölda útlendinga á mótið og leggur áherslu á að fáir atburðir hér á landi veki jafnmikla athygli og Landsmótið. „Við gætum verið að tala um 15 fullar Flugleiðavélar af útlendingum sem gagngert eru hingað komnir til að fara á lands- mótið. Ég held að raunhæfur fjöldi útlendinga sé 2.500–3.000 manns. Flestir koma ef til vill frá Þýska- landi og Norðurlöndum, en í þess- um löndum er mest hefðin fyrir hestamennsku með íslensku hest- ana,“ bendir hann á og bætir við að mikil stemning sé í fólki. Hann segir að skemmtikraftar muni troða upp um helgina og stígi Stuðmenn á stokk á föstudagskvöld og Paparnir á laugardagskvöld. Landsmót hestamanna hefst á Vindheimamelum á þriðjudag Anna Bretaprinsessa og Ólafur Ragnar taka þátt í dagskrá Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Margir hestamenn eru komnir, meðal annars þær Védís Hrönn Eyjólfs- dóttir, Franziska Solte og Lena Hrönn Marteinsdóttir, en þær eru hér að snyrta stóðhestinn Þyrni frá Þóroddsstöðum. Þyrnir fékk 8,60 í ein- kunn í kynbótasýningunum í vor og er það ein hæsta einkunn úr forvali sem vitað er um. RÁÐGERT er að ný fræðslu- miðstöð við Almannagjá á Þing- völlum sem lokið var við í fyrra verði opnuð í næsta mánuði. Í húsinu, sem stendur skammt frá útsýnisskífunni á Hakinu þar sem komið er inn í þjóðgarðinn, verð- ur opnuð margmiðlunarsýning þar sem gestir og gangandi geta fræðst um þjóðgarðinn, sögu hans og náttúru. Að sögn Guðrúnar Krist- insdóttur, yfirlandvarðar á Þing- völlum, var hafist handa við að hanna sýningu inn í húsið í vetur og hefur því starfi miðað nokkuð vel, að sögn hennar. Hún á von á því að húsið verði opnað almenningi fyrstu vikurnar í júlí. Sýningin sem opnuð verður er á stórum snertiskjám og getur fólk valið úr efni sem tengist sögu og náttúru staðarins. Húsið sem hýsir fræðslu- miðstöðina er stílhreint og lág- reist og segir Guðrún að hug- myndin hafi verið að húsið skyggði ekki á þjóðgarðinn. Það samanstendur af sýning- arhluta og snyrtiaðstöðu en snyrtiaðstaðan hefur verið opin síðan í vor. Að sögn Guðrúnar verður fræðslumiðstöðin opin alla daga í sumar en eftir er að taka end- anlega ákvörðun um opnunartíma á veturna. Hún á þó frekar von á að reynt verði að hafa húsið opið stærstan hluta vetrar. Ný fræðslumiðstöð á Þingvöllum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fræðslumiðstöðin verður opin í allt sumar og er stefnt að því að hún verði einnig opin stærstan hluta vetrarins. Ráðgert að opna í júlí ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Heimur hf. hefur keypt tímaritadeild Eddu – miðlunar og útgáfu hf., sem gefur út tímaritin Atlantica, Iceland Review og Ský og heldur úti vef í tengslum við ritin. Í tilkynningu frá félaginu segir að tímaritin hafi áður tilheyrt fyrirtæk- inu Iceland Review, sem varð hluti af Eddu við samruna Vöku-Helgafells og Máls og menningar. Þá segir að útgáfu allra tímarit- anna verði haldið áfram hjá Útgáfu- félaginu Heimi, sem meðal annars gefi út tímaritið Frjálsa verslun, auk upplýsingarita fyrir ferðamenn og að starfsfólki tímaritanna hafi verið boðið starf hjá því félagi. Atlantica er gefið út í samvinnu við Flugleiðir og býðst öllum farþeg- um félagsins, en Ský er með sama hætti gefið út í samvinnu við Flug- félag Íslands, en jafnframt selt á frjálsum markaði. Iceland Review er eitt rótgrónasta tímarit sem gefið er út um Ísland og íslensk málefni á ensku, en áskrifendur þess eru í um hundrað löndum. Í tilkynningunni segir að Edda muni starfrækja áfram fjölmörg bókarforlög, bókaverslanir og tón- listarútgáfu. Þá hyggist félagið leita leiða til að halda áfram útgáfu Tíma- rits Máls og menningar. Heimur hf. kaupir tímarita- deild Eddu ÞJÓÐHAGSSTOFNUN verður lögð niður 1. júlí næstkomandi, í sam- ræmi við lög Alþingis nr. 51/2002. Í frétt frá Sigurði Guðmundssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, segir að verkefni stofnunarinnar verði flutt til Hagstofu Íslands og fjár- málaráðuneytisins. Þjóðhagsreikn- ingar, skýrslugerð um atvinnuvegina og önnur verkefni Þjóðhagsstofnun- ar sem fjalli um upplýsingar um lið- inn og líðandi tíma verði framvegis unnin á Hagstofu Íslands. Flestir starfsmenn sem unnið hafa að gerð þjóðhagsreikninga munu fyrst um sinn halda því starfi áfram í því húsnæði sem Þjóðhagsstofnun hefur haft til umráða á þriðju hæð í Seðlabankabyggingunni. Símanúm- er verða óbreytt og netföng einnig, en þau fá þó endinguna @hagstofa.is í stað @ths.is. Vefsíðan áfram virk Þeim verkefnum Þjóðhagsstofn- unar sem snúa að mati á ástandi og horfum verður sinnt af efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Nánari upplýsingar um verkefni efnahagsskrifstofu er að finna á heimasíðu fjármálaráðuneytisins, www.fjr.is. Vefsíða Þjóðhagsstofnunar, www.ths.is, verður áfram virk og verður gestum beint á rétta staði þaðan. Hagstofa Íslands hefur tekið að sér dreifingu á skýrslum sem Þjóðhagsstofnun hefur gefið út og eru þær fáanlegar þar. Þjóðhags- stofnun hættir starfsemi SEX lögregluembætti sameinast um að efla umferðareftirlit á Vestur- landi í sumar og verður sérstaklega fylgst með hraðakstri í Norðurárdal. Lögreglan á Akranesi, Borgar- nesi, í Stykkishólmi og Búðardal auk manna frá ríkislögreglustjóra og lög- reglunni í Reykjavík munu í sumar hafa samvinnu um umferðareftirlit í Borgarfirði og nærsveitum. Að sögn Stefáns Skarphéðinssonar, sýslu- manns í Borgarnesi, verður lögð sér- stök áhersla á að fylgjast með aksturshraða á hringveginum, eink- um í Norðurárdal en þar hafa öku- menn oft ekið greitt. Aukin löggæsla verður einnig við aðra helstu vegi í héraðinu. Sérstaklega fylgst með akstri í Norð- urárdal Aukið umferðareftirlit á Vesturlandi í sumar KAFARAR hafa kafað niður að flaki Guðrúnar Gísladóttur KE 15 til að kanna ástand skipsins og verður þeim könnunum haldið áfram í þessari viku. Trond Eilertsen, lögmaður út- gerðarfélagsins, segir að líklega verði ákveðið í næstu viku, í sam- vinnu við norsk mengunarvarna- yfirvöld, til hvaða aðgerða verði gripið. Um borð í skipinu, sem liggur á um 40 metra dýpi eftir að það sökk við strendur Lofoten 19. júní sl. eru 300 tonn af olíu og um 870 tonn af síld. Eilertsen segir að m.a. verði rætt hvort mögulegt sé að dæla olíunni úr skipinu, hvað verði gert við farm skipsins, hversu langan tíma aðgerðirnar muni taka og hvað þær muni kosta. Fimm björgunarfyrirtæki hafa gert tilboð í verkið en Eilertsen segir að mjög erfitt sé að bera þau saman þar sem mismunandi sé hvað sé innifalið í tilboðinu. Hann segir að norsk mengunar- yfirvöld hafi ekki sett íslensku út- gerðinni og tryggjendum hennar tímafrest um hvenær aðgerðir skuli hefjast en hann geri þó ráð fyrir því að ætlast sé til þess að það verði fyrir veturinn. Það fari þó eftir því hvað verði ákveðið að gera. Kafarar kanna ástand flaks Guð- rúnar Gísladóttur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.